Morgunblaðið - 19.06.1966, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.06.1966, Qupperneq 2
r í- 2 M0RCUN3LADJÐ Sunnudagur 19. júní 1966 Við komuna til Keflavíkurflugvallar á föstudagr. David L. McDonald, aðmíráll til vinstri, Ralph Weymouth, aðmíráll t.h. Æösti maður Bandaríkjaflota hafði hér viðdvöl ! i Engar breytíngar á vörnum íslands‘% segir IVIcDonald, aðmíráll Á FÖSXUDAG hafði æðsti, aðmiráll bandariska flotans 1 David Lamar McDonald, nokk-1 urra klukkustunda viðdvöl á i Keflavíkurflugvelli á leið sinni frá París til Washington. McDonald, aðmíráll er fulltrúi flotans í herforingjaráði Banda- ríkjanna (Joint Chiefs of Staff) og hefur gegnt starfi æðsta yfir manns flotans frá því 1963. Hann hefur komið til Keflavíkur flugvallar tvisvar áður, síðast 1959, og hefur í öll skiptin haft þar nokkurra klst. viðdvöl á leiðinni yfir Atlantshaf. Fréttamönnum gafst kostur á að ræða stundarkom við McDon ald aðmírál á Keflavíkurflug- velli í gaer. Hann kvaðst vera á heimleið til Washington eftir nokkra dvöl í Evrópu. „Ég kom m.a. við á Spáni, en þar hefur Bandaríkja- floti töluverð umsvif. Þaðan hélt ég til Miðjarðarhafsstrandar Frakklands og átti viðræður við yfirmann 6. flota Bandaríkjanna. Þaðan hélt ég til Parísar til þess að vera viðstaddur, ásamt Ralph Weymouth, aðmírál hér á Kefla- víkurflugvelli, æfingar á vegum NATO. Við urðum síðan sam- ferða hingað í dag. Þetta er 15. árið í röð, sem þessar æfingar fara fram á vegum aðalstöðva NATO.“ McDonaid var að því spurður, hvort breytingar þær, sem fyrir höndum eru á liðssveitum Banda ríkjanna í Frakklandi, myndu ná að einhverju leyti til flot- ans. „Segja má, að Bandaríkjafloti hafi engar meiriháttar bæki- stöðvar í Frakklandi, og því munu litlar eða engar breytingar verða á þeirri starfaemi, sem við höfum þar með höndum“, svar- aði aðmírállinn. Hann kvaðst hafa komið við á Keflavíkurflugvelli tvívegis áður, er hann gegndi störfum í aðalstöðvum NATO í París, síð- ast fyrir sjö árum. Wilson til Washington London, 18. júní. — AP. TILKYNNX hefur verið, að Harold Wilson, forsætisráð- herra Breta, muni fara til Washington í næsta mánuði til viðræðna við Johnson for- seta. í tilkynningu um þetta, sem birt var í London, sagði að þeir Johnson og Wilson séu sammála um að persónulegar viðræður um heimsmálin séu nytsamlegar. Fundurinn mun verða síðari hluta júlímánðar. — Búizt er við, að meðal mála, sem þeir Wilson og Johnson ræða. verði Vietnam, ástand mála almennt í SA- Asíu, málefni NATO og efna- hagsmál Breta. 17. júní minnzt í Kaupmannahöfn 17. júni í Kaupmannah. .. 55 Einkaskeyti til Mbl. Kaupmannahöfn, 18. júm. Islendingafélagið í Kaup- mannahöfn minntist í gær Þjóð hátíðardags íslands með veizlu, sem 300 manns tóku þátt í, þar á meðal 40 nýútskrifaðir nem- endur Kennaraskólans í Reykja vík. Veizlustjóri var Stefán Karlssn, magister, en aðalræðan una flutti Gunnnar Thoroddsen, sendiherra. Gunnar Thoroddsen minntist stofnunar lýðveldis á íslandi og ræddi um hlutverk Jóns Sig- urðssonar. Sendiherrann minntist sérstaklega á hina höfðinglegu gjöf Carl Sæmundssens til fæö- ingarlands síns og sagði, að hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmanna höfn hefði ávallt verið miðstoð íslendinga þar í borg. Kvaðst sendiherrann nú fagna því, að húsið við Östervoldsgade yrði enn á ný miðstöð íslenzkra mennta hér. Meðal skemmtiatriða var söng ur blandaðs kórs og sýnd var kvikmynd Ósvalds Knudsens, „Sveitin milli sanda“. Síðan var dansað til kl. 2 eftir miðnætti. — Rytgaard. Hægviðri og þokuloft var klukkan 9. Við Færeyjar var um mikinn hluta landsins í vaxandi lægð og því búizt við gærmorgun, en þó var sól og N-átt á Austurlandi. blíða austan fjalls og 15° hiti Um ástæður fyrir heimsókn- inni hingað nú sagði McDonald að hann hefði viljað koma við og ræða við Weymouth aðmírál á staðnum, enda þótt ekki væri nema um nokkrar klukkustundir að ræða. Hann kvað ánægjulegt að koma til íslands, og bætti því við, að nú orðið kæmist hann sjaldan frá störfum sínum í Washington. Amírállinn kvaðst ekki mundu fara til Reykjavíkur í þetta sinn. Er hann var að því spurður hvort koma hans boðaði á nokk urn hátt breytingar varðandi varnir íslands frá því, sem ver ið hefur, svaraði hann því af- dráttarlaust neitandi. „Ég kom hingað aðeins í þeim tilgangi að kynna mér það lið og þau mann- virki, sem hér eru þegar“. McDonald aðmíráll kvaðst hafa fræðst um ýmislegt varð- andi fsland í viðræðum við Weymouth, aðmírál á leið þeirra yfir hafið. Kvaðst hann hafa mikla ánægju af því að heyra um hina vinsamlegu sambúð varnar líðsins og íslendinga. „Sá andi, sem þar ríkir, er okkur öllum til góðs“, sagði hann. „Ég tel og að við allir, íslend- ingar og aðrar þjóðir hins frjálsa heims, skiljum mikilvægi íslands í þeirri viðleitni Vesturlanda að viðhalda því frelsi, sem við nú njótum", sagði aðmírállinn að lokum. David Lamar McDonald, aðmír áll, hefur verið í Bandaríkja- flota frá 1924. Hann er maður hár vexti, og einkar vingjarnleg ur í viðmóti. Uppruni hans leyn ir sér naumsist, er hann er ætt- aður frá Suðurríkjunum, nánar tiltekið Maysville í Georgiaríki. Hann hefur gegnt ýmsum mikil vægum stöðum innan flotans, og tók við æðsta aðmírálsstöðu þar í júní 1963. — 25 þúsund Framhald af bls. 1 um sem svarar 30 miljónum króna vegna verkfallsins, en a,lls eru um 25 þúsund sjómenn komnir í land. Ekki taldi Hogarth nein vand- kvæði á að halda verkfallinu áfram. „Við höfum nægan tíma“, sagði hann. „Ég hef áð- ur sagt að við getum haldið verkfallinu áfram í 12 ,vikur.“ Sjómannasamtökin hafa kraf- izt þess að vinnuvika farmanna verði stytt úr 56 stundum í 40. Er talið að þessi stytting vinnu- vikunar, ásamt öðrum kröfum farmanna, feli í sér 17% kaup- hækkun. Fulltrúar skipaeigenda hafa hins vegar boðið farmönn- um að fækka vinnustundum smám saman niður í 48 stundir á viku á næstu þremur árum, og nemur tilboð atvinnurekenda um 9.5% kauphækkun. Brezka blaðið Daily Telegraph segir að sjómannaverkfallið hafi dregið mjög úx vinsældunr ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt skoðanakönnum blaðsins naut Verkamannaflokkurinn 12.5% meira fylgis en íhaldstflokkurinn áður en verkfallið hófst. En þetta forskot ríkisstjórnar innar var komið niður í 0,5% samkvæmt nýjustu könnun, en niðurstöður hennar birtust í blaðinu á föstudag. Og Wilson forsætisráðherra varð áþreifan- lega var við þessar minnkandi vinsældir, þegar hann að lokn- um viðræðunum á föstudag hélt til Liverpool, þar sem hann flutti ræðu á föstudagskvöld. Við komuna til borgarinnar söfnuðuet verkfallsmenn að bif- reið forsætisráðherrans og gerðu hróp að Wilson. Sama gerðist þegar Wilson hélt heim. og heyrðuet sumir verikfalls- mannanna hrópa „svikari". um leið og bifreið ráðherrans var ekið á brott. Flugtafir vegna þoku FLUGUMFERÐ tafðist nokk- uð vegna þokunnar, sem kom um mikinn hluta landsins um kvöldið 17. júní, og var ekk.i farið að létta almennilega fyrr en um miðjan dag í gær. Aðallega varð innlandsflug fyrir töfum. Þannig urðu flug vélar, sem áttu að lenda í Reykjavík, að fara til Blöndu óss og Egltsstaða. Flugvél, sem kom frá Glasgow að kvöldi 17. júní, varð að lenda á Egilsstöðum. Hún var vænt anleg til Reykjavíkur upp úr hádegi í gær. Toppfimdur kommun istn í Búkorest — Hefst fyrstu daga júlimánaðar Moskvu, 18. júní. — NTB. UTANRÍKISRÁÐHERRA A- Evrópulandanna, sem setið hafa á fundum í Moskvu að undan- förnu, hafa nú náð samkomu- lagi um fyrirhugaðan toppfund kommúnistaleiðtoga A-Evrópu í Búkarest í júlimánuði n.k. Kom þetta fram í yfirlýsingu, sem utanríkisráðherrarnir gáfu að loknum 12 daga fundum um Var sjárbandalagið o. fl. Búizt er við því. að fundur- inn í Búkarest muni hefjast 4. eða 5. júlí. Utanríkisráðherrarnir munu hafa tekið ákvörðun um að skipu leggja þennan fund, sem lengi hefur staðið til, þrátt fyrir yfir- lýsingar Rúmena um að miklar breytingar hafi átt sér stað á Varsjárbandalaginu. Er ráðherr arnir hófu fundi sína 1 Moskvu 6. júní, var því fram haldið að Sovétríkin hafi haft í hyggju að toppfundurinn skyldi fara fram í einhverri höfuðborg annari en Búkarest. Hinsvegar er Chou En Lai, forsætisráðherra Kína, nú í heimsókn í Rúmeníu, og segja þeir, sem með málum fylgjast, að það hefði litið illa út fyrir Sovétríkin ef þau hefðu krafizt þess að fundarstaður yrði flutt- ur frá Búkarest. Söltun a Rauíarhöín NOKKUR síldveiði var í fyrra dag og í gær. í gær voru þrjú | skip á leið tii Raufarhafnar | með síld til söltunar. Þrjár söltunarstöðvar á Raufarhöfn ‘ áttu að byrja söltun í gær-1 kvöldi. Fyrst var gert ráð fyr- , ir að síldveiðiskipið Búðaklett ur kæmi til söltunarstöðvarinn ar Síldarinnar h.f. og að söltun ( hæfist þar kl. 17.00. Einnig j áttu stöðvarnar Björg h.f. og Norðursíld h.f. von á skipum með söitunarsíld. Alls voru 18 skip á leið til hafnar í gær með síld samtals | 3120 tunnur. Síldin hafði ver-( lið stygg en þó nokkur skip | með góðan afla. Gott veður i var á miðunum, en svarta- þoka. Kosygiti aðvarar IMorðurlönd Helsingfors, 18. júní NTB—AP. í RÆÐU, sem Alexei Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna hélt í Helsingsfors í gær, en þar er hann gestur finnsku stjórn- arinnar sagði hann m. a., að Noregur og DanmÖrk gætu vegna þátttöku sinnar í Atlanshats- bandalaginu dregizt andstætt vilja sínum inn í átök, sem Bandaríkin eiga aðild að annars staðar í heiminum. Hann skoraði á Finna að tjá vanþóknun sín á styrjöldinni í Víetnam og sagði, að Bandarík- in væri í æ ríkara mæli að ein- angrast í alþjóðamálum vegna stefnu þeirra í Vietnam. ÞAÐ slys varð s.l. fimmtudags kvöld á Akranesi að 17 ár drengur á mótorhjóli, Bjarr Guðmundsson, Vogabraut 6 þa í bæ varð fyrir vörubifreið mótum Háholts og Kirkjubraui ar. Hiaut pilturinn opið fótbrc og skrámur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.