Morgunblaðið - 19.06.1966, Page 8

Morgunblaðið - 19.06.1966, Page 8
r 8 MORCU N BLAÐIÐ Sunnudagur 19. júní 1966 Sovétið er óvinur minn og rússnesku þjdðarinnar Tarsis hlakkar til Islandsfararinnar a ? 1 New York. — TARSIS kemur vætanlega heim til íslands í dag, sunnu- dag. Ég hitti hann af tilvilj- un í hófi, sem aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá S.l>. hélt þátttakendum á heimsráð- ítefnu P. E. N. hér í borg i gær, þriðjudag. Við Kristján Karlsson og frú vorum stödd 1 hófi þessu og sjáum þá allt í einu, hvar kemur á móti okkur þreklegur maður en lágur vexti, höfuðstór og opin mynntur, og virtist talsvert ruglaður í fjölmenninu. Ég gáði á nafnspjald sem hann bar og sá að þar stóð: V, Tarsis. Gekk til hans og heils- aði, kvaðst vera íslenzkur blaðamaður. í>á brosti hann. ,,Ég fer til íslands nú um helgina", sagði hann. Ég sagð ist vita það, Síðan tókum við tal sam- an og kom fljótt í ljós að hann vissi gróflega margt um land okkar og þjóð — og kunni þó einkum skil á ís- lenzkum bókmenntum og menningu. „Mér skilst að fs- lendingar séu ágæt þjóð“, sagði hann, „já, mjög alvöru gefin þjóð“. Ég sagði honum að við værum ekki alvöru- gefnari en svo, að á íslandi væru margir ágætustu menn kommúnistar. „Ekki kvíði ég fyrir að hitta þá“, sagði hann, „maður hefur nú séð annað eins. Annars ætla ég að segja við þá, ef ég hitti þá: Farið iS þið til Sovétríkjanna og búið þar, það læknar ykkur“. Síðan bætti hann við að hann væri 59 ára — „ en ég er 18 ára í anda. Þess vegna meðal annars er ég andsovézkur I hugsúr1 Þeir sem eru 18 ára heima í Kúsiilrndi »ru flestir andsovézkir, hinir sem eru 59 ára eru margir xommúnistar — af gömlum vana“. f fylgd með Tarsis var Lev A. Rahr, útgefandi og rúss- neskur flóttamaður, sem legg ur áherzlu á að gefa út þær bókmenntir sem ekki komast á þrykk í Sovét. Hann fer með Tarsis til íslands. Hann sagði mér, að sitt forlag hefði átt þátt í að smygla verkum Tarsis og fleiri rússneskra höfunda út úr Sovétríkjunum, þ. á. m. Ward 7 sem nú er að koma út heima. Þá hefur for lagið gefið út ljóð eftir Past ernak og nýlega Rekvíem eftir helztu skáldkonu Rúss- lands á þessari öld, Önnu Akh matovu sem nú er nýlátin. Rahr sagði að það væri sín skoðun að önnur skáldkona, Bella Akhmadulina, þrítug að aldri, væri bezta ljóðskáld Sovétríkjanna í dag. „Evtús- jenkó er að hraka“, bæt.ti hann við. Ljóð Akhmadulinu eru ekki á hverju strái, sagði hann mér einnig, en þegar honum tækist að ná í handrit frá henni mundi hann gefa það út á rússnesku og þýzku eins og önnur verk annarra rússneskra höfunda. Hann spurði um ljóðlistina á íslandi og ég sagði eftir beztu vitund að hún hefði átt í vök að verj ast, en væri nú að ná sér eitt hvað á strik. „Þetta er þá sama þróunin og í öðrum lönd um“, sagði hann, „ljóðlistin er ekki á undanhaldi, hún er að stórvinna á“. Tarsis mun vera eini So- étlx>rgarinn sem misst hefur borgararéttindi sín fyrir sér- stakar ráðstafanir Æðstaráðs- ins. Þegar hann var í Bret- landi sællar minningar, var hann sviptur borgararéttind- um Sovétríkjanna og er nú „heimsborgari“ í orðsins fyllstu merkingu, þ.e. hann er ekki borgari neins sér- staks ríkis. Vel má vera, að Trotzky hafi á sínum tíma einnig verið sviptur borgara- réttindum sínum með sérstök um ráðstöfunum, en ekki hef ég handbærar heimildir um það. Ég hitti Taris og Rahr aft- ur í morgun, miðvikudag, og borðaði með þeim morgun- mat á hótel 5th Avenue. Tars- is er augsýnilega einmana, hann þráir föðurland sitt. Þar á hann 19 ára gamla dóttur sem stundar nám við háskóla. Rahr segir að hún sé auga- steinn föður síns. Skáldið hef ur hringt til hennar vikulega og haft tal af henni. „Ég held henni líði vel“, segir hann. „Þeir hafa ekki gert henni neitt til miska. Vonandi fær hún að koma til mín í haust“. Ég spurði Rahr hver væri ástæðan til þess, að Tarsis fékk að fara til útlanda. Hann sagðist halda, að sovézk stjórnarvöld hefðu tekið þann kostinn sem þeim hefði þótt vænstur — að reka hann úr landi; þannig yrði hann hættuminnstur. Hinir kostirn ir hefðu veiið að láta hann dúsa áfram á geðveikrahæli og verða samvizkuspursmál Sovétríkjanna — eða leyfa honum að fara frjáls ferða sinna í Moskvu sem „opinber geðsjúklingur", en þá hefði hann getað orðið enn hættu- legri en þó hann færi utan. Tarsis sjálfur sagði, að Shele- pin, einn af valdamönnum Sovétríkjanna, hefði sagt: Tarsis er hætta númer eitt. Og af hverju? Jú, hann hefur hættuleg áhrif á ungu kyn- slóðina. Þess vegna var nauðsynlegt að losna við hann úr Sovét. i Nú sagði Tarsis mér frá þvl að hann vqpri fæddur í Kíef og faðir sinn hefði verið verzlunarmaður þar í borg. Hann v«r byltingarmaður eða bolsjeviki og guðleysingi, svo Tarsis hefur að vissu leyti hlotið „gott uppeldi". En það hefur ekki dugað, kannski meðal annars vegna þess að móðir hans var strangtrúuð kona. En líklega hefur þó tím inn og reynslan skorið úr. Tarsis byrjaði að skrifa 1 skóla og ritaði m.a. um mod ernistiska höfunda í Vestur- Evrópu, eins og hann kallar verkið. Sú ritgerð var gefin út, einnig ritgerð um skáld frumrenesansins á Ítalíu. Það var meistaraprófsritgerð hans. Af skáldskap var fyrst gefið út eftir hann smásagnasafn 1931 og síðan hefur hann skrifað margt, m.a. Bláu flug- una og Rautt og svart, nóv- ellettur. Sú fyrri fjallar um prófessor sem lætur angrast af flugu nokkurri, en herðir upp hugann og drepur hana. Eftir það finnst honum allt réttdræpt sem angrar hann, meira að segja ríkisstjórnin, ef hún kemur við kaunin á honum sem þjóðfélagsborg- ara. Góð hugmynd! Ýmislegt eftir Tarsis hefur birzt í Novy Mir. Tarsis sagði mér að hann hefði gerzt félagi í Kommún istaflokki Sovétríkjanna 1948 og þá samkvæmt þessari for- skrift gamals og frægs rúss- nesks hershöfðingja, Suvor- ovs: „Ef þú vilt ráða niðurlög um óvinar þíns, þá skaltu vera eins nálægt hjarta hans og unnt er“. Hann var stríðsfréttaritari allt stríðið og var með her- sveitum Zhukovs sem her- tóku Berlín. Þá var hana hreykinn fyrir hönd Rúss- lands. Hann þekkir hershöfð- ingjann persónulega og þykir mikið til hans koma. Hann sagði að Zhukov byggi um 20 km. austur af Moskvu og væri á ellilaunum. Hann býr hjá dóttur sinni og tengdasyni Hvorki Stalín né Krúsjeff þoldu hann vegna þeirra vin- sælda, sem hann hafði aflað sér. „Þeir voru báðir hræddir við þessar vinsældir“, sagði Tarsis. Síðan talaði hann lítillega um afstöðu sína: „Ég er ekki Sovétrithöfundur", sagði hann. „Sovétið er óvinur minn og rússnesku þjóðar- innar. Hvaá sem þeir segja, hefur almenningur það ekki gott. Iðnbúnoðurinn kemur fólkinu ekki éins að gagni og sumir vilja vera láta. Tungl- flaugar koma ekki í stað axla banda. En samt hafa ráða- menn Sovétríkjanna reynt að láta þær —■ halda upp um sig buxunum". Hann sagði mér frá fundi sem haldinn var í Sovétríkj- unum. Meðal viðstaddra var gömul kona — „mjög hug- rökk gömul kona“, sagði hann. „Á fundinum var rætt um eldflaugar, geiminn — allt nema þaifir fólksins. Þá sagði gamla konan: Við þurf- um ekki eldflaugar, við þurf- um ekki geiminn — við þurf- um brauð og pylsur. Og við þurfum jörðina". Þetta var í anda Tarsis. Eins og fyrr getur lagði Tarsis stund á bókmenntir og málvísindi. Hann sótti meðal annars námskeið í norrænum fræðum og kynntist þá forn- um íslenzkum bókmenntum. „Og af sögunum kynntist ég íslenzku þjóðinni" sagði hann. „Þetta fólk er hugrakkt og stolt, það er engir hug- leysingjar eins og sovétsinnar. Sögurnar er einhver bezti epos sem til er. Þær eru í senn frumlegar og póetísk- ar“. Tarsis Tarsis sagðist hafa verið sendur á geðveikrahæli fyrir orð Krúsjeffs sjálfs: „Þessi bölvaður Tarsis skal á geð- veikrahæli — og það strax“, sagði Krúsjeff. Átta dögum síðar var ég lokaður inni og yfirlýstur: Opinber geðsjúkl ingur. Þar var ég heppinn. því eftir það gat ég sagt allt án þess að veia settur í fang elsi, eins og Daníel og Sinj- avskí. Þeir eru í mjög slæm- um fangabúðum. Yfirvöldin gátu ekki þola'ð að þeir notuðu dulnefni. Þeir eru tvöfaldir lygarar, sögðu yfirvöldin — en Tarsis: hann er þó „heiðar- legur“ glæpamaður! Ég var heppinn. Geðveikrahælin eru kannski beztu staðirnir í Sov étríkjunum — og líklega þeir einu, þar sem hægt er að marka orð af því sem sagt er“. Hann bætti því við að þetta ástand mundi ekki haldast mörg ár í viðbót, sovézka spilaborgin mundi hrynja, áð ur en varir. Stjórnendurnir eru sjálfum sér sundurþykk- ir, sagði hann, og á bak við tjöldin eiga sér stað mikil átök — miklu meiri en Vest- urlandabúar vita. „Vonandi brenna þeir í vítislogum þess ara átaka“, sagði hann. „Ég ber nefnilega þá von í brjósti að komast aftur heim að liðnu ári — eða svo“. Rahr sagði að ég skyldi taka þetta mátulega alvarlega. „Tarsis er afskap- lega bjartsýnn", sagði hann. Það þótti mér einnig. En kannski veit hann eitthvað sem við hin vitum ekki, kann ski . . . Ég sagði: „Ég er mjög glað- ur yfir því, herra Tarsis, að þér skuluð ekki vera geggj- aður“. „Það er ég líka“, svar- aði hann. „Mér létti mikið, þegar ég hitti hann“, sagði Rahr, „því ég hélt hann væri eitthvað meira en lítið skrít- inn. En svo sá ég að hann var ekkert skrítnari en við hinir“. „Ég var farinn að trúa fullyrðingum Sovétmanna að þér væruð geggjaður", bætti ég við. „Þeir hafa sinn áróð- ur í lagi“. Hann kinkaði kolli: „Öllu er óhætt, meðan ég trúi þeim ekki sjálfur", sagði hann. Rahr sagði nú 1 lok sam- tals okkar, að Laxness hefði átt drjúgan þátt í því að koma Tarsis úr landi. Fjöldi rithöf- unda skrifaði undir „bæna- skrá“ til Sovétyfirvalda þess efnis að þyrma honum. „Sterk ustu nöfnin voru: Moravia, Bertrand Russel, Aragon, Arthur Miller og Laxness", sagði Rahr. Þeir hlakka til að hitta Laxness heima. Miller er hér á P. E. N. þinginu, þeir hafa hitt hann. „Ég hef í fórum mínum tvö bréf frá Halldóri Laxness", sagði Tars- is, „og mig langar að fá leyfi hans til að birta þau. Þau eru mjög viturlega skrifuð og eiga erindi við heiminn“. Þannig getur lítil þjóð átt erindi við heiminn. Ég spurði Taris að lokum, hvað hann hlakkaði mest til að sjá heima á íslandi. Hann hikaði ekki: „Sólina", sagði hann. „Sól allan sólarhringinn, hvílík dásemd. Hvílíkur mun ur“. — M.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.