Morgunblaðið - 19.06.1966, Qupperneq 4
4
MORGU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 19. júní 1966.
BÍLALEIGAN
FERÐ
Daggjald lcr. 400.
Kr. 3,50 per km.
SÍMI 34406
SENDUM
SÍM' 3-íl-BO
mnif/m
Volkswagen 1965 og ’66.
LITLA
bíloleigan
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
m——*BÍLALEICAN
Falur t*
RAUÐARÁRSTÍG 31
SÍMI 22022 »
BIFREIÐALEIGAM
VECFERÐ
Grettisgötu 10.
Sími 14113.
MAGIMUSAR
SKIPHOLTI21 símar21190
eftir iokun slmi 40381
Fjöivirkar skurðgröfur
I
ö
L
V
I
R
K
I
Vf3)
áli
I ÁVALT TIL REIÐU.
N Sími: 40450
Schannongs minnisvarðar
Biðjið um ókeypis verðskrá
K0benhavn 0.
0. Farimagsgáde 42
Jóhann Ragnarsson
héraðsdómslögmaður.
Simi 37400 og 34307.
Vonarslræti 4. — Sími 19085.
BOSCH
Flautur
6 volt, 12 volt, 24 volt.
Brœðurnir Ormsson
Lágmúla 9. — Sími 38820.
"Ar Þjóðhátíð
Þjóðhátíðin virðist hafa
farið vel fram og er það
vel. Hið ánægjulegasta í sam-
bandi við hátíðahöldin var
verið gagnrýnd fyrir að vera
sem vildu. Ef veður hefði verið
lakara hefði hátíðin orðið lítil
hjá mörgum.
Þjóðhátíðarnefnd hefur oft
verið gagnrýnd fyrir að vera
miður hugmyiidafrjó — hvort
sem það er slæmt eða ekki í
þessu tilliti. Gott er að smíða
þjóðhátíðinni fastan ramma og
skapa einhverjar venjur í
sambandi við hana, en varla
gæti þó skaðað, að einhver
ferskur blær væri yfir hluta
hátíðahaldanna. Um þessa há-
tíð má segja eins og þær, sem
haldnar hafa verið undanfarinn
áratug, að fastir liðir hafi
verið eins og venja er til — og
lítið þar fram yfir.
ýt Hátalarakerfið
Miðborgin iðaði af fólki,
sem var í sparifötunum og
komið til þess að sýna sig og
sjá aðra, eins og sagt er, og til
þess að njóta góða veðursins —
því dagskrá hátíðahaldanna
fór fyrir ofan garð og neðan
hjá fjöldanum. Þeir, sem vildu
í raun og veru fylgjast með
því, sem fram fór, hefðu átt
að vera heima og hlusta á út-
varpið.
Svæðið, sem hátíðahöldin
fara fram á, er orðið of lítið
fyrir Reykvíkinga. Aðeins
hluti mannfjöidans gat fylgst
með því, sem fram fór á Arn-
arhóli og við Austurvöll. Leik-
ur hefði þó verið að koma hinu
talaða orði til þorra hátíðar-
gesta, ef hátölurum hefði verið
komið upp víðar. Hátalara-
kerfið var satt að segja mjög
ófullnægjandi.
Bílastæði og
viðskipti
Blíðviðrið olli því, að
minni orka fór í sælgætiskaup
en oft áður og er það vel. Mér
finnst þessir söluturnar, sem
settir eru upp í tilefni dagsins,
setja leiðiniegan svip á hátíð-
ina. Eða er ég svona gamal-
dags?
Erfitt var að komast inn í
veitingahúsin í miðborg-
inni — og þeir. sem ekki kom-
ust að, sluppu vel. Hjón með
tvö börn fengu sér smáhress-
ingu í Sigtúni: Tvo kaffibolla,
tvær flöskur aí Pepsi Cola og
sex smákökur á diski. Tvö
hundruð og þrjátíu krónur,
takk.
Það þarf meira en litla
hreysti til þess að stunda slík
viðskipti.
Á degi sem þessum kom ber
lega í Ijós, að okkur vantar
stór bílastæði í miðborginni.
Að vísu má segja, að þetta sé
hversdagslegt vandamál, sem
bíleigendur glími við — oft á
hverjum degi. En alltaf fjölgar
bílunum og þótt bílastæðin í
borginni taki drjúgt, eru þau
orðin ófullnægjandi. Umræður
um bílageymslu hafa alveg
dottið niður. Hafa allar ráða-
gerðir verið lagðar á hilluna?
Úðun í görðum
íbúi í Austurbænum
hringdi til Velvakandi og sagð
ist hafa orðið vitni að ófagurri
sjón í vikunni. „Nú er verið að
úða trágarða um allan bæ“,
sagði hann“ og mér skilst, að
þetta úðunarefni sé baneitrað.
Þar sem ég stóð og horfði út
um gluggann hjá mér fylgdist
ég með úðunarmönnum í húsi
nágrannans. Börn stóðu í
hnappi hinum megin við trjá-
runnann, sem verið var að úða.
Þau voru ca. 3 metra frá runn-
anum — og golan bar. mökk af
úðunarefninu 5—6 metra frá
úðunarstað. Börnin stóðu í
mesta mekkinum, en sá, sem
úðaði, hafði ekki vit á því að
segja börnunum að fara frá.
Eru slíkir menn hæfir til þess
að fara með þessi eiturefni?"
Ruddar
„Lögmál skógarins gilda
á þvottaplönum borgarinnar".
sagði bíleigandi nokkur, sem
hingað hringdi' Það virðist eiga
mjög ilia við íslendinga að
bíða í röð eins og siðmenntað
fólk úti um allan heim gerir,
þegar beðið er afgreiðslu. Þetta
kunna íslendingar ekki — og
yfirgangur og frekja hvers og
eins ræður oft hve lengi fólk
þarf að bíða. Þetta er oft áber-
andi á þvottabílaplönunum. Ég
skora á alla sanngjarna og rétt
sýna menn, að veita þéssum
ruddum ákveðið aðhald með
því að segja álit sitt, þegar
ruddarnir vaða uppi. Alltof oft
standa þeir sem ekki verða
fyrir átroðningi aðgerðarlausir
og horfa á — en aðstoða ekki
þá, sem verða fyrir barðinu á
þessum mönnum."
'A Gönguleiðir
Það kom fram í blaðinu
hér fyrir nokkru, að vöntun
væri á kortum yfir gönguleið-
ir á íslandi. Ritstjóri Ferða-
handbókarinnar hefur haft sam
band við Velvakanda og beðið
hann að láta þess getið, að
slík kort sé að finna í Ferða-
handbókinni.
Gröm skrifar:
„Ég var að lesa Morgun-
blaðið þegar ég rak augun í
fyrirsögni^a „Apar í umferð-
inni“.
Finnst þessu svokallaða
sterka kyni það rétta orðið
yfir eiginkonur sínar eða kven
kynið í heild? Mér finnst
þetta sterka kyn aldrei geta
verið án þessara „apa“ sem
eru fyrir þeim í umferðinni.
Ég veit að það er mörgu ábóta-
vant í umferðinni( sem er óaf-
sakanlegt), en það ey óþarfi að
skella allri skuldinni á kven-
fólkið. Það er eitt sem eigin-
menn ættu að athuga og það
er að lofa konum sínum að æfa
sig í akstri. En það gera þeir
ekki, því bíllinn er eiginmann-
inum allt. Hann segist elcki
geta farið nema á bílnum. En
ef konan þarf að fara í búðir
til að kaupa til heimilisins, þá
má hún fara með stóran barna-
hóp í eftirdragi, nóg að hafa
barnavagn eða kerru.
En þegar þær fá bílinn af
náð, þá eru þær titrandi og
skjálfandi af hræðslu um að
eitthvað muni koma fyrir og
líklega kallaðar bölvaðir apar.
Þegar hnútar verða í um-
ferðinni er ekki óalgengt að
karlmaður segi: Nú það hlaut
að vera, það er kerlingarskrattL
Hvað halda þessir grobbhan
ar sig vera? Ég veit vel hvað
ég er að segja. Ég er búin að
keyra bíl í mörg ár og hef ég
ekki við neinn að rífast. Á
minn bíl sjálf. Karlmenn ættu
að athuga að við konurnar er-
um hættar að láta bjóða okkur
allt, við erum farnar að bera
hönd yfir höfuð okkar. Margt
væri hægt að segja um karl-
mennina viðvíkjandi akstrL
Eitt dæmi get ég sagt ykkur.
Fyrir nokkrum árum var ég a<5
keyra í Keflavík. Á eftir mér
voru tveir einkennisklæddir
þifreiðaskoðunarmenn. Allt 1
einu skelltu þeir sér fram úr
öfugu megin. Hvað skyldu þeir
hafa sagt ef ég hefði gert
þetta? Karlkynið er dularfullt.
Ég treysti því Velvakandi
góður, að þú birtir þetta fyrir
mig. — Kær kveðja. '
Ein gröm“.
Byggingameistarar! Byggingameistarar!
Munið Runtal!
4
Munið Runtal!
Runtal-ofninn
má tengja
beint við
hitaveituna.
Runtal-ofninn
má tengja
beint við
hitaveituna.
Runtal-ofninn er ódýrastur í dag
RUNTAL-ofnar hf.
Síðumúla 17. — Sími 3-55-55.