Morgunblaðið - 06.05.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.05.1966, Blaðsíða 4
4 MORGU N BLAÐIÐ Fostiiöagur 6. maf 1966 ALLT MEÐ EIMSKIF A NÆSTUNNI ferma skip vor til Islands, sem hér segir: Brottfarardagar: ANTWERPEN: Bakkafoss 9. maí * Tungufoss 21. maí Bakkafoss 3. júní HAMBORG: Nína 5. maí Selfoss 11. maí Reykjafoss 20. maí Askja 27. maí** ROTTERDAM: Selfoss 6. maí Reykjafoss 17. maí Askja 24. maí** LEITH: Tungufoss 5. maí Gullfoss 20. maí GAUTABORG: Fjallfoss 12. maí** .... foss um 25. maí HULL: Bakkafoss 16. maí * Tungufoss 26. maí Bakkafoss 9. júní LONDON: Bakkafoss 11. maí Tungufoss 23. maí Bakkafoss 6. júní KAUPMANNAHÖFN: Felto 7. maí Fjallfoss 11. maí** Gullfoss 18. maí NEW YORK: Brúarfoss 11. maí Dettifoss 26. maí Goðafoss 30. maí* OSLÖ: Fjallfoss 16. maí** KRISTIANSAND: Selfoss 14. maí** KOTKA: Stokkvik 7. maí Hanseatic 12. maí VENTSPILS: Echo 7. maí Hanseatic 9. maí GDYNIA: Skip um 25. maí * Skipin losa á öllum aðal- höfnum, Reykjavík, ísa- firði, Akureyri og Reyðar- firðL **Skipin losa á öllum aðal- höfnum og auk þess í Vest- mannaeyjum, Siglufirði, — Húsavik, Seyðisfirði og Norðfirði. 1 Skip, sem ekki eru merkt með stjörnu losa í Reykja- vík. Vinsamlegast athugið, að vér áskiljum oss rétt til breytinga á áætlun þessari, ef nauðsyn krefur. HE EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS BOSCH SPENNUSTILLAR 6 VOLT 24 VOLT 12 VOLT Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. Sími 3-88-20. Rebbar Annað bréf um innheimtu opinberra fyrirtækja: „Góði Velvakandi! Laugardaginn 30. apríl birt- ist í dálkum þínum bréf frá Út varps- og símnotenda, þar sem kvartað er yfir framkomu Út- varps og Landssíma við al- menning. Ég tek alveg und- ir með orðum bréfrit- ara, en langar til að bæta svolitlu við þau. Ekki stendur á Landssímanum að loka símum manna ef eitthvað dregst að greiða, jafnvel smá- skuldir. Út yfir tekur þó, þegar símum er lokað, eingöngu vegrra mistaka Landssímans sjálfs, en um þetta veit ég fleiri en eitt dæmi. Sé skýringa leitað, er svarað með hortug- heitum einum, eða þá að engin svör fást. Margt fleira mætti’ nefna. Um afnotagjald Ríkis- útvarpsins er það að segja, að samkvæmt núgildandi reglu- gerð ráðuneytis er skylt að inn heimta gjaldið með póstkröfu, sem Ríkisútvarpið skal af- henda pósthúsinu í Reykjavík fyrir 15. marz ár hvert. Skv. reglugerðinni ber að innleysa póstkröfuna „innan mánaðar frá gjalddaga hennar. Að þeim tima liðnum bætist við gjaldið 10% innheimtukostnaður". Reykvíkingar, sem enga póst- kröfu fengu, hvorki núna né 1 fyrra. geta svo gert það upp við sig hvort þeir vilja borga 10% álag, sem enginn fótur virðist vera fyrir í reglugerð- inni, ofan á hið stórhækkaða afnotagjald. >að er auðvitað ágóði í því að láta sem flesta gleyma að greiða fyrir 1. maí, og fá þar með 10% hækkun, en losna jafnframt við að greiða I>óstkröfugjaldið, sem virðist vera innifalið í gjaldinu, því utanbæjarmenn greiða jafn mikið, þótt þeir fái póstkröf- urnar sendar. Annars er fyrir löngu orðið tímabært að breyta lögum og reglugerðum um útvarp og síma, enda eru þau miðuð við styrjaldarástand. Samkvæmt þeim mega verzlanir t.d. ekki selja sjómönnum 2 volta raf- geyma í baujuljós, og fleira er þar ámóta fráleitt að finna. Annar Útvarps- og símnotandi." ■je Epilog um bjórinn Enn eitt bjórbrefið: „Jæja, þá er það búið með bjórinn góða. Landsfeðurnir telja okkur, sem ekki erum 1 siglingum, bersýnilega ekki ennþá hafa öðlazt nægilegan þroska til þess að umgangast hann. Blöðin hafa samvizkusam- lega flutt lista yfir þingmenn- ina, sem atkvæði greiddu, bæði með og á móti. Ef tii vill til þess, að þeir, sem haía mjög ákveðnar skoðanir í bjór málum, geti varað sig á við- komandi þingmönnum við næstu kosningar og strikað þá út. Væntanlega verður þó ekki þingmannalaust fyrir þær sak- ir. Það er í móð að tala um efl- ingu íslenzks iðnaðar. Sömu- leiðis um nýtingu gjaldeyris- forðans. Flytjist 1 milljón bjórflaskna til landsins ár hvert eftir löglegum leiðum, þá er eytt 4-5 milljónum króna í gjaldeyri í innflutning á dönsku og þýzku vatni. Nú er nóg til af vatni á íslandi, sem nota má til ölgerðar. Er því ekki hugsanlegt, að þær stéttir, sem bjórréttindi hafa, fái skömmtunarseðla á það magn öls, sem þeim ber. Fyrir þessa seðla geti þeir síðan keypt sterkt öl, bruggað úr íslenzku vatni, í Áfengisverzluninni. Þannig myndi bæði íslenzkur iðnaður og gjaldeyrisforðinn hafa gagn af. Skemmtilegt held ég mér þyki að fá að standa við hlið þeirra Björns og Péturs við diskinn í Ríkinu og horfa á hin ar nýju forréttindastéttir taka út ölskammtinn sinn, sem ég og landsfeðurnir teljumst ekki hafa þroska til að njóta. Halldór Jónsson, verkfr.“ ■Jr Kristindómur og raunveruleikinn Jóhann Þorvaldsson skrif ar frá Bandaríkjunum. „Fyrir nokkru birtist í Morg unblaðinu viðtal við nemend- ur í Kennaraskólanum. Var þar sérstaklega athyglisvert svar sem Oddný Eyjólfsdóttir gaf við spurningu um kirkju- sókn unga fólksins. Segir hún eina aðalástæðuna fyrir lélegri kirkjusókn þess vera vöntun á tengslum kirkjunnar og prestsins annars vegar og unga fólksins hins vegar. Siðabótin á 16l öld hófst einmitt með því að nokkrir prestar og leikmenn þorðu að bera á vettvang það sem lá á brjósti almennings. Þeir gátu talað þá tungu* sem fólkið skildi. Þeir opnuðu þær dyr kirkjunnar sem veittu fólki aðgang að hinum innsta kjarna kristindómsins. Lúter kenndi að allir kristnir menn eru prestar og gerði hann þannig lítið úr þeim stéttamun er hafði þjáð kirkjuna um langt skeið, allt frá því árið 394 e.Kr. er lög Rómverja bönnuðu öðr- um en prestum að ræða um andleg mál opinberlega. Mun þessi stéttarmunur hafa náð hámarki sínu skömmu eftir kirkjuþingið árið 1215, er söfn uðurinn fékk ekki lengur að smakka á altarisvíninu, en presturinn drakk það einn. Þegar til fundar bar 1 Augs- burg 1530 var Lúter í banni páfa og hafði auk þess verið gerður útlægur af Karli keis- ara. Vinur hans, Filip Melank- ton, varð því ráðgjafi þeirra prinsa er mótmæltu. Var Melankton oft eins varkár og Lúter var djarfur, enda þorði hann ekki að bera fram kenn- ingu Lúters í Augsburg um prestsskap allra kristinna manna. Að vísu hefir kirkjan ekki fylgt Melankton í þessarri kenningu, en „alltof oft hefir hún verið dauður bókstafur í félagi þar sem prestar ráða mestu (clergy-dominated insti- tution), eins og prófessor Gerrish skrifaði fyrir nokkru í tímariti kirkjusagnfræðinga. „Kirkjugestir eru yfirleitt að- gerðarlausir áhorfendur, og það skapast engin tengsl milli prestsins og þeirra", sagði Oddný. Sumir prestar hafa reynt ein kennilegar aðferðir til þess að ná sambandi við æskuna og aðra. Einn fór upp á þak kirkju sinnar og át þar hádegisverð sinnþ þar til kirkjan fylltist. Sumir kenna að Guð sé dauð- ur, og þeir fá unga fólkið til að syngja nýjan sálm, „Guð er dauður ....“ en þessi boðun skapar ekki þá lifandi trú sem æskan vill finna. Við prestar þurfum ekki svo mikið að finna nýjar aðferðir sem vekja eftirtekt, heldur að eiga þá trú sjálfir. Við verðum að endurnýja það í siðabót 16. aldarinnar sem slær á þá strengi er finna hljómgrunn i skilningi almennings og sýna hvernig hægt er áð losna við þyngstu þrautir lífsins. Við Andrews University, Michigán, í apríl, 1966. Jóhann Þorvaldsson". ■jr Trillur Trillueigandi skrifar okk- ur nýtt bréf og endurtekur fyrri skrif um ófullnægjandi aðstöðu fyrir trillurnar 1 Reykjavíkurhöfn. Síðan segir hann: „Skammt sunnan kaupstaðar ins er bátasmíðastöðin Báta- lón. Þar eru byggðir hinir þekktu „Breiðfirðingar“, og þar er hægt að fá alla fyrir- greiðslu og aðstoð við bátavið- gerðir. Bátalón dregur senni- lega nafn af lóni, sem verk- smiðjan stendur við og er um- girt sandrifi sjávarmegin en úr lóninu er mjó renna í sjó fram. Þetta lón er grunnt og myndu smábátar standa þar að mestu á þurru á fjöru. Nú hag- ar svo til að auðvelt er að grafa upp úr lóninu og dýpka það þar sem efni er að mestu auð- mokað með viðeigandi tækj- um. Mér er sagt að auðvelt muni að dýpka þetta lón þann- ig að um tveggja metra dýpi yrði þar á stórstraumsfjöru. Þarna væri hægt að gera afar góða smábátahöfn sennilega með tiltölulega litlum kostn- aði. Aðstaðan fyrir smábáta- eigendur yrði þarna mjög ákjósanleg og ekki síst þar sem völundarnir í Bátalóni yrðu á næstu grösum. Ég skora á bæjaryfirvöld Hafnarfjarðar að athuga þetta mál, það væri til sóma fyrir Hafnarfjörð að skapa smábáta- útgerð þau skilyrði, sem sú atvinnugrein verðskuldar Trillueigandi“. Froskmenn Útgerðarmenn—Skipstjórar Viljum ráða froskmann, helzt með stýrimanns- eða Síldarverksmiðjan er tilbúin að taka á móti síld. vélstjóraréttindum. Aðeins duglegur maður kemur til greina. Upplýsingar gefa forstjórar björgunar- MJÖLNIR HF. félagsins. Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan Þorlákshöfn. Eggert Karlsson simi 20785, Ágúst Karlsson sími 21120. Einbýlishús til leigu Utyeroarmenn—okipstjorBr Óskum eftir viðskiptum við humar- og togbáta Til leigu er nýtt einbýlishús í Kópavogi. á komandi sumri. — Kaupum síld til frystingar. Upplýsingar í síma 40615. liiEITILLINN H.F. Þorlákshöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.