Morgunblaðið - 15.07.1966, Síða 4
4
MORGUNBLAÐID
I
Fostudagur !3. Júll 196Ci
BILALEIGAN
FERÐ
Daggjald kr. 400.
Kr. 3,50 per km.
SfMf 34406
SENDUM
MAGNUSAR
5KIPHOLT121 SÍMAR 21190
eftir íokun simi 40381
3-11-60
Volkswagen 1965 og ’66.
BiLALEICAN
rALUR *
:
RAUÐARÁRSTÍG 31
SÍMI 22022
LITLA
bíluleigun
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
BIFRílotLEIGAN
33924
BILALEIGAN
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
Daggjald 350 og kr. 4 pr. km.
•Vt
Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar
púströr o.fl. varahlutir
í margar gerðir bifreiða.
Bílavörubúðin FJoÐRIN
Laugavegi 168. — Sími 24180.
BOSCH
SPENNUSTILLAR
Brœðurnir Ormsson
Lágmúla 9.
Sími 3-88-20.
Enn um fánalögin
„Austurbæingur“ skrif-
ar:
„Eitt sinn var kveðið:
Illa gengur að afgreiða
póstinn.
aldrei úr bælinu
hreppstjórinn fer.
Af hverju kemur kvefið
og hóstmn?
Það kemnr af leti,
og því er nú verr.
Hvað mundu skáldin nú
segja um þann sleifarhátt, eða
eigum við heidur að segja það
virðingc.-)eysi sem sumt fólk
auðsýmr íslenzka fánanum,
svo og fánum hinna Norður-
landanna? Áður hefi ég um
fánana ritað, og fékk ég það
þá upplvst í dálkum þessum,
hvernig fánalögin hljóða. í
lögunuir. stendur skýrum stöf-
um, að fáni megi ekki vera
lengur uppi en til kl. 20, nema
á mannamótum, en þá má fáni
vera uppi, meðan mannfagn-
aður stendur yfir; þó aldrei
lengur en til kl 24. Það er enn
fremur skýrt fram tekið, að
lögreglan skuli hafa eftirlit
með því. að lögunum sé fram-
fylgt.
— Bréfritari segir síðan, að
lögreglan gangi ekki nógu ríkt
eftir því, að eftir lögunum sé
farið, og bendir á, að hún láti
óátalið, að fánar allra Norður-
landa langi á smástöngum
utan á verzlunum allan sólar-
hringinn, svo sem í Thorvald-
sensbazar og á hornhúsi Lauf-
ásvegar og Bókhlöðustígs
(Lauíásvegi 2' Heldur hann því
fram, að fánalogin nái jafnt til
þessara fána scm annarra, og
vonast til þesS; að lögreglan
komi í veg fyrir, að menn fái
„að óvirða okkar dýrmætasta
tákn, — tákn um frið og
frelsi“.
Eins og fram hefur komið
hér í ör.Ikunum, hefur lög-
reglan haft eftirlit með því,
að lögum þessum sé hlýtt, og
þurfa lögreghiþjónar oft að
taka niður fána að kveldi dags.
Velvakandi hefur ekki athug-
að þessi tvö dæmi, sem „Aust-
urbæingur“ minnist á, en e.t.v.
er þar um svo litla fána að
ræða, að eftir þeim hefur ekki
verið tckið. Líklega ætti þó
ekki að gera neina undantekn-
ingu í þessum efnum.
'A Endurminning
um þjónaverkfall
í Kaupmannahöfn
XXX skrifar:
„Ég var einu sinni staddur
í Kaupmannahöfn, þegar þar
var allsberjar þjónaverkfall.
Menn létu það ekkert á sig fá,
heldur skemmtu gestir veit-
ingahúsa sér konunglega við
að stunda sjáifsafgreiðslu. T.d.
man ég, að eg sótti veitingar
fyrir mig og gesti mina og hag
aði mér eins og þjóni sæmdi
með hvíta „serviettu" um hand
legginn og lipran fótaburð.
Ýmsir aðrir gestir sáu þetta
og ski’.du gamanið. Þeir köli-
uðu á mig og báðu um hitt og
þetta. Ég svaraði eins og þjóns
var von og vísa: „Ja, nu skal
jeg være der, hvad vil herren
have?“ Mikið var hlegið og
skemmt sér, og enginn virtist
sakna þjónanna, enda lak
þetta verkfal, niður, án þess
að þjónavnir hefðu af gagn eða
gaman“ .
Velvakandi er anzi hræddur
um, að þesst nðferð dugi ekki
hér.
•A Útvarpsraddir
„Öldungur“ skrifar Vel-
vakanda vegna bréfs frá XXX
um kostí karlaradda fram yfir
kvenradáir í útvarpi, sem
birtist hér 1?. júlí ásamt at-
hugasemd frá Velvakanda, þar
sem hann tók undir þá skoðun,
að raddir karlmanna hljómi
ólíkt belur í útvarpi en kven-
raddir. „Öldungur" er mjög á
annarri skoðun og segir, að
þetta sé fráleit niðurstaða.
„Það er örsjaldan, að þær kon-
ur heyrist í útvarpi, er særi
eyru hlustenda með ljótleika
sínum, en það er altítt, að
raddir karlmanna geri þetta“.
Og enn segir hann: „Einhver
spyr, hvers vegna það voru
einkum karlrnenn, sem lásu á
kvöldvökunum í gamla-daga
(og þær man ég glögglega allt
frá 1895 og las þráfaldlega
sjálfur). Þessu er auðsvarað:
Það var vegna þess, að við
karlmennirnir dugðum miður
við tóvinnuna, og sumum var
okkur nálega kvalræði að
þurfa að sneita á henni. Nei,
svona rr.egum við ekki afflytja
kvenþjóðina".
— Þetta fer vitaskuld að
einhverju leyti eftir smekk
hvers og eins, en Velvakandi
hélt það vera almennt álit
manna, að karlmannaraddir
væru yfirleitt skýrari og
áheyrilegri í útvarpi en radd-
ir kvenna. Þetta stafar auðvitað
af því, að karlar hafa dimmari
róm en konur, sem hljómar
betur i útvaipi en hátónapíp
kvenfólksins. Kunningi Vel«
vakanda hefur tjáð honum, að
þessa staðreyrd hafi brezka út-
varpið (BBC) viðurkennt fyrir
nokkrum áruin. Þar voru karl-
menn alltaf látnir lesa fréttir,
en um tíina var söðlað um að
einhver ju eða öllu leyti og
kvenfólk látið taka við frétta-
lestrinum. Hlustendur um
heim allan mótmæltu þessu
svo kröftuglega með bréfaskrif
Var því borið við, að hér væri
um, að BBC hætti við það með
öllu að láta konur lesa fréttir.
um efni að ræða, sem hlustað
væri á um alla heimsbyggðina,
og yrði því að heyrast svo
skýrt, að hlustendur misstu
ekki af einu orði. Þetta var
vitanlega ekki gert kvenþjóð-
inni til hnjóðs, heldur er hér
um einfalda, líffræðilega stað-
reynd að ræða, sem taka verð-
ur tillit til.
Bí laraf mag nsver kstæði
til sölu
ásamt öllum tilheyrandi vélum, verkfær-
um og lager á góðum stað í miðbænum,
leiguhúsnæði getur fylgt. Góðir greiðslu-
skilmálar. Tilboð merkt: „Bílaverkstæði
— 6221“ leggist á afgreiðslu blaðsins.
GRETTISGATA 32
ARISTOR-tízkusokkar unglinga, 5 litir.
OP-ART-tízkuhanzkar, 5 gerðir.
SUMARBUXUR telpna, stuttar og síðar.
SUMARKJÓLAR unglinga.
SUMARKJÓLAR telpna 2—6 ára.
VÖGGUGJAFIR.
Verksmiðjustjóri
óskast fyrir fiskimjölsverksmiðju við Faxaflóa.
Vinsamlegast sendið tilboð til afgreiðslu blaðsins
fyrir 21. þ.m. merkt: „Verksrniðjustjóri — 4019“.
Hreinlætistæki
„Ideal standard44
Baðker 152 cm. og 167,5 cm. úr pottí, hvít og lituð.
WC samstæður og handlaugar í úrvali.
Bl. tæki, tengikranar, ventlar, lásar og festingar.
BYGGINGAVÖRUVERZLUN
ísleifur Jónsson hf.
Bolholti 4 símar 36920—36921.
Hliðstöðvardælur
„Bell & Gossett“ miðstöðvardælur allar gerðir.
Flow control, sjálfv. áfyllingar, sjálfv. loft-
skrúfur og öryggisventlar.
B Y GGIN G A V ÖRU VERZLUN
ísleifur Jónsson hff.
Bolholti 4 símar 36920—36921.
(