Morgunblaðið - 15.05.1966, Síða 13

Morgunblaðið - 15.05.1966, Síða 13
Sunnudagirr 15. maí 1966 MORGUNB LAÐIÐ 13 UR BORGIIMIMI BORGI\!MI Guðmundur hjá Ríklsskip: — Miklar breytingar á mótorflotan- lun. ekip, sem tekið hefur verið inn hér í höfnina? — Ég held að það hafi verið áður en ég byrjaði hér, en á stríðsárunum voru tekin inn skip hér, sem ristu allt að 30 fet. Stærstu skipin núna, sem tekin eru inn, eru bandarísku flutningaskipin, en þau rista um 27 fet. Þessi stærstu skip tökum við inn á fló'ði. — En fylgizt þið ekki líka með fiskibátunum? — Jú, ekki bara fiskibátun- um, heldur með lífinu hér við höfnina almennt — bara ánægj- unnar vegna. Ég hef t.d. heyrt það núna, að það séu saman- tekin ráð hjá bátunum hérna að fara ekki á síldina fyrr en eftir sjómannadaginn, segir Páll að endingu. Vigta allt milli himins og- jarð- ar. Við héldum þessu næst út á Grandagarð, þar sem vígi báta- útgerðarinnar er hér í Reykja- vík. Okkur datt þá í hug að gaman væri að líta inn á Hafnar vigtina, og spjalla svolítið við þann sem væri á vaktinni. Og þunga allmargra langferðabif- reiða, sem þurfa að fá hann uppgefinn með tilliti til hámarks þunga á ýmsum vegum á land- inu. En stærstu viðskiptavinir okk ar eru auðvitað bátarnir, en hingað koma t.d. allir bátar, sem verið hafa á netum ,og höfum við tekið saman afla- skýrslu um þá fyrir Fiskiféiag slands. Þá eru það togararnir, þeir láta einnig vigta hjá okk- ur, og loks fyrirtæki þau, sem flytja út vörur. — Hvað eruð þið margir hér á Grandavigt? — Við erum hér fimm, og skiptum vöktunum bróðurlega á milíi okkar. Annars hef ég ekki verið hér á vigtinni nema á þessari vertíð, ég er annars á Austurvigtinni. — Og er vigtin alltaf opin á næturnar? — Hún er alltaf opin, þegar beðið er um það. En þeir sem fara fram á það, verða að borga okkur frá því kl. 5 á daginn til klukkan 8 á morgnana, þ.e.a.s. þann tima sem við vinnum fyrir Þá á þessu tímabili. En annars erum við starfsmenn hafnarinn- ar, því að það er Hafnarsjóður, sem á vigtina og rekur hana. SJOMAKNADAGURINN við létum ekki sitja við orðin tóm, gengum inn, og þar tók á móti okkur Sigurður Barhmann. Við báðum Sigurð að segja okk ur í hverju starf vigtarmanna væri fólgið. Hann var tregur til í fyrstu, kvaðst vera heldur ófróður um þetta allt saman, en lét svo að lokum undan á- gengni okkar. — 1 okkar verkahring er ein- faldlega það, sagði Sigurður, að vigta fyrir hvern þann, sem það fer fram á. Við vigtum fisk: úr fiskibátunum, brotajárn, hey, sem á að fara austur á land, og vörur til útflutnings. Við vigt- um líka vörubifreiðir, sem ný- komnar eru til landsins, og þurfa að gefa upp þungann til þess að fá skráningu, og núna undan- farið höfum við vigtað öxul- — En hvernig semur ykkur svo við bátaskipstjórana? — Alveg prýðilega, held ég, enda margir okkar úr þeirra hópi. Svo hittir maður þá alltaf öðru hvoru því að þeir eru van- ir að líta hér inn ákvöldin til þess að títa á aflaskýrsluna og sjá hvað hinn hafi fengið og hvar hann hafi fengið aflann. Meiri kraftur í vertíðinni áður. Að svo mæltu kveðjum við Sigurð, en á leiðinni út rák- umst við á Pétur Valdimarsson hafnarvörð, og tökum hann talL Pétur hefur unnið sem hafnar- vörður í fimm ár, en hans um- ráðasvæði er öll vesturhöfnin. — Og í hverju er syp starf Páli í lóðsinum: — Já, Helga- fellið var að koma að rétt áðan........ ykkar fólgið, Pétur? Við eigum að sjá bátunum fyrir vatni og bryggjuplássi, sjá um að það standi aldrei á til þess að þeir komist strax að til landa, og raða þeim síð- an niður á bryggjurnar, þegar þeir hafa landað. — Eruð þið margir sem starf- ið að þessu? — Við erum fimm, og þar af hverri eru tveir menn. fjórir, sem tökum vaktir, en á — Er mikið að gera hjá ykk- ur? — Já, en það dregur aðeins úr því núna með vertíðarlok- unum. Netavertíðin er nefni- lega allt öðru vísi, en vertíð snurvoða og humarbáta, sem fer nú senn að hefj- ast — mikið anna- samari. En núna síðustu dagana hefur líka verið mikið að gera við þessa stóru báta. Maður hef- ur verið önnum kafinn við að útvega þeim vatn, því að þeir þurfa allir að þrífa sig áður en þeir fara á síldina. — En hvað viltu segja um þessa vertíð sem nú er að Ijúka? — Mér virðist hún hafa verið ákaflega svipuð því og var 1 fyrra, þó kannski ekki eins líf- legt yfir henni þó. Aftur á móti var talsvert meiri kraftur í henni fyrir svo sem tveimur ár- um, segir Pétur að endingu. Og þar með kveðjum við svo Reykjavíkurhöfn að sinni, og allt atvinnulífið þar, en þar sem við göngum eftir Grandagarð- inu í suðurátt, sjáum við Akra- borgina koma inp aftur úr ferð sinni til Akraness. Reykjavikurhöfn séð út um glugga hafnsögumanna. — stærstci verstöð lnndsins IÍR BORGIIMIMI IJI « BORGIIMIMI Ú 1 » BORGIWI Vínbúðarmálið I Keflavík í BLAÐINU Tímamim birtist í gær, 12. maí, grein, sem nefnist: Hringekjan í bæjarstjórn Kefla- víkur og er greinin undirskrifuð Þ. G. Greinarhöfundur, sem auð- sjáahlega er mikið kappsmál að sýna hversu mikil lýðræðishetja hann sé, raeðst með dylgjum að Ragnari Guðleifssyni og Alfreð Gíslasyni fyrir að þeir félhist á þá kröfu bindindismanna í Kefla- vík í sambandi við vínbúðarmál- ið að bæjarstjórn kaupstaðarins ihefði sama hátt á við afgreiðslu málsins og bæjarstjórn Akraness. Það er að segja að þeir, sem veldu vínbúð yrðu að safna % a tkvæðisbærra borgara til að at- kvæðagreiðsla um opnun vín- búðar gæti farið fram. Það getur vel verið að Þ. G. sé svo mikill lýðraéðissinni að hann geti sagt við bæjarstjórn Akranes: Þið er- uð bölvaðir afturhaldsmenn og einræðisdurgar. Það væri fróð- Jegt að vita hvað flokksbróðir hans, Daníel Ágústínusson segði við þessari fullyrðingu. Þá vil ég taka fram að báðir þeir „admír- álar Sjálfstæðis- og Allþýðufl.", Alfreð og Ragnar, hafa engan snúning tekið í máli þessu. Alfreð sat hjá við atkvæða- greiðsluna um málið á fundi bæjarstjórnar 22 marz og Ragnar var fjarverandi á þeim fundi. Við bindindismenn erum alls óhræddir við atkvæðagreiðslu um vínbúðarmálið en við mót- mæltum því að bæjarstjórn tæki ein á sig ábyrgð að láta atkvæða greiðsluna fara fram án þess að leita álits áfengisvarnarnefndar Keflavíkur og með svo litlum stuðningi frá bæjarbúum. Þessi mótmæli bindindismanna tók bæjarstjórn til greina og á þökk skilið fyrir. Hins vegar tel ég að það sé engum til bóta að blanda pólitík í þetta viðkvæma deilu- mál. Það yrði engum stjórnmála- flokk né foringja til góðs. Við ‘bindindismenn höfum engan æs- ing sýnt í sambandi við mál þetta en það er ánnað en hægt er að segja um andstæðinga okkar nú þessa dagana. Við trú- um á sigur góðs málstaðar en ekki hatursfullt moldviðri. Hilmar Jónsson. Bridge - heimsmeistarakeppni 4 SIGUR ítölsku sveitarinnar í nýafstaðinni heimsmeistara- keppni kom fáum bridgeunnend um á óvart. Þessir frábæru spil- arar eru ekki aðeins til fyrir- myndar hvað snertir sagnir, úr- spil og varnarspil, heldur er framkoma þeirra við spilaborð- ið þannig, að aðdáun vekur. Bridgeunnendur um allan heim þekkja nöfn þessara spilara sem frá árinu 1957 hafa verið ósigr- andi í heimsmeistarakeppnum. Bridgefréttaritarar þeir, sem voru viðstaddir heimsmeistara- ina, töldu amerísku spilarana, Murray og Keheia, bezta parið í, keppninni. Af heimsmeisturun- um töldu þeir að Belladonna og O Avarelli hefðu spilað bezt. Þrátt fyrir yfirburðasigur ítölsku sveitarinnar voru fréttaritarar sammála um, að ítölsku spilar- arnir hefðu oft spilað betur. Einkum urðu þeir fyrir vonbrigð um með þá Garozzo og Forquet, sem í undanförnum keppnum hafa verið taldir sterkustu spil- ararnir í sveitinni. Allir eru sammála um, að sagn kerfi ítölsku spilaranna séu mun betra en önnúr þau sagnkerfi, sem notuð voru. Ameríkumenn- irnir eru einkum gagnrýndir fyrir sagnkerfi það, sem þeir nota, er það talið gamaldags og ekki sæmandi svo góðum spilur- um. Lítið hefur verið ritað um aðrar sveitir í keppninni, en þó hefur komið fram að engin þeirra eigi heima i keppni um heimsmeistaratitilinn. f sambandi við heimsmeistara- keppnina hélt Alþjóðabridge- samibandið nokkra fundi. Var þar einkum rætt um fram- kvæmd og fyrirkomulag heims- meistarakeppna í íramtíðinnL Kom fram á þessum fundjjm að keppnin í núverandi mynd þyk- ir of löng. Var mikið rætt um hvernig stytta ætti keppnina. Komu einkum tvær leiðir til greina, en þær eru að fækka spilum í leikjunum, eða fækka þátttökusveitunum. Engin á- kvörðun hefur enn verið tekin en það verður gert á fundi í Amsterdam, sem haldinn verður síðar í þessari viku. Næsta heimsmeistarakeppni fer fram á Miami í Bandaríkjunum næsta ár. Að lokum eru hér lokatölur sveitanna í heimsmeistarakeppn inni: 1. Ítalía 1471:806 ‘ 2. N-Ameríka 1497:1056 3. Venezuela 1119:1293 4. Holland 981:1364 5. Thailand 897:1446 A T H U G I Ð Þegar miðað er við útbreiðslu, ei langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum hiöðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.