Morgunblaðið - 19.06.1966, Side 5

Morgunblaðið - 19.06.1966, Side 5
Sunnuðagur ?§. Júní 1966 MORGUNBLADIÐ 5 Framtíðin er ekki gervihjörtu Rætt v/ð Magnús H. Agústsson, lækni i lllinois í Bandarikjunum Að undanförmi hefur dvalizt hérlendis íslenzk- ur læknir, Magnús H. Ág- ústsson, sem starfar nú við Augsutana sjúkrahúsið í Chicago. Magnús tók kandidtspróf í læknisfræði frá Háskóla íslands árið 1952, fór til Mineapolis til framhaldsnáms og var á Mayo-sjúkrahúsinu í Roch ester í þrjú ár. Síðan kom hann hingað heim og starf aði við Barnadeild Lands- spítalans allt frá stofnun hennar og þar til hann fór utan aftur til Mayo, þar sem hann var í eitt ár sem fyrsti aðstoðar- læknir. Síðan starfaði hann við Cook-county- sjúkrahúsið, sem er ríkis- spítali með 3600 sjúkra- rúmum. Cookcounty er í sjúkrahúsahverfi með 7000 sjúkrarúmum, en árið 1963 fór Magnús þaðan og gerðist læknir á August- ana-sjúkrahúsinu. Magn- ús er kvæntur Svönu Þórðardóttur frá ísafirði og eiga þau sex börn, þar af eru fjögur fædd vestan hafs. Hann varð banda- rískur ríkisborgari fyrir tveimur árum. Við spyrj- um Magnús, hvenær hann hafi fyrst hafið starf við Augustana-sjúkrahúsið, og hann svarar: — Ég byrjaði þarna 1959 og starfið þá með lsekni, er hét dr. Gasul. Hann var mik- ill brautryðjandi í rannsókn meðfæddra hjartagalla í bömum og þegar hann dó 1963 tók ég við sjúklingum hans. Augustana-sjúíkrahúsið á eigin rannsóknarstofu í Chicago það er sjálfseignar- stofnun og er starfssviðið öll Chioago auk þess sem um 70% sjúklinganna koma annars staðar frá eins og t Illinois, Michigan eða Indi- ana. I Bandaríkjunum eru ekki ýkja margir sérfræðing- ar í þessari grein, sem hafa hlotið viðurkenningu í hjarta aðgerðum. Þeir eru um 120. — Þurftir þú að taka upp próf eftir að þú komst til Bandaríkjanna eða giltu hin evrópsku? — Ég varð algjörlega að taka upp prófin aftur. Edgin- lega voru fyrstu árin mín með dr. Gasul eins konar námstími. I Bandaríkjunum var barnahjartasjúkdóms- fræðin ekki viðurkennd sem sérgrein fyrr en árið 1963. Mig minnir að skírteini mittt sé nr. 28. — Framfarir í hjartasfkurð aðgerðum hafa verið miklar? — Já, og þó sérstaklega eftir að fundin var upp hin svokallaða hjarta- og lungna vél, sem gerir það að verk- um að unnt er að taka hjart- að úr sambandi meðan á að- gerð stendur. Slík aðgerð var fyrst gerð á tveimur sjúkra- húsum samtimis í Bandaríkj- unum, í University Minne- sota og hjá Mayo. Ég var þá hjá Mayo og varð svo heppinn að fá að horfa á upp skurðinn, ég lagði þá stund á lífeðlisfræði þar árið 1955. Þetta var álitinn svo mikill viðburður, að frægir læknar komu frá Evrópu til þess eins að fylgjast með. Upp- skurði sem þessa, að taka hjartað úr sambandi og vinna við það var ekki unnt að gera fyrr en þessd vél kom og ýtti hún undir það, að betri sjúkdómsgreining var nauðsynleg og hjartaþræðing in fór að tíðkast meir. — Hjartaþræðing. Hvað er það? — Hjartaþræðing var fyrst framkvæmd í Þýzkalandi af ungum læknastúdent árið 1924 og þræddi hann sjálfan sig fyrir framan röntgentæki og notaði hann til þess speg- il. Aðgerðin er fólgin í því, að þrætt er taug inn um æð og allt upp til hjartans og má á þann hátt mæla þrýst- ing, blóð og súrefnismagn í hjartanu sjálfu. Þessi ungi læknastúdent fékk síðar Nob elsverðlaun fyrir þetta ásamt tveimur öðrum bandarískum læknum, árið 1950. Hann hét dr. Forsmann. Arið 1948 varð þetta rannsóknaraðferð og nú hafa þúsundir slíkra að- gerða verið framkvæmdar í Bandaríkjunum og víðar. — Tækin eru auðvitað alltaf að verða fulkomnari? — Já. Tökum til dæmis lítið tæki eins og gegnumlýs- Magnús H. Ágústsson, læknir. ingartæki. Hér áður fyrr voru þau þannig að læknirinn varð að vera í algjöru myrkri ætti hann að sjá það sem hann þurfti. Nú hins vegar situr hann fyrir framan eins kon- ar sjónvarpsskerm og getur unnið í björtu herbergi. — Hvaða hjartagallar eru algengastir? — Algengast er að opið sé milli hægra og vinstra hjartahólfs. Venjulega er beð ið með uppskurði þar til börn in eru komin til einhvers þroska, en sé opið mjög stórt verður stundum að gera að- gerðir á hvítvoðungum og stundum höfum við þurft að gera aðgerðir á börnurn, sem voru ekki nema 8 merkur. Eru slíkir uppskurðir mjög erfiðir og æskilegast væri að geta beðið þar til barnð verð ur um það bil sex ára, áður en það fer í skóla. Nú fer farið að gera slíkar aðgerðir á smærri sjúkrahúsum í Bandaríkjunum og við á stóru sjúkrahúsunum sjáum oftast ekki nema flóknustu tilfellin. — Þú gerir ekki aðgerð- irnar sjálfur? —• Nei. Við vinnum saman tveir ég og dr. Baffes. Ég sé um sjúkdómsgreininguna og hann gerir aðgerðina. Ég er hins vegar viðstaddur alla uppskurði og fylgist með og tek mælingar á skurðarborð- inu. Áður en við leggjum til atlögu ræðum við tilfellið í hópi lækna og sérþjáifaðs hjúkrunarliðs. Það er mikils virði að hafa hjúkrunarlið í góðri þjálfun, því að jafnvel eftir aðgerðina getur oft komið til kasta þess. — Er lítið um galla, sem fólk hefur fengið eftdr fæð- ingu? — Nei ekki er það. Oft kemur fólk, sem fengið hefur svokallaðan lokugalla. Þetta er fólk, sem fen-gið hefur liða gigt sem eyðilagt hefur hjarta lokurnar. Þá verður að skipta um lokur eða setja gerfilok- ur úr stáli og plasti. Hins vegar ekki komin nægileg reynsla á þessar aðgerðir. Þær hafa ekki verið gerðar svo neinu næmi nema í um 3 ár. Svo hefur þú sjálfsagt lesið um gerfihjartað í Ho- uston í Texas. Slík hjörtu er aðeins unnt að notast við ef hvíla þarf hjarta sjúklingsins. þetta verður ekki framtíðin að sett verði gerfihjörtu í fólk. Hins vegar er áreiðan- legt að skipt verður um hjörtu í fólki og þá notuð hjörtu úr látnu hjartahraustu fólki. Það er þegar farið að skipta um líffæri í dýrum og ég held að það eigi ekki svo langt í land, að unnt verði að fara að skipta um líffæri í fólki. Aðalhindrunin fer að verða trúarlegseðlis, en ekki tæknilegs. Trúar- kreddurnar eru ef til vill að verða oikkur þyngri ljár í þúfu í þessu sambandi, en hinir tæknilegu möguleikar. Nú er unnt að lækna með aðgerð um 90% af öllum með fædduim hjartagallatilfellum, sem nú eru kunn. — Hvað kanntu að segja okkur um kransæðastíflu? — Ég er nú kannski ekki sá sem spyrja á slíkrar spurn ingar, en ég tel engan vafa á að dýrafita, hreyfingarleysi hraði og spenningur nútírna þjóðfélags hefur skaðleg áhrif í þessa átt. Þó er það einnig athyglisvert að meðal sumra fjölskyldna er eins og þessi ÚR ÖLLUM ÁTTUM Sjúkdómur erfist. Nýlega var farið að gera aðgerð í Banda- ríkjunum gegn kransæða- stíflu. Það er ágætur skurð- læknir í Oleavland sem er brautryðjandi í þessu. Hann hefur tengt ákveðna slagæð í brjóstinu við hjartavöðv- ann og aukið þannig bióð- strauminn til hjartans. Hann hefur nú gert 300 slíkar að- gerðir og að hans eigin sögn hafa 75% af þeim tekizt vel. — Hve margir fæðast með meðfæddan hjartagalla? — Það er um 4-5 af hverj- um 1000 fæddum, sem hafa þennan galla og 25% þeirra deyja innan mánaðar frá fæð ingu. Það er því meiri og meiri tilhneiging til þess að gera aðgerð á nýfæddum börn um, en sé gallinn lítill kemur hann oft ekki fram fyrr en sjúklingurinn er orðinn um það bil 15 ára. Gallinn lýsir sér þá í því að sjúklingurinn þjáist af máttleysi og þreytu og verður andstuttur. Hann fær snemma háan blóðþrýst- ing í lungun og eyðileggjast þau þá mjög fljótt, því að þau þola þrýstingin mjög illa. Æðar lungnanna eru mjög við kvæmar og það er þá mikils virði að gera aðgerð strax. — Stundar þú kennslu- starf? — Já, ég kenni við Loyola háskólann, en samstarfsmað- ur minn dr. Baffes kennir við Northwestern-háskólann. Við Loyola-háskólann kennir ís- lenzkur maður, Gissur Brynj ólfsson, prófessor yfirmað- ur í meinadeild skólans. — Hefur þú unnið eitthvað hér í þessari ferð þinni? — Já, ég hef verið að skoða börn hér á spítölun- um. Augustana-sjúkrahúsið hefur lofað að gefa 25% af- slátt til þess að bæta upp hinn mikla ferðakostnað, þurfi þau að fara vestur til aðgerðar, sagði Magnús Ágústsson að lokum. i Vel heppnað 17. júní mót 17. JÚNÍ mót frjálsfþrótta- imanna heppnaðist vel. í mörgum greinum náðist góður árangur og keppni var skemmtileg. Sigur vegarar 1 einstökum greinum urðu: í sleggjukasti Þórður B. Sigurðsson KR, kastaði 50,12 metra; í hástökki Jón Þ. Ólafs- son, stökk 2,03 metra; í kringlu- kasti Þorsteinn Alfreðsson, UBK 46,59 metra; 800 metra hlaup Halldór Guðbjömsson, KR, 1:56,8 mín.; þrístökk Karl Stefánsson , HSK, 13,91 metr.; spjótkast Valbjörn Þorláksson, KR 57,67 metra., 200 metra VaJ- bjöm Þorláksson, KR 23,2 sek.; 1000 metra boðhlaup Sveit KR 2:04,6 mín.; 110 metra grinda- hlaup Valbjörn Þorláksson KR, 15,3 sek.; langstökk Ragnar Guð- mundsson Á, 6.86 metr.; kúlu- varp Guðmundur Hermannsso.n KR, 15,50 metra, stangarstökk Valbjörn Þorláksson, KR, 4,30 metra; 100 metra hlaup sveina Þór Konráðsson ÍR, 12.3 sek.; 100 metra hlaup Þorsteinn Þor- steinsson, KR 50,8 sek.; 1500 m. hlaup Halldór Guðbjörnsson, KR 4:07,8 mín.; 4x100 metra boð- hlaup sveit KR 43,9 sek. í 100 metra hlaupi karla urður 4 menn jafnir og hlupu á 11,3 sek. Voru það þeir Valbjöm Þorláksson, KR, Skafti Þorgrímsson, ÍR, Ól- afur Guðmundsson, KR og Ragn ar Guðmundsson, Á. Bezta afrek mótsins vann Val- björn Þorláksson með stangar stökki sínu, sem gefur nokkrum stigum meira en hástökk Jóns Þ. Ólafssonar. Hlýtur Valbjörn því bikar þann sem forseti ís- lands gaf og veittur er þeim íþróttamanni er beztu afreki nær á þjóðhátíðarmóti. Nánar verður sagt frá mótinu í þriðjudagsblaðinu. SAMKOMUR Hjálpræðisherinn Sunnudag kl. 11: Helgunar samkoma. Brigader Drive- kiepp talar. Kl. 16: Útisam- koma. — Kl. 20,30: Hjálp- ræðissamkoma. Séra Magnús Runólfsson talar. — Allir vel- komnir. Skriistoiuhúsnæði ca. 200 ferm. á 4. hæð til sölu eða leigu. — Mögu- leiki á að leigja pláss fyrir afgreiðslu á 1. hæð. Tilvalið fyrir bankastarfsemi, tryggingafélög o. fl. Er á mjög góðum stað í bænum. —• Tilboð, merkt: „9868“ sendist afgr. Mbl. Auglýsing ird Bæjursímu Reykjuvíkur Nokkrir laghentir menn á aldrinum 17—30 ára óskast til vinnu nú þegar. — Vaktavinna gæti kom- ið til greina, að reynslutíma liðnum. — Nánari upp lýsingar gefur Ágúst Guðlaugsson, yfirdeildarstjóri, sími 11000. Reykjavík, 16. júní 1966. íbúðaskipfi Ég vil selja góða 5—6 herb. risíbúð í 2ja h;æða húsi nálægt Miklatúni. — íbúðinni fylgir stórt háaloft. — í staðinn vil ég kaupa einbýlishús eða stóra hæð a.m.k. 140 ferm. — Þeir, sem kynnu að vilja athuga möguleika á skiptum leggi upplýsing- ar inn til afgr. Mbl. fyrir 28. þ. m., merkt: „Eigna- skipti — 9949“.'" \itJ '

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.