Morgunblaðið - 19.06.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.06.1966, Blaðsíða 10
10 / MORGU NBLAÐIÐ Sunnudagur 19. júní 1966 FRAMKVÆMDIR við stór- virkjunina við Búrfell eru nú hafnar af fullum krafti. Síð- ustu daga hafa stórvirk tæki verið flutt austur og hefir orðið að flytja mörg þeirra sundur tekin, ýmist í tvennu lagi eða smærri stykkjum. — Eitt stærsta tækið, sem flutt hefir verið austur, er jarðýta, sem er um 44 tonn að þyngd. Allmörg tæki eru um og yfir 30 tonn. Fréttamenn Morgunblaðsins brugðu sér austur í síðustu viku og tóku þá myndir þær, sem hér fylgja með og ræddu við yfir- menn framkvæmdanna þar á staðnum. Við hittum fyrir Pál Sigurjóns son verkfræðing en hann er ann ar yfirmanna við virkjunarfram kvæmdirnar, en kveðst ekki verða þarna nema um stundar- sakir. Hann er starfsmaður Pihl og Sön í Kaupmannahöfn og hef ir unnið mikið við byggingu jarð ganga, var m.a. hér á landi, er framkvæmdir hófust við bygg- ingu vegarins gegnum Stráka við Siglufjörð. Annar yfirmannanna við Búrfell er Lennert Fogelklou sænskur verkfræðingur, og mun hann hafa mestan veg og vanda af yfirstjórninni fyrir austan á næstunni. Hann var fjarverandi er við komum í heimsókn. Um þessar mundir. vinna 70 manns við undirbúning verksins, en gert er ráð fyrir að alls muni vinna þarna 400—500 manns þeg ar flest verður og mest umleikis, en það verður ekki fyrr en næsta sumar. Aðalstarfið fram til þessa í sumar hefði verið að búa allt út fyrir fólkið, reisa matskála og íbúðarskála, svo og birgðaskemm ur og setja saman verkfæri og koma þeim í gang. Allt er þetta mikið verk. Sérstaka athygli okk ar vöktu norskir íveruskálar, sem fluttir eru tilbúnir hingað til lands. Eru þeir búnir húsgögn um, ofnum, skápum, speglum og Ijósaleiðslum og uppsettum ljósa stæðum. Skálar þessir eru mjög vistlegir og ætlaðir til íbúðar fyr ir tvo menn hver. Auk þess eru svo snyrtiskápar með vöskum og öðrum snyrtitækjum. Af svip- aðri gerð eru einnig skrifstofu- skálar. Allt hefir þetta verið flutt tilbúið til landsins og verð ur sett upp á skömmum tíma. f skálum þessum verður rúm fyrir um 100 manns. Samfara þessu hefir verið lagður vegur austan í svonefndum Trjáviðar- læk. Frá vegi þessum ofarlega í hlíðinni verða gerð hliðar jarð- göng inn í múlann að þeim stað er megingöngin munu liggja frá vatnsuppistöðunni og til stöðvar hússins, sem verður sunnan í Múlanum nokkuð vestan við hina gömlu Sámstaði, en rústimar af þeim stað hafa þegar verið girt- ar og munu ekki verða snertar, enda friðhelgar fornminjar. Svo sem í upphafi sagði eru þarna að verki mörg mjög stór virk tæki. Við sáum eina 30 to. hjólaskóflu að störfum. Fleiri slíkar verða þarna og mikill fjöldi annara stórvirkra tækja, enda þarf að fjarlægja gífurlegt magn af jarðvegi og sprengja hundruð þúsunda rúmmetra af grjóti. Undan stöðvarhúsinu sjálfu, sem standa mun framan í Sám- Séð inn í einn norska íbuðaskálann. Séð yfir svæðið þar sem íveruhús og vinnuskáiar verða. Mynðina tók Ól. K. M. Stórir flutningavagnar, sem eiga að fjarlæga jarðveginn úr g ögnunum. Þarna rísa íbúöarskálarnir austan undir Sámsstaðamúlanum. Verkamenn eru að bera hlera í matskálann /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.