Morgunblaðið - 06.05.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.05.1966, Blaðsíða 21
Fagtudagur 6. ífl9? 1966 MORGUNBLAÐID 21 Langar til aö kynn- ast ísl. fuglalífi" — segir Pentti Suomela, sendiherra Finna á íslandi „MÉR þykir leitt a® hafa ekki haft tíma til a® kynnast fuglalífi ykkar" sagði Pentti Suomela, hinn nýskipaði sendi herra Finna á fslandi, við blaðamann Mbl. er þeir rædd- ust við á Hótel Sögu í gær. Suomela er mikill fuglaskoð- ari. Hann hefur aðsetur í Osló, en kvaðst mundu koma hing- að aftur í ágúst nk. og þá m. a. ferðast til Mývatns til að kynnast fuglalífinu þar. Suomela er hér í nokkurra daga heimsókn og var aðai erindið að afhenda forseta ís- lands embættisskilríki sín. Pentti Suomela hefur starf- að í stjórnmáladeild finnska utanríkisráðuneytisins frá því árið 1951. Á árunum 1956—59 starfaði hann á vegum Finna hjá Sameinuðu þjóðunum. Frá 1959—63 starfaði hann í finnska sendiráðinu í Moskvu og í ársbyrjun árið 1966 var hann skipaður sendiherra í Noregi. — Er þetta fyrsta heimsókn yðar til íslands? — Nei, ég dvaldi hér í tvo daga í október árið 1956. Þá sat ég hér alþjóðlegt þing, sem haldið var í Reykjavík. Þetta var stuttur tími og mikið að gera svo mér gafst enginn tími til að skoða mig um. Þar sem ég verð nú bú settur í Osló, mun ég reyna að koma hingað oftar í framtíð- inni. íslendingar og Finnar eiga m. a. það sameiginlegt, ' að vera einskonar útverðir meðal norrænna þjóða. Mikil viðskipti hafa átt sér stað milli landanna; við kaupum af ykkur sjávarafurðir, eins og t. d. síld, en þið kaupið aftur á móti af okkur pappír, timbur og reyndar margt fleira. Mér finnst að styrkja þurfi menningartengsl land- anna. Finnska óperan hefur reyndar komið hingað og sömuleiðis allmargir tónlistar- menn, en ég tel nauðsynlegt að auka gagnkvæm viðskipti á sviði lista og vísinda. | 1 — Hvað er það helzta sem vakið hefur athygli ykkar hjóna hér. — Það er einkum fram- farahugurinn og uppbygging- in, sem við höfum svo greini- lega orðið vör við hér. Okkur gafsj kostur á að skoða hið nýja og glæsilega hótel Loft- leiða. Ég fór þar í Sauna bað, en það vakti athygli mína að þar skyldi vera klukka uppi t á vegg, því klukkur og mikill raki fara ekki vel saman. Ég tel rétt að geta þess, að Loft- leiðir eru mjög vel þekkt í Finnlandi. Okkur hjónunum gafst kostur á að sjá sýningu á leikriti eftir Laxness, við höfðum ánægju af því þótt við eðlilega skildum sáralítið af því sem sagt var. Annars íbúð óskast Óska eftir 2ja til 3ja herb. Ibúð, helzt sem næst miðbæa m Ársfyrirframgreiðsla. — Uppl. í síma 23430. GUSTAF A. SVEINSSON hæstaréttariögmaður Laufásvegi 8. Simi 11171. hefur tími minn að þessu sinni að mestu farið í að ræða viðskiptamál við ýmsa menn, svo og í það að hitta opinbera embættismenn, bæði erlenda og innlenda. Það sem einna mesta athygU okkar hefur vakið hérna, er hin mikla birta. Fjallasýn héðan frá Hótel Sögu er mikil og ólík því sem við höfum átt að venjast heima fyrir. Loftið hérna er svo tært, að birtan beinlinis stingur í augun. Það vakti athygli blaða mannsins, að á borðinu hjá sendiherranum lá íslenzk bók um fugla og fuglalíf. J _ Pentti Suomela — Hafið þér mikinn áhuga á fuglum, herra Suomela? — Já. Ég og sonur minn höfum mikinn áhuga á þeim, og hef ég margt við hann að spjalla um íslenzkt fuglalíf þegar ég hitti hann. f bók þessari hef ég fundið all- margar fuglategundir, sem ekki eru til í Finnlandi, og sömuleiðis komizt að raun um að í Finnlandi höfum við ýmsar tegundir, sem hér þekkjast ekki. í sumar mun ég aftur heimsækja ísland og hef ráðgert að fara þá til Mývatns, því mér er sagt að þar sé fjölbreytt fulgalíf. — Kom fjölskylda yðar með yður til íslands að þessu sinni? — Néi, ekki ðll. Konan mín kom hingað með mér. Við hjónin fluttumst til Osló um síðustu áramót, en börn okkar urðu eftir í Helsinki, því þau eru öll við nám þar. Við eigum þrjú börn, tvær dætur og einn son. Að lokum sagði Pentti Pentti Suomela: — „Ég hef kynnzt mörgum íslendingum, sem starfað hafa í sendiráðum erlendis og hlakka til að auka kynni mín af landi og þjóð, — og fugl- unum“. Ingibjörg Pálmadóttir Fædd: 20. september 1883. ] Dáin: 13. apríl 1966. J Senn er hið bliða sumar í vændum Iífið að vekja af vetrardróma, heyrði ég þá í hjarta mínu dimmróma gjalla dánarklukku. Hrönnuðust ský á himin vonar, undrast hlaut ég þitt æðruleysi. Brostir þú milt á banastundu og ástvini kvaddir í krafti trúar. Þér skal að lokum þakkir færa, sem öðrum meir miðlaðir gjöfum. Örláta sól árgeisla sendu eilífðarbjartan yfir grafarhúm. MundL SIGURÐAR SAGA FOTS "K" Teikningar: ARTHUR ÖLAFSSON 9. SIGURÐUR FÓTUR BERST VIÐ HRÓLF KONUNG. — SÖGULOK. Þenna sama morgun harðla árla, sem sólin skein í heiði, tóku þeir til bardaga, Sigurður konungur fótur og Hrólfur íra- konungur. Var þessi orrusta bæði mikil og mannskæð. Var Sigurður konungur harðla óður og ákafur, svo að hann sparði ekki JAMES BOND James Bonð BY IAN FllMINt DRAWtNB BI JOHN MclUSU >f' —X- vætta það er fyrir varð, svo að hann geki í gegnum lið írakonungs og felldi hverr á fætur öðrum, og þetta gekk allt til kvelds. Þá brast flótti í lið landsmanna. Eftir IAN FLEMING I FðtLOWEP thb chaupfbjh. n-IEOUSH TMS WAKSHOUSE WHERE <ERIM BEY, UEAP Ot* - SECREÍ SERVCS IKJ TUR<BY, Ég fylgdi bílstjóranum gegnum vöru- húsið, þar sem Kerim Bey, yfirmaður leyniþjónustú okkar í Tyrklandi, gegndi „opinberum“ störfum. Velkominn, vinur minn! Ég er sex feta hár, en mér fannst Kerim gnæfa yfir mig. Njósnararnir mínir sögðu mér, að þú værir hér. Ég hefði átt að vara þig við því, að þú værir hér. Ég hefði átt að var^ þig við því, að bifreið minni er fylgt eftir af mönnum á vespum. Við köllum þá „hina andlitslausu“. Teiknari: J. M O R A Júmbó hljóp á harða spretti íram eftir skipinu. Skyndilega hafði hann nærri hlaupið í fangið á skipstjóranum. — Hvaða ósköp liggur yður á, Júmbó? spurði skipstjórinn. — Það er engin furða, svar- aði Júmbó bálvondur. — Þessir bölvuðu leppalúðar sem við björguðum úr sjávar- liáskanum, launuðu okkur björgunina með því að hlaupa á brott með allan fjár- sjóðinn okkar. í þessu bar prófessorinn og Fögnuð að. — Hvað ertu að segja, Júmbó? spurði pró- fessorinn. Júmbó endurtók alla söguna, hvernig Spori hefði dottið niður um gólf- ið, og niður í kyndiklefann, endurtók frá- sögn kyndarans að viðskiptum hans við Álf, og hvernig þeir Júmbó og Spori kom- ust að því að fjársjóðurinn hafði verið hirtur úr peningaskápnum. — Jæja, það þýðir ekki að gráta fjársjóðinn, sagði pró- fessor Mökkur, hann kemur ekki aftur við það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.