Morgunblaðið - 19.06.1966, Side 19
Sunnuðagur 19. iúní 1966
MORGUNBLAÐIÐ
19
Helgi Pétursson, forstjóri
Minningarorð
AÐ Helga Péturssyni er sjónar-
sviptir fyrir alla þá sem eitthvað
höfðu kynnzt honum, og vinir
hans finna nú skarð fyrir skildi
er rúm hans er autt. Hann lézt
12. þ.m. eftir erfið veikindi síð-
asta árið eða svo, mánifði betur
en sjötugur því að hann var
fæddur 11. maí 1896.
Helgi átti ekki kost á langri
ekólagöngu í æsku, varð þó gagn-
tfræðingur frá Akureyrarskóla
1913. Síðan var starfsferill hans
allur á sviði viðskipta og lengst
af á vegum samvinnuhreyfingar-
innar. I>ar hóf hann starf árið
1919, en á árunum 1930—33 var
hann einn af þremur fram-
kvæmdastjórum Síldareinkasölu
ríkisins og bjó þá í Kaupmanna-
höfn. Næstu árin á undan hafði
hann frá 1924 verið kaupfélags-
etjóri í Borgarnesi, en annars má
kalla að eftir að honum tók að
vaxa fiskur um hrygg værú
•tarfskraftar hans ævinlega helg-
•ðir útflutningi íslenzkra afurða.
Helgi var hægri hönd Jóns
Árnasonar meðan hann stjórnaði
útflutningsdeild SÍS, og þegar
Jón hvarf þaðan og ger'ðist
landsbankastjóri tók Helgi við
af honum og stjórnaði deildinni
1946—62. Önnur trúnaðarstörf
hans voru þessu aðalstarfi ná-
tengd, m.a. það að vera kjörinn
«f ríkisstjórninni í fjölda samn-
inganefnda um verzlunarvið-
•kipti við erlend ríki.
Á þessum vettvangi lágu leiðir
okkar Helga saman, fyrst við
ianga og leiðinlega samningagerð
i Moskvu, og síðar í Prag þar
sem hjólin snerust að vísu ögn
hraðar þótt hægt færi. í bæði
þessi skipti voru sendir ágætir
menn að heiman til samninga-
gerðarinnar og er það ekki I frá-
sögur færandi heldur sjálfsögð
meginregla. Hverjum nefndar-
manna er ætlað að leggja sinn
skerf á ákveðnu sviði til þess
þekkingarforða er auðveldi starf-
ið að sameiginlegu marki. HeJgi
Pétursson var enginn eftirbátur
annarra í þessu efni. I>ó er það
ekki fyrst og fremst þetta sem
gerir fyrstu kynnin við hann
minnisstæð heldur framkoman,
máðurinn sjálfur.
J>að vita þeir gerzt sem í hafa
komizt að það var ekki eilíf
skemmtun fyrir hóp af fullfrísk-
um mönnum að sitja vikum og
mánuðum saman í Moskvu yfir
samningagerð eftir þvi ritúali
sem þar gilti þegar við Helgi
vorum þar saman, — og allir
vissu um fjölda verkefna sem
hrúguðust upp og biðu þeirra
heima. J>að er engin furða þótt
stundum geti stríkkað á taugun-
um þegar svona stendur á. En
það gat ekki komið fyrir Helga
Pétursson. Á hverjum morgni
sama glaðlynda smitandi bjart-
sýnin. Hvaða dægrastytting var
á við það að spila bjálfalegt spil
sem vi'ð höfðum skýrt gambít, á
spil sem voru svo slitin að sum
varð að næla saman með papp-
írsklemmum? Jafnvel hádegis-
verður á Hótel National var til-
efni daglegrar tilhlökkunar. Það
var eins og jafnaðargeði og þol-
inmæði þessa manns væru eng-
in takmörk sett. Og þessi maður
sem tók aðgerðarleysinu með svo
Ráðskona og
sildarstúlkur oskast
Ráðskona óskast á Söltunarstöðina Neptún h.f.
Seyðisfirði. Einnig stúlkur til síldarsöltunar.
Upplýsingar Neptún h.f. Seyðisfirði í síma 174 eða
hjá Karli Jónssyni í síma 211 Seyðisfirði.
VINSÆLDIRNAR
l.lJTLUl VAXA STÖÐUGT
es x,
Virfgerrfa-og
varahlutaþjónusta
er framkvæmd af
fagmönnum hjá
OTTO A. MICHELSEN h,f.
Klapoarstig 17. S.20560
REGNA ITE MIZ ER^rafknúínn.
REGNA STANDARD rafknúínn.
REGNA STANDARD handknúinn.
REGNA-búðarkassinn er norsk framleiðsla
eftir ströngustu kröfum nútímans.
REGNA-búðarkassinn er traustur, fljótvirkur
og auðveldur í notkun.
E.TH. MATHIESEN h.f.
VONARSTRÆTI4 • SiMI 36570
hátíðlegri stillingu var orðlögð
hamhleypa til verka þegar hann
var htima í ííki sínu.
Oít má bregða upp iitlum speg-
i.myr.dum í visuorðum eða máJs-
háttum af almennu viðhorfi
manna til þess sem að höndum
ber. „Góðmennskan gildir ekki“
er upphafið að alkunnri vísu sem
margir dá — og kannski getur
ráðlegging hennar stundum átt
við fyrir suma. Hvað sem því
líður er það víst að ekki var
leiðarsteinn Helga fólginn í þess-
ari ferskey tlu. „Þolinmæðin
þrautir vinnur allar“ gat miklu
frekar verið hans einkunnarorð.
Samt vantar enn eitthvað í mynd
ina. Þolinmæðin getur veri'ð leið,
dapurleg, mædd, — en það var
hún ekki hjá Helga, heldur sjálf-
sögð og lífgandi eins og dags-
birtan.
— ★ —
Helgi fæddist að Núpum í Að-
aldal. Pétur Stefánsson bóndi þar
og kona hans Helga Sigurjóns-
dóttir voru foreldrar hans. Voru
þau af góðum þingeyskum bænda
ættum, hæfilega söltuðum presta-
blóði þegar rakið er nokkra ætt-
liði aftur í tímann.
Fjögur systkin átti Helgi og
mun Stefán þjóðskjalavörður
þeirra kunnastur. Annar bróðir
aeirra er -nn á lífi norður á
Húsavík.Sigurjón sem áðar bjó
að Heiðarbót í Reykjahverfi og
var söngstjóri í hjáverkum. —
Kristján sjómaður og útgerðar-
maður á Húsavík er löngu dáinn,
einnig Hólmfríður systir þeirra
sem gift var Héðni Jónssyni, en
synir þeirra — Jón viðskiptafræð
ingur og þeir bræður — eru orð-
lagðir athafnamenn.
Það er sagt að listhneigðina
megi rekja til langömmu þeirra
systkina, Guðlaugar Björnsdótt-
ur kona síra Hjörleifs Guttorms-
sonar áð Skinnastað. Hvað sem
því líður var Sigurjón í Heiðar-
bót ekki einn um að vera
söngvinn og söngelskur, þar
var Helgi og mjög liðtæk-
ur og ekki aðeins sem áheyr-
andi. Lagði hann einkum stund á
píanóleik á yngri árum.
— ★ —
Árið 1924 kvæntist Helgi Soffíu
dóttur Björns yfirkennara Jens-
sonar, og er hún yngst þeirra
ágætu systkina. I»au eignuðust
þrjú börn:
Björn lögfræðingur kvæntur
Soffíu Einarsdóttur.
Helga, ógift, starfar við rann-
sóknarstofnunina á Keldum.
Gunnlaugur Pétur flugmaður,
giftur Erlu Kristjánsdóttur.
Heimili Soffíu og Helga hafði
sama svip hógværrar fyrir-
mennsku og dagfar þeirra allt,
ekki borizt á. í neinu en smekk-
urinn allstaðar í fyrirrúmi, utan
húss sem innan .
„Þetta er allt gott og blessað",
lætur Voltaire Candide segja í
lok samnefndrar frægrar sögu.
„en maður verður að rækta garð
inn sinn“. Skeytingarleysi þessa
gáfaða dugmikla manns um all-
an opínberan rrama og me.orð.
um önhur manaaforráð en þau
sem aðrir heimtuðu að hann tæki
að sér, hafa oft minnt mig á
þessi alkunnu orð.
Og þessi garður athafna og
menningar var vel hirtur.
Pétur Benediktsson.
ÉG VAR rétt í þessu að heyra
lát hans tilkynnt. Þessi fregn
kom ekki á óvart, því hann var
búinn að vera sjúkur æði lengi.
En vfð lát hans rifjast upp fyrir
mér langt og ánægjulegt sam-
starf. Helgi var einn af allra
samvizkusömustu og dugmestu
samverkamönnum, sem ég hefi
unnið með. Og hann var óvenju-
lega reglusamur og hagsýnn
starfsmaður. Það var algengt áð-
ur en Helgi byrjaði að vinna með
mér, að talsvert af verkefnum
dagsins var geymt til kvölds og
þá unnið að lausn þess fram eft-
ir nóttu. Helgi breytti þessu fljót-
lega. Ég undraðist oft hvað vel
honum tókst að skipuleggja starf
ið svo að unnt var að ljúka öllu
sem þurfti á venjulegum vinnu-
tíma. Og það var ekki kastað
höndum áð þessum störfum, því
allt var unnið af einstakri vand-
virkni og snyrtimennsku.
Einu sinni hafði Helgi farið
frá SÍS og byrjað á eigin fyrir-
tæki. Ekki veit ég nema þetta
hefði orðið honum til meiri fjár-
öflunar og frama heldur en iauna
starf í þjónustu SÍS. En ég var
alltaf nokkuð þröngsýnn og taldi
mest um vert að vinna fyrir SÍS.
Ég skýrði stjórn SÍS frá því að
Helgi væri að byrja á eigin fyr-
irtæki, en ég teldi kröftum hans
betur varið í þjónustu Samvinnu
félaganna og færi því fram á að
hafa um það óbundnar hendur að
reyna að ráða hann aftur í þjón-
ustu SÍS. J>etta var samþykkt og
tóskt mér að fá Helga til sam-
vinnu á ný. Þegar ég svo fór úr
þjónustu SÍS í ársbyrjun 1945
tók Helgi vfð starfi mínu sem
framkvæmdastjóri útflutnings-
deildar, og tel ég það eitt af
því bezta, sem ég hef gert fyrir
samvinnufélögin, að fá þessu
framgengt.
Það var ekki meining mín
með þessum fáu línum að skrifa
ævisögu Helga, sem er það merki
leg að henni þarf að gera betri
skil, heldur aðeins að þakka á-
gætt samstarf og óska ekkju hans
og börnum alls hins bezta á
ókomnum ævidögum.
Jón Árnason.
Guðloug J. Jónsdóttir
Minningurorð
Á MORGTJN, mánudag, verður
Guðlaug Jónína Jónsdóttir Skip-
holti 44 Reykjavík, jarðsungin
frá Akureyrarkirkju og jarðsett
í kirkjugarðinum þar, en hún
andaðist sviplega á heimili sínu
aðfaranótt 13. þ.m. öllum svo
óvænt, er til þekktu.
Guðlaug var fædd að Nolli,
Grýtúbakkahreppi í Suður-
Þingeyjarsýslu 15. febrúar 1921.
Foreldmr hennar voru Jón f»or-
geirsson og Bjarney Guðbjarts-
dóttir, er bjuggu þar. Á bernsku-
árum Guðlaugar fluttu for-
eldrar hennar til Akureyrar með
'börnin, og þar hefur móðir henn-
ar búið síðan. Um fermingarald-
ur missti Guðlaug föður sinn.
Ólst hún síðan upp til fullorðins-
ára hjá móður sinni og seinni
manni hennar, Guðlaugi Stefáns-
syni, nú starfsmanni hjá Akur-
eyrarbæ, ásamt stystkinum
sínum. Strax og Guðlaug hafði
þrek til, fór hún að vinna fyrir
sér, bæði heima á Akureyri og
í Reykjavík og vann við ýmis
störf. 30. júní 1956 giftist hún
eftirlifandi manni sínúm, Sveini
C. Jónssyni fiskkaupmanni frá
Ólafsfirði og settust þau að hér
í Reykjavík. Bjuggu þau að
Miklulbraut 90 þar til sl. haust,
er þau keyptu fbúð í Skipholti
44 og fluttu þangað. Á Miklu-
braut 90 hafði Guðlaug húið
þeim lítið en fagurt heimili, þar
sem öllum leið vel, er þangað
komu. En í hinum nýju húsa-
kynnum, er bæði voru stærri og
hentugri á margan hátt hugðist
hún skapa þeim friðsælan sama-
stað sem fyrr; við það starf var
hún vakandi og sofandi, að fegra
og prýða, er hún var kölluð svo
skyndilega burtu.
Þeim hjónum varð ekki barna
ÍSÍRSSSÉS
auðið. Tóku þau bróðurson Guð-
laugar, Héðin 9 ára, í fóstur er
hann var í vöggu. Stuttu síðar
ættleiddu þau hann og hafa síð-
an alið hann upp sem sitt eigið
barn. Naut hann ástríkis og um-
önnunnar Guðlaugar í ríkum
mæli og mun honum seint bætast
móðurmissirinn, svo ríkur var
kærleikur hennar til hans.
Guðlaug var orðvör kona og
grandvör í dagfari. En þeir eðlis
þættir hennar, sem framar öllu
birtust í orðum hennar og athöfn
um voru fórnfýsin og gleðin
af þvi að gleðja aðra.
Þar áttu jafnan hlut að
máli ættingjar hennar og fjöl-
skyldunnar allrar og vandalaus-
ir vinir. Hús þeirra hjóna stóð
öllum opið er þangað leituðu og
ekki voru sporin talin eftir, ef
það gat orðið einhverjum tdl
hagræðis. Það vitum við hjónin
bezt, svo oft greiddu þau Sveinn
götu okkar.
Auk umsvifamikilla og tíma-
frekra heimilisstarfa vann Guð-
laug jafnan nokkuð utan heim-
ilisins. Hin síðustu ár við af-
greiðslustörf hjá íþróttavöllum
Reykjavíkur. Þar ávann hún sér,
sem fyrr, trúnað og traust yfir-
manna sinna, sem fólu henni oft
vandameiri verkefni. Því trausti
brást hún ekki heldur.
Þótt lífssaga Guðlaugar sé
ekki löng að árum, er hún björt
og fögur. Saga, sem segir ekki
frá harðræðum eða stórum átök-
um, heldur saga um konu, sem
færði frið og fegurð til sam-
ferðarmannanna, miðlaði þeim
af kærleika sínum og fórnarlund
og skilur eftir í hugum þeirra
minningar, sem ekki mást út, en
ylja þeim um hjartað er þær
leita á. Er unnt að lifa betur?
Við fráfall Guðlaugar hafa
hinir fjölmörgu ættingjar og
vinir misst mikið. Systkinin eiga
á bak að sjá traustri stoð í erfið-
leikum og stríði daglegs lífs, sem
jafnan lagði gott til og bætti um
til hins betra. Sjúk og öldruð
móðir missir fórnfúsa og kær-
leiksríka dóttur, sem ávallt var
reiðuhúin til að rétta hjálpar-
hönd, ef með þurfti. En mestur
er söknuðurinn og sárastur
harmurinn hjá eiginmanni og
syni, sem hafa misst ástríka
eiginkonu og móður og standa
eftir, sviftir því skjóli, sem var
þeim allt. Megi Alvaldur Guð,
sá, sem lífið gaf og tók aftur,
sefa söknuðinn og blessa þær
dýrmætu minningar, sem eftir
lifa.
Tómas Einarsson