Morgunblaðið - 11.08.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.08.1966, Blaðsíða 28
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað nangstærsta og íjölbreyttasta blað landsins Veiða kolkrabba I Keflavíkurhöfn Keflavík, 10. ágúet UNDANFAKiNA tvo daga hef- ir komið inn á Keflaví'kur- og Njarðvíkurhöfn talsverð ganga af kolkrabba og hafa menn stund að þær veiðar nokkuð, bæði tínt af fjörum með útfalli og háfað upp við bryggjunar, en aðallega kemur kolkrabbinn inn að kvöldi til og er nú búið að veiða yfir 100 tunnur, sem hefir verið fryst til beitu. Kolkrabbi þessi er frek ar smár frá 15—20 cm. að lengd og virðist því vera um það bil hálfvaxinn. >eir sem veiðiskap- inn stunda nöta ótrúlegustu tæki svo sem vírkörfur, dósir, loðnu- háfa og fleira. Búast má við að nú með kvöld innu hefjist veiðiskapurinn að nýju. — Helgi S. Fjöldi unga drapst í hretinu Úr Mývatnssveit, 30. júlí: — UM SL. helgi gekk hér yfir mik- ið óveður, með mikilli úrkomu og kulda. Afleiðingar þessa veð- urs, eru nú að koma í ljós á þann hátt að andarungar og spör fuglaungar, finnast nú dauðir í hrönnum. Hin mikla úrkoma bleytti fiður unganna svo þeir þoldu ekki kuldann, sem fylgdi með. Jafnvel fullorðnir spörfugl ar þoldu ekki hretið og fundust dauðir hér og þar. Fjöldi spörfugla, bæði full- 26Óstiga heitt vafn í FYRRADAG var mæld heit 1 asta og öflugasta borhola á I landinu. Þessi hola er að Nesjavöllum en þar hefir Hitaveita Reykjavíkur látið fara fram horun að undan- i förnu. Var þarna verið að dýpka eldri holu og var kom- ið niður á 836 m. dýpi. Þar fékkst yfir 260 stiga hiti og þrýstingurinn var 47 kg. á fersentimeter. Sem fyrr segir mun meiri hiti eða kraftur ekki hafa mælzt í einni holu hér á landi fyrr. orðnir og ungar flúðu inn í gripa hús og önnur útihús og á hverja aðra staði, þar sem skjól var að fá, og björguðu með því lífi sínu. Grasspretta er ágæt á túnum í Mývatnssveit, og ekkert kal, en óþurrkar síðustu daga valda skemmdum á heyinu. Silungsveiði er allgóð í Mý- vatni, öðru hvoru, og mikið verð ur vart við smásilung, sem ennþá er of smár til að veiða hann. Stöðugt er unnið við húsa- byggingar vegna Kísiliðjunnar og vinna stöðugt við það margir menn. — Jóhannes. Dráttartaug hefir vreið komið um borð í Reyni, en hún var um 350 m löng. (Ljósm. Adolf Hansen) Náði bátnum á flot eftir að áhöfn hafði yfirgefið hann f FYRRINÓTT strandaði vél- báturinn Reynir BA 66, sem er 53 tonn að stærð, byggður í Sví- þjóð 1946, á Garðskagaflös. Um kl. þrjú um nóttina fékk varðskipið Óðinn að vita að bát urinn væri strandaður og var varðskipið þá statt við Snæfells- nes og komst ekki á strandstað fyrr en kl. 6 í gærmorgun. Hafði skipshöfnin þá yfirgefið Reyni og komizt slysalaust í land. — Norðaustan kaldi var á, en Óð- insmenn fóru um borð í sínum Nú verður saltað á öllum plönum fyrir austan Fjórir sóttu Umsóknarfrestur um starf for stöðumanns við Tilraunastöð há- skólans í meinafræði að Keld- um rann út 1. ágúst. Umsækjend ur um embættið eru: dr. Guð- mundur Georgsson, læknir, Guð- mundur Pétursson, læknir, dr. Halldór Þormar, lífeðlisfræðing- ur, og Margrét Guðnadóttir, læknir. SÍLDIN er nú að glæðast fyr- ir austan og lifnar strax yfir síldarstöðunum á Austur- landi. Voru menn þar léttari í spori og glaðari í bragði í gær og í dag er gert ráð fyr- ir að starfið verði í fullum gangi og fólk salti allir sem vettlingi geta valdið. Blaðið átti í gær samtal við Jakob Jakobsson fiskifræðing um borð í Ægi þar sem skipið FyrirEestur um sjálf- virkni ■ vélarumi skipa í DAG kl. 10 árdegis flytur Mossige verkfræðingur, aðalkenn ari Vélstjóraskólans í Ósló fyrsta fyrirlestur sinn um sjálfvirkni í vélarúmi skipa. Annar fyrir- lestur verður svo kl. 14.00 í dag, og verður í þeim báðum fjallað um málið með tilliti til útgerðar- Að boði Mossige standa Vél- skóli íslands, Vélstjórafélag ís- lands, Vinnuveitendasambandið og Landsamband ísl. útvegs- manna og vilja þessir aðilar ein dregið hvetja sína menn til að fjölmenna á fyrirlestrana. Fyrirlestrarnir verða fluttir í hátíðasal Sjómannaskólans. Er hlóðarhella Hallveigar Fróða- dóttur innflutt frá Noregi? f GÆRMORGUN á meðan Abha Eban, utanríkisráðherra ísraels, sat að viðræðum við forsætisráð- herra, dr. Bjarna Benediktsson, heimsótti kona hans frú Susan Eban Árbæjarsafn og sýndi Lár- us Sigurbjörnsson henni safnið. Sunnan megin við hina fornu kirkju í Árbæ staldraði frúin við stóra steinhellu og heyrðum við þá á tali þeirra að hér var um að ræða hellu Hallveigar Fróða- dóttur, konu Ingólfs Arnarsonar, og að hún væri innflutt frá oNr- eeú hefði verið notuð. sem hella undir eld á skipi Ingólfs. Þegar heimsókn frúarinnar var lokið spurðum við Lárus frekar um þessa hellu. Lárus sagði: — Þetta er sú hella, sem fannst niðri í grunni Steindórsprents í Tjarnargötu 4 árið 1944 og sam- kvæmt rannsókn dr. Matthíasar Þórðarsonar var þar um að ræða bæ frá landnámsöld og bar hann 'hann saman við rústirnar á Stöng í Þjórsárdal. Um engan annan bæ er að ræða en bæ Ingólfs. Hellan var fjarlægð og lögð upp á vegg að baki hússins Suðurgata 8, þar sem Steindór Gunnarsson bjó. Lá steinninn þarna þangað til í vor að erfingj- ar Steindórs gáfu safninu stein- inn og er hann kom í safnið veitti ég því athygli, að tvær hliðar hellunnar voru svo að segja sam hliða og önnur hliðin að minnsta kosti greinilega tilhöggvin, en af hinni voru numdir brott brodd- ar, em staðið hafa út. Þar eð hellan hefur legið í jörðu í um 1100 ár á um 2,5 m Framh. á bls. 2 var statt vestur af Jan Mayen. Á sama tíma var síldarleitar- skipið Otur á svæðinu SA af Seley. Við höfðum orð á því við Jakob að svo virtist sem spá hans væri að rætast um að síld- in myndi koma í þéttari torfum um upp undir landið. — Það virðist vera að verða gott þarna suðurfrá hjá þeim, í’rs.mhald á bls. 27 gúmmíbáti og voru þar fyrstl stýrimaður og vélstjóri ásamt fleirum. Hlekktist gúmmíbátn- um á, því hann rifnaði við borð- stokk Reynis, en mönnunum tókst þó að komast um borð og festa dráttartaugum á milli. Með aðfalli tókst Óðni að draga bát inn á flot og kom með hann til Keflavíkur kl. 11 í gærmorgun. Bátnum var haldið á floti, eftir að hann náðist út, með dælum frá varðskipinu því eitthvað virð ist hann laskaður á botni. Bát- urinn liggur nú í Keflavíkurhöfn og eru dælur þar að verki við að halda honum á floti. Dráttarlín an á strandsfaðnum frá bátnum og út í varðskipið mun hafa ver ið um 350 m á lengd, að sögn Þórarins Björnssonar skipherra á Óðni, en Helgi S. Jónsson fréttaritari Mbl. í Keflavík, náði tali af skipherra er hann kom þangað. Eftir að Óðinn kom á strandstað herti heldur vind og báru en tókst þó að halda við bátinn svo hann náðist út. Óð- inn hafði bátinn í togi til Kefla- Framhald á bls. 10 Beðið um lögbann á slarirækslu sendisins í Eyjum Póst- og símamálastjórnin biður þess vegna um að tœki til endurvarpsins verði fjarlœgð NOKKUR skriður komst á sjónvarpsmálið í Vestmanna- eyjum varðandi niðurrif sjón varpssendisins sem sjónvarps áhugamenn í Eyjum hafa komið fvrir á leigulóð Póst- og símamálastjórnarinnar á Stóra Klifi, en útvarpsráð allt hefir samþykkt bann gegn sending um þessum þar sem þær séu ólöglegar. Hafði Mbl. í gær tal af Gunnlaugi Briem, Póst- og símamálastjóra, og hafði l ann þetta um málið að segja- „Ríkisútvarpið sendi bæj- arfógetanum í Vestmannaeyj- um beiðni í gær um lögbann við starfrækslu endurvarps- stöðvarinnar i Vestmanna- eyjum, þar sem hún sé ólög- leg. Samkvæmt því hefur Póst- og símamálastjórnin sent bæj arfógetanum beiðni um að meint ólögleg tæki til endur- varpsins verða fjarlægð af leigulóð Póst- og símamála- stjórnarinnar á Stóra-Klifi með útburðargjörð, svo fljótt sem við verður komið“. Mbl. hafði ennfremur sam- band við Jón Óskar, fulltrúa bæjarfógetans, en, fógetinn er í sumarleyfi, og sagði Jón að ekki væri enn búið að fjarlægja þessi tæki og með öllu óvíst hvenær það yrði gert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.