Morgunblaðið - 03.05.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.05.1966, Blaðsíða 28
 «4 M MORGUNBLAÐIÐ A r)' Þriðjudagur 3. maí 1966 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR — Hvers vefina gaztu ekki farið einn? Jú, ég skil. East- man hefði getað þekkt þig aft- ur. — Vitanlega. Við Maurice íórum beint til Banbury, fengum okkur þar eitthvað að éta, o£ Maurice hringdi Eastman uppi. Sagði, að hann vseri að taka upp nokkur viðtöl fyrir útvarp- /ð við landeigendur víðsvegm um landið. Það leit mjög vel út. Ég var farinn að trúá- honum sjálfur. Og skömmu síðar var hann kominn til Goldenhurst Court og farinn að skrafa við Eastman. Svo var hitt auðvelt. Ég mundi sæmilegg, hvernig þarna hagaði til...... Maurice var vísað inn í stóra sajinn, þar sem veizlan var haldin. Hann losaði læsinguna á garðgluggan um. Þarna voru engir verðir, þar sem Maurice hafði gert fulla grein fyrir sér, sem sendimaður útvarpsins. Ég komst inn. Og framhaldið var heldur betur skemmtilegt. — Vildi hann tala? •— Hann talaði að minnsta kosti, sagði Rod. — Hann var að minnsta kosti sæmilega óðamála þegar við vorum komnir í gang. Vij fengum að vita, að þú vær- ir á eyju á ytri Suðureyjunum, og að þeir hefðu flutt ykkur Prudence út úr gistihúsinu I vörulyftunni út í bíl og svo farið með ykkur út í skemmtibát, sem heitir Kyle og lá við Balma cara. Ég mundi eftir, að Rochel hafði nefnt Kyle í Xslington. Og þegar við höfðum hrætt East- man nægilega, fórum við með hann út í bílinn hans Maurice. — Hvert fóruð þið með hann? Augun í mér urðu á stærð við undirskálar. — Við vorum að gefa honum færi á að bjarga sér. Bölvaður svikarinn! fyrst létum við hann hringja heim til sín með ein- hverja lygasögu um, hversvegna hann hefði þurft að fara svo snögglega að heiman. Svo fórum við með hann í Njósnadeild í Scotland Yard. Við sögðum hon um blátt áfram, að ef hann vildi gerast krónvitni, gæti hann kannski sloppið að einhverju leyti. En þegar við komum til London, varð Maurioe að fara. Hann þurfti að fara á einhverja sjónvarpsæfingu...... Ég verð að segja, að mér þótti fyrir því að missa hann. Þetta er viðkunn anlegur ungur maður. — Æ, þegiðu, Rod. — Steve var kominn heim aft ur og ég vissi, að hann mundi aldrei fyrirgefa mér ef ég sneri mér ekki til hans, svo að ég fór til hans áður en ég sleppti Maurice — hann hafði setið aft- ur í hjá Eastman, sem var með bundnar hendur.- Svo hitti ég Steve heima. Ég þarf ekki að lýsa því, hvernig hann tók frétt unum. — Bálvondur, eða hvað? — Jó. Við þig fyrir að vera að ana út í þetta. Bálvondur við mig fyrir að lofa þér að fara. Og þó bálvondastur fyrir að vera sjálfur fjarri góðu gamni. Við ók um svo til Scotland Yard og Steve gætti Eastmans vandlega, og við hittum Wrexford lávarð. Og hann sendi Eastman til full- trúans síns tid frekari meðferð- ar meðan hann talaði við okk- ur. Hann var ekki sem hrifnast- ur af því sem við stungum upp á. — Hvað vildirðu fá, Rod? Lúðsauka? — Við vildum hóp vopnaðra manna og hraðskreið farartæki. Við vildum líka mega hafa stjómina á hópnum, svo að við gætum skipað mönnunum fyrir. Við sögðum honum, af allri kurteisi, að við kynnum betur tökin á þesu en nokkur annar. Sögðumst ekki vilja eiga það á hættu, að neitt kæmi fyrir Þig- — Hvernig vissuð þið, að ég væri ekki dauð? spurði ég, eftir nokkra þögn. Rod svaraði eftir að hafa hugs að sig um: — Vegna útlits þíns, Virginia. Mér er það alveg ljóst, að menn eins og Rochel fara ekki að kála konum, sem þeir □-------------------------□ 37 D-------------------------n gætu selt. Þetta var ég að segja sjálfum mér aftur og aftur. Það var mín aðferð til þess að trúa því, að þú værir enn í lifenda tölu. Ég sagði honum ekki frá því, sem Rochel hafði verið að segja kvöldinu áður. — Wrexford sagði, að það, sem við fórum fram á, gæti ekki komið til nokkurra mála — það væri „fullkomlega óform legt“, eins og hann orðaði það. Hann var fjandans dónalegur — á sinn kurteisa hátt. Við sögðum honum því, að ef hann vildi ekki hjálpa okkur, ætluðum við að komast af án hans hjálpar. Hann fór eitthvað að tala um lagabrot og að taka okkur fasta, og þá er ég hræddur um, að ég hafi heldur betur þotið upp. Við hefð um gefið honum og mönnum hans tækifærið og því hefði ver ið hafnað! Háttsettir menn hefðu verið myrtir, og við — en ekki lögreglan — hefðum bjarg að Firth. Og nú var annað meira í húfi, sem væri honum ekki óviðkomandi, Hvað okkur Steve snerti, þá mátum við þig meira en hin svokölluðu aðalatriði. Ef við legðum þetta í hendur rétt- vísinnar, værum við sennilega að hætta lífi þínu um leið. En mér — og Steve Mka — til mestu furðu, lét Wrexford undan. Ég fékk hóp af vopnuðum en óein- kennisbúnum mönnum. Og eftir miklar umræður, fengum við Steve stjórnina á þeim í hend- ur. Við flugum svo norður í Skotland og þar tók kafbátur við okkur. — Kafbátur? æpti ég og var næstum dottin út af legubekkn- um. — Já, þú heyrðir rétt. En hafðu lágt um þig, bjáninn þinn Það var kafbtur. Ég skal sýna þér hann. Við gengum út að glugganum og nú var dálítið tekið að birta, og Rod benti mér út á sjóninn. Allt í einu sá ég það. Það var kafbátskíkir, sem stóð upp úr sjónum og ofurlitlir gárar sá- ust á haffletinum, þegar hann mjakaðist áfram. — Nú skal ég segja þér, hvern ig við förum að þessu, sagði Rod. — Kafbáturinn heldur sig á þessu dýpi, og bíður eftir því að ég gefi honum merki. Hann ætlar að vera á sveimi kring um eyna til klukkan hálf níu, og verðum við ekki komin þá, kem ur hann upp og lendir. — Hvernig er þetta merki? Rod rótaði í litlum kassa, sem hann var með og tók upp litla byssu. Græn stjarna þýðir það, að ég hef náð í þig og þeir geta gert áhlaup. Rauð stjarna þýð- ir, að þeir eiga að skjóta viðvör- unarskotum að húsinu til þess að leggja áherzlu á það, sem ég kann að vera að segja, ef ég skyldi lenda í orðakasti við fant ana. Tvær grænar þýðir, að allt sé í lagi, og þeir geti bara geng- ið beint inn. Ég gseti auðvitað gefið þeim merki strax, en mig langar meira til að vita fyrst, hvernig ástatt er hér. Er Monsie ur Philippe hérna? Hann er sem sé lykillinn að öllu leyndarmál- inu. Ég sagði honum af nafnskrán- um, sem ég hafði séð. Augun í Rod ljómuðu. — Hlustaðu niú á: Við skulum bíða þangað til mað urinn kemur með matinn til þín. Ég fel mig, þú borðar matinn.. og ef við getum gengið út fró, að hitt fólkið borði sinn morg- unverð í herbergjunum sínum ..... þá setla ég að gefa merk- ið. Ég vil ekki farti að kveikja í kofanum og eyða öllum sönn- unargögnum. Hvað margir held urðu, að séu hér í húsinu? — Það eru svona tíu-tólf. Það bættust einhverjir við í gær. Sumir eru skipsmenn af Kyle, hugsa ég. Ég heyrði til þeirra úti, í gærkvöldi. Rod neri hökuna. Þeir þurfa að vera talsvert duglegir, sagði hann stuttaralega. Ég fór að brosa. — Hvað áttu við? sagði hann. — Heill kafbótur! Og bara mín vegna! Fáum mínútum seinna heyrð- um við fótatak úti fyrir í gang- inum og Rod, sem hafði falið kafarabúninginn, faldi sig bak við gluggatjaldið. Dyrnar opnuð ust og þögli fangavörðurinn kom inn með morgunverðinn minn, kaffi og flesk. Nei, það átti ekki að svelta mig. Hann kveikti eld inn þegjandi og ætlaði út, þegar barið var fast að dyrum og hann hljóp til og hleypti Rochel inn. Svo fór hann út og ég var ein eftir með Rochel. — Góðan daginn, sagði hann og brosið á honum var eins og hnífur. Ég settist niður og tók til við morgunverðinn og sneri að honum baki. Rochel trítlaði yfir gólfið og fram fyrir mig. — Þér virðist ekki líða neitt sérlega fyrir gestrisnina okkar. Hann tók steikta brauðsneið af diskinum hjá mér. Ég fann snögglega, að ég hafði ekki lyst á meiri mat. Ég varð að taka á öllu mínu til að þegja. Eða stilla mig um að hlaupa burt. Hlaupa til Rods, sem var svo skammt frá mér. Rochel hallaði sér að mér, og ég gat bókstaflega ekki annað en hörfað undan. — Það er leiðinlegt, að þetta himnaríkisástand skuli ekki geta haldizt. Sjálfur mundi ég njóta samfélags yðar, en ég er því miður valdalaus. Hann benti með hendinni um herbergið og til gluggans. — Við yfirgefum þetta tófugreni í dag. Og meira að segja er vinur minn, Monsie- ur Philippe farinn, og eins unga stúlkan, sem þjónaði yður. — Hann er víst fremur hús- bóndi yðar en vinur, sagði ég meinfýsnislega. Það hafði engin áhrif, Rochel veifaði hendi og kipraði saman varnirnar í einhverskonar bros. — Félagi. Samverkamaður. Varla húsbóndi. Við bætum hvor annan upp við Philippe. — Já, eins og gælugrís bætir manninn upp. Hann hló bara. — Þér eruð ögrandi. En það fyrirgef ég yð- ur, Þér eruð svo glæsileg eign. — Eign? sagði ég og fór að hella í kaffibollann. Hendurnar á mér svitnuðu. — Já, væna mín. Þér eruð al- gjörlega á mínu valdi — mitt herfang. Og þér eruð seljanleg og ég æfcla að framkvæma söl- una. Hann mældi mig með hálflok uðum augum og ég íann, að ég stokkroðnaði. — Ég kaupi menn, sagði hann hugsi. — Mikilvæga menn. Ómútuþæga menn. Og ég ætia að nota yður fyrir gjaldeyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.