Morgunblaðið - 06.05.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.05.1966, Blaðsíða 15
FöstuÆagwr 6. maí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 15 Halldér Hallddrsson, prófessor: Halldór Halldórss«n próíessor móti, 4 sátu hjá, en 14 voru fjarverandi. Málsókn hafin En andstæðingarnir voru ekki af baki dottnir. 1 stjórnar- skrá Dana eru ákvæði þess efnis, að þriðjungur þing- inanna geti í vissum tilvikum krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um lög, þó ekki eignarnámslög. En Poul Mþller, sem 1961 knúði fram frestun á þeim grund- velli, að um eignarnámslög væri að ræða, gerðist frum- kvöðull þess 1966, að höfð yrði þjóðaratkvæðagrejðla vegna þess, að lögin fælu ekki sér eignarnám. En þetta herhlaup mistókst. 57 undirrituðu kröf- una, en til þess að hún væri gild, þurfti minnst 60. Þá var síðasti kosturinn eft- ir: málsókn. Árnanefnd hafði sent út fréttatilkynningu 15. maí 1965 þess efnis, að hún mundi höfða mál til þess að fá úr því skorið, hvort lögin væru í samræmi við stjórnar- skrána, ef samþykkt yrðu. í fréttatilkynningunni sagði enn fremur, að nefndin hefði ráðið G. L. Christrup sem málflytj- anda sinn. Lögin voru undirrituð af konungi 26. maí, og nokkru síðar var málið höfðað fyrir Eystri landsrétti. í stefnu G. L. Christrups, sem undirrituð er 9. júní 1965, er einkum lögð áherzla á eftirfarandi atriði: 1) Það, sem í lögunum er kallað skipting Árnastofnunar, er tilbúningur (konstruktion), en ekki raunveruleiki. 2) Árnastofnun er sjálfs- eignarstofnun og nýtur sem slík verndar stjórnarskrárinnar gegn eignarnámi, nema al- mannaheill krefji. 3) Lögin eru ógild, þar sem þau brjóta í bága við 73. gr. stjórnarskrárinnar. ' í varnarskjali Pouls Schmiths, sem lagt var fram í réttinum 20. ágúst 1965, eru hins vegar þessi mótrök helzt: 1) Réttindi Árnastofnunar til handritanna eru annars eðl- is en sá eignaréttur, sem verndaður er af 73. gr. stjórn- arskrárinnar. 2) Ámastofnun er opintoer stofnun undir opinberri stjórn. 3) Jafnvel þótt rétturinn líti svo á, að lögin fælu í sér eign- arnám, verður gildi þeirra í heild ekki vefengt. Málflutningurinn í Eystra landsrétti HANDRITAMÁLIÐ á upptök sín í nánustjórnmálasamibandi, sem var milli íslands og Dan- merkur um margra alda skeið. íslendingar hafa ekki farið tfram á handritaskil frá nokk- urri annarri þjóð — og munu ekki gera það. Það hefir verið happ fslands, að þeir hafa átt við að eiga skilningsríka og víðsýna stjórnmálamenn í þessu máli, og mjög mætir danskir menntamenn, ekki sízt lýð- skólamenn, hafa ekki látið sitt eftir liggja. Nokkrum sinnum áður én ís- land varð fullvalda ríki var farið fram á skil nokkurra skjala og handrita íslenzkra úr dönskum söfnum, en árangurs- laust. En upp úr 1920 fór að komast nokkru meiri skriður á þetta mál. Árangur varð sá, að 15. okt. 1927 var gerður samn- ingur um skjalaskipti milli ís- lands og Danmerkur, og fékk ísland samkvæmt honum 700 skjöl og 4 handrit úr Konungs- íbókhlöðu og Árnasafni. En þetta má aðeins telja undan- fara handritamálsins. Hér var verið að þreifa fyrir sér. Árið 1930 báru 15 þingmenn úr öllum flokkum fram á Al- þingi tillögu um allsherjarskii íslenzkra handrita, nýrra sem gamalla, úr dönskum söfnum. Með þessari tillögu hefjast þáttaskil í handritamálinu. Var nokkuð um málið þæft næstu árin á eftir, en eina niðurstaðan varð sú, að ís- lendingar fengu með konung- legri tilskipan frá 25. maí 1936 nokkra hlutdeild í stjórn Árnasafns. Þessi hlutdeild varð þó lítil, en með þessu viður- kenndu þó dönsk stjórnarvöld rétt íslendinga til afskipía af stjórn safnsins. Næsta krafa um allsherjarskil íslenzkra handrita kom fram á Alþingi 1938, einnig borin fram af þingmönnum úr öllum stjórn- málaflokkum, en vegna heirns- styrjaldarinnar, sem skall á næsta ár, féll málið niður utn skeið. Handritin og sambúð landanna Árið 1944 lýsti ísland yfir stofnun lýðveldis. Að stríði loknu þurfti eðlilega um mörg mál að semja við Dani. Eitt þeirra var handritamálið. Full- trúar íslands, sem í þessum samningaviðræðum áttu, lýstu þá yfir því, að handritaskil væru „en uadskillelig del af afviklingen af de to landes for- bund“. Samninganefnd Dana hafði ekki umtooð til að ræða málið, en niðurstaðan varð þó eú, að Danastjórn skipaði árið 1947 nefnd sérfræðinga og stjórnmálamanna til þess að gera tillögur um handritamál- ið. Skilaði nefndin mikilli álitsgerð 1951, og nefnist hún Betænkning vedrþrende de i Danmark beroende islandske hándskrifter og museumsgen- stande. Um niðurstöður var nefndin margklofin. í þetta nefndarálit — eða öllu heldur þessi nefndarálit — hefir oft verið vitnað nú upp á síðkast- ið og m.a. verið bent á, að Brþndum-Nielsen, sem hart hefir barizt gegn handritaskil- um, var því ekki fráhverfur þá að gefa íslendingum nokkur handrit, þótt hann vildi að vdsu ganga mjög skammt. Árið 1947 hefja lýðskóla- kennarar danskir mikla bar- áttu fyrir því, að íslendingum verði afhent handritin. Það ár eendu 49 þeirra Danastjórn op- ið bréf, sem þeir nefndu Giv Island sine Skatte tilbage. Vakti bréfið mikla athygli og átti mikinn þátt í vinsamlegri afstöðu dansks almennings til málsins. Með skipun próf. Sigurðar Nordals í íslenzka sendiherra- embættið í Kaupmannahöfn árið 1951 var af íslands hálfu lögð áherzla á, að handrita- málið skipti mestu í sambúð þjóðanna. Vann hann og ötul- lega að því máli. í sendiherra- tíð hans var borin fram af Danastjórn hugmynd um lausn málsins. Hugmyndin var í meginatriðum fólgin í því, að handritin yrðu sameign Dana og íslendinga og fræðistofnan- ir f báðum löndum ynnu að útgáfu þeirra og rannsóknum. Þessi lausn fékk ekki hljóm- grunn á íslandi. Alþingi komst að þeirri niðurstöðu, að þetta gæti ekki orðið „samkomulags- grundvöllur til lausnar hand- ritamálinu, þar sem sldk sam- eign mundi gersamlega brjóta í bága við þjóðartilfinningu ís- lendinga og skilning þeirra á handritamálinu og verða stöð- ugur ásteytingarsteinn d sam- toúð þjóðanna“. Á vettvangi stjórnmálanna féll málið nú niður um hríð. í stuttri blaðagrein er ógern- ingur að rekja það, sem um málið var skrifað í Danmörku, en ekki má þó gleyma þvi, að Bjarni M. Gíslason rithöfundur gaf út bækur um málið og flutti viða um það fyrirlestra. Árið 1957 var stofnuð nefnd danskra menntamanna. sem nefnist „Udvalget af 16. sept. 1957 vdr. de islandske hánd- skrifter". Hefir hún unnið málinu mikið gagn undir for- ystu Bents A. Kocks ritstjóra. Af öðrum dönskum mönnum, sem mikið hafa gert til þess að túlka málstað fslands í Danmörku, mætti t.d. nefna Jþrgen Bukdahl. Annars er hættulegt að nefna nöfn. Við höfum átt svo marga góða stuðningsmenn meðal Dana. Og víst er, að þeirra nöfn munu ekki gleymast á ís- landi. Viðræður stjórnmálamanna Nokkrar samræður milli danskra og íslenzkra stjórn- málamanna fóru fram á árun- um 1956—1959. Kemur þar einkum við sögu af íslands hálfu dr. Gylfi Þ. Gdslason menntamálaráðherra, en af hálfu Dana Jþrgen Jþrgensen fræðslumálaráðherra, sem hef- ir reynzt íslendingum mikill haukur i horni i þessu máli. Á Alþingi 1959 var samþykkt að skipa 5 manna nefnd, til- nefnda af stjórnmálaflokkun - um og Heimspekideild Háskól- ans. Starfaði hún næstu árin undir forsæti Einars Ól. Sveinssonar prófessors. Þáttaskil verða i handrita- málinu i árstoyrjun 1961. Hó-fust þá viðræður danskra og ís- lenzkra stjórnmálamanna um það, og virtust toáðir ráðnir 1 að finna lausn, sem íslending- ar og Danir gætu unað við. Hófust þessar viðræður í fetor- úar og lauk seint í apríl. Af hálfu Dana tóku þátt í viðræð- unum Jþrgen Jþrgensen, þá fræðslumálaráðherra, Viggo Kampmann, þá forsætisráð- herra, Jens Otto Krag, þá ut- anríkisráðherra og Julius Bomholt, þá félagsmálaráð- herra. Fulltrúar íslendinga voru hins vegar Gylfi Þ. Gísla- son menntamálaráðherra, Guðmundur í. Guðmundsson, þá utanríkisráðherra, ólafur Thors, þá forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, þá fjár- málaráðherra, og Stefán Jóh. Stefánsson, þá sendiherra ís- lands í Danmörku. Viðræðum þessum var svo langt komið' 17. apríl, að ákveðið var að kalla saman íslenzk-danska sérfræðinganefnd til þess að gera skrá um þau handrit, sem afhenda bæri samkvæmt greinimarki lagafrumvarps þess, sem fulltrúar landanna höfðu rætt. í sérfræðinga- nefndina voru skipaðir Einar Ól. Sveinsson prófessor og Sig- urður Nordal prófessor, Palle Birkelund ríkisbókavörður og Peter Skautru-p prófessor. Dönsku nefndarmennirnir ósk- uðu aðstoðar Jóns Helgasona-r prófessors. Sat -hann því nokkurn hluta fundar sérfræð- inganefndarinnar, sem haldinn var í Sendiráði íslands í Kaup- mannahöfn 19. apríl. Það tók nefndina aðeins einn dag að semja skrána. Á þessa skrá verður að líta sem grundvöll að samkomulagi því, sem varð milli danskra og íslenzkra stjórnmálam-anna um hand- ritam-álið næstu dagana á eftir. Þá var einnig samið um, að Konungstoók Sæmundar Eddu og Fiateyjartoók féllu í íslands hlut. Samþykktir danska þingsins Danska stjórnin lagði fram frumvarpið um handritamálið 27. apríl 1961, og voru lögin endanlega samþykkt í þinginu 10. júní með 110 atkvæðum gegn 39. í dönsku stjórnarskránni (73. gr„ 2. málsgrein) eru ákvæði um það, að þriðjungur þing- manna geti krafizt þess, að lög, sem feli í sér eignarnám, verði ekki staðfest fyrr en að undan gengnum kosningum. Nú eru lögfræðingar ósam- mála um, hvort hér sé um eignarnámslög að ræða, eins og rækilega hefir komið fram í réttarhöldunum í vor. Danska stjórnin leit svo á, að lögin fælu ekki f sér eignarnám, en allt um það ákvað hún að fresta staðfestingu laganna fram yf- ir nýjar kosningar, eftir að andstæðingum frumvarpsins hafði tekizt, undir forystu Pouls Mþllers, að fá 61 þing- mann til undirskrifta um frestun með hliðsjón af fyrr greindu stjórnarskrárákvæði. Þannig lyktaði málinu 1961. Nýjar kosningar fóru svo fram í Danmörku 1964. Fræðslumálaráðherra þeirrar stjórnar, sem þá var mynduð, K. B. Andersen, lagði 7. októ- toer 1964. fram ðbreytt hand- ritalögin frá 1961. Hófst nú mikið þóf í danska þinginu og utan þess. Andstæðingar hand- ritaskila höfðu skipulagt öfl- uga áróðurssókn. Hér eru ekki tök á að gera þeirri herferð nein veruleg skil, en minnt skal á, að eitt af meiri háttar dagblöðum Danmerkur, Berl- ingske Aftenavis, lét einn af ritstjórum sínum, Dan Larsen, eintoeita sér að málinu, haldnir voru áróðursfundir, gefnir úr áróðursbæklingar, skrifaðar áróðursgreinar, sumar undir yfirskini fræðimennsku, haldin áróðurssýning handrita vlða um landið til þess að æsa til andstöðu, og fleira mætti telja. En þetta bar ekki árangur. Lögin um handritamálið, sem nefnast Lov om ændring i fundats af 18. januar 1760 for Arne Magnussens Legat (Den arnamagnæanske Stiftelse), voru samþykkt í þjóðþingi Dana 19. maí 1965 með mikl- um meirihluta atkvæða. Með greiddu 104 þingmenn, 58 á Málflutningurinn fyrir Eystri landsrétti í Kaupmannahöfn fór fram dagana 19.—21. apríl 1966. Var þar sótt og varizt af mikilli fimi án alls undan- sláttar. Greinilega höfðu báð- ir lögmennirnir kynnt sér eftir föngum lagalega og sögulega hlið málsins. Þótt margt í mál- flutningnum sé svipað því, sem fram kom í þeim málskjölum, sem rakin hafa verið, skal þó leitazt við að gera grein fyrir hinu helzta, sem fram kom, þótt það verði að sumu leyti endurtekning á áður sögðu. Fyrsta dag málflutningsins sótti lögmaður Árnastofnunar, Gunnar L. Christrup hrl., mál- ið á hendur fræðslumálaráðu- neyti Dana og krafðist ógild- ingar laganna, með því að hann taldi þau þrjóta í bága við stjórnarskrána. Ræða hans var löng, svo að ógerningur er að stikla nema á stærstu at- riðunum. Eftir blaðafregnum að dæma voru rök hans og kröfur m.a. þessi: 1) Sú „skipting“ stofnunar- innar, sem svo er nefnd í handritalögupum, er ekki raunveruleg skipting, heldur nauðungarafsal verulegs hluta Árnasafns. 2) Slíkt nauðungarafsal er eignarnám, sem aðeins er leyfilegt, ef almannaheill krefst. 3) Stofnunin er vernduð -fyrir eignarnámi í stjórnar- skránni á sama hátt og aðrir eignhafar (ejendomsbesidd- ere). 4) Stofnunin er sjálfseignar- ' stofnun og því hvorki eign Hafnarháskóla né ríkisins. 5) Dæma ber lögin ógild. Annan dag málflutningsins hélt verjandi fræðslumálaráðu- neytisins, Poul Schmith hrl., várnarræðu sína. Hún var einnig löng og rækileg, og er því ekki unnt að rekja nema 'fátt eitt úr henni. Segja má, að lögmennirnir hafi verið ósammála um öll atriði, sem máli skipta fyrir niðurstöðu dómsins. Af rökum lögmanns- ins mætti nefna: 1) Eftir lögunum verður ís- land ekki lagalega eigandi handritanna. Samkvæmt þeim er stofnuninni skipt í tvær deildir, og skal önnur vera í Kaupmannahöfn, en hin í vörzlu Háskóla íslands í Reykjavik. 2) Hafnarháskóli er eigandi Árnastofnunar, og með því að skólinn er eign danska ríkis- i-ns, er ríkið jafnframt eigandi stofnunarinnar. Þessa staðhæf- • ingu rökstuddi lögmaðurinn m.a. með því, að í erfðaskrá Árna Magnússonar væri ákveð- ið, að hann gæfi Hafnarháskóla eignir slnar. í skipulagsskrá fyrir safnið frá 1850 (5. gr.) væri fram tekið, að fræðslu- málaráSúneytið danska hefði með höndum y-firstjórn safns- ins, og loks mætti benda á, að ríkið kostaði rekstur þess. Hér væri því um ríkisstofnun, en ekki sjálfseignarstofnun að ræða. 3) Ýmsar breytingar hafa frá upphafi verið gerðar á skipulagsskrá stofnunarinnar. Slíkar breytingar væru jafn- heimilar nú sem fyrr. 4) Með samþykkt laganna hefði Þjóðþingið greinilega tal- ið, að ski-pting safnsins væri í þágu almannaheillar, þ-ví að vinsamleg sambúð við ísland skipti danska ríkið miklu máli. 5) Lögin eru í fullu samræmi við stjórnarskrána, og ber því að dæma þau gild. Þriðja og síðasta dag mál- flutningsins héldu báðir lög- mennirnir svarræður og héldu fast við fyrri sjónarmið sín. Þykja báðir hafa staðið sig vel. Um síðustu ræðu Christrups segir þó Aktuelt (22. apríl, bls. 14): „Christrup skuffede udleveringsmodstanderne". Eft ir dómsniðurstöðu að dæma virðist hann einnig hafa valdið dómurunum vontorigðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.