Morgunblaðið - 03.05.1966, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 3. wiaí 1966
MORGU NBLAÐIÐ
23
Alfreð Elíasson, framkvæmdast jóri, flytur opnunarræðu sina.
f þetta sinn völdu Loft■
leiðir hraðann
— sagði Alfreð Elíasson við opnun
hótelsins
— Fyrirsp. og svör
Framhald af bls. 10
að malbika allar götur hverfis-
ins á þessu ári, en á þessu ári
og næsta ári verður það gert.
2. Væri ekki unnt að tryggja
betri hirðingu gatna og lóða með
verkaskiptingum við borgarbúa
og borgaryfirvalda, t.d. með því
að hverjum lóðareiganda væri
skylt að hreinsa að staðaldri lóð
sína og gangstétt að henni, en
borgaryfirvöld sæju um tíðari
hreinsun óbyggðra svæða og
brottflutnings sorps og annarra
óþrifa, sem mjög víða spilla út-
liti gatna og opinna svæða?
Borgarstjóri: Ég er samþykkur
þessari ábendingu skólastjórans
vegna þess, að mér er kunnugt
um að erlendis eru einmitt lagð
ar langtum ríkari skyldur en hér
á húseigendur varðandi hreinsun
ekki eingöngu á lóðum húsa
þeirra, heldur og á götum, er
liggja að húsunum. Hitt er svo
annað mál, hvort slíkt er fram-
kvæmanlegt hér, en vitaskuld
setti okkur ekki að vera vandara
um í þessum efnum, heldur en
nágrönnum okkar erlendis.
c) Mætti ekki nýta betur en þeg
ar er gert til þessara og líkra
hreinsunar vinnuflokka unglinga
á vegum vinnuflokka Reykjavík
ur og láta t.d. unglinga hvers
hverfis annast þessi störf á sínu
byggðarsvæði.
1 Borgarstjóri: Vinnuflokkarnir í
Reykjavík hafa einmitt unnjð
mjög mikið starf að hreinsun,
einkum og sér í lagi á óbyggðum
svæðum, líka varðandi umhirðu
íþróttasvæði félaganna, við
hreinsun á fjörunni í kringum
borgina o. s. frv. þannig að e. t. v.
væri með fjölgun í vinnuskólun-
um hægt að vinna einnig meira
á þessu sviði.
Samúel Valberg: Er nauðsyn-
legt að stórir sandflutningabílar
fari Langholtsveg, þar sem fjöldi
skólabíla er á leið í og frá skóla?
Borgarstjóri: Það er erfitt að
S.l. sunnudag var frumsýning
1 Lindarbæ á tveimur einþátt-
ungum og verður þetta síðasta
frumsýning Þjóðleikhússins í
Lindarbæ á þessu leikári. Ein-
þáttungarnir, sem voru frum-
sýndir, eru Loftbólurnar, eftir
ungan íslenzkan höfund, Birgi
Engilberts og Ferðin til skugg-
beina þeirri umferð annað, með
an Elliðavogur er ekki kominn
í samband frá Suðurlandsbraut
og að Kleppsvegi. En við vonum
að það verði á næsta ári. En von-
ir standa einnig til að sandflutn-
ingur hætti um Langholtsveg að
miklu leyti, þar sem Sandnámið
eða uppskipunarhöfn sands í
Vatnagörðum mun hverfa þegar
hafnarframkvæmdir hefjast þar
seinna á árinu, eða áður en skóla
ár hefst næsta haust.
2. Væri ekki hægt að færa bið-
stað strætisvagns leið 3 fjær
gatnamótum Hólsvegar að sunn-
anverðu, þar sem vagninn lokar
að mestu útsýni þegar ekið er
um Hólsveg, og eykur þar með
slysahættu?
Borgarstjór: Ég skal mjög
gjarna kanna þessa ábendingu.
3. Hvenær kemur gangstétt með
fram Langholtsvegi?
Borgarstjóri: Þeirri spurningu
er svarað, þ.e. nú í sumar.
Þær fyrirspurnir og svör af
þessum fundi, sem enn hafa ekki
verið birt koma í Mbl. á morgun.
Nýr ísl. gaman-
leikur frumsýndur
i Kópavogi
LEIKFÉLAG Kópavogs frumsýn
ir íslenzkan gamanleik eftir
Svein Halldórsson, fyrrv. skóla-
stjóra, nú búsettan í Kápavogi,
næstkomandi laugardagskvöld
kl. 20.30. Tónlistina við vísur
Sveins hefur Jan Moravek út-
sett og sönginn hefur æft Kjart-
an Sigurjónsson, mun hann einn-
ig annast undirelik. Jan Moravek
og Kjartan Sigurjónsson eru
báðir Kópavogsbúar.
Helztu leikarar eru:
Theódór Halldórsson, Gestur
Gíslason, Auður Jónsdóttir, Júlí-
us Kolbeins, Guðrún Guðmunds-
dóttir, Sigurður Jóhannsson,
Björn Magnússon og svo Sveinn
Halldórsson sjálfur.
Leikritið verður aðeins sýnt í
fá skipti nú í vor.
anna grænu, eftir Finn Methl-
ing.
Leikstjóri er Benedikt Árna-
son, en leikendur eru, Gunnar
Eyjólfsson, Bessi Bjarnason og
Gísli Alfreðsson í Loftbólunum
og Herdís Þorvaldsdóttir leikur
í Ferðinni tíl skugganna grænu,
en þar er aðeins eitt hlutverk.
Myndin er af Herdíai í hlut-
verki sínu.
SÍÐDEGIS á laugardag buðu
Loftleiðir 800-900 gestum til opn
unarfagnaðar í hinu nýja hóteli
flugfélagsins á Reykjavíkurflug-
velli. Og seinna um kvöldið,
Blaðinu hefur borizt eftir-
farandi frá Kaupmannasam-
tökum Islands:
f SAMBANDI við ummæli dr.
Gylfa Þ. Gíslasonar viðskipta-
málaráðherra á aðalfundi sam-
takanna 28. apríl sl. leyfa Kaup-
mannasamtök íslands sér að
gera eftirfarandi athugasemdir.
í ræðu sinni sagði viðskipta-
málaráðherra orðrétt m.a.:
Á áratugnum 1950—1960 jókst
mannafli í viðskiptum um 3250
manns eða um 56%. Með við-
skiptum er hér átt við heild-
sölu, smásölu og banka- og
tryggingarstarfsemi. Á þessum
áratug nam heildaraukning
mannafla í öllum atvinnugrein-
um um 12000 eða um 20%. Aukn
ing mannafla í viðskiptum var
því næstum því þrisvar sinnum
meiri en mannaflaaukningin yfir
leitt. Á þessum áratug tóku því
viðskiptin til sín 27% allrar
mannaflaaukningar þjóðarbúsins
eða milli þriðja og fjórða hlúta
mannaflaaukningarinnar. Á
þessum áratug, frá 1950—1960,
var mannaflaaukningin örari í
aðeins einni atvinnugrein,
þ.e.a.s. fiskiðnaði.
Á síðastliðnum hálfum ára-
tug, 1960—- 1965, var heildar-
mannaflaaukningin í öllum at-
vinnugreinum 9%. Mannafla-
aukningin í viðskiptum nam
hins vegar um 31% á þessum ár-
um. Þetta er örari mannafla-
aukning en í nokkurri annarri
atvinn ..''rein. Um það bil 40%
af allri mannaflaaukningunni
gengu til viðskiptanna.
Þessi þróun þarf sérstakrar
skýringar við. Til hennar liggja
fyrst og fremst tvær ástæður.
Hin fyrri er almenns eðlis og á
sér hliðstæður í öllum löndum,
þar sem hagvöxtur er ör og lífs-
kjör fara mjög ört og batnandi.
Með ört vaxandi tekjum notar
almenningur sívaxandi hluta
tekna sinna til þess að kaupa
fjölbreytilegri vörur og njóta
bættrar þjónustu í sambandi
við vörukaup og ráðstöfun
tekna sinna yfirleitt. Af þeim
sökum er eðlilegt, að aukinn
mannafli starfi við hvers konar
viðskipti. Meiri fjölbreytni I
vöruúrvali og bætt þjónusta í
sambandi við vörusölu krefst
aukins mannafla. Hin ástæðan er
sú, að framleiðniaukning á við-
skiptasviðinu er tiltölulega hæg
og virðist hér vera hægari en í
öðrum atvinnugreinum yfirleitt.
Að vísu virðist þetta vera svo í
var um 500 starfsmönnum og
gestum þeirra boðið til móttöku
veizlu í húsakynnum hótelsins.
Fyrrnefndi fagnaðurinn hófst
kl. 16. Kristján Guðlaugsson,
flestum löndum. En þó virðist
mér ástæða til þess að varpa
fram þeirri spurningu, hvort
framleiðniaukningin í viðskipt-
um hafi ekki orðið hægari hér á
land en í öðrum löndum og hæg-
ari en þurft hefði að vera. Þó að
verkefni viðskiptanna hafi stór-
aukizt undanfarin 5 ár og þjón-
usta þeirra í þágu almennings
hafi tvímælalaust aukizt mjög,
getur varla talizt eðlilegt, að
40% aukins mannafla fari til
starfa í þágu viðskiptanna.
Á fundinum kom fram fyrir-
spurn frá formanni samtakanna,
Sigurði Magnússyni, Íivort til
væri frekari skipting á tölum
um mannaflaaukningu til við-
skipta og þar með hvort Ijóst
væri til hverra þátta og hvern-
ig þessi mannaflaaukning hefði
farið.
Bepti Sigurður Magnússon á,
að telja yrði, að verulegur hluti
mannaflaaukningarinnar hefði
farið til banka, tryggingarfélaga
og ýmis konar þjónustustarfsemi
annarrar.
Taldi Sigurður Magnússon að
smásöluverzlun á íslandi í dag
væri rekin með lágmarks mann-
afla og væri full ástæða til þess
að ætla að mjög lítil mannafla-
aukning hefði átt sér stað í
þessari grein viðskipta.
Ráðherra, dr. Gylfi Þ. Gísla-
son svaraði þessari fyrirspurn og
lét þess getið að greindar tölur
um mannaflaaukningu væru al-
veg nýjar af nálinni og hefðu
ekki ennþá verið birtar nánari
sundurliðanir innan hinna ýmsu
þátta atvinnuveganna, því lægi
ekki fyrir í skýrslum nánari
skipting þessara talna milli
hinna einstöku þátta viðskipta-
lífsins.
Vegna blaðaskrifa um fram-
angreind rrlál, sem byggð eru á
upplýsingum viðskiptamálaráð-
herra og þar sem farið er mjög
villandi n\eð tölur um mannafla-
aukningu til viðskiptalífsins á
undanförnum árum þykir Kaup-
majinasamtökum íslands rétt að
láta þessar athugasemdir koma
fram.
Jafnframt skal á það lögð
áherzla, að starfsemi tryggingar
félaga, banka svo og ýmis konar
þjónustu hefur færst gifurlega í
vöxt á undanförnum fáum árum
og bendir því allt til þess að
mannaflaaukningin hafi í rík-
ustum mæli farið til þessara
þátta viðskiptalífsins.
stjórnarformaður Loftleiða bauð
gesti velkomna. Þá talaði Gísli
Halldórsson, arkitekt og lýsti
hótelinu og byggingu þess, sem
hafði tekið aðeins rétta 16 mán-
uði. En hótelbyggingin er
23.500 rúmmmetrar að stærð og
í henni 108 gistiherbergi á 3
efstu hæðum, þannig að hótelið
rúmar fullsetið 220-225 nætur-
gesti. Veitingasalir og vínbarir
rúma als um 400 manns í sæti.
Þá talaði Alfreð Elíasson,
framkvæmdastjóri Loftleiða og
sagði:
„Ef ég ætti að segja hér að-
eins eina setningu, þá hlyti hún
að vera þessi: „Ég er ykkur
öllum hjartanlega þakklátur."
Ég er þakklátur samstarfsmönn-
um mínum og samstjórnarmönn
um hjá Loftleiðum. Hugmyndin
um Hótel Loftleiðir hefði
hvorki komið fram né orðið að
veruleika ef árangurinn af sam-
starfinu um flugreksturinn
hefði ekki gefið vonir um, að
okkur yrði kleift að ljúka bygg-
ingu þessa hótels. Ég þakka öll-
um þeim, sem á einn eða ann-
an hátt hafa lagt fram sitt lið
til byggingar þessa hótels, allt
frá því er fyrsta skóflan ýtti'
jarðvegi frá grunninum og til
þess er síðasti handverksmað-
urinn lauk hér störfum.
Loftleiðir er þekkt fyrir að
bjóða lægstu fargjöld þeim sem
vilja fórna tíma fyrir peninga.
Nú vill það svo til, að við höf-
um farið aðra leið. Við höfum
fórnað peningum fyrir tíma.
Það má eflaust deila mikið um
það hvort hagkvæmara sé að
ljúka við byggingarframkværmj
á mettíma eða lengri tíma. í
þetta skipti valdi Loftleiðir
hraðann en hann hefir kostað
peninga. Hver endanleg útkoma
verður kennir reynslan okkur.
Það var aðeins um tvennt að
velja, að taka þetta hótel í notk
un í vor eða að vori eftir eitt
ár. Ég leyfi mér að fullyrða, að
þeir sem hafa byggingar að at-
vinnu hér á landi mega vel við
una, því að þeir hafa san.iað, að
þeir eru ekki eftirbátar stétt-
bræðra sinna erlendis hvað
vandvirkni og leikni snertir.
Ég var mjög undrandi, þegar
einn meistarinn sagði við mig
í gær kl. 5: „Ég ætla að kveðja.
Ég er búinn með allt sem ég á
að gera.“
Ég þakka öllum þeim, sem
hafa heiðrað Loftleiðir með því
að þiggja boð okkar til samfagn-
aðar í dag. Ég nefni engin nöfn.
Til þess er enginn tími. Svo
margir eru þeir, sem á einn eða
annan hátt hafa lagt sitt lið til
þess að gera að veruleika draum
inn um þessa byggingu.
Ég óska þess, að blessun megi
fylgja öllum þeim, sem hér eiga
eftir að starfa og búa. Gjörið
svo vel ...... Hótel Loftleiðir
er opnað gestum.“
Kl. 19 hófst opnunarhóf fyrir
starfsfólkið. Þar bauð Kristján
Guðlaugsson gesti velkomna, en
Sigurður Magnússon svaraði fyr
ir hönd starfsfólksins.
Schannongs minnisvarðar
Biðjið um ókeypis verðskrá
p. Farimagsgade 42
Kþbenhavn (Z>.
Frumsýning í Lindarbæ
Ath. frá Kaupmanna-
samtökunum