Morgunblaðið - 19.06.1966, Page 15
Sunnudagur 19. júní 19W
MORGU NBLAÐID
15
Þeir
oft sizt
sem kvnrta undan forustuleysi
sættu sig við uð ruðin væru uf
mundu
þeim tekin
Þjóðhátíðarræða dr. Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra
ALLT frá upphafi íslands-
byggðar hefur hér verið
meira jafnræði manna á
milli en víðast hvar annars-
staðar. í hinu forna þjóð-
veldi máttu menn sjálfir
kjósa sér með hverjum
goða þeir vildu vera í þingi
og voru ekki bundnir á-
kveðnum höfðingja sökum
ætternis eða búsetu. Slíkt
valfrelsi var þá a.m.k. fá-
gætt. Einsdæmi voru ákvæð
in um að firra menn efna-
hagsáföllum með eins konar
skyldutryggingu, þótt tak-
mörkuð væri. Víðtæk fram-
færsluskylda ættmanna mið
aði að því að koma í veg
fyrir, að nokkur kæmist á
vonarvöl.
Þessar réttarreglur sýna í
senn jafnræði og náin inn-
byrðistengsl meðal þjóðfé-
lagsþegnanna allt frá upp-
hafi. Réttarskipunin breytt-
ist að ýmsu til hins verra
eftir að þjóðin missti sjálf-
stæði. En á þeim tíma, sem
íslendingar hafa búið í
landi sínu, hafa þeir
blandazt svo sín á milli, að
segja má, að gildi ættfræði
sé hér meira í því fólgið að
sanna skyldleika allra lands
manna heldur en einkenni,
sem haldist til langframa í
tilteknum ættum, svo skjótt
og margvíslega sem ættir
allra koma hér saman.
Jafnræðisvitund manna á
milli er þess vegna rík og
rótgróin. Þetta lýsir sér m.a.
í því, að þótt stjórnmála-
flokkar deili hér um margt,
þá eru þeir allir sammála
um það markmið að bæta
kjör hinna lakast settu og
gera viðhlítandi ráðstafanir
gegn örbirgð og allsleysi.
Nægir þar að nefna hina víð,
tæku tryggingarlöggjöf, sem
þróazt hefur síðasta manns-
aldurinn, svo sem sjúkra-
tryggingar, elli- og örorku-
tryggingar og þarnalífeyri.
Um einstök atriði þessarar
löggjafar var raunar deilt,
þegar þau voru sett. En um
hana má nú segja, að allir
vildu Lilju kveðið hafa. Eng
inn lætur lengur uppi efa-
semdir um, að rétt hafi ver-
ið stefnt eða að hverfa eigi
af þessari braut. Þvert á
móti er nú í sameiningu unn
ið að því, að undirbúa lög-
gjöf um allsherjarlífeyris-
sjóð.
Þótt því verði ekki með
nokkru móti neitað, að mik-
ið hafi áunnizt í þeim efn-
um, þá er enn verulegur lífs-
kjaramunur manna á milli
hér sem annarsstaðar. Eg
endurtek hér sem annars-
staðar af því, að ekki hef ég
neinar spurnir af þjóðfélagi,
þar sem slíkur munur sé
enginn. Víðast hvar er hann
miklu meiri en hér.
Um það hefur löngum ver
ið deilt, hvort unnt væri að
afnema þvílíkan mun og þá
ekki síður um leiðirnar til
þess, svo sem það, hvort
vænlegra sé að ná sem
mestum jöfnuði með sem
mestum ríkisafskiptum eða
með einkaframtaki. Um öll
þessi efni er hollast að láta
reynsluna skera úr.
Hagnýting allra auðlinda
landsins er forsenda auk-
inna og öruggra tekna þjóð-
að í lýðfrjálsum löndum
hefur lengst tekizt að sækja
í þá átt að tryggja öllum
sæmileg lífskjör og jafnvel
verða aflögufær til að rétta
hjálparhönd þeim yfirgnæf-
andi meirihluta mannfólks-
ins, sem enn á við beinan
skort að búa. Þó að lítið
muni um liðveizlu okkar til
sem menn áður hirtu ekki
um.
Skiljanlegt er, að þeir, sem
berjast verða fyrir brýnum
lífsþurftum sínum, séu
kröfuharðir. Kröfuharkan
ein leysir þó engin vanda-
mál; fyrir hendi þurfa að
vera ytri skilyrði þeim til
lausnar. Annars getur síðari
Forseti og forsætisraöherra viö styttu Jons Sigurðssouar.
arheildar og einstaklinga. í
þeim efnum kemur öðru
hverju fram furðulegt ósam
ræmi í afstöðu. Svo er stund
um að heyra sem það gangi
landráðum næst að virkja
vatnsföll og efla hag þjóðar-
innar með því að selja er-
lendum mönnum raforku,
sem fæst við virkjun stór-
fljóta, sem ella mundiumára
tugi renna ónotað til sjávar
engum til gagns, en mörg-
um til trafala. Fáum
finnst aftur á móti nokkuð
athugavert við það, að seld-
ur sé úr landi fiskur veiddur
við strendur landsins, þó að
yfirvofandi sé, að sumir fisk
stofnar rýrni verulega, því
að þar eyðist vissulega það,
sem af er tekið með allt öðr-
um hætti én vatnsaflið.
Um þetta og margt annað
er deilt. ðOB^ilanlegt er,
annarra, þá erum við nú
komnir í hóp þeirra þjóða,
sem eru svo efnum búnar,
að þær telja sér skylt að
miðla öðrum af auðlegð
sinni.
Það er ævaforn reynsla,
að á meðan hætta steðjar að,
þá þjappast menn saman og
þykir sjálfsögð sú forsjá,
sem þeir munu ella trauðla
sætta sig við. Þegar leika fer
í lyndi, þykjast flestir sjálf-
um sér nógir, kvarta að vísu
stundum undan forystuleysi,
og þeir þá oft mest, sem
allra sízt mundu sætta sig
við, að af þeim sjálfum væru
tekin ráðiti. Þess er og að
gæta, að þótt einhver vandi
sé leystur, þá vakna ætíð ný
úrlausnarefni og nýjar þarf-
ir. Enda kemur einnig þegar
léttir til og hagur batnar,
ýmislegt upp í huganum,
villan orðið verri hinni
fyrri. Komið yrði í veg fyr-
ir margvíslegan árekstur og
þýðingarlaust þrátefli, ef
menn fengjust til þess að
fylgja þeirri gömlu reglu,
að í upphafi skyldi endirinn
skoða. Hvað sem um það er,
þá á samskonar kröfuharka
og þvingunarráð ekki við til
að knýja kröfur fram fyrir
þá, sem búa við allsnægtir
og hina, sem eru að brjótast
úr örbirgð. Allt annað er að
berjast fyrir auknu jafn-
rétti eða til að skapa sjálfum
sér forréttindi umfram aðra.
Svo mikilvægt sem efna-
hagslegt jafnræði er, þá er
hitt þó enn mikilsverðara,
að allir séu jafnir fyrir lög-
unum. Lagareglur nú á dög-
um eru raunar svo marghátt
aðar, að fáir munu þeir finn
ast fullvaxta, hvar sem leit-
að er, sem aldrei hafa brotið
á móti neinu lagaboði.
Hneykslun vegna yfirskins-
sakleysis í þeim efnum fer
því flestum illa, og er þó
helgi lagaboða mjög misjöfn -
í hugum almennings. Lög-
gæzla getur og aldrei orðið
svo fullkomin, að hún nái til
allra lögbrota. Tökum dæmi
af þeirri réttarvörslu, sem
segja má að eðli máls-
ins samkvæmt fari fram fyr-
ir allra augum. Nú þegar tí-
undi hver íslendingur fer til
annarra landa ár hvert, hafa
tugþúsundir með eigin aug-
um séð, hvernig tollgæzlu er
yfirleitt hagað, hvert sem
komið er. Einungis er ræki-
lega skoðaður farangur
fárra, en enginn veit fyrir-
fram hver fyrir verður, né
mundi nokkurn stoða að
bera fyrir sig, að ekki væri
skoðað jafnrækilega hjá öll-
um. Þeir sem gerast sekir
um lögbrot, hvers eðlis, sem
er, verða að skilja, að þeir
gera það á sína áhættu en
ekki þess, sem laganna á að
gæta. Ef hann lætur undan
fallast að gera reka að broti,
sem uppvíst er, þá verður
hann sjálfur sekur. Þar má
ekkert manngreinarálit til
koma, hvorki staða, stétt,
kunningsskapur, vild eða ó-
vild.
Með lögum skal land
byggja en með ólögum eyða.
Hagsældin má ekki veikja
manngildið. Styrkur okkar
er í því fólginn, að allir fái
að njóta sín. En allir verðum
við og að samlaga okkur
landsháttum og leggja okkar
af mörkum til þess þjóðfé-
lags, sem komið hefur okk-
ur til þroska. Okkar mikla
þjóðhetja, Jón Sigurðsson,
sem við heiðrum í dag sam-
tímis því, sem við minnumst
endurreisnar lýðveldisins,
lét aldrei sitt eftir liggja.
Þegar innan við fermingu
var hann settur til sjóróðra,
þótt eigi væri það sökum
féleysis, og efldist við það að
þreki og kunnugleik á þjóð-
arhögum. Sagan segir, að
hann ungur að árum hafi
viljað hafa fullan hlut á við
þá, sem eldri voru og hlotið
hann eftir nokkurt þóf, enda
til þess unnið.
Mjög eru nú allir hagir ís-
lenzku þjóðarinnar breyttir
til hins betra frá því, sem
var í æsku Jóns Sigurðsson-
ar. Enginn skyldi og jafna
sér við hann, því að fordæmi
hans sýnir, að seint verða
allir jafnir að viti, dug og
stórhug. En enn er það eins
og á dögum Jóns Sigurðs-
sonar, að þekkingin er ör-
uggasta ráðið til að koma
góðum málum fram: Þekk-
ing á þeim viðfangsefnum,
sem við er að etja og þekk-
ing á hvers annars högum,
enda munum við þá skjótt
sannfærast um, að það, sem
sundurskilur, er smáræði
miðað við hitt, er sameinar
hina íslenzku þjóð-