Morgunblaðið - 19.06.1966, Qupperneq 27
Sunnudagur 19. Júní 1966
MORGU NBLAÐtD
27
Mikill fjöldi fólks fylgdist mcð hátíðadagskránni á AusturvellL.
— Þjóbhát'ið
Framh. af bls. 1
segir Sigurður frá Arnarholti.
Við vitum, hvað landið er fag-
urt. Við vitum einnig, að land
okkar á kosti, sem gefur okkur
trú á framtiðina. Þetta eru stað-
reyndir. Og við erum fóstruð
upp við þessar staðreyndir."
Þá vék séra Þorsteinn að því
í ræðu sinni, að landið hefði
jafnan átt góða menn, kyrrláta
bak'hjarla, sterka og ábarandi
framverja, sem þannig hefðu
starfað. Hann kvað þessa menn
hafa byggt upp menningu þjóð-
arinnar, og látið eftir sig ódauð
legan arf, forn- og miðaldabók-
mennta. Og ekkert rökstyddi
rétt okkar sem sjálfstæðrar
þjóðar, betur en einmitt þær.
Hann kvað hina ungu íslenzku
þjóð nú í örum vexti, og sagði
hana vera að byggja upp sem
Sjálfstæði sitt. Og hann sagði:
„Hvenær sem hugsun okkar
og þegnskapur er af ærlegum
toga, erum við hverja Hðandi
stund að leggja lifandi steina í
byggingu nútíðar og framtiðar
okkar sjálfra og afkomenda
lengra fram en nokkurn ckkar
varir.“
Þorsteinn minnti á orð ritn-
ingarinnar: „Ef Drottinn byggir
ekki húsið, erfiða smiðirnir til
ónýtis“, og taldi að því miður
væri margur, sem áliti þetta
marklaust og léttvægt, innan
tómt hjal. Þeir teldu sig margir
meðal okkar hafa fullkomlaga
vit á við Drottin skapara sinn,
og telja réttar að segja honum
fyrir verkum, en að hann segði
þeim fyrir verkum. Síðan sagði
séra Þorsteinn:
„Og svo er annar hópurinn
sem er hreint alveg sama,
hvernig allt ræðst svo að oft íæð
ist sá grunur að héilskyggnum
alvörumönnum, að þeir, sem nú
standa vörð um fjöregg þjóðar-
innar kalli varnaðarorð sin fyr-
ir lokuðum eyrum — en fjand-
samleg öfl læði því inn í slæfða
meðvitund hinna skoðanalausu.
að varðmaðurinn fari ekki með
satt, engin þörf sé að hafa Drott
in með í neinu verki, hann sé
ekki til — kirkjan sé óþurftar-
stofnun, frjálsri hugsun fjötur
og henni fjandsamleg.“
Hann kvað íslenzku þjóðina
eki hafa látið blekkjast. Hún
væri nú orðin auðug af fé, en
það væri vissulega hættulegt
einkanlega fyrir þann, sem væri
á gelgjuskeiði. í>á kvað hann
hana einnig auðuga af dýr-
keyptri reynslu, menn myndu
enn fátækt og umkomuleysi lið-
inna alda, og hvernig fólkið hefði
komizt til manns fyrir frábæran
dugnað og þolgæði, er sýndi hið
dýra kostagull, sem með þjóð-
inni bjó. Hann kvað Drottin
ávallt mundu hjálpa okkur til að
draga sannar ályktanir ai
reynslu sinni meðan við ekki
gerðumst sljó dekurbörn velti-
ára í velferðarríki.
Þá sagði séra Þorsteinn:
„Verkleg menning hefur ails
staðar á byggðu bóli verið hin
sama um þvert og endilangt
landið. Yfirvofandi náttúruham-
farir, fellar og faraldar kou\a
alls staðar jafnt við kaun. Áhrif
erlends valds ristir öllum óaf-
máanlegar raunarúnir. Og þá
má ekki gleyma hinum íslenzka
lýðháskóla, sem lifði og andaði
á kvöldvökum baðstofunnar, þsg
ar ríman og stakan, þjóðleg
fræði og heimilisguðræknj héll
ust í hendur og runnu fólki í
merg og bein. — Hver unni ekki
Gunnari og Njáli, eða Gretti og
Gísla Súrssyni, svo að nöfn séu
nefnd? Hver fann ekki til með
Auði Vésteinsdóttur og Guðrúnu
Ósvífursdóttur, þessum ólíku
kvenskörungum, sem báðar
unnu heit, önnur studdi mann
sinn til hinztu stundar, en hin
var þeim verst, sem hún unni
mest. í þessum örfáu dæmum
sjáum við hinn stórkostlega þráð
sögunnar, sem bindur þjóð'na
saman inn að hjartarótum."
Séra Þorsteinn L. Jónsson
lauk máli sínu á þessa leið:
„Hér er fyrirmyndin að því
samfélagi, sem fullkomnast hef
ur reynzt á þessari jörð, sem
fyrirmynd þass þjóðfélags, er
lætur uppbyggja af Drottni.
Ein trú í landi — ein kirkja
—r- þjóðkirkja íslands, sem rúm-
ar alla þjóðina og samansafnar
henni í einn söfnuð — eitt sam-
félag — eitt þjóðfélag, þar sem
eitt er hjartað og allir hafa með
einni sál eitt í huga í játniogu
trúarinnar Jesú Krist krossfest
an og upprisinn minnug þess, að
byggi Drottinn ekki húsið erfiði
smiðirnir til ónýtis."
Að lokinni guðsþjónustp lagð
forseti íslands, herra Ásgeir Ás
geirsson, blómsveig frá íslenzku
þjóðinni við fótstall minnisvarða
Jóns Sigurðssonar á Austurvelli
og þjóðsöngurinn var leikinn. —
Bjarni Benediktsson, forsætisráð
herra, flutti ræðu af svölum AI
þingishússins, og er hún birt
heild hér á öðrum stað í blað
inu. Því næst flutti Margrét Guð
mundsdóttir ávarp fjallkonunn
ar, sem Guðmundur Böðvarsson
skáld á Kirkjubóli hafði samið
Lauk hátíðarhöldunupa á Aust
urvelli me'ð því að lúðrasveitir
léku.
Skömmu fyrir kl. 3 tók mikill
mannfjöldi að safnast saman á
Arnarhóli, þar sem fram skyldi
fara barnaskemmtun. Var gerð
ur góðum rómur að skemmti
atriðunum, sem voru fjölbreytt
að vanda, en þeir Gísli Alfreðs
son og Klemenz Jónsson leikar
ar höfðu yfirumsjón og stjórn
uðu dagskránni þar. Síðan var
haldið út í Lækjargötu, þar sem
börn og unglingar stigu dans
undir stjórn Hermanns Stefáns-
sonar, danskennara. — Nú hófst
íþróttakeppni á Laugardalsvellin-
um og fylgdist fjöldi fólks með
henni. Meðal viðstaddra var for-
seti íslands, herra Ásegir Ás-
geirsson. Nánar er greint frá
íþróttakeppni þessari á Öðrum
tað í blaðinu.
Kvöldvaka á Arnarhóli var svo
kl. 8,30 og hófst dagskráin með
því að Lúðrasveitin Svanur lék
nokkur lög undir stjórn Jóns
Sigurðssonar. Geir Hallgrímsson,
borgarstjóri, flutti ræðu, og er
hún birt á öðrum stað í blaðinu.
Þá flutti Lúðrasveitin Svanur
Sigurmars eftir Karl O. Run-
ólfsson, undir stjórn höfundar,
og Karlakórinn Fóstbræður söng
undir stjórn Jóns Þórarinssonar.
Þorsteinn Ö. Stephensen fór með
Gunnarshólma eftir Jónas Hall-
grímsson og Karl Guðmundsson
flutti stuttan gamanþátt eftir þá
Bjarna Guðmundsson og Guð-
mund Sigurðsson. Vakti gaman-
þáttur þessi mikla kátínu. Loks
sungu óperusöngvararnir Svala
Nielsen og Guðmundur Jónsson
nokkur lög með undirleik Ólafs
Vignk Albertssonar.
Þegar kvöldvökunni á Arnar-
hóli var lokið var dansað á þrem-
ur stöðum í mi'ðborginni: Á
Lækjartorgi léku Ragnar Bjarna
son og félagar, í Lækjargötu lék
hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar
fyrir dansi og loks lék unglinga-
hljómsveitin Dátar fyrir dansi í
Aðalstræti.
Settu hinir hvítu kollar ný-
stúdentanna að vanda skemmti-
legan svip á öll hátíðarhöldin.
Mikil þröng var á götunum í
miðborginni eftir að farið var
að dansa, og fór þá að bera tals-
vert á ölvun. Náði hún hámarki
er dansinum lauk kl. 1, og varð
lögreglan að taka í sínar vörzl-
ur 53 menn vegna ölvunar og
flytja allt að því eins stóran hóp
heim.
Fyrirtækið Globus h/f. hefur nú flutt starfseml sína i stór og vistieg húsakynni að Lág
múla 5 og opnaði þar laugardaginn 18. þ.m. Myudin sýnir Árna Gestsson, forstjóra Giobus
og hiuta nýbyggingarinnar í baksýo.
— / Kína
Framh. af bls. 1
heimsvaldastefnu. Hinir sovésku
endurskoðunarsinnar hefðu sleg
izt í bandalag með heimsvalda-
stefnunni og ynnu ákaft að því
að fá ráð yfir hinum sósíalisku
öndum og grafa undan byltingar
baráttu þjóðanna.
í ræðu, sem Nicolae Ceausescu
leiðtogi rúmenska kommúnista
flokksins hélt, mælti hann með
eindrægni á meðal hinna komm-
únistisku landa, en bætti því við
að Rúmenia hefði það að mark-
miði „að efla samskipti við öil
lönd heims án tillits til þjóðskipu
lags þeirra í því skyni að efla
vináttu og samvinnu meðal
þjóða“.
Talið er líklegt, að Rúmenía
muni leitast við að viðhalda hlut
leysi sínu í deilum Sovétrikj-
anna og Kína, enda þótt leiðtog-
ar rúmenska kommúnistaflokks-
ins hafi hafnað því að taka sér
stöðu með kínverskum kommún-
istum gegn Sovétríkjunum, þá
sév þ Ir þess ófúsir eins og er að
snúast á sveif með Sovétríkjun-
um gegn Kína.
— Kröfur
Framhald af bls. 28
sbr. auglýsingu fjármálaráðu-
neytisins nr. 194/1958. Hefði
hún því fyrnst 16. ágúst 1962,
ef eigi hefðu komið til lögtaks-
gerðir þær, er hófust í fógeta-
dómi Reykjavíkur 5. ágúst 1960
og slitu fyrningu. Úrskurður fó-
geta um framkvæmd lögtaks,
upp kveðinn 2. apríl 1962, var
ómerktur með dómi Hæstarétt-
ar 10. febrúar 1964 og málinu
vísað „heim í hérað til löglegr-
ar meðferðar og uppkvaðningar
úrskurðar að nýju“. Fyrningar-
frestur var þá liðinn, en enn
mátti varna fyrmngu með því, að
fá málið tekið fyrir á ný innan 6
rnánaða" samkvæmt 2 mgr. 11.
gr. laga nr. 14/1905, sbr. 12. gr.
sömu laga, en því aðeins var
lagaboðum þessum fullnægt, að
réttargerðir hæfust fyrir lok
nefnds frests. Með bréfi 25. júlí
1964, þ. e. áður en greindur 6
mánaða frestur var liðinn, sendi
(tollstjórinn) yfirborgarfóget-
anum í Reykjavík endurrit af
heimvísunardómi Hæstaréttar
með beiðni um að málið yrði
tekið „fyrir hið allra fyrsta".
Eigi hófst fógeti þó handa um
upptöku málsins fyrr en 16. októ
ber 1964, er hann þingaði í mál-
inu, en lengri tími en 6 mánuðir
var þá liðinn frá heimvísun
þess. Að svo komnu mátti (toll-
stjórinn) ekki halda til laga
skattkröfu sinni, þar sem hún
var þá fyrnd samkvæmt laga-
reglum þeim, sem raktar voru.
Ber því að fella úrskurð fógeta
úr gildi og synja um framgang
lögtaks þess, sem krafizt er
Eftir þessum úrslitum er rétt,
að (tollstjórinn) greiði dánarbú-
inu) málskostnað í héraði og
fyrir Hæstarétti, samtals kr.
30.000,00“.
Niðurstaða Hæstaréttar varð
því sú, eins og fram kemur hér
að ofan, að talið var, að kröf-
urnar um stóreignaskattinn, sem
mál þetta snerist um, væru
fyrndar.
Stórgjöf til
Listafélags IVIR
ÞAU mistök urðu 1 frásögn af
skólaslitum Menntaskólans í
Reykjavík, er birtist í Mbl. hinn
16. júní, að niður féll að geta
að 50 ára stúdentar gáfu Lista-
félagi Menntaskólans 37.500 kr.
Eru hlutaðeigendui beðnir vel-
virðingar á þessu.
— Mig langar
Framh. af bls. 1
ekki, að mig langar að koana
til RússlandS eftir byltinguna
og vona að mér auðnist það“.
Tarsis er þeas fulviss að
stjórn Sovétríkjanna sé orðin
völt í sessi og þess verði ekki
langt að bíða að henni verði
steypt. „Ég er ekki alls ófróð
ur um mann(kynssöguna“ seg
ir Tarsis, „þegar fólk hatar
stjórnendur sína og allt valda
kerfið sem það býr við, geí-
ur það ekki staðið til lengd-
ar. Ðg fullyrði ekki að það
verði bylting á morgun eða
að ári — en bráðum, já, bráð
um. Valdhafarnir í Kreml
eru Ku Klux Klan af verstu
tegund.“
Eins og ljóst má vera að
því sem eftir Tarsis er haft,
er hann ódeigur að láta skoð
anir sínar í ljós og virðist
enginn leggja þar nein bönd
á. Með honum á ferðalögun-
um er yfirleitt Rahr, útgef-
andi hans í London. honum
til aðstoðar við túlkun o.a.
en hefur sig annars ekki í
frammi. Tarsis hefur nú dval
izt í Bandaríkjunum um
tveggja mánaða skeið og eink
um með bókmenntamönnum
og löndum sínum vestra, inn
flytjendum til BandarBkj-
anna. Heimboð hefur drifið
svo að honum að sjálfur seg-
ist hann ekki hafa getað þeg-
ið nema „svo sem 10%“
þeirra, en hvarvetna hefur
hann verið hrókur alls fagn-
aðar þar sem hann hefur
komið. Hann er væntanlegur
aftur vestur um haf í sept-
ember í haust og fer þá í
fyrirlestraferð um Banda-
ríkin og Kanada.
Tarsis er maður fjáður vel
að því er virðist og hefur
enda verið önnum kafinn við
innheimtu ritiauna fyrir baeik
ur sínar, sem nú eru til á
prenti í 34 löndum og einnig
hefur hann töluverðar tekjur
af fyrirlestrum sínum. Tarsis
er tæplega sextugur og fíl-
hraustur að eigin sögn. Han.n
á eina dóttur barna, korn-
unga, sem býr með manni
sínum verkfræðingi, í
Moskvu. Þau skrifast á feðg-
inin og Tarsis hringir oft
austur og hafa engar höml-
ur verið á það lagðar.
— AP —