Morgunblaðið - 15.05.1966, Page 10

Morgunblaðið - 15.05.1966, Page 10
10 MORGUNBLAÐID Sunnudagur 15. maí 1961 — Alveg skínandi, enda ekki við öðru að búast. Við höfum landað 95 tonnum af saltfiski og 194 tonnum af nýjum fiski þennan tíma, sem við höfum verið að, en það gera um 360-70 tonn upp úr sjó. — IJvenær farið þið svo austur á síldina? — Ætli við leggjum ekki í hann á mánudag, strax eftir sjómannadaginn. — Eruð þið ekki ánægðir sjómennirnir að fá að vera heima á sjómannadaginn? — Jú, þú getur nú rétt ímyndað þér það, en nú má víst fara að flýta honum um enn eina viku, því að hann er þegar farinn að tefja fyrir, síldin er komin og þeir eru farnir að drepa hana fyrir austan. — Er ekki útbúnaður allur .mjög fullkominn hjá ykkur? — í>að má nú nærri geta, hér er allt af fullkomnustu gerð. Kraftblökkin er eitthvað mesta verkfæri sem ég hef séð. Nú, svo verðum við með 95 faðma djúpa nót framan af sumri og hún er öll úr „tólfgarni“, en það er sterk- asta garn sem sett hefur ver ið í nót. í>egar fer að líða á sumarið tökum við haustnót, en hún er tíu föðmum grynnri en sumarnótin, og við verðum með þær báðar um borð. Þið ættuð annars að fara og skoða íbúðirnar hér um borð, þeir segja að það sé hvergi eins fínt á milli- landaskipunum. Og við komumst um raun um að það voru engar ýkjur. 1 öllum klefunum voru teppi út í öll horn, vaskur, borð og legubekkur. ★ Þeir á Tálknfirðingi voru að taka upp og þrífa bátinn eftir vertíðina. Páll Gunnars- son var að skrúbba lestarborð í óða önn, og leit ekki upp þegar við ávörpuðum hann. — Sóttuð þið stíft í vetur, Páll? 37 mm fall'byssu, sem var ætl uð til að halda útlendum tog- urum 1 skefjum utan landheig innar. Nú ber það nafnið „Goðanes“ og hefur það verk- efni að fylgjá íslenzka flot- anum á miðin og veita að- stoð, ef netin eða nótin fer í skúfuna. Skipstjóri á Goðanesinu er ungur maður, Jón Eyjólfsson að nafni, og er hann þrauc- þjálfaður froskmaður auk þess að vera með góða stýri- mannaskólamenntun. — Hvenær - leggið þið í hann? — Ætli maður fylgi ekki flotanum, það verður fljót- lega eftir sjómannadaginn. — Hvað eru .margir skips- manna lærðir froskmenn? — Við verðum að öllum lík indum 4 af 6 manna áhöfn. — Hvernig er starfinu hátt að hjá ykkur? — Ef skipin verða fyrir því óhappi að fá nótina í skrúfuna, þá förum við þeim til aðstoðar ef þess er ósk- að. Við setjum síðan á flot gúmmíbátinn, sem þið sjáið hér og köfum frá honum. — Er þetta ekki skemmti- legt starf? — Jú, það er sérlega skemmtilegt að kafa og t.d. sér maður oft mikla fegurð í sjó þar sem fjöl'breyttur gróður er. — Er ekki köfun að verða vinsæl íþrótt hér á landi? Táknræn mynd þessa dagana. Sjómenn um land allt kappkosta nú að hraða sem mest undirbún- ingi fyrir síldarvertíðina. Hér eru skipverjar á Vigra GK 41 að ganga frá kraftblökkunni. — (Lijósm.: Sv. Þorm.) „Maður dræpist ef maður gæti ekki dutlað þetta við sjóinn“ Rætt við nokkra sjómenn að störfum Sigurður Guðmundsson: „Ævintýralegar breytingar“. róa á trilu 11 ára gamall, og hef gutlað við þetta síðan. — í>ú hefur þá orðið vitni að miklum breytingum á flot anum og veiðitækninni. — Já, því er ekki að neita. Þetta er eitt stórkostleg ævin týri allt saman. — Eru búinn að vera lengi á Vigra? — Síðan hann kom nýr til landsins. — Hvernig leggst síldarver tíðin í þig? — Hún leggst prýðilega í mig. ★ Fyrir framan stefni igra lá lítið skip, sem lét ekki mik- ið yfir sér. Það bar í eina tíð nafnið Óðinn og var vopnað í DAG halda sjómenn um land allt sjómannadaginn hátíð- legan. Síldin, silfur hafsins, hefur gert það að verkum, að 29. sjómannadagurinn er nú hátíðlegur haldinn um miðjan maí í stað fyrsta snnuudags í júní, eins og venja hefur verið, og nú er enn útlit fyrir að flytja verði sjómannadaginn aftur um eina viku enn, því að síldin er komin, og ókyrrð komin í sjómennina. Allt útlit er þó fyrir, að meirihluti íslenzkra sjómanna geti í áx dvalið hjá fjölskyldum sínum á sjómannadaginn. Blaðamaður Morgunblaðsins fór fyrir skömmu niður að höfn, og hitti þar nokkra sjómenn að störfum og ræddi við þá um aflabrögð, aflahorfur og sjómennsku yfirleitt. Þeir voru allir sem einn sammála um þá tilhögun að færa sjó- mannadaginn fram um hálfan mánuð, svo að sem flestir geti tekið þátt í hátíðahöldunum. Þeir áttu einnig annan hlut sameiginlegan — bjartsýni — en bjartsýni hefur alltaf verið aðalsmerki íslenzku sjómannastéttarinnar. Þó að illa aflist eina vertíð, þá hefja þeir þá næstu með sömu bjartsýni. Vigfús Sólberg: „Ekki hægt annað en vera bjartsýnn“. Við Grandagarð hittum við Sigurð Guðmundsson skip- verja á mb. Vigra GK 41. Skipsmenn voru að leggja síðustu hönd á undirbúning- inn fyrir síldarvertíðina og voru að þræða nýjan snurpu- vír inn á spilið, en aðrir voru að ganga frá kraftblökkinni, sem hefur valdið gerbyitingu í íslenzkum síldveiðum. — Hvernig hefur vertíðin gengið, Sigurður? — Hún hefur bara gengið vel. Frá áramótum höfum við fiskáð 27000 tunnur af loðnu, 300 tonn af þorski og 150 tonn af ufsa. — Ertu búinn að vera lengi til sjós? — í 24 ár, ég byrjaði að — Jú, mér skilst, að mikill áhugi hafi vaknað hér í vet- ur. — Þurfa menn ekki að læra þetta eins og annað? — Því vil ég halda skilyrð- islaust fram, j>ví að það get- ur verið hættulegt fyrir við- vaninga að byrja að kafa án tilsagnar. ★ Við hittum Vigfús Sóiberg Vigfússon um borð í hinu nýja og glæsilega skipi Egg- erts Gíslasonar, Gísla Árna. Hann var þar ásamt nokkr- um öðrum skipsmönnum að dytta að ýmsum smáhlutum og undirbúa skipið fyrir síld- arvertíðina. — Ertu búinn að vera lengi með Eggert? •— Nei, ég byrjaði núna þegar Gísli Arni kom. — Hvernig hefur skipið reynst það sem af er? Jón Eyjólfsson: „Köfun er skemmtilegt starf“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.