Morgunblaðið - 15.05.1966, Síða 5

Morgunblaðið - 15.05.1966, Síða 5
Sunnudagur 15. maí 1966 MORGU NBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM Tækifæri og skilyrði unga fólksins önnur og betri nú usta á vistheimilinu væri góð og menn legðu sig fram til þess að gera vistmönnum dvölina þar sem ánægjulegasta. Jóhann Jónsson var yngstur þeirra er við hittum, eða 74 ára. Hann sagðist hafa stundað sjóinn þar til fyrir 9 árum, er hann hefði fengið heilablóðfall og orð- ið að hætta. Oft langaði sig þó á sjóinn núna og gaman væri að vera ungur nú þar sem tækifæri SÓLBJARTAN dag nú fyrir Bkömmu brugðum við okkur að Dvalarheimili Aldraðra Sjó- manna að Hrafnistu og hittum þar að að máli nokkra vistmenn. Camla fólkið sat úti og naut sól- arinnar og ilmsins af nýgræð- ingnum á flötinni fyrir framan húsið. Öll umgengni vakti sér- Btaka athygli þar sem hún var með afbrigðum góð. Þeim er við Á föstudagskvöldið var haldin skemmtun fyrir vistmenn í Dvalarheimili aldraðra sjómanna. — Skemmtun þessi var á vegum Sjómannadagsráðs og voru skemmtiatriði hin sömu og verða í útvarpinu í kvöld. Skemmti gamla fólkið sér hið bezta, svo sem þessi mynd, sem Ingimundur Magnússon tók, ber með sér. nessýslu. Hann kvaðst frekar lít- ið hafa stundað sjóinn um dag- ana, en þess meira fiskvinnu í landi og löndun fisks. Guðmund- ur kom að Hrafnistu 6. febrúar sl. og var þá fyrst á sjúkradeild- inni. Sagði hann að öll aðhlynn- ing væri sérlega góð og kvaðst verulega ánægður með vistina á Hrafnistu. Mikið væri undir því komið, hvernig fólk væri á sömu deild og hann sagðist vera svo heppinn að á sinni deild væri allt ágætisfólk og mætti segja að það væri ein stór fjölskylda. Þannig ætti það líka að vera. Guðmundur sagðist hafa kom- ið til Reykjavíkur um 1930 og sagði hann okkur nokkuð frá at- vinnuástandinu í þá tíð. Þá hefði þótt gott að fá vinnu þrjá daga vikunnar yfir sumartímann og um enn minni vinnu hefði verið að ræða yfir vetrarmánuðina, nema þá helzt atvinnubótavinnu. Guðmundur sagði að sér finnd — Rætt við nokkra vistmenn á Hrafnistu hittum að máli bar öllum saman um að gott væri að búa að Hrafn istu og færi þar saman góð að- búð, þjónusta og félagsskapur. Fyrst tókum við tali gamlan Árnesing, sem séra Matthías Jochumsson skírði fyrir 82 ár- um. Sá maður er Guðmundur Sig urðsson og stundaði á yngri ár- um sjó og þá aðallega á skútum. Á þeim tímum sagðist Guðmund- ur oft hafa komizt í hann krapp- ann, en aðeins einu sinni hefðu þeir misst mann, er tekið hefði út i aftakaveðri. Það hefði verið sárt að sjá á eftir honum í hafið og geta ekkert aðhafst. Guðmundur sagðist hafa búið lengst af austur á Stokkseyri og sagðist þekkja Pál ísólfsson og séra Árelíus. Sagði hann að sá síðarnefndi hefði skrifað um sig afmælisgrein er hann átti 70 ára afmæli og hefði hann klippt Ihana úr blaðinu og geymdi uppi í skúffu hjá sér. Guðmundur sagðist hafa haft mjög gaman af bókum og átt margar verðmætar bækur, sem (hann væri þó búinn að láta flest- er núna. Hann sagðist ekki nota bókasafn Hrafnistu mikið, en iesa nú í Biblíunni og Nýja- testamentinu, sem hann sagði vera sínar bækur, Blöðin sagðist hann einnig lesa og kvartaði yfir þeim ósið að hrifsa þau úr les- herberginu. Guðmundur sagðist búa á eins manns herbergi er hann hefði alveg útaf fyrir sig og sagðist kunna því mjög vel, bvo og allri aðbúð og þjónustu é Hrafnistu. Guðmundur sýndi okkur rit- hönd sína, en hann skrifar lista vel. Sagðist hann oft hafa verið fenginn til að skrifa skeyti þeg- er hann var austur á Stokkseyri og furðaði okkur ekki á því. Við hittum Halldóru Jónsdótt- tir sem er 79 ára, Reykvíkingur, cn fædd á Seltjarnarnesi. Hún kom að Hrafnistu 11. des. sl. og sagðist kunna vel við sig þar. Á yngri árum sínum stundaði hún aildarvinnu á Siglufirði og Hjalt eyri og var kaupakona eitt sum- ar í Villingaholti í Flóa. Sagði hún að það sumar hefði verið mikið rigningasumar og tii marks um það mætti frá því Guðmundur Jóhannsson: — Það var eins og vinningur í happdrætti að fá vinnu. ungs fólks væru svo mörg og fjölþætt. Jóhann sagðist lengst af hafa verið vélstjóri á togur- um hjá Kveldúlfi og kvaðst hafa Halldóra Jónsdóttir: — Góður reiðtúr inn að Elliðaám. ist unga fólkið nú til dags frjálst og óþvingað, enda væri nú margt gert fyrir það og því boð- ið upp á gerólík skilyrði frá því er hann ólst upp. Hann sagðist t.d. aðeins hafa verið mánaðar- tíma í skóla, en sá tími hefði verið notaður vel og hefði hann •t.d. verið kominn í brotareikn- ing. Aðspurður sagðist Guðmund- ur dálítið horfa á sjónvarpið. Hann sagðist þó hafa verið frek- ar óheppinn og lent á lélegum myndum. Um kvikmyndir sem hann sæi í Laugarásbíó sagði hann að þær væru misjafnar, en margar hverjar skemmtilegar og af því væri góð dægrastytting að horfa á þær. Að lokum sagði Guðmundur að sig undraði hvað borgin yxi með miklum hraða. Ógerningur Jóhann Jónsson: — Björguðum áhöfn af 10 þús. lesta skipi. færi fólk mikið í kirkju. Einnig væri gott bókasafn og svo sjón- varp á neðri hæðinni. Vistmenn fengju einnig að sjá kvikmynda- sýningar í Laugarásbíó ókeypis og sagði hún að margir yrðu til að nota sér það. Aldís Björnsdóttir mátti lítið vera að því að tala við okkur, þar sem hún var fljótlega kölluð í símann. Hún sagðist vera 83 ára gömud og ættuð úr Kjósinni en hafa búið lengst af í Reykja- vík. Hún sagðist vera með ann- arri konu á herbergi og væri það rúmgott og hlýlegt. Læknaþjón- siglt öll stríðsárin. Aldrei hefði neitt óhapp hennt þá, en einu sinni hefðu þeir verið svo. lán- samir að bjarga mönnum af 10 þúsund lesta norsku skipi. Þá hefði hann verið á Þórólfi hjá Kolbeini Sigurðssyni. Jóhann sagði að sér líkaði vel á Hrafnistu. Hann hefði herbergi út af fyrir sig, góða þjónustu. Það væri einnig mikið atriði að þeir sem vildu og gætu, hefðu vinnuaðstöðu þarna við veiða- færaiðnað og notuðu það sér margir. Að lokum tókum við tali Guð- mund Jóhannsson, sem er 82 ára gamall og ættaður austan úr Ár- segja, að í þær 10 vikur sem hún var þar hafði hún aðeins þurra sokka í eina. Halldóra sagði að á sínum upp vaxtarárum hefði Reykjavík að- eins verið þorp og þá hefði það þótt góður reiðtúr á sunnudög- um að fara frá Seltjarnarnesi og inn að Elliðaám. Hún sagðist vel muna eftir fyrsta bílnum sem kom til Reykjavíkur. Það hefði þótt stórviðburður og margir hefðu komið til þess að sjá þetta furðutæki. Halldóra sagðist hafa ferðazt töluvert um landið og hefði t.d. komið þrisvar til Akureyrar og einu sinni upp á Hólsfjöll. Víða væri fallegt og þá ekki hvað sízt í Reykjavík. Aðspurð um unga fólkið núna sagði Halldóra að það væri tölu- vert öðru vísi en það var á henn- ar ungdómsárum, sumt af því hefði mjög prúða og elskulega Guðmundur Sigurðsson frá Stokkseyri: — Séra Matthías Jochumssom skírði mig. framkomu — annað verra, eins og gerðist á hverjum tíma. Það hefði nú allt önnur og betri skil- yrði, sérstaklega hvað snerti skólanám, því hún sagðist hafa verið aðeins einn vetur í skóla og það hefði þótt ósköp mikið þá. Halldóra sagði að aðbúnaður væri mjög góður á Hrafnistu og þar væri margt til dægrastytt- ingar. Haldnar væru kvöldvök- ur og myndasýningar öðru hverju og auk þess væri farið í skemmtiferð á hverju sumri. Þá væri að fylgjast með þeim hraða, því að það sem talið hefði verið út úr borginni fyrir fáum árum væri nú albyggt fallegum húa- um. * SJÓMANNADAGURINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.