Morgunblaðið - 06.05.1966, Page 19

Morgunblaðið - 06.05.1966, Page 19
Föstudagur 6. mat 1966 MORGU NBLAÐIÐ 19 — Borgarstjórn ^ Framhald af bls. 32 áætlunargerð um opinberar fram kvæmdir hér á landi. Þannig hefur ríkisstjórnin beitt sér fyrir því, að samdar hafa ver- ið þjóðhagsáætlanir, er verða skyldu leiðarvísir stjórnvalda og Ibanka um stefnuna í efnahags- málum þjóðarinnar, m.a. til þess að auðvelda uppbyggingu at- vinnuveganna um allt land og ikveða nokkuð á um opinbera fjárfestingu. Á vegum Reykjavíkurborgar hafa verið gerðar framkvæmda- áætlanir um ýmsa þætti, svo sem 1961 áætlun um lagningu hita- veitu í skipulögð hverfi borgar- innar og 1962 áætlun um fulln- aðarfrágang gatna og gangstétta. Reykjavíkurborg hefur einnig látið semja framkvæmdaáætlanir í mörgum málaflokkum jafn- framt eða í kjölfar fjárhagsáætl- ana til eins árs í serín. Hafa þær verið fjármála- og framkvæmda- stjórn borgarinnar til mikils gagns og stuðnings við skipulagn ingu verklegra framkvæmda, m. a. til þess að nýta fjármagnið sem bezt. Af þeirri reynslu fenginni var ákveðið skv. samþykkt borgar- stjórnar að halda áfram á þess- ari braut og taka fyrir tveggja til fjögurra ára tímabil allra framkvæmda á vegum borgarinn ar, sem snerta opinbera stjórn- eýslu og þjónustu. Tekið skal fram, að inn í þessa áætlun koma ekki fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum byggingarsjóðs borgar- innar, en nýlega hefur borgar- stjórn samþykkt aðgerðir í þeim efnum, er ná yfir 4—5 ára tíma- bil. Jafnframt því að hér er um oð ræða mikilvæg hjálpargögn borgarstjórnar og borgarráðs, þá er áætlunin þýðingarmikil fyrir yfirstjórn efnahagsmálanna í landinu og á að greiða fyrir sam- ekiptum ríkisvaldsins og borgar- innar. í þjóðhags- og framkvæmda- áætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 1963—1966 var gerð almenn áætlun um opinberar fram- kvæmdir á þessu tímabili. Ríkisvaldið hefur haldið áfram á þessari braut og er fram- kvæmdaáætlun Reykjavíkurborg ar þáttur í viðleitninni til þess að auka og bæta slíka áætlanagerð. Til viðmiðunar I>að skal skýrt tekið, fram, að samning áætlunar sem þessarar er frábrugðin svokölluðum áætl- anabúskap, að því leyti að áætl- unargerð þessi er ekki skuld- birídandi, heldur ætluð til hlið- sjónar og viðmiðunar við fjár- stjórnina og til þess að tryggja það, að rökrétt samhengi sé frá ári tii árs. Tilgangurinn er I höfuðatrið- um tvíþættur: Annars vegar að auðvelda hin- um fjölmörgu framkvæmdaaðil- um borgarinnar þá yfirsýn, sem telja má nauðsynlega til þess að skapa samræmda verkaskiptingu við framkvæmdirnar. Á þann hátt má tryggja samhengi í heild oruppbyggingunni frá hagræn- um sjónarmiðum. Slík samræm- ing er þó vandasöm, því að marg víslegar þarfir dreifa fram- kvæmdum gjarnan á mörg verk, og verða þá til lengingar fram- kvæmdatímans, vegna ónógra fjárveitinga til hvers verks um sig. Með þessari áætlun er því stig- ið skref í þá átt að auka nýtingu fjármagnsins að þessu leyti. Hins vegar er tilgangur þess- orar áætlanagerðar að veita efna hagsstjórn ríkisins og öðrum að- ilum allar tiltækar upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir Reykjavíkurborgar, en þær hafa á undanförnum árum verið sí- vaxandi hluti opinberra fram- kvæmda í landinu. Þetta er eðli- ■legt, þegar haft er í huga ört vax andi hlutverk borgarinnar í sam- bandi við margs konar frarn- kvæmdir. Með þessum hætti ætti og að vera fremur unnt að ætlast til þess að ráðstafanir séu gerð- ar í tíma, til að lögboðin ríkis- framlög séu innt af hendi ti'l framkvæmda á vegum borgar- innar og gott yfirlit fáist yfir Geir Hallgrímsson borgarstjóri lánsfjárþörf borgarsjóðs, en það ætti að auðvelda lánsfjáröflun. Um leið og áætlanir slíkar sem þessar eru tæki til að afla nauð- synlegs fjármagns og nýta það sem bezt, hljóta og framkvæmda- og fjárhagsáætlanir ávallt að vera mikilvæg stjórntæki efna- hagsmálanna í heild. Forsendur í Aðalskipulaginu Forsendur áætlunarinnar er að finna í Aðalskipulagi borgarinn- ar. En þær eru að meginstofni til tvíþættar, þ. e. fólksfjölgun og atvinnuþróun borgarsvæðinu. Er þá átt við þörfina á uppbygg- iniði nýrra íbúða- og athafna- svæða og þær framkvæmdir, sem eru nauðsynlegar frá hendi hins opinbera í því skyni. Auk þessara forsendna, sem hér hafa verið nefndar, þá byggj ast fyrirhugaðar framkvæmdir borgarfyrrtækja á undangengn- um rekstraráætlunum, þar sem hvert fyrirtæki gerir fyrst rammaáætlun um rekstur næstu ára á stöðugu verðlagi. Af ýmsum ástæðum er erfið- ara að koma við langtíma rekstr- aráætlun borgarsjóðs að þessu sinni, en gera má ráð fyrir því í góðu árferði að raunverulegar tekjur borgarsjóðs aukist um allt að 5% vegna hærri raunveru- legra tekna borgarbúa og um* allt að 2% vegna fjölgunar gjaldenda, eða um 7% árlega, en varlegt er að gera ráð fyrir því, að aukn- ingin verði á stundum minni. Ef gert er ráð fyrir óbreyttu hlutfalli milli rekstrargjalda og eignabreytinga, mætti ætla að framkvæmdafé borgarsjóðs yxi þannig árlega, en nýjar stofnan- ir, er teknar verða til reksturs á næstunni, eins og t.d. Borgar- spitalinn, gætu aukið hlut rekstr argjalda að þessu leyti. Má raunar geta þess í þessu sambandi, að hlutur verklegra framkvæmda í heildarútgjöldum borgarsjóðs óx frá 1960 úr 31.9% í 39.8% árið 1965, og hlutur rekstrargjalda minnkaði úr 68.1% 1960 í 60.2% árið 1965, en hæpið er að sú þróun haldi á- fram m.a. af ofangreindum ástæð um. Þá ber þess að geta, að ýmis eignabreytingagjöld eins og fram lög til byggingarsjóðs og útgjöld til fasteignakaupa vegna skipu- lagsbreytinga eru ekki tekin með í þessa framkvæmdaáætlun, en þau fara einnig hækkandi. Framkvæmdir tvöfaldast 1960—1965 Ég mun ekki ræða hér einstaka framkvæmdaþætti, enda verður þessi áætlun aðeins lögð hér fram og er til viðmiðunar og leið beiningar, en ekki til samþykkt- ar. Hins vegar tel ég rétt að draga fram í örfáum orðum helztu niðurstöður, sem fram koma í heild. Þegar litið er á framkvæmda- tímabilið frá 1960 til 1965 kemur í ljós, að framkvæmdir borgar- sjóðs og borgarfyrirtækja hafa að magni til nær því tvöfaldazt á þessu tímabili. Á verðl. ársloka 1965 var framkvæmt fyrir 285.0 millj. kr. árið 1960 á móti 556.0 kr. árið 1965. Það svarar til rúml. 14% aukningar að meðaltali frá ári til árs. Framkvæmdir borgarsjóðs juk ust að magni til um 116% á tíma bilinu, en hjá borgarfyrirtækjum um 73%. Framkvæmdaaukningin var á öllum sviðum mikil, en hæst ber þó aukninguna í gatna- gerð, byggingu skóla og barna- heimila, svo og í framkvæmdum við íþróttamannvirki. Af borgar- fyrirtækjum ber helzt að nefna framkvæmdir Hitaveitu, en á hennar vegum nam framkvæmda magnið á fjórum árum 1962— 1965 413.8 millj. kr., eða rúml. 100 millj. kr. á ári til jafnaðar (á verðl. ársl. 1965). Stofnkostn- aður Vélamiðstöðvar á sl. fjór- um árum nam 41.7 millj. kr. og pípugerðar, malbiks og grjót- náms 43.3 millj. kr. Auk þess sem haldið verður á- fram uppbyggingu Hitaveitu á næstu 4 árum eða áætlaðar fram- kvæmdir fyrir 362.0 millj. kr., þá verður mikil aukning fram- kvæmda á vegum Reykjavíkur- hafnar, Rafmagnsveitu, Vatns- veitu og Strætisvagna. Áherzla verðuc lögð á skólabyggingar hér eftir sem hingað til. Áætlað fjár- magn til þeirra skv. áætluninni er ca. 256 millj. kr., en 640.0 millj. kr. til gatna- og holræsa gerðar. Til barnaheimila eiga að fara 92.0 millj. kr., en 60.8 millj. kr. til íþróttamála. Heildarfram- kvæmdir borgarsjóðs og þorgar- fyrirtækja 1966—1969 nema 2.427.5 millj. kr. á móti 1.747.7 millj. kr. á síðustu fjórum árum. Svarar þetta til 38.9% magnaukn ingar, eða 6.7% árlegrar meðal aukningar. Þetta er aukningar- hlutfall, sem liggur við þau mörk, sem talin eru hæfileg fyr- ir opinberar framkvæmdir og gert var ráð fyrir í greinargerð með Aðalskipulagi. Væntanlega á því þessi vöxtur ekki að auka spennuna í efnahagsmálunum Fjáröflun Fjáröflunin er fyrirhuguð kvæmdir mögulegar. Stóran þátt í þessu eiga Vélamiðstöð borg- arinnar og Mal'bikunarstöðin, Pípugerðin og Grjótnámið, en þessi fyrirtæki hafa á síðustu árum verið endurnýjuð með full- komnari tækni, sem miðað hefur að stórbættum afköstum um leið og kröfur til vinnuafls hafa farið hlutfallslega minnkandi. Þessi þróun gerir þó sífellt meiri kröf- ur til sérhæfðra starfskrafta á öllum sviðum, en skortur á þeim til lengdar veldur lélegri nýt- ingu tækninnar. Endurskoðuð árlega Ætlunin er að endurskoða þessa áætlun a.m.k. árlega í ljósi breyttra aðstæðna og iþá væntan- lega um leið og fjárhagsáætlun hvers árs er lögð fram. Það verk- eíni, sem er nátengt þessu og nauðsynlegt, ef framkvæmda- áætlunin á að geta komið að sem drýgstum notum, er samning rekstraráætlunar til jafnlangs tíma fyrir borgarsjóð. Aðstaða til slíkrar áætlunargerðar hefir gjörbreytzt á undanförnum árum með því að tekjustofnar sveitar- félaga hafa rýmkazt svo, að nú er sveitarfélögum gert auðveld- ara að reka markvissa fjármála- pólitík, bæði að því er tekur til áhrifa tekjuöflunarinnar, en einkum þó til hinna verklegu framkvæmda. Slík áætlunargerð kemur þó ekki til lengdar að æskilegum notum nema til komi skipulegur samstarfsvettvangur ríkis og sveitarfélaga, svo að hvor aðilinn um sig viti við hverju megi búast og til hvers megi ætlast af hinum. Þótt þessi fyrsta samfellda framkvæmda- og fjáröflunaráætl un Reykjavíkurborgar til lengri tíma sé ófullkomnari um sumt, en æskilegt hefði verið, þá stendur það til bóta, — en víst er um það, að mikil vinna hefur í áætlunargerðina verið lögð af einstökum borgarstofnunum og hagfræðideild borgarinnar, en af hennar hálfu hefur Sigfinnur Sigurðsson hagfræðingur haft — Vinnuveitendur Framhald af bls. 5 í verðlags- og kaupgjaldsmálum. Öll verkamanna- og verka- kvennafélög hafa nú sagt upp kaup og kjarasamningum sínum miðað við 1. júní, en skriflegar kröfur hafa enn eigi borizt. Framkvæmdanefnd Vinnuveit- endasambands og Vinnumála- samb. Samvinnufélaganna áttu 3. þ. m. fyrsta viðræðufund við framkvæmdastjórn Verkamanna- sambandsins um væntanlega samninga fyrir verkamenn og verkakonur. Margir nýir félagsmenn hafa bætzt við á árinu. Á fundinum fór fram kosnimg stjórnar, en hana skipa nú 40 menn. Ur stjórn áttu að ganga: Árni Brynjólfsson, rafvirkja- meistari, Guðjón F. Teitsson, framkvæmdastjóri, Ingólfur Flyg enring, framkvæmdastj. Ingvar Vilhjáímsson, útgerðarm., Jón Árnason, framkvæmdastjóri, Jón Bergsteinsson múrarameistari, Jón H. Bergs, framkvæmdastjóri, Jónas Jónsson, framkvæmda- stjóri, Kjartan Thors, fram- kvæmdastjóri, Ólafur H. Jónsson, framkvæmdastjóri, Vilhjálmur Jónsson hrl. og Örn O. Johnsson, framkvæmdastjóri og voru þeir allir endurkjörnir. Auk þess voru kjörnir í stjórnina Óttar Möller, framkvæmdastjóri, Stefán Björns son, framkvæmdastóri, Alfreð Elíasson, framkvæmdastjóri otg Ingólfur Finnbogason, húsasmíða meistari. Endurskoðendur voru endurkjörnir Oddur Jónsson, framkvæmdastjóri og Jón E. Ágústsson, málarameistari. Vara- endurskoðandi var kjörinn Óli M. ísaksson, framkvæmdastjóri. Síðan fóru fram nefndakosn- ingar. Peking þeim hlutföllum sem hér greinir:.^- Rekstrarafg. og afskriftir borgarfyrirtækja .. Önnur eigin fjármögnun (þ.m.t. 1.0 millj. kr. Framlag ríkissjóðs (þ.m.t. skólamál, gatnagerð Aðallega til Hitaveitu og hafnargerðar. Millj. kr. 44.1% 1.071.0 26.6% 646.8 3.0% 71.0 11.2% 272.0 15.1% 366.7 Hin öra tæknilega þróun und-% anfarin ár og hagnýting hennar hér á landi hefur gert Reykja- veg og vanda af verkinu. Kann ég öllum sem hlut eiga að máli, víkurborg þessar miklu fram- beztu þakkir. Stjórn Alþjóðasombonds neytenda samtnkn d iundi í Reykjnvik STJÓRN Alþjóðasambands neyt endasamtaka heldur fund í Reykjavík í dag, föstudag. For- bands neytendasamtaka, sem hafa aðalstöðvar í Haag í Hollandi. Framhald af bls 1 tíðahöldin í Peking. I ræðu þessari sagði Chou, að bylting- in í menningarmálum væri lyk- ilmál, sem varðaði framtíð þjóð arinnar allrar og flokksins. Málgagn kínverska hersina lýsti þróuninni í Sovétríkjunum sem hroðalegu fordæmi. „Sov- étríkin upplifa nú kapitalístíska endurfæðingu fyrir tilstilli frið- samlegra uppbyggingar“, segii blaðið. Af skrifum blaðsins má gjörla ráða, að kínverskir kommúnist- ar óttast fremur möguleikana á endurskoðunarstefnu í sínuta eigin röðum fremur en allsherj- ar ósigur kommúnismans í Kína Blaðið gagnrýndi sérfræðinga og þeir, sem með málum fylgj- ast, telja að þetta sé merki þess að hart verði tekið á tækni- mönnum og sérfræðingum, senn leggi meiri áherzlu á sérfræði- lega og nýtízkulega tækni er hugmyndafræðina. Stefnj kommúnistaflokksins er sú, ai þeir skuli vera bæði „rauðir' og sérfræðingar, en þó fyrst og fremst „rauðir“. seti sambansins er Colston E. Warne, en hann hefur um langt árabil verið forseti Bandarísku neytendasamtakanna, sem eru hin elztu í heimi sinnar tegund- ar. Hin íslenzku er hin þriðju í röðinni og voru meðal stofn- enda alþjóðasambandsins 1960. Náið samstarf er milli aðildar- samtakana, skiptast þau á rit- um, upplýsingum, niðurstöðum rannsókna o.s.frv. Fjöldi neyt- endasamtaka um heim allan he£ ur farið mjög vaxandi á undan- förnum árurr^ og skilningur al- mennings, og stjórnarvalda auk- izt á gildi þeirra og reyndar nauðsyn í þjóðfélaginu. Colston E. Warne og kona hans komu hingað um hádegis- bilið í gær, en um miðnætti var von á þeim Peter Goldman, framkvæmdastjóra Neytenda- samtakanna í Bretlandi, Björn Gulbrandsen, forstöðumanni Norska neytendaráðsins, en þeir skipa, ásamt Colston E. Wárne, aðalstjórn alþjóðasambandsins, og J. H. van Venn, en hann er framkvæmdastjóri Alþjóðasam- Karólína Sveinsdóttir afhendir konu Colston E. Warnes blóm- vönd frá Neytendasamtökunum í afgreiðslu Loftleiða á Reykja- víkurflugvelii í gærmorgun. Til hægri er formaður íslenzku Neytendasamtakanna, Sveinn Ásgeirsson, hagfræðin|ur, og for- maður Bandarisku neytendasamtakana, Colston E. Warne, sem jafnframt er forseti Alþjóðsabands neytendasamtaka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.