Morgunblaðið - 06.05.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.05.1966, Blaðsíða 24
MORCU NBLAÐIÐ Föstudagur 6. maí 1966 24 Mary Raymond: STÚLKA MEÐ CBÍMU 1. kafli. Þegar Stella sagði mér — viku áður en við ætluðum að leggja af stað — að hún gæti, þegar til kæmi, ekki farið í fríið með mér varð ég svo vonsvikin, að mig langaði mest til að fara að skæla, af hvorutveggja í senn, reiði og vonbrigðum. Ég lét samt ekki verða af því, þar sem ég er nú einu sinni ekki þannig gerð, að móðgunin og vonbrigðin sett- ust að í mér, eins og hver annar sjúkdómur. Við vorum búnar að ráðgera þetta frí, vikum sam- an. Alveg síðan í janúar-mánuði — í öllu vetrarrikinu, sem þá var! Við höfðum okkur þetta til skemmtunar og þetta átti líka að verða alveg sérsakt frí og einstakt í sinni röð, að því leyti að það átti ekki að kosta okkur túskilding. Ég hafði vitanlega áður komið til útlanda, en aldrei ferðazt á svona frjálslegan hátt. Og ekki batnaði í mér skapið, þegar ég heyrði ástæðuna til þess að Stella hætti við allt sam- an. Einhverntíma á tímabilinu frá janúar ti'l júlí, hafði hún orðið skotin, og sá útvaldi var því andvígur, að Stella færi með mér, til að vera burtu heilan mánuð og vinna hjá ailþjóðlegu æskulýðssambandi, og auk þess gat Stella auðvitað ekki séð af honum allan þann tíma. En þetta þýddi sama sem að fríið mitt var farið í hundana. Ekki gat ég farið eins míns liðs. — Ég skil nú ekki, hvers vegna þú getur það ekki, sagði frænka mín og gerði mig hissa með þessum orðum sínum. En svona hringsnúningur var ein- mitt einkenni á frænku minni. í fyrstunni hafði hún nú alls ekki viljað láta mig fara. Hún var ekkert hrifin af Stellu og henni fannst þessi ráðagerð okk- ar hrein vitleysa. — Krakkahóp ur á flandri um allt meginland- ið... Þannig lýsti hún þessu ferðalagi. En, sem sagt: hún var ekkert hrifin af Stellu. Og hún var jafnframt alveg ákveðin í því, að þessi svik hennar skyldu ekki spilla fríinu fyrir mér. Kannski hafði ég líka gert henni svo ná- kvæma grein fyrir þessu fríi, að hún hafði losnað við verstu grunemdirnar sínar. — Þú verður hvort sem er ekki ein þíns liðs eftir að þú ert komin til Calais, sagði hún, — og ef þú hefur ekki Stellu til að styðjast við, verðurðu fljót- ari að eignast kunningja. Við frænka mín erum helzt ekki á einu máii um nokkurn skapaðan hlut — hvort heldur það eru föt, bækur, eða hvernig eigi að hella í tebolla. í hennar augum yrði þetta frí hreinasta kvalræði, en samt vorkenndi hún mér þessi vonbrigði, sem ég hafði orðið fyrir. Faðir minn var yngsti bróðir frænku. Hann var flugmaður og fórst rétt undir stríðslokin. Móð ir mín dó að mér. Þá var frænka komin yfir fertugt og börn hennar farin að nálgast tvítugt, og þarna fékk hún nýtt ungbarn á hendurnar. Og þar sem ég var yngsta barnið og svona óvænt, og auk þes munað- arleysingi, var dekrað óþarflega mikið við mig. Frændi minn var í fastahern- um, en eftir styrjöldina sagði hann af sér og keypti sér bújörð, og hver sem sæi hann núna, gæti haldið, að hann hefði aldrei ann- að gert en stunda sveitabúskap. Enda er hann duglegur bóndi, og auk þess sem hann vinnur mikið kann hann vel við sveitina að öðru leyti og þær skemmtanir sem þar er að hafa. Hann stundar dýraveiðar á sinni eigin landar- eign, og fiskar auk þess dálítið. □---------------------------n 1 □---------------------------□ Hann elskar sveitina og það gera frænkurnar mínar þrjár líka. En ég líkist þessum frænkum mín- um alls ekki neitt. Að vísu þykir mér vænt um þennan blett þar sem við eigum heima — enda ekki annað hægt — en ég þráði emhverja stærri víðáttu, ein- hvern spenning og athafnasemi. Ég vildi sem sagt teygja ofur- lítið úr vængjunum. Þegar ég slapp úr skólanum, langaði mig mest til að læra teikningu í London. Ég hef dá- litla hæfileika í þá átt, sem ég vildi gjarnan þroska. Mig lang- aði mest til að teikna vefnað, hús gögn og innanhússmuni yfirleitt. En frændi og frænka vildu ekki láta mig vera í London og lík- lega hafa þau ekki tekið frama- girni mína alvarlega. f staðinn lærði ég vélritun og hraðritun. Það var heldur betur leiðinlegt. Æskan er svo uppreisnargjörn. Og það var ég líka sjálf, en ég hafði ekki hug í mér til að hlaupa að heiman og segja að nú ætlaði ég að lifa eins og mér sjálfri hentaði. Eða kannski hef- ur mig bara skort sjálfstraust til þess. Ég fékk mér atvinnu í stærstu borginni þarna í ná- grenni við okkur, sem var í eitt hvað fimmtán mílna fjarlægð, en bjó áfram heima. Ég gekk í teiknitíma á kvöldin, og þann- ig var það, að ég komst í kynni við þessi alþjóða samtök náms- fólks, sem ráku sumarbúðir, þar sem námsfólk gat fengið ódýrt uppihald. Þetta frí, sem ég hlakkaði svo mjög til, hefði sennilega ekki litið sérlega glæsilega út í allra augum. Hópur af allra þjóða fólki átti að hittast í Calais og fara þaðan í sértökum almenn- ingsvagni suður að Miðjarðar- hafi. Við Stella áttum að vinna í sumarbúðunum og fá þannig ókeypis uppihald. Við áttum að Erum kaupendur að húsi nálægt gamla miðbænum. Húsið þarf að vera íbúð og einnig fyrir . skrifstofur, svo og geymslur fyrir vörur, inni og á lóðinni. Lýsing og tilboð sendist Morgunblaðsafgreiðslu, merkt: „9222“. Bifvélavirkjar eða menn vanir bílaviðgerðum óskast til að vinna við stilíingu og viðgerðir á nýjum bílum. Bifreiðar og landbúnaðarvélar Suðurlandsbraut 14. — Sími 38600. vera í Frakklandi í eina tíu daga og síðan átti að fara í aðrar búð ir — í Þýzklandi, á Ránarbökk- um, og síðan til Ítalíu í búðir, sem voru í einhverjum greni- skógi við Adríahafið. Mér var það ljóst, að við átt- um bara að vera frammistöðu- stúlkur af skárra taginu, en hvað var að fást um það? Við höfðum séð alla myndabæklingana um þessar sumarbúðir. Þær voru all ar á fallegum stöðum, með sól- skini og vatni til að synda í, útidansj>öllum til að dansa á í tunglskininu, og svo ungan fé- lagsskap af öllum þjóðernum, sem vann að friði á jörðu, og hvað það nú allt saman heitir, en mér fannst þetta allt girni- legt til fróðleiks. Og við yrðum frjáls. Gáum skrafað alla nótt- ina. Gátum legið í bælinu allan morguninn, eftir því sem verkin leyfðu. Ég er feimin, en ég vissi, að það yrði allt í lagi, ef ég hefði Stellu til að styðjast við. Við mundum í sameiningu eignast kunningja, og aðstoða hvor aðra eftir megni. Það yrði ekkert í það varið að fara ein. — Jú, það gæti verið alveg eins gott, sagði frænka. — Og ég er viss um, að þér yrði alveg óhætt. Ég var tuttugu og tveggja ára, en frænka fór samt enn með mig eins og krakka. — Það virðist vera góð stjórn á öllu í þessum sumarbúðum, bætti bún við. Þar af mátti sjá, hversu vel ég var búin að tala fyrir máli mínu. Jæja, þá var ég loksins ferð- búin, í síðustu viku júlímánað- ar, með bakpoka á bakinu, að leggja af stað í fríið mitt. Veðr- ið var .eiðinlegt með afforigðum — sólarlaust og golan köld. Ég var í gallabuxum og skyrtu og þykkri peysu, sem ég gat hæg- lega farið úr, ef sólin færi að skína. I bakpokanum hafði ég nærföt, aðrar gallabuxur, sokka og skyrtur — og svo sundfoolinn minn. Þetta var lágmarksfatnað- ur samkvæmt fyrirmælum stjórnenda sumarbúðanna. Bærinn okkar er hérumbil eina mílu þaðan sem áætlunar- bíllinn stanzar. Frændi hafði farið að heiman með skjöktbíl- inn, fyrr um morguninn, í ein- hverjum erindum, svo að frænka sagðist skyldu flytja mig í litla bílnum sínum. En svo vildi hann ekki fara í gang, og eftir að við höfðum gert nokkrar árangurslausar tilraun- ir til að finna, hvað væri að, sagði ég, að ég ætlaði bara að ganga. Ég hafði kappnógan tíma og er ekkert löt að ganga. Þetta var nú fyrsta vitleysan, sem ég gerði. Ég hefði vel getað fengið einhvern vinnumanninn þarna til að skjóta mér á vörubíl. Ég hefði meira að segja getað ekið honum sjálf, og skilið hann svo eftir handa hinum til að hirða seinna. Enn ég gerði hvorugt, heldur kvaddi ég frænku, glöð í bragði og lagði af stað, til að ná í á- ætlunarbílinn. En líklega hefur úrið mitt verið á eftir tímanum, því að þegar ég kom á staðinn, sá ég rétt aftan á bílinn, sem var að hverfa í fjarska. Og annar kæmi ekki fyrr en eftir klukkutíma. Ég yrði loksins að ganga heim aftur og biðja einhvern að aka mér á járnbrautarstöðina. Ég hafði víst hvort sem væri misst af lestinni, sem ég ætlaði að fara með. Ég var fokvond við sjálfa mig. Þetta var slæm foyrjun. Það var líkast því, sem einhver álög væru á þessu fríi mínu. En sá bölvaður klaufaskapur að missa af vagninum! Loksins ákvað ég að ganga bara þessar fjórar mílur á brautarstöðina. Af einhverjum ástæðum gat ég ekki hugsað til þess, að fara heim aftur en eftir því ,sem síð- ar kom fram, hefði það þó verið skynsamlegra. En hvernig er þó hægt að fullyrða um það, þegar þetta átti eftir að breyta öllu lífi mínu eins og það gerði? Hefði ég bara snúið við heim, hefði ég þá nokkurntíma fengið að reyna þessa sælukennd? Þá hefði ekki verið nein skelfing, engin þjáning — en kannski — Skrýtið að andinn kemur alltaf yfir mig á nóttunni. heldur ekki nein gleði . Ég var búin að ganga eitt- hvað stundarfjórðung, þegar hann fór að rigna. Þetta voru stórir dropar og ég sá fram á, að ég yrði fljótlega gegndrepa. Mikið hafði það nú verið heimskulegt af mér að snúa ekki aftur heim! Nú væri ég komin þangað og einhver gæti ekið mér á stöðina. Ég leit fram og aftur fyrir mig til að sjá, hvort ekki væri þarna einhver á ferðinni, sem ég þekkti, en vegurinn var gjörsamlega manntómur. í nokkrar mínútur skreið ég í skjól undir limgerði, en storm- Crinn, sem var snöggur og hvass, eins og stundum vill verða á sumrin, hafði nú náð hámarki. Ég gerði mér það að góðu að vökna og gekk áfram. Þá heyrði ég að bíll kom á eftir mér. Ég leit við og sá lang- an, hvítan sportbíl. Hann ók hratt og jós á mig leðjunni um leið og hann fór framhjá mér. En svo stanzaði hann nokkrum skrefum fyrir framan mig. Ég þekkti engan, sem ætti hvít an sportbíl. í þessum bíl hlaut að vera einhver ókunnugur og á leiðinni að honum velti ég því fyrir mér, hvort ég ætti að þiggja far. Það gat verið heimskulegt að þiggja far af ókunnugum, og blöðin voru öll full af ýmsum hryllingi, sem kom fyrir stúlkur, ef þær þágu far. Einkum stúlkur, sem voru á ferð einar síns liðs. En þegar ég kom móts við foíl- inn, sá ég að ekillinn var ekki ískyggilegur karlmaður, eins og hafði haldið, heldur ung og fall- eg stúlka. — Þú ert hræðilega vot, sagði hún. — Á ég að kippa þér upp? — Ég þarf að komast á braut- arstöðina, sagði ég og stóðst ekki brosið og fallegu augun. — Stökktu þá upp í, sagði hún um leið og hún laut fram og opn aði dyrnar. Þakklát í huga tók ég af mér bakpokann, og renndi mér inn 1 sætið við hliðina á henni. Hún setti bílinn af stað. Vegurinn lá eins og höggormur fram undan okkur, svartur og blautur. — Fleygðu bakpokanum þín- unv afturí, sagði hún. — Ertu á skemmtigöngu? — Ekki beinlínis, sagði ég. — Ég er að fara í fríið mitt til Frakklands. Og það byrjar bærilega! Ég get varla hugsað mér, að ég verði að sleikja sól- skinið innan fárra daga. — Hvert ertu að fara? sagðl stúlkan. — Og svona ein þíns liðs? Hún talaði með ofurlitlum útlendum hreim, en samt datt mér ekki í hug, að hún væri frönsk. Ég sagði henni, hvert ég væri að fara, og einnig, að ég væri ein míns liðs. Ég er nú venju- lega ekkert opinská um eigin hagi mína, en stúlkan virtist hafa áhuga á þessu og hver spurningin rak aðra hjá henni. Hún virtist hrifin af ferðaáætlun. minni. Eftir að hafa verið niður- dregin vegna þess, að ég missti af vagninum, var ég nú kát yfir því að hafa fengið far. Innileiki stúlkunnar og vinsemd eyddi venjulegri hlédrægni minni, og áhugi hennar á sumarfríinu minu fannst mér síður en svo grunsamlegur. LOFTUR #»#.. Ingólfsstræti 6. Fantið tíma 1 sima 1-47-72 PILTAR,= EFÞIÐ EIGIP UNMÚSTUNA ÞÁ Á ÉC HRIN&ANA / tyrrA?/? tísmt//x(sson_i tff 8 \' \»cr——1 7/7 sölu Sölutum á góðum stað. Selst milliliðalaust. Upplýsingar í sirna 10102 f. h. 15196 e.h. NYLON NANKIN VINNUFflTIN HENt'A VEL VIO OU. ALOENS STÖRF TIL LANDS OS SjAVAR. lsi*a»J OC HGQ TRYGGJA VANDAO EFNI OG QOTT SNIO NYLON NANKI M STÓRAUKIN SALA SANNAR VINSÆLÐIR VÖRUNNAR. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Hverfisg. 1 frd 4 - 62. Lambastaðahverfi Þingholtsstræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.