Morgunblaðið - 15.07.1966, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.07.1966, Qupperneq 20
20 MORGU NBLAÐIÐ Fösturtagur 15. júK 1966 Röskur sendisveinn óskast strax. — Komið til viðtals í dag á milli kl. 4 og 6. Glóbus hf. Lágmúla 5. Klúbbarnir „Öruggur ukstur“ stofnuðir A FIMMTUDAGS- og föstudags- kvöld í sl. yiku voru að tilhlutan Samvinnutrygginga haldnir stofn fundir tveggja nýrra klúbba, sem bera heitið „Öruggur akstur“. Fyrri fundurinn var á Húsavík, í samkomuhúsinu Hlöðufelli, fyr- ir kaupstaðinn og Suður-Þing- eyjarsýslu. Fundarstjóri var Þor- móður Jónsson tryggingarfull- trúi, en fundarritari Kári Am- órsson skólastjóri. í stjórn hins nýja klúbbs voru kosnir þessir menn: Finnur Kristjánsson kaupfé- lagsstjóri, Húsaví'k, formaður; Jón Þór Buoh bóndi, Einarsstöð- um, Reykj ahreppi, ritari; og Ól- afur Bjarnason vélstjóri, Húsa- vík, meðstjórnandi. í varastjórn: Jón Jóhannesson skrifstofumaður; Jóhann Sig- valdason bátasmiður; og Svan Jörgensen bifreiðaviðgerðarmað- ur — allir á Húsavík. Síðari stofnfundurinn var hald inn að Hótel KEA, Akureyri, fyr- ir kaupstaðinn og Eyfirðinga. Fundarstjóri var Egill Jóhanns- son fyrrverandi skipstjóri, en fundarritari Frímann Guðmunds- son deildarstj óri. í stjórn klúbbs- ins voru kosnir: þessir Akureyr- ingar: Finnbogi Jónasson aðalbókari, formaður; Kristófer Vilhjálms- son fulltrúi, ritari; og Árni Magnússson lögregluiþjónn, með- stjórnandi. í varastjórn: Magnús Jónsson bifvélavirki; Haukur Valtýsson húsasmiður; og Gunnar Lórenz- son verkstjóri. Gestur á þessuma fundi var Gísli Ólafsson yfirlögregluþjónn á Akureyri. Á báðum þessum stofnfundum mætti að venju Baldvin Þ. Kristjánsson félagsmálafulltrúi Samvinnutrygginga. Flútti hann framsöguerindi um umferðarmál almennt og hugmyndina með stofnun Klúbbanna „öruggur akstur“. Hafði hann og meðferð- is sænska umferðarkvikmynd, „Vit og vilji“ seom sýnd var á báðum fundunum. Þá afhentu þeir Þormóður Jónsson á Húsa- ví'k og álgmundur Björnsson tryggingaumboðsmaður á Akur- eyri allmörgum héraðsmönnum nýja viðurkenningu Samvinnu- trygginga fyrir öruggan akstur í 5 og 10 ár. Á báðum fundunum fór fram sameiginleg kaffi- drykkja í boði Samvinnutrygg- inga, og var þar „spurt og spjall- að“ um margt varðandi umferð- armál. Þetta voru 12. og 13. klúbbur- inn „öruggur akstur“, sem stofn- aðir hafa verið síðan í nóv. sl. haust. Gert er ráð fyrir, að þessir umferðaröryggisklúbbar verði a.m.k. 26 víðsvegar um landið. (Frá Samvinnutryggingiun). Staðorstaðorkirkjn berast góðar gjafir Snyrtilegir menn nota ávallt BRYLCREEM Þeir vita að útlitið skiptir miklu máli og því nota þeir Brylcreem til að halda hárinu sléttu og mjúku allan daginn. NOTKUNARREGLUB Berið Brylcreem í hárið á hverjum morgni. Það gef ur því mýkt og fallegan glans. Augnabliks greiðsla er allt sem með þarf til að halda útliti yðar snyrti- legu. Veljið því Brylcreem strax í dag. 13 brylcreem the perfect hairdressing BRYLCREEM Mest selda hárkremið á heimsmarkaðinum. KIRKJUNNI á Staðarstað hafa á liðnum vetri áskotnazt góðir munir að gjöf. Hafa gjafir þessar verið afhentar söfnuðinum hver á sinni hátíð sem hér segir: Á jólunum var í fyrsta sinn kveikt á kertum í nýjum kerta- stjökuim, sem kirkjunni höfðu verið gefnir að haustnéttum. Stjakar þessir eru úr kopar, handurmir og haglega gerðii- af gefandanum sjálfum Jóni M. Stefánssyni ti‘1 minningar um Sveinsínu Sveinsdóttur og Guð- mund Jénsson frá Bláfeldi í Staðarsveit, en þau létust bæði árið 1953. Eru þetta hinir ágæt- ustu gripir og sóm.a sér vel á altari við hlið hinna eldri kopar- stjaka frá því um 1700. Á skírdag var við fjölmenna altarisgöngu safnaðanféilks vígð til notkunar nýr kaleikur og Í>atína, sem prestshjónin Stein- unn og Villhjálmur Briem gáfu Staðarstaðarkirkju til minningar um þjónustuár gín þar á fyrsta tuig þessarar aldar. Kaleik þenn- an ög patínu hefur Leifur Kaldal smíðað af list og smekkvísi og er um búið í skrdni, fóðruðu að innaii með rauðu flaueli. Gjöifina aflhentu safnaðarpresti bö<rn séra Vilhjálms og frú Steinunnar, þau Eggert, Gunnlaug og Unnur að foreldrum sínum látnum. Á hvítasunnu var kirkjunni feerður að gjöf forláta orgelstóll gefínn til minningar um Gísla bónda Þórðarson á Ölkeldu arf eiginkonu hans Vilborgu Kristjánsdióttur á 80 ára fæðing- ardegi hans 12, júlí, en hann lézt 'árið 1962. Sama dag að guðþjónustu lok- inni var organisti kirkjunnar Kristján Erlendsson frá Mel Iheiðraður með gjöif frá safnaðar- fólki með þökk fyrir lánga o.g trúa þjónustu í þágu kirkjunnar, en hann varð sjötugur 29. áþríl sl. Þorgrímur Sigúfðssorí, ' sóknarprestur. Bifreiðaeigendur eiga forkaupsrétt á happdrættismiðum með bifreiðanúmerum sínum ti) 15. ágúst n.k. Reykjavíkurmiðar eru seldir á skrifstofu félagsins Laugavegi 11. Tekið á móti pöntunum í síma 15941 kl. 10 — 12 og 2 — 5 alla daga nema laugardaga. STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.