Morgunblaðið - 11.08.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.08.1966, Blaðsíða 14
14 MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. ágúst 196ð Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík, Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsia: Aðalstræti S. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. 1 iausasölu kr. 5.00 eintakið. RÆKTUNIN Á AÐ HALDA ÁFRAM k aðalfundi Stéttarsam- ^ bands bænda, sem stað- ið hefur að undanförnu, flutti Ingólfur Jónsson, land'búnað- arráðherra, athyglisverða ræðu um þau vandamál land búnaðarins, sem mest hafa verið r ædd í sumar. Sagði ráðherrann um þau miklu fundarhöld, sem staðið hafa í sumar á vegum bænda, að - „vissulega væri betra, að bændur kæmu saman til fundarhalda vegna of mikill- ar framleiðslu, heldur en ef áhyggjur þeirra væru vegna þess, að framleiðslan væri of lítil.“ Landbúnaðarráðherra ræddi um offramleiðslu á mjólk og líkur á því, að útflutnings- uppbætur nægðu ekki til þess að fullt grundvaJlarverð næðist og sagði: „Ástæðan ti)l þess, að útflutningsuppbæt- urnar hrökkva naumast til að þessu sinni, er sú, að fram- leiðsluaukningin hefur orðið að mestu í mjólkinni. Það stafar ekki af því, að kaup- hækkanir og verðlagshækk- anir hafa orðið miklar að undanförnu eins og stundum •^hefur verið haldið fram. Það er rétt, sem formaður Stétt- arsambands bænda sagði í byrjun þessa fundar, að ef framleiðsluaukningin hefði verið, þó ekki væri nema að hálfu leyti í sauðfjárafurð- um, þá væri ekki um neinn vanda að ræða í sambandi við útflutninginn...Það er stutt síðan bændur trúðu því, að sjálfsagt væri og nauðsyn- legt að framleiða mjólk á því landi, sem ræktað var. Það er því ekki undarlegt, þótt mjólkurframleiðslan hafi vax ið með aukinni ræktun. Ekki _dugir að kenna bændum um þetta, því að þá vantaði reynslu og leiðbeiningar í því að framleiða sauðfjárafurðir á ræktuðu landi.“ „Bændur hafa nokkrar á- hyggjur af því, ef mikið vantar á, að fullt grundvall- arverð náist. Er það að von- um meðan menn halda, að hér verði um miklar upp- hæðir að ræða. Formaður Stéttarsambands bænda hef- ur nú lýst því, að það muni verða mun minna en áður var áætlað. Vonandi verður * reynslan sú, að bændur geti eftir atvikum unað endan- legu uppgjöri og að vöntun- in verði miklu minni heldur en rætt hefur verið um á bændafundum í sumar.“ Loks sagði landbúnaðarráð- herra á aðalfundi Stéttarsam bandsins: „Ýmsir halda því fram, að stefnan í landbúnaðarmálum undanfarin ár hafi verið röng. Ég er á allt annarri skoðun. Ræktunin á að halda áfram: með því er landbún- aðurinn í nútíð og framtíð bezt tryggður. Það er einn- ig þjóðfélagsleg nauðsyn, að landið verði bætt, fram- leiðsluhættirnir gerðir fjöl- breyttari og afkomumögu- leikarnir betri. Það stafar engin þjóðfélagsleg hætta af af því, þótt nokkur umfram- framleiðsila verði í bili vegna þess, að ekki hefur enn unn- izt tími til að hagræða fram- leiðslunni eins og bezt hent- ar fyrir markaðinn.... Það er ekki nema eðlilegt að þjóð, sem fram á þessa öld hafði tæplega til hnífs og skeiðar eigi enn eftir að læra nokk- uð í framleiðslu og markaðs- málum til þess, að vörurnar komist á erlendan markað í réttu formi fyrir viðunandi verð.“ ATHYGLISVERÐ HUGMYND k aðalfundi Stéttarsam- bandsins var samþykkt tillaga þess efnis, að rikis- stjórnin leggi fram fé að þessu sinni er tryggi bænd- um það verð fyrir framleiðsl- una, sem þeir eigi fullan rétt á, enda verði að því unnið að skipuleggja framleiðslu land- búnaðarvara með tilliti til markaðsmöguleika svo sem unnt er. í þessu sambandi er athygl- isvert að lesa eftirfarandi um mæli Ingólfs Jónssonar, er hann viðhafði í ræðu sinni á Stéttarsambandsfundinum: „Það hefur borið á góma, hvort möguleiki væri á því, að stofna hagræðingarsjóð landbúnaðarins, sem hefði vissulega margþættu hlut- verki að gegna í sambandi við framleiðsluna. Það mál er nú í athugun en ekki er tíma- bært að ræða það nánar nú. Ég vil þó segja, að því meira, sem ég hugsa um þetta, hefur áhugi minn vaxið fyrir því. .... Komið hefur til mála að stofna sjóð, sem hefði það hlutverk að kaupa jarðir, sem telja mætti eðlilegt frá þjóðhagslegu sjónarmiði að færu úr byggð. Þetta mál hef ur oft verið rætt á fundum en er ómótað og óákveðið hvernig með það verður far- ið.“ Hér er um athyglisverð mál að ræða, sem vissulega er þess virði að þau séu at- huguð nánar. Vandamál landbúnaðarins er hægt að leysa með góðum vilja og tokvr&Íi UTAN ÚR HEIMI Nígería: Bylting gerö tvisvar á rúmlega hálfu ári — Gowon, nýi /'óðomoður/nn, oð. hylíist ekki eina, öfluga miðstjórn 56 MILLJÓNIR xnanna byggja Afríkuríkið Nígeríu, og er það því mannflesta ríki álfunnar, og af mörgum verið talið lík- legast til að verða valdamest. Þjóðin getur því sem næst brauðfætt sig, og landið hef- ur að geyma stórar olíulindir og málma, sem ,enn hafa ekki verið nýttir. Þrátt fyrir þessi auðæfi, og það lýðræði, sem í orði kveðnu var komið á með nýrri stjórnarskrá 1960, er landið fékk sjálfstæði frá Bretum — stjórnarskráin boð- aði frjálsar kosningar, frjálsa blaða- og bókaútgáfu og óháð dómsvald — hefur að undan- förnu legið við algerri upp- lausn í landinu. Ástæðan hef- ur verið sú að um eina þjóð er ekki að ræða, heldur fjöl- marga þjóðflokka, sem játa mismunandi trúarbrögð, og hver um sig á sína sögu. Umrót það, sem undanfarið hefur staðið í Nígéríu, hófst með byltingu hersins í janúar s.l. en þá var forsætisráðherr anum, Sir Abubakar Tafewa Balewa, steypt af stóli, og hann tekinn af lífi, ásamt tveimur háttsettum embættis- mönnum. Sá, sem þá stóð fyrir byltingunni, var Johnson T.U. Aguiyi-Ironsi, hershöfð- ingi. Bylting sú átti rætur sínar að rekja, eins og við mátti búast, til missættis Iþjóðflokka. Balewa var af stofni, sem byggir norðurhéruð landsins, og er múhammeðstrúar. Sá stofn er fjölmennastur í land- inu. Er Balewa stjórnaði var ættstofn hans valdamestur. í austri og vestri búa hins veg- ar tveir þjóðflokkar, sem tekið hafa kristna trú, og þeir óttuðust vald miúhammeðs- trúarmanna. Ironsi, hershöfð- ingi, sem var ættaður úr vest Gowan urhluta Nígeríu, hugðist ráða bót á þessu ástandi, og því reyndi hann að koma á einni miðstjórn í landinu öllu. Um tíma létu norðanmenn lítið á sér bæra, og töidu margir, að svo myndi verða áfram. Sú varð hins vegar ekki raunin. Það var í maí, að fyrst fór að bera á óróa í röðum norð- anmanna, en þá kom til átaka og rúmlega 200 kristnir menn voru drepnir, en um 60.000 urðu að flýja suður á bóginn. Á föstudagsmorgunn í síð- ustu viku létu norðanmenn loks til skarar skríða fyrir alvöru, og enn kom til upp- reisnar, sem norðanmenn inn- an hersins veittu fullan stuðn ing. Uppreisnin hófst í Abeo- kuta, siðan í úthverfum Lagos og loks í herbúðum við Ibadan og Kaduna. Liðsforingjar vest an og austanmanna voru lagð ir í einelti, og a.m.k. 15 þeirra drepnir. Enginn veit með vissu, hve margir létu lífið í uppreisninni, en líklegt er tal ið, að þeir skipti hundruðum. Skömmu síðar tilkynntu talsmenn norðanmanna, að Iþeir hefðu valið Yakubu Gowan, ofursta, til að taka að sér myndun nýrrar stjórnar. Hann er aðeins 31 árs, og yngsti maður, sem slíku emb- ætti gegnir í Afríku. Hann skipaði þegar í stað ráðu- neyti óbreyttra borgara, og lét lausa marga, sm setið hafa í fangelsum, vegna stjórnmála- skoðana sinna. Hins vegar lýsti hann þegar yfir því, að hann hefði ekki í hyggju að mynda miðstjórn, sem hefði töglin og hagldirnar í öllu landinu — eins og fyrirrenn- ari hans, Ironsi. „Allt frá aldamótum" sagði Gowan, „hafa allar tilraunir til að stjórna á þann hátt, sem síðast var reynt, mistekizt. -— Það er vandamálið, í fáum orðum“. skilningi allra hlutaðeigandi aðila. ÖFGAR ótt Alþýðublaðið sé lítið lesið í sveitum landsins og Alþýðuflokkurinn njóti ekki sérstaks fylgis þar, verð- ur þó að krefjast þess, af ábyrgum aðilum sem þeim, að þeir fjalli um þýðingar- mikil verkefni, sem úrlausn- ar krefjast af einhverri skyn- semi og ábyrgðartilfinningu. Það verður hins vegar ekki séð af leiðara Alþýðublaðsins í gær um málefni landbún- aðarins að þar ríki skynsam- legt mat á þessum vandamál- um, heldur skammsýn póli- tísk hentistefna. Þar segir: „Augljóst er að leiðtogar landbúnaðarins hafa gersam- lega brugðizt skyldum sín-um undanfarin ár og ekki hugsað um hag bænda eins mikið og ýmis pólitísk sjónarmið. Þeir hafa manað bændur til þess að auka mjólkurframleiðslu án tillits til markaðs....... — Fyrirhyggjuleysi þessara manna hefur haft þær afleið- ingar, að margir bændur hafa breytt búskap sínum skyndi- lega og tekið upp •fjárbú í staðinn fyrir mjólkurfram- leiðslu.... Nú eru allar lík- ur á, að innan skamms verði skortur á mjólk og er þá skammt öfganna á milli.“ Já, það má með sanni segja að „skammt er öfganna á milli“ í skrifum Alþbl. um landbúnaðarmál. Fram til þessa hefur Alþbl. krafizt þess, að dregið yrði úr mjólk- urframleiðslu en nú heimtar það skyndilega meiri mjólk! Þessi hringavitleysa kemur engum að gagni og væri Al- þýðublaðinu nær að ræða vandamál landbúnaðarins af meiri hófsemi og skilningi en hingað Þ’ ISTUTTU MÁLI Brússel, 9. ágúst — NTB BELGÍSKA stjórnin hélt enn í dag fram tilboði sínu til Atlants hafsbandalagsins um að banda- lagið fái Chievreskastalann til afnota fyrir aðalstöðvar sínar í Evrópu, þrátt fyrir þær mót- bárur, sem fram hafa komið gegn þessum stað af hálfu yfir- manns herja bandalagsins í Evrópu, Lyman Lemnitzers. Til- boð Belgíustjórnar kom fram 1 orðsendingu til Manlio Brosios, aðalframkvæmdastjóra banda- lagsins. Ottawa, 9. ágúst — NTB KANADASTJÓRN hefur krafið Vestur-Þýzkaland um skýringu á því, hvernig flestar af 90 kana diskum orrustuþotum, sem seld- ar voru til V-Þýzkalands 1957 hafa komizt í hendur flughers Pakistans. Talsmaður utanríkis- ráðuneytisins í Ottawa sagði í gær, að sennilega hefðu flug- vélarnar verið seldar úr landi í gegnum íran á sl. hálfu ári og með því hefði samningur V- Þýzkalands við Kanada verið rofinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.