Morgunblaðið - 06.05.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.05.1966, Blaðsíða 14
14 MORCU N BLAÐIÐ Föstudagur 6. maí 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 22480. Askriltar-gjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. GLEÐITÍÐINDI TVómurinn sem kveðinn var ^ upp í handritamálinu í gær, kemur engum á óvart, sem lítur hlutlaust og sann- gjarnt á málavöxtu. En hann er þó gleðilegur vitnisburður um það þroskaða réttarfar sem danska þjóðin býr við. Nú hefur dómstóllinn undir- strikað sjálfsagðan rétt danska Þjóðþingsins tii af- hendingar handritanna, og þó málinu verði af andstæðing- um afhendingarinnar enn vís- að til hæstaréttar, er ekki ástæða til að ætla að hann hafni þeim dómsniðurstöðum sem fyrir liggja og ákvörðun danska Þjóðþingsins. En hvað sem því líður líta íslendingar svo á,'að málið sé úr sögunni sem þrætuepli milli þessara tveggja vina- þjóða og afgreitt af þeirra hálfu. Málarekstur fyrir dóm- stólum í Danmörk er danskt innanríkismál, sem getur vart haft áhrif á endanlega af- greiðslu málsins, því engum dettur annað í hug en þjóð- ^þingið með sínum mikla meirihluta sé húsbóndi á sínu eigin heimili. Þannig hafa ís- lendingar litið á málin, og þó illa hefði farið væri engin önnur leið fyrir dönsk stjórn- arvöld en sú að láta málið ganga fram, áður en upp væri staðið. Samningarnir eru und irritaðir og staðfestir af stj órnarvöldum beggja landa og það sem meira er: íslend- ingar hafa þegið og þakkað veglega þjóðargjöf Dana, sem að vísu er íslenzk menningar- leg eign frá fornu fari. Ekki verður hér farið út í forsendur dómsins, enda má lesa þær annars staðar í blað- inu. Á hitt skal lögð áherzla að nú hefur enn einn áfangi náðst á leið handritanna til gamla heimalandsins. Margir góðir menn hafa átt þátt í þeirri ferð og þá ekki sízt stór hópur danskra forystumanna í stjórnmálum með ríkisstjórn Danmerkur í broddi fylking- ar. Verður þessum mönnum aldrei nógsamlega þakkaður skerfur þeirra til lausnar málsins, hlýhugur þeirra og v vináttuþel í garð íslendinga. Handritafrumvarpið var samþykkt í danska þjóðþing- inu 19. maí í fyrra með glæsi- legum meirihluta, eða 104 atkv. gegn 58, 3 þingmenn sátu hjá, en 14 voru fjarver- andi. — Var það í annað sinn sem þjóðþingið sam- þykkti handritafrumvarpið o£ þekkja allir þá sögu. í fyrra skiptið var það sam- þykkt 1961, með 110 atkv. gegn 39. Af þessum tölum sést að ekki þarf að fara í grafgötur um hug þjóðþings- ins — og þá um leið meiri- hluta dönsku þjóðarinnar — til handritamálsins. K. B. Andersen, kennslu- málaráðherra Danmerkur, hefur sagt: s,Ég horfi með á- nægju fram til þess dags er íslenzku handritin, sem af- henda á, eru komin til Reykja víkur“. Þetta eru drengileg orð þessa ágæta forvígis- manns afhendingar handrit- anna. Þau verða seint þökkuð. Þau eiga hljómgrunn í brjósti allrar íslenzku þjóðarinnar. Og nú fer að styttast í þann áfanga. LÁGKÚRULEGT ATFERLI ¥ andsmenn hefur að vonum furðað mjög á atferli próf. Ólafs Jóhannessonar í sambandi við umræður um gerðardómsákvæði álsamn- inganna, og ekki bætti úr skák, að hann skyldi enn við lok útvarpsumræðnanna halda sér við sama heygarðs- hornið og ráðast á iðnaðar- málaráðherra, vegna sinna eigin yfirsjóna í þessu máH. En af því tilefni ræðir Morg- unblaðið þetta mál enn einu sinni, en mun reyna að hlífa prófessornum við frekari um- ræðum um það. Próf. Ólafi Jóhannessyni voru sýnd frumdrög að ál- samningnum, þar sem ráða- gerðir voru um alþjóðlegan gerðardóm, þar sem rætt var um það, að ríkisstjórnin væri reiðubúin til að ræða þann möguleika að notfæra sér hag ræði alþjóðlegs gerðardóms. Prófessorinn bendir ekki á að hann sjái neitt athugavert við gerðardómsákvæðið á því stigi, né heldur síðar, fyrr en samningarnir eru framlagðir eða stjórnarandstöðunni ljóst um það. Þá ræðst hann að iðnaðarmálar.áðherra. Morgunblaðið hefur lýst þeirri skoðun sinni að próf. Ólafur Jóhannesson hefði ör- ugglega aðvarað íslenzku samninganefndarmennina, ef hann hefði talið gerðardóms- ákvæðin jafn fráleit og niður- lægjandi og hann nú vill vera láta. Honum er ekki ætlandi, að vilja vera við það riðinn að íslendingar semdu af sér, m.a. vegna þess, að hann lét undir höfuð leggjast að benda Þessi koná heitir L. Masich, og hefur helzt unnið sér það til frægðar að vera fyrsta konan, sem „flogið“ hefur á eftir flugvél með því að halda í taug. Á efri myndinni sézt hún „fljúga“ á eftir flugvél á flugsýningu, sem nýlega var haldin í Alma-Ata, höfuðborg Kazakhatan í Sovétríkjunum. Þessir tveir menn eru John Ridgeway, kapteinn og Chay B!y th, ilðþjálfi, báðir úr fallhlífa- sveitum brezka hersins. Þeir hyggjast róa þessum bát yfir Atlantshafið í sumar. Bátinn á að flytja til Boston í Bandaríkjunum, en þaðan þyggjast þeir leggja upp og róa til Engl ands í júní nk. Á myndinni eru þeir að reyna farið, sem ber nafnið „English Rose IH“ á, að verið væri að ganga und ir eitthvert „jarðarmen“. En framhjá hinu verður ekki komizt, að próf. Ólafur Jóhannesson hefur ekki stað- izt þá freistingu að fórna fræðimannsheiðri sínum vegna pólitísks ofstækis og ímyndaðra hagsmuna flokks síns. Því miður mun þetta framferði lengi við hann loða, og ekki síður hitt að hafa ekki manndóm til að játa þessa yfirsjón sína, en ráðast þess í stað með strákslegum svívirð ingum að dómsmálaráðherra. STÖRI VINNING- URINN TTjörtur Eldjárn Þórarinsson þingmaður Framsóknar- flokksins gat þess í ræðu á Alþingi, að íbúar Norður- lands yrðu að taka vel kísil- grein fyrir þýðingu þeirra gúrmálinu og fagna fram- gangi þess „ekki sízt þar sem þeir hefðu nú misst af stóra vinningnum, álbræðslunni, því að sama væri, hvað um hana væri sagt, hún yrði til atvinnulegrar uppbyggingar hvar sem hún væri“. Vissulega er það ánægju- legt, að stór hluti Framsókn- arflokksins skuli gera sér stórmála á atvinnusviðinu, sem unnið hefur verið að og nú munu rísa. En þungur er sá áfellisdómur, sem Eysteinn Jónsson og Ólafur Jóhannes- son og aðrir afturhaldsmenn í Framsóknarflokknum hljóta frá fjölda þeirra eigin flokks- manna ekki síður en annarra framsækinna íslendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.