Morgunblaðið - 03.05.1966, Blaðsíða 19
ÞrfSTJiida-gur 3. maí 1966
MORGUNBLAÐIÐ
Ingi Þór Steíánsson
skrifstotustj, — Minning
ÞAÐ var einhvern tíma í fyrra-
sumar, að hann stakk upp á að
við gerðum okkur ofurlítinn
dagamun, og þar sem við sátum
þá saman man ég enn hve ég
dáðist að hreysti hans og lífs-
þrótti, öfundaði hann af þeim
ólifuðu árum, sem okkar lágu í
milli, óskaði mér að vera aftur
orðinn svona ungur og spræk-
ur.
Og þegar mér barst fyrir
nokkrum dögum fregnin um að
saga hans væri öll, þá varð mér
það eitt að orði: „Guð sé lof.
Fari hann í friði.“
Svona eru örlögin undarleg,
vegir mannsins óútreiknanlegir,
blindleiki þess holds alger, sem
aldrei veit hvers biðja ber. A
örfóum mánuðum verður þessi
stælti, ungi maður svo yfirkom-
inn af vonlausri þjáningu, að
vinir hans eiga honum þá ósk
eina til handa, að lífsþráðurinn
slitni sem allra fyrst til að firra
!hann þeirri kvöl, sem jafnvel
olli þeim sárum þjáningum, er
fjarri voru sjálfum sjúkrabeð-
inum.
En það var eins og ótrúleg
hreysti og sú blekkingarblæja
lífsvonarinnar, sem dauðinn
sveipar stundum þann, sem hann
hefir tekið örugglega í arma sér,
ætlaði aldrei að láta undan. Og
í þessu stríði var annar, sem
einnig barðist af miklum hetju-
móði, ótrúlegri fórnfýsi, ógleym-
anlegum kærleik^, sá förunaut-
ur, sem hann hafði valið sér til
samfylgdar, eiginkonan, sem
fylgir honum síðasta spölinn í
dag. Þessi samstaða þeirra and-
spænis skelfilegum örlögum er
svo sérstæð, að ég veit nú varla,
nema hún verði ennþá eftir-
minnilegri en sá lífsþróttur, sem
einkenndi þau bæði meðan allt
lék í lyndi og unnt var — að
því er virtist — að horfa áhyggju
lítið fram til hinan mörgu ólif-
uðu yndislegu ára.
Við, samstarfsmenn og vinir
Inga Þórs, munum þó aldrei
gleyma því hve frábær félagi
ihann var prýðilegur samverka-
maður og hvers manns hugljúfi.
Ég held, að þó að sú hjálp, sem
við reyndum að veita honum
Ihafi ekki verið mikil og vitan-
lega orðið gagnslaus, þá hafi hún
þó sannað það hugarþel, er starfs
menn Loftleiða báru til hans, ->g
ég efast um, að allir hefðu vott-
að nokkrum öðrum manni jafn
almenna samúð og honum við
svipaðar aðstæður. Ég minnist
þessa hér til sönnunar því, að
fullyrðingin um að Ingi Þór hafi
verið hvers manns hugljúfi er á
gildum rökum reist. Einnig hún
kemur nú e.t.v. í engan stað nið-
ur í dag, en síðar mun það þó
mikil huggun eftirlifandi konu
og börnum að við vitum það líka
sem til þekktum að þau misstu
góðan dreng og mikinn mann.
Helztu æviatriði Inga eru
þessi:
Hann fæddist á Seyðisfirði 16.
september 1931. Móðir hans, frú
Steinunn Kristín Þórarinsdottir,
er látin fyrir nokkrum árum, en
faðir hans, Stefán Hannesson, er
bifreiðastjóri hér í bænum.
Ég veit ekki hvenær þau
Steinunn og Stefán fluttu til
Reykjavíkur, en Ingi hefir þá
áreiðanlega verið mjög ungur
því að hér hóf hann sína skóla-
göngu og lauk henni með prófi
frá Verzlunarskóla íslands árið
1950. Hugur hans mun þá einnig
hafa hneigzt til íþrótta, því að
árið 1952 lýkur hann kennara-
prófi frá íþróttakennaraskóla
París, 30. apríl — NTB.
Kafarar hafa í gær og
dag leitað að liki marokk-
anska uppreisnarforingjans
Ben Barka í tveimur tjörnum
utan Parísar. Ekkert fannst.
Tjarnirnar eru í nágrenni
húss þess, sem var í eigu af-
brotamannsins Georges Bouc-
hesiche, en Ben Barka var
rænt í París, 29. október sl.
fslands. Um þenna ríka þátt í
æviferli Inga veit ég fátt um-
fram það, að hann verður ungur
ágætur íþróttamaður og einn af
framámönnum íþróttamála borg-
arinnar, er kjörinn formaður
Körfuknattleiksráðs Reykjavík-
ur, er einn stofnenda Körfu-
knattleiksdeildar Í.R., og þannig
mætti lengi telja til sönnunar
því, að í hópi íþróttamanna mun
hans lengi minnst með virðingu
og þökk.
í ársbyrjun 1957 kvænist hann
Hrefnu Ingimarsdóttur, ættaðri
af Vestfjörðum. Þau eignast tvo
sonu, Sigmar Þór og Stefán Þór,
nú 7 og 12 ára. Hrefna og Ingi
bjuggu að Skólagerði 3 i Kópa-
vegi, þar sem þau horfðu til
þess að geta að nokkrum árum
liðnum setið skuldlítil og horft
á drengina sína tvo vaxa úr
grasi.
Árið 1960 hóf Ingi almenn
skrifstofustörf hjá Loftleiðum, en
fjórum árum siðar er hann bú-
inn að vinna sér svo mikið traust,
að honum er þá falin forysta
skrifstofu félagsins á Keflavík-
urflugvelli, þar sem sívaxandi
starfsemi krafðist traustrar for-
sjár.
Allt virðist leika í lyndi þang-
að til fyrir nokkrum mánuðum
er hann tekur að kenna sjúk-
dóms. Hann er undir læknis-
hendi alla tíð síðan, bæði hér í
Reykjavík, og vestur í New
York unz yfir lapk föstudaginn
22. þ.m. Þá var saga hans öll,
Ingi Þór 'endurminning ein —
minning um mætan mann, sem
féll fyrir aldur fram.
Frá samstarfsmönnum Inga
hjá Loftleiðum færi ég ástvinum
hans þakkir fyrir mikil og góð
kynni.
Hvers vegna það var hann
en ekki eitthvert okkar hinna,
sem kallið fékk að þessu sinni,
fáum við eflaust aldrei að vita,
og þess vegna er þýðingarlaust
að spyrja um rétt eða rangt,
skynsamlegt eða óhyggilegt af
blindleik þess holds, sem veit
ekki nú fremur en fyrrum hvers
biðja ber, sjálfu sér eða öðru
til handa. Hið eina, sém við vit-
um í rauninni er það, að hann
er farinn, en eftir standa aðrir,
og sumir með „brynju slitna,
sundrað sverð og syndagjöld", en
allir eiga þeir eftir að fara sömu
leiðina — og áreiðanlega ekki
margir með jafn hreinan skjöld
og hann.
Og hve löng er sú bið í raun
og veru? Hvað er skammlífi?
Hvað er langlifi?
Og hver veit svo, hvort sjálf-
ur dauðinn er jafn dapurlegur
og okkur virðist hann vera í
dag?
Hver veit nema að það sé
satt, sem skáldið segir, að það
að deyja sé ekkert annað en að
standa „nakinn í blænum og
hverfa inn í sólskinið"?
Hver veit?
Sigurður Magnússon.
t
HANN var vinur minn.
Hann var vinur okkar.
Hann var vinur allra er hon-
um kynntust.
Þann 22. april sl. kvaddi vin-
ur minn Ingi Þór Stefánsson
þennan heim í blóma lífsins, að-
eins 34 ára að aldri, og í dag
fer útför hans fram.
Síðastliðið haust kenndi hann
sér sjúkdóms þess er honum veitt
ist ekki að yfirstíga með sinni
alkunnu bjartsýni og kárl-
mennsku. Við ólum þær vonir
í brjósti, að. honum yrði lengri
lífdaga auðið, en stöndum nú
ráðþrota og skiljum ekki rök
þeirrar tilveru, er við hrær-
umst í.
Ingi Þór, eins og hann var ætíð
kallaður, fæddist á Seyðisfirði
16. september 1931, sonur hjón-
anna Steinunnar Kristínar Þór-
arinsdóttyr og Stefáns Hannesson
ar. Hann fluttist nokkurra mán-
aða gamall með foreldrum sínum
til Reykjavíkur og ól allan sinn
aldur hér i borg. Árið 1949 and-
aðist móðir hans, en þá var hann
aðeins 17 ára og elztur systkina,
sem þá og æ síðan hafa notið
hjálpsemi hans og elsku.
Hann lauk prófi frá Verzlun-
arskóla íslands árið 1950, stund-
aði síðan nám við íþróttakenn-
araskólann að Laugarvatni og
lauk þaðan prófi 1952. Allt sem
að íþróttum sneri var ofarlega í
huga hans. Hann gerðist félagi í
íþróttafélagi Reykjavíkur þegar
sem ungur drengur og varð brátt
virkur félagi í Handknattleiks-
deild félagsins og keppti í meist-
araflokki þeirrar deildar aðeins
16 ára. Hann var einn af stofn-
endum Körfuknattleiksdeildar fé
lagsins og í stjórn hennar frá
upphafi og formaður í mörg ár.
Hann var um tíma formaður
Körfuknattleiksráðs Reykjavíkur
(KKRR) og í stjórn Körfuknatt-
leikssambands íslands (KKÍ) í
I aðalstjórn íþróttafélags Reykja-
víkur var hann fyrst 1951 og
varaformaður félagsins 1965.
Hann stundaði verzlunar og
skrifstofustörf og í febrúar 1960
réðist hann til Loftleiða, þar
sem hann starfaði til dauðadags.
Þar voru honum falin þau störf,
er hann hvað bezt kunni til og
fljótlega sáu ráðamenn þar, hvað
þessi fjölhæfi og góði starfsmað-
ur bar af, og þegar Loftleiðir
Keflavík h.f. var stofnað, var
honum falið skrifstofustjórastarf
ið og gegndi hann því af stakri
samvizkusemi.
Það var hamingjudagur 4.
janúar 1957 er Ingi gekk að eiga
Hrefnu Ingimarsdóttur frá Hnífs
dal, trausta og góða konu, búna
miklum kostum, sem komu ekki
hvað sízt í ljós í hinni hörðu
veikindabaráttu Inga. Þau eign-
uðust tvo drengi, Stefán Þór,
sem nú er 12 ára og Sigmar Þór
7 ára. Þau áttu sér hlýlegt heim-
ili að Skólagerði 3, heimili, sem
ávallt var opið öllum, heimili,
þar sem glaðværð og gestrisni
ríkti og ávallt var gott að koma
á. —
Fundum okkar bar fyrst saman
í Verzlunarskóla íslands, og urðu
þau kynni að órjúfandi vináttu
sem aldrei bar skugga á. Á þess-
um tíma, í leik og alvöru, kynnt-
ist ég kostum hans hvað bezt.
Honum var margt gott gefið, far-
sælar gáfur, létt lund og skemmti
leg glettni og því aldrei dauflegt
í návist hans. Yndi hafði hann
af lestri góðra bóka, en þar fyr-
ir utan held ég að ljóðalestur
hafi verið honum hvað kærastur,
sjálfur var hann fljótur að setja
saman vísur við ýmis tækifæri,
en var lítt um að guma af því.
Hann var hreinlyndur, tryggur
og vinsæll, enda vinahópurinn
stór, og margir munu minnast
hjálpfýsi hans.
Á þessari stundu verður mér
hugsað til Hrefnu og drengjanna,
því þeirra harmur er hvað sár-
astur og því bið ég að góður
Guð megi styrkja ykkur á þess-
um reynslutímum.
í»
foreldrum og öðrum ættingjum
færi ég samúð mína.
Nú þegar þú ert allur, kæri
vinur, þakka ég þér allar þæi
ógleymanlegu stundir, sem vií
höfum átt saman.
Friður fylgi þér.
Gunnar Petersen.
t
F. 16. sept. 1931.
D. 22. apríl 1966.
KVEÐJA FRÁ
SKÓLASYSTKINUM
í DAG kveðjum við skólabróður
okkar, Inga Þór, hinztu kveðju,
þótt svo skammur tími virðist
liðinn, síðan hann gekk með okk
ur út í vordýrðina austur á
Laugarvatni, að loknu síðasta
prófinu frá Í.K.f. vorið 1952.
Fjórtán ár eru að vísu alllangur
tími, en samt kvaddi hann þetta
líf í blóma aldurs síns, aðeins 34
ára, og framtíðin virtist brosa
við honum.
Hann var kvæntur glæsilegri
konu, Hrefnu Ingimarsdóttur,
íþróttakennara, og átti með
henni tvo myndarlega sonu. Þau
hjónin höfðu búið sér fagurt
heimili í nýreistu húsi og Ingi
hafði með höndum ábyrgðar-
mikla stöðu hjá þekktu fyrir-
tæki.
En skyndilega syrti að. Ingi
barðist mánuðum saman við
kvalafullan sjúkdóm, sem hann
mætti með þreki og einbeitni.
Hann gekk úndir miklar skurð-
aðgerðir erlendis og um skeið
vonuðum við öll, að tekizt hefði
að ná fyrir rætur sjúkdómsins,
en eftir að Ingi kom heim aftur
kulnaði sú von og sýnt var að
hverju dró.
Enn höfum við ekki áttað okk-
ur til fulls, að hann er horfinn
úr hóp okkar skólasystkinanna,
þótt hinum bitru staðreyndum
verði víst ekki neitað. En mynd
þessa sviphreina glæsimennis er
skýr í hugum okkar. Að baki'
saknaðar og trega glitrar minn-
ingin um glaðar samverustundir
við íþróttaiðkanir og nám. Ingi
var jafnan hrókur alls fagnaðar
glaðlynda skólabróður okkar.
Við sendum konu hans,
Hrefnu Ingimarsdóttur, innilegar
samúðarkveðjur. Hennaf þraut
hefur verið þung, undanfarna
mánuði, en hún létti manni sín-
um sjúkdómsstríðið með sannri
ástúð og fórnfýsi. Sonunum
tveimur, föður hans og öðrum
skyldmennum, sendum við einn-
ig samúðarkveðjur.
Góði vinur og skólabróðir.
Lífskveikur þinn brann hratt, en
hann lýsti sært. Á kveðjustund
fylgja þér saknandi hugir okkar
til hins óþekkta.
Föður hans, systkinum, tengda