Morgunblaðið - 15.07.1966, Síða 14

Morgunblaðið - 15.07.1966, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. júlí 1966 — ísafjörður Framhaid af bls. 12 nafni, sem kenndi ísfirðingum að veiða rækjuna árið 1932. Stofn aði Olsen verksmiðju við annan mann, sem var norskur. Syre að nafni. Rekstur verksmiðjunnar gekk ekki sem bezt, svo að bær- inn tók við rekstri hennar og fékk Þorvald Guðmundsson, sem þá var nýkominn erlendis frá, frá því að læra niðursuðu, til rá'ðuneytis. Veitti Þorvaldur, sem síðar stofnaði Síld & fisk, verk- smiðjunni forstöðu fyrstu árin. ísafiarðarhöfn Höfnin nefnist deild nr. 18. ísafjarðarhöfn þótti í fyrri daga einhver hin bezta á landinu fyr- ir öryggis sakir. Þar mun hafa verið fyrsta hafnarmannvirki á íslandi, „Dókkan" og í henni var unnt að geyma þilskip vetrar- langt. Árið 1926 keypti bærinn „Dokkuna“ fyrir 200 krónur af Ásgeirsverzlun og síðar var hún fyllt upp, er frekari hafnarfram kvæmdir hófust. i Fyrsta hafskipabryggjan var gerð á ísafirði unj 1880 af dönsk um kaupmanni, Sass að nafni. Var bryggjan gerð við Neðsta- Loftmynd af Isaf jarðar kaupstað tekin um 1930 < Ásgelrsverzlun 50 ára 1902. — Myndin er af íbúðarhúsi Ásgeirs Ásgeinsson, kaupmanns og er það skreytt í tilefni afmælisins. -*■ í þessu húsi býr nú Jón Grímsson, málflutningsmaður. og róa ræðararnir að vestfirzk- um sið í róðrarböndum. Róðrar- bönd eru þannig gerð, að bundið er við árina og síðan látið ná aftur fyrir herðarnar og fæst með því móti meira átak, ræðar- inn rær með öllum líkamanum. Þá er sýnd þróunin í bátakostin- um og má þar sjá marga báta, m.a. Dísirnar svokölluðu, sem ger'ðar voru út af útgerðarfélag- inu Nirði h.f. í þessu húsi var fyrsta sjúkrahús ísafjarðar og þar ólst Brynjólfur Jóhannesson, leikari, jafnframt upp. kaupstað. Sass þessi gaf jafm- framt 1>500 ríkisd'ali, er var mjög mikið fé tii barnaskólans, er reist ur var 1876. Árið 1945 var síðan gerður hafnarbakki 220 m lang- ur. Bátahöfn var gei'ð 1934 og stækkuð síðan fyrir tveimur ár- um. Útgerð á ísafirði Deild 19 er um bátakost ísfirð- inga. Er þar mynd af sexæringi Tilkynning frá Sölunefnd varnarliðseigna Afgreiðslur vorar að Grensásvegi 9 verða lokaðar vegna sumarleyfa frá 18. júlí — 15. ágúst. Skrifstofan verður opin frá kl. 10 — 12 f. h. SÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA. Togaraútgerð á ísafirði hefst með kaupum Jarlsins árið 1913. Gekk hún oftast erfiðlega vegna ónógrar aðstöðu í kaupstaðnum. Togarútgerð hefur ávallt verið rekin frá ísafirði í hlutafélaga- formi og hefur bærinn verið að ili þar að, en aldrei hefur verið þar bæjarútgerð sem slík. Iðnaður heitir deild nr. 22. Má þar m.a. nefna smjörlíkisgerð, sem lengi hefur verið starfrækt þar og þar er einnig skipasmíða- stöð Marzelliusar Bernharðsson- ar, þar sem unnt er að smíða stálskip. Fyrsta gufuskipið Deid 23 fjallar um samgöngur. Um 1890 keypti Ásgeirsverzlun fyrsta gufuskipið, sem íslending- ar . eignuðust. Var það „Ásgeir litli", sem sigldi um Djúpið. Þá er þar mynd af núverandi Djúp- báti, „Fagranesi", þá mynd af hesti með mjólkursleða, ímynd gamla tímans. Flugsamgöngur hefjast til Isa fjarðar um 1930 með því að Súl- an, flugvél flugfélags íslands hins eldra, flýgur þangað. Síðan halda Catahnaflugbátarnir uppi ferðum í 18 ár, en 1959 er gerður flugvöllur hinum megin vfð fiörð inn og þá hefst tími Dougias- vélanna og nú loks eru Friend- shipvélarnar í förum til Isafjarð- ar. Þá er í deild 24 fjallað um ýmsar framkvæmdir eins og s. s. flugvallargerð, malbikun og raf- stöðvarbyggingu og í deild 25 og 26 er sýnt skipulag kaupstað arins á.samt myndum af Isafirði í dag til samanburðar. 27. og síðasta deildin á sýning- unni er svo um Vestfjarðaáætl- unina, þar sem ráðgerð er algiör bylting í samgöngumálum Vest- firðinga í framtiðinni. I sambandi við hátíðarhöldiri nú á hundrað ára afmæli ísa- fjarðar verður jafnframt opnuð sýning á málverkum, er Lis a- safn Isafjar’ðar á. Verður sú sýn ing í gagnfræðaskólanum. Þá verður einnig í gagnfræðaskólan- um sýning á listaverkum frá Listasafni ríkisins. Þá verður og byggðasafnið op- ið meðan á sögusýningunni stendur. Frá deildinni um bækur og blöð. Þar er m.a. fyrsta eintak af Þjóðviljanum, blaði Skúla Thoroddsens, en saga prentlistar á ísafirði hefst á 19. öld r -______ . • V).?' * <**» ' v*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.