Morgunblaðið - 19.06.1966, Síða 28
Helmingi útbieiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
iorgitnfrtafrt&
136. tbl. — Sunnudagur 19. júní 1966
Langstærsta og
íjölbreyttasta
blað landsins
J«n SigurSæonar-húsið, sem Alþingi var giefið á Þjóðbátíffardaginn. Myndin er tekin á mið-
viikudag. Sjá grein á bls. 3.
Kröfur um stór-
eignaskattfyrndar
ÞANN 11. júní s.1. var kveðinn
upp í Hæstarétti dómur í máli,
sem reis út af stóreignaskattin-
um svonefnda, er iagður var á
með lögum nr. 44. 1957. Aðilar
máls þessa voru dánarbú Soffiu
K. Haraldsdóttur og tollstjórinn
í Reykjavík f. h. ríkissjóðs.
Af hálfu tollstjórans í Reykja-
vík voru þær kröfur gerðar, að
lögtak yrði heimilað hjá dánar-
búinu til tryggingar skatti á
stóreignir að fjárhæð aðallega
kr. 223.559,00, en til vara kr.
89.653,00 auk dráttarvaxta og
máiskostnaðar. í binum áfrýjaða
fógetaúrskurði hafði nirðurstað-
an orðið sú, að lögtak var heim-
ilað fyrir þeirri upphæð, sem
varakrafa tollstjórans hljóðaði
aðili í máli þessu, var höfð uppi
upp á.
Af háifu dánarbúsins, sem var
krafa um frávísun svo og sýknu-
kröfur. Ein af röksemdum dán-
arbúsins fyrir því, að synjað yrði
um framgang lögtaksins, var sú
að lögtakskraían væri fyrhd.
Hæstiréttur tók sérstaklega af-
söðu til þessarar kröfu og segir
svo i forsendum að dómi Hæsta-
réttar:
„Skattur á stóreignir sam-
kvæmt lögum nr. 44/1957 fyrn-
ist á fjórum árum samkvæmt 3.
tbl. 3. gr. laga nr. 14/1905, sbr.
1. gr. laga nr. 29/1885. Skatt-
krafa, sem (tollstjórinn kunni
að eiga á hendur (dánarbúsins),
féll í gjalddaga 16. ágúst 1958,
Framhald á bls. 27
Hafnarfjarðarvegur í Kópavogi
Nefndaraæilun um framtíðarsktpun
MBL. hefur borizt álit nefnd-
ar, sem Ingólfur Jónsson, sam
göngumálaráðherra, skipaði í
marz 1965 til þess að athuga
tillögur um lagningu Hafnar-
fjarðarvegar frá Fossvogs-
læk að Kópavogslæk, gera til-
lögur um hagkvæmustu og
ódýrustu lausn málsins og
athuga, hvort sanngjarnt
væri, að ríkissjóður greiddi
hluta kostnaðar á móti Kópa-
vogskaupstað, þar eð vegur-
inn hefði sérstöðu.
í upphafi nefndarálitsins seg-
ir, að Hafnarfjarðarvegur hafi
verið þjóðvegur í fjöldamörg
ár og lagning vegarins og við-
hald verið greitt beint úr rikis-
sjóði ailt til ársins 1964, er vega-
lög nr. 71 frá 1963 tóku gildi.
Eftir að Kópavogur fékk kaup-
staðarréttindi 1955, bar kaup-
staðnum skylda til þess að halda
við þeim hluta Hafnarfjarðar-
vegar, sem er innan kaupstaðar-
markanna. Aldrei var þó gengið
fast eftir því, að Kópavogskaup-
staður tæki að sér viðhald veg-
arins.
Um Fossvogsbrú fóru árið
1’96'5 um 17.500 bílar á dag að
meðaltali, en um Kópavogsbrú
um helmingur þess fjölda. í
Kópavogskaupstað fer því um
helmingur umferðarinnar. Gert
er ráð fyrir, að þessi hlutföil
breytist lítt næstu 20 ár.
Forscndur
„Umferð um Hafnarfjarðarveg
hefur á síðustu árum aukizt gíf-
urlega, enda eðlileg afieiðing
ört vaxandi byggðar sunnan
Reykjavikur, ásamt aukinni
bilaeign almennt. Mun ekki of-
ætlað, að umferðin vaxi um
10% á ári, og er nú svo komið,
að um brú á Fossvogslæk fara
að meðaltali milli 17000 og 18000
bílar á dag og um brú á Kopa-
vogslæk um helmingur þess
fjölda.
Ferðahraði á veginum er nú
orðinn svo lítill, að ailsendis er
óviðunandi, og við gatnamót í
Framhald á bls. 21.
Nóttin eftir 17.
júní allsherjar
viðurstyggi,
— segiír légreglan
ER MORGUN BtLAUI® hafði
samband við götulögregluna
í gær og spurðist fyrir um
hvernig gengið hefði tii að-
faranótt dagsins í gær. sagði
hún að nóttin hefði verið ein
allsherjar viðurstyggð. Fylli-
ríið hefði verið óhugnanlegt,
slagsmál Qánnulaus frá iþví
kl. 11 um kvöidið og Iþar til
kl. 6 í gærmorgun, umgengn-
in svo fyrir neðan allar ’hell-
ur að 'því fái vart orð lýst,
glerbrot, rusl, æla, blóð og
hversikonar öþverri út um a!)t
svo miðbærinn var ein sam-
felld svínastía.
Allar geymslur lögreglunn-
ar voru yfirfullar alian tim-
ann og var ekki 'hæigt með
nokkru móti að koma undir
lás og slá öllum þeim mönn-
um, er þar hefðu þurft að
vera. Mannfæð lögreglunnar
hamlaði að 'hæigt væri að ráða
við ölóðan skrílinn, eins og
nauðsynlegt hefði verið. í>á
er þess enn að geta að eirm
maður henti sót í sjóinn og
hóf þar sund, en var bjargað
að iokum og var þá svo illur
viðskiptis að setja varö hann
í járn. Þá velti piltur þifreið
inn við Mik.latorg, en án
þess að slys hlytist af.
Það henti og, þótt ekki
kæmi neitt ölvun við, að
lúðrasveit ein, sem ieika átti
við há'tiðahöldin, tafðist sök-
um þess að sá er lyklavöldin
hafði að hljómlistartækjum
sveitarinnar lenti í slæmum
árekstri á leið sinni til að
opna húsið þar sem tækin
voru.
Löigregluþjónar segja, að
öll hafi 'hótíðahöldin hér í
borg hafi farið með ágætum
fram eftir kvöidi og verið
einkar prúðmannleg og
skemmtileg þótt aldrei hafi
verið jafn margt fólk, em nótt
in eftir 'hafi verið sú versta
sem menji muna við 'þessa
hátíð.
Þrír sovézkir blaða-
menn hér í boði B.Í.
ÞRÍR blaðamen.n, Georgíu-
maðurin.n Mredlisjvi'li, Rúss-
inn Ossipofif og Eistlending-
ingurinn Saaremiagi, eru hér
á ferð í vikuiboði Blaðamanna
féi. íalands, sem er með því
8ð endurgjalda mánaðarboð
Blaðamannasambands Sovét-
ríkjanna til þriggja íslenzkra
blaðamanna. Blaðamennirnir
komu hingað á fimmtudag. 17.
júr>í fóru þeir kynnisför um
borgina f. hád. voru viðstadc
ir hátíðahöldin um miðjai
daginn og sátu boð Lottleiðí
uð kvöldið. 1 gær litu þeii
inn hjé Ríkisútvarpinu of
Morgunblaðinu, en fóru
Þjóðleikhúsið um kvöldið
Þeir munu kynna sér starf'
semi iðnfyrartækja, skreppí
norður á Akureyri og hitts
ráðberra og forseta Islandí
að máti.
t'fceo
Áætlun að Hafnarfjarðarvegi um Kópavog. Austur snýr upp á kortinu (norður til vxnstri)
* < / *Cáf ja
_. i.J-
}.<£££*•<*&*****:''* l''m f ; 1
4/ 14884: 1 j