Morgunblaðið - 19.06.1966, Side 12

Morgunblaðið - 19.06.1966, Side 12
12 MORGUHBLAÐID Sunnudagur 19. júní 196*. Ræða Gelrs Hallgrímssonar borgarsfjóra á Arnarhóli Getum við gert ísland að því mikla menningar- lista og vís- indalandi sem víða yrði vitnað til? Góðir áheyrendur, nær og fjær. Aldinn stjórnmálamaður sagði við mig um daginn þegar talið barst að 17. júní: „Segðu þeim, hvað við erum hamingjusöm að eiga ísland“. Fyrst leit ég svo á, að okkur ðllum íslendingum væru þessi sannindi Ijós, en við nánaxi xhugun kemur það víst fram hjá okkur flestum, að við ýmist leið um ekki hugann að svo sjálf- sögðum hlut eða efi, kvíði og jafnvel vanþakk'læti yfir hlut- skipti okkar á þessu landi sezt að í hugum okkar. Á þessum degi ber okkur að minnast. þess, að því aðeins eigum við nú þetta land, að for- feður okkar námu hér land, lifðu hér og störfuðu þannig, að iþeir sköpuðu sögu og sjálfstæða menningu. Kynslóð eftir kyn- slóð hefur geymt þessa sögu og við hana bætt eigin reynslu, til einkað sér þjóðmenningu og við hana aukið eigin framlagi; sama tungumál hefur hér hljóm að og verið ritað frá fyrstu tíð til þessa dags. Öllum íslendingum má vera Ijóst, að glötum við þessum arfi eða. ávöxtum hann ekki, getum við um leið glatað landinu og frelsinu, sem við fögnum í dag. Ef skoðanakönnun færi fram í dag á íslandi eða atkvæða- greiðsla um það, hvort við vilj um vernda íslenzka þjóðmenn- ingu og halda hér uppi ís- lenzku þjóðríki, hvort við vilj- um vera íslendingar, þá er eng in hætta á öðru en allir eða nær allir mundu greiða því jákvæði. En ein slík atkvæðagreiðsla eða skoðanakönnun hefur tak- markað gildi, því að það, sem máli skiptir, eru athafnir okkar og ákvarðanir í daglegu lífi, hvort þær eru jákvæðar og í samræmi við hugsjón okkar um sjálfstætt íslenzkt þjóðfélag. Vissulega eru ekki allar at- hafnir og ákvarðanir jafn af- drifaríkar, en gott er að spyrja fyrst: Hvað kemur íslandi að gagni?, áður en spurt er um eigin hag, stéttar- eða sveitar- hag. í>ví var barizt fyrir sjálfstæði íslands, að við vildum sjálfir hafa forræði okkar mála. Sam- an fór í okkar sjálfstæðisbar- áttu. sem aðskilið hefur verið víða í sögu annarra þjóða, bar- áttan fyrir sjálfstæði landsins annars vegar og baráttan fyrir frelsi landsmanna, lýðræðinu, hins vegar. Það var ekki fullnægjandi að flytja valdið úr höndum er- lendra valdhafa og fá það inn- lendum. Valdið átti að vera í höndum fólksins sjálfs. Fólkið velur sér síðan for- ustu og felur henni ákveðin völd. íslendingar ættu flestum vígslu landsbökasafnshússins, sem hér stendur við hlið okkar: „Ég veit eigi aðra betri ósk, er ég geti bundið við þessa at- höfn en þá, að æskulýður ís- lands festi sér í huga þann sann leik, að mennt er máttur og að menntaleysi er máttleysi, Hver, sem eykur menntun sína, eykur mátt sinn og þar með mátt þess lands sem á hann“. í þessum anda var Háskóli íslands stofnaður 17. júní fyrir 55 árum. En er ekki sama ástæð an nú eins og þá til að huga að menningarmálum, og eru ekki allar aðstæður í dag miklu Stúlkur bera blómsveig frá Reykjavíkurborg við gröf Jóns þeim. Sig urðssonar. Borgarstjóri að baki fremur að vita, að þjóðskipulag þar sem kjörnir forsvarsmenn Inn- og útflutningsfyrirtæki, Lodz 22, Lipca 74, Póllandi. Símnefni: Skórimpex Lods. Pólskar leður- og gúmmíiðnaðarvörur hafa getið sér góðan orðstýr hvarvetna um heim og einnig hér á landi. Skórimpex býður: I.eðurskófatnað fyrir konur, karla og börn, fjölbreytt nýtízku úrval, emnig sandala og mjög góða vinnuskó. Gúmmískófatnað fyrir börn og fullorðna einn ig vaðstígvél V* há, Vi. há og upphá, snjó- bomsur, skóhlífar, verkamannaskó, upphá sportstigvél og sjóstígvél. Strigaskó með gúmmísólum fyrir börn og full orðna, lága, hálfháa og uppháa. Hjólbarða „DEGUM“ og „STOMIL" gerðir, fyrir allar tegundir bifreiða og reiðhjóla, all- ar stærðir, mikið úrval. Gúmmíhluta. tæknilega, svo sem: V-belti, drifreimar margskonar, gúmmíslöngur, gólf- flísar úr gúmmí og gúmmísóla, gúmmí til um búða og fleiri nota. Einkaumboðsmenn vorir á íslandi fyrir leður-, gúmmí og strigaskófatnað er: ÍSLENZK- ERLENDA VERZLUNARFÉLAGIÐ Tjarnargötu 18, Reykjavík — Sími: 2-04-00. eru án valda, býður upplausn og frelsissviptingu heim. Ábyrgð og vald fara þannig saman og við skulum ekki draga úr því hjá forsvarsmönn um, þótt við gætum þess ávallt, að úrslitavaldið sé hjá þjóðinni og ábyrgðin hjá hverjum þjóð- félagsþegni. Við íslendingar lítum ekki á forystumenn og forsvarsmenn eins og börn líta á foreldra og ætlumst ekki til að ríkisvaldið þurfi að beita foreldravaldi við fullorðið fólk. Og við skulum þá beldur ekki biðja um slíka forsjá með því að haga okkur eins og við sjálf berum ekki ábyrgð á því, sem fram fer í kringum okkur. Stundum hefur verið haft á orði að ísland væri sakir fá- mennis einangrunar og sam- stæðra þjóðareinkenna tilvalinn vettvangur læknisfræðilegra rannsókna, tilrauna eða með- ferðar. Vel er, ef við getum þannig orðið að liði til þess að efla líkamlega hreysti og heil- brigði meðbræðra okkar og sjálfra okkar um leið. En ættu ekki sömu forsendur að vega nógu mikið til þess, að við get- um hér verið til eftirbreytni á sviði þjóðfélags- og stjórn- mála, mennta, lista og vísinda, ef vilji væri fyrir hendi. Það væri að visu umtalsverð ur árangur sjálfstæðs ríkis, ef við íslendingar gætum skapað sjálfum okkur farsæla framtíð í landinu, en hvorki eintakling- ar eða þjóðir geta verið sjálfum sér nógar í þeim skilningi, að þær geti einangrað sig og kom- izt hjá samskiptum við aðra. Einangrun er raunar stöðnun, og stöðnun afturför í framfara- sókn samtímans. — Við þurfum því og eigum bæði að veita og Þiggja, ef okkar kynslóð á að varðveita og efla íslenzka menn ingu. Við verðum að fara út fyrir sjálf okkur, leita einhvers æðra en eigin makinda og lífs- nautar, — en hvað getum við gert fyrir aðra? Mannshugurinn er mestu auð ævi fámennrar þjóðar, ræktun hans er grundvöllurinn. Fyrir sextíu árum sagði Hannes Hafstein. ráðherra. við fremur en nokkru sinni áður með þeim hætti að á því sviði ætti að vera hægt að vinna stór virki? Við íslendingar erum svo lánsamir að komast hjá útgjöld um vegna landvarna. Við höf- um að vísu í svo mörg horn að líta ,að fjármurirnir hafa ekki enzt til að hrinda í framkvæmd því, sem við vildum, þrátt fyrir það, að þessi miklu útgjöld flestra þjóða hvíla ekki á okk- ar herðum. Og auðvitað veróur það svo enn í framtíðinni, að ekki verður unnt að leysa öll þau verkefni, sem við blasa. En einmitt þess vegna verðum við að varða leiðina. velja eitt, þútt á kostnað annars sé. Spurningin er: Getum við gert ísland að því mikla menn ingar-, lista- og vísindalandi, sem víða yrði vitnað til? Eigum við ekki að beita vopni menr.t- unar í baráttu okkar fyrir bætt um lífskjörum og í samskipt- um við aðrar þjóðir, og eigum við ekki að beita því vopni fyr- ir þá, sem hjálpar eru þurfi, og umfram allt til þess að öðlast frið með sjálfum okkur? Okkar tíma hæfir ekki annað en að hugsa hátt. Tækifærin hafa aldrei verið glæstari en nú, tindurinn aldrei hærri, sem stefnt er á. En um leið hefur áhættan aldrei verið meiri, eða hengiflugið hærra. Takmark okkar er þjóðfélag sannra mennta og hollra hátta. Forsenda þess, að rétt sé að tak markinu stefnt, er ræktun ana- legra verðmæta. í keppninni að hinu háleitasta marki er fólgið lífsgildið sjálft. Og þó við veró- um aldrei firrtir mannlegum breyskleika eða þjóðfélag okkar meinum sínum til fulls, þá tengjumst við hvert öðru órjuf andi bræðrabandi á þessum degi og vinnum dýra eiða æu- jörðinni til handa. Á þjóðminningar- og frelsis- degi er það játningin okkar, að við erum hamingjusöm að eiga ísland. En við verðum að vinna til þess að vera hamingjusöm. Við verðum að vera verðug þess að eiga ísland. Gleðilega þjóðhátíð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.