Morgunblaðið - 15.05.1966, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.05.1966, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Sunnuðágur 15. maí 196® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. Ilausasölu kr. 5.00 eintakið. SJÓMANNADA GUR ik. Þetta eru „heiðamorðingjarnir", sem svo hafa verið nefndir í Bretlandi, en um fá mál hef- ur meira verið rætt í því landi að undanfömu en réttarhöldin yfir þeim. Þau eru Myra Hindley x (t.v.) og Ian Bradley. Þau voru bæði sek fundin um morð. Ian Bradley var sekur fundinn um morð Edwards Evans. 17 ára, Lesley Ann Downey, 10 ára og John Kilbride, 12 ára, og var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir ÖU brotin, hvert í sinu lagi. Myra Hindley, unn- usta hans, var sek fundin um morð Edwards Evans og Lesley Ann Downey, og talin með sek í morði John Kilbride. Hún var dæmd í lifstíðarfangelsi fyrir fyrri tvö brotin, hvort í sínu lagi, og til 7 ára fangelsis fyrir hið síðasttalda. Hér sézt forsætisráðherra Rhodesíu, Ian Smith (lengst t.v.) ræða við sendinefnd þá, sem af hálfu Rhodesíu ræðir við Breta í London. Myndin var tekin í garðinum fyrir utan skrif- stofu Smith’s í Salisbury áður en sendinefndin lagði upp í Bretlandsferðina. T dag er Sjómannadagur, hvíldardagur og gleði- stund þeirra manna, sem af dugnaði og djörfung halda uppi meginatvinnuvegi ís- lenzkrar þjóðar. íslenzk sjómannastétt á sér stolta hefð. Hún hefur alizt upp og þroskazt við erfið kjör og harða lífsbaráttu. Hvikul veðrátta hefur oftar en einu sinni höggvið mikil skörð í raðir hennar, en samt sem áður hafa íslenzkir sjó- menn jafnan sótt á sjóinn á ný. Þegar litið er til sögu ís- lenzkra sjómanna, er kannski engin furða þótt við eigum í dag sjómannastétt, sem skar- ar fram úr stéttarbræðrum sínum um heim allan. Á síð- ustu árum hafa sj,ómennirnir okkar sýnt, að þeir eru ekki einungis reiðubúnir til þess að sækja'fast á sjóinn, heldur hefur einnig komið í ljós að þeir eru flestum öðrum skjót- ari að tileinka sér ný vinnu- brögð og nýja tækni við fisk- veiðar. Þessi framsýni og dugnaður á meginþáttinn í því að' efnahags- og atvinnu- líf íslendinga hefur blómg- ast meir og örar á síðustu ár- um, en nokkru sinni fyrr. Á nokkrum áratugum höf- ufn við einnig byggt upp öfl- ugan kaupskipaflota og sjó- menn okkar, sem honum hafa siglt, hafa borið hróður ís- lands til annarra landa. Ljóst er að við hljótum að leggja vaxandi áherzlu á uppbygg- ingu kaupskipaflotans, enda hefur reynsla t.d. Norðmanna sýnt, að litlar þjóðir, sem eiga dugandi sjómannastétt, geta rekið öflugan kaupskipa- flota í samkeppni við stærri þjóðir. Að sjómönnunum okkar á vel að búa, og það höfum við vissulega gert með glæsileg- um fiskiskipaflota og vax- andi kaupskipaflota. Morgun- blaðið árnar íslenzkri sjó- mannastétt og samtökum hennar allra heilla á Sjó- mannadeginum, og lætur í ljósi von um, að sú framsýni, djörfung og dugnaður, sem einkennt hefur íslenzka sjó- mannastétt muni áfram hald- ast TÍMAMÖT i HEILBRIGÐIS- MÁLUM BORG- ARINNAR I7yrsti áfangi Borgarsj úkra- hússins í Fossvogi hefur nú verið tekinn í notkun. — Röntgendeild sjúkrahússins var opnuð sl. föstudag, en hún er búin fullkomnustu tækjum sem völ er á til þeirr ar starfsemi, og er mjög af- kastamikíl, annar 15 þúsund röntgenrannsóknum á ári. Með opnun fyrsta áfanga Borgarsjúkrahússins hefur merkum tímamótum verið náð í heilbrigðismálum Reykjavíkurborgar. Borgar- sjúkrahúsið er mikil bygging og hefur lengi verið í smíð- um. Margir hafa furðað sig á því, hversu lengi bygging þess hefur staðið, en ástæðu- laust er að undrazt það, eftir að menn hafa lesið úrdrátt úr ræðu Jóns Sigurðssonar, borgarlæknis, við opnun röntgendeildarinnar, sem birt ur var í Morgunblaðinu í gær, en þar kemur fram, að fjár- festingarhöft háðu mjög framkvæmdum við spítalann, svo að á árunum 1954, þegar hafizt var handa um bygging- arframkvæmdir, til 1960 fékk Borgarspítalinn fjárfestingar- leyfi, er námu samtals 26 milljónum króna, eða að meðaltali 3.7 milljónum króna á ári í tæp sjö ár. Eftir að fjár festingarhömlur voru afnumd ar brá fljótt til batnaðar, og á árunum 1961 til 1965 var fjárveiting til sjúkrahússins síaukin, nam á þessum árum alls 106 milijónum króna, þar af 51,5 milljónum á sl. ári. Á fjárhagsaætlun yfirstand- andi árs er áætlað til bygg- ingarinnar 55 milljónir króna. Þetta er þa skýringin á því, hve lengi bygging Borgarspít- alans hefur staðið, og ætti það enn að sýna mönnum hversu haftastefna fyrri ára hefur haft neikvæð áhrif á alla upp byggingu hér á landi, jafnvel í sjúkrahúsmálum. í ræðu, sem Geir Hallgríms son, borgarstjóri, hélt við opn un röntgendeildarinnar lét hann í ljós þá von, að sem fyrst yrði hægt að vígja sjúkrahúsið formlega eftir að allar deildir þess hefðu tekið til starfa. Og undir þá ósk munu borgarbúar allir taka. ÚTSVÖR MIÐUÐ VIÐ SKATT- VÍSITÖLU Oráðabirgðalögin, sem gefin " hafa verið út um breyt- ingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og kveða svo á, að frá og með gjaldárinu 1966 sé skylt að hækka eða lækka útsvör og þrep útsvarsstiga í samræmi við skattvísitöluna, verða til þess að útsvars- byrðin á lágtekjúfólki og barnafjölskyldum verður létt ari en ella. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, lét svo ummælt í við- tali við Morgunblaðiö í gær, að gerð hafi verið úrtaksat- hugun á skattaframtölum, og benti hún til þess, að svo mikil tekjuhækkun hefði orð- ið, að auk þess að nota skatt- vísitöluna, • sem er 112,5 stig miðað við 100 stig í fyrra, mundi vera unnt að gefa af- slátt af útsvörum. Hann kvaðst telja þessi nýju lög réttmæt, þar sem þau leiddu til þess að útsvarsbyrðin á lágtekjufólki og barnafjöl- skyldum yrði léttari, þótt stóraukinn afsláttur hefði ver ið gefinn almennt a£ útsvör- um Útsvarsgreiðendur í Reykja vík og annars staðar á land- inu, munu vafalaust fagna þessum bráðabirgðalögum, sem tryggja réttmæta álagn- ingu útsvara. LAUSN FRAM- SÓKNARMANNA k vegum Reykjavíkurborg- ar hefur umfangsmikil starfsemi verið rekin til þess að veita æskufóiki borgarinn- ar kost á hollri tómstunda- iðju og heilbrigðu skemmt- ánalífi. Samt sem áður hafa Framsóknarmenn og aðrir fjargviðrast út af því að ekki væri nóg að gert fyrir unga fólkið. Á fundi, sem Framsóknar- flokkurinn hélt fyrir ungt fólk í Lídó fyrir nokkrum dögum, voru vínstúkur opnar og vín selt hverjum sem hafa vildi. Telja Framsóknarmenn, að með þessu hafi þeir fund- ið lausnina á vandamálum æskufóiksins í Reykjavík?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.