Morgunblaðið - 17.08.1966, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.08.1966, Qupperneq 13
Miðvfkudagur 17. ágúst 1966 MORCU NBLAÐIÐ 13 Jónas Pétursson alþm.: „Rómantík og illgresi" við bændur: að nota mikinn á- burð og þá jafnan miðað við N-áburð og að bera á milli slátta. Það er kominn tími til að stinga alvarlega við fótum í á- burðarmagninu og gera sér ekki leik að því að glata fjármunum með köfnunarefnisgjöf milli slátta.“ Mér þótti sérstakur fengur að þeim tilraunaniðurstöðum er þarna birtust og ályktunum sem þar eru dregnar. Þær féllu svo vel við mína búskaparreynslu. Hvað eru rannsóknir og til- raunir? 1 stuttu máli: Þær eru leit. Leit að svörum við spurn- ingum sem mikilvægt er eða nauðsynlegt að vita svör við. En leitinni þarf að haga af skynsemi styðjast við líkur, styðjast við þegar fengna reynzlu. Vísindi er reynzla. Samsafn af reynzlu kynslóða sem felld er í fastar skorður með tölvísi. Hið svo- kallaða brjóstvit hefir byggt upp öll vísindn heimsins. Grein mín í Frey birtist í maí 1965 fyrir meira en ári. Hinn 1. júlí s. 1. var tekinn upp. í Morgunblaðinu stuttur kafli úr téðri grein. Þá var Agnari Guð nasyni nóg boðið. En í fagblaði landbúnaðarins var ekki ástæða að gera greinina að umtalsefni. „Það væri ekki óeðlilegt að fyrrverandi tilraunastjóri reyndi að geta sér grein fyrir hvað er illgresi“ segir Agnar Guðnason. Og svo fer hann að fræða. Hveiti °g bygg getur verið illgresi segir Agnar. Hvaða íslenzkur rækt- unarmaður hefir af því að segja? Og svo segir Agnar: „bláberja- lyng er versta illgresið í beitar- löndum". Hefir hann beitt fé að vetri á lynggróið land t. d. í krafstursjörð? Hvernig stóð á því að er við bræður beittum ánum í bláberjarpartinn á Hrana stöðum vetur einn í krafstursjörð þar sem þær belgfylltu sig að bláberin næstum hurfu úr land inu næsta sumar? Hvað er Agnar að fjasa um það, sem hann veit ekkert um? Okkur skiftir máli það sem snertir íslenzkan búskap, ekki illgresisbarátta bænda erlendis Þar er Agnar vafalaust lærður. Hið eina illgresi, sem skiftir teljandi máli hér í búskap, er haugarfinn. Hann veldur stór- felldu tjóni árlega. Hann var aldrei svo teljandi væri í gömlu túnunum. Hann átti því aldrei þátt í hollustu töðunnar af gömlu túnunum. Hann er ef svo mætti segja menningarkvilli, fylgir landbrotinum, ræktun á opnu landi. Ég hef ekki enn þá orðið þess var að eiturlyfjaáhugi Agnars hefði orðið honum að grandi svo orð sé á gerandi. „Rómantíkin lengi lifi“ segir Agnar. Hvað á hann við? A hann við það er ég vitna í forna búskaparreynzlu? Myndi ekki öllum ráðunautum holt að gera ekki gys að þeim arfi, sem gengið hefir frá kynslóð til kynslóðar, þekkingu íslenzka bóndans, sem aflað hefir verið í samskiptum hans við túnið, úthagann, búféð og mislynda veðráttu? Jónas Pétursson ;## „Siglufiarðarleið nýja fólksflutningabifreið Agnar Guðnason ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands ritar greinarkorn með ofanskráðri fyrirsögn í 164. tbl. Morgunblaðs ins, 22. júlí s.l. Greinin hefst með þesum kafla: „Loksins er stefn an mótuð í ræktunarmálum okk ar hér á landi. Það á að rækta illgresi í stað túngrasa. Jónas Pétursson alþingismaður, fyrr- verandi tilraunarstj. í grasrækt og núverandi formaður Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins skrifaði á síðastliðnu ári greinar korn í Frey um fóðurgildi tún- fífils og annara tvíkimblaða jurta, jafnframt kvartaði hann yfir ráðunautum sem ferðuðust um landið og sprautuðu eitri á þessar dásamlegu jurtir. Róman tíkin lengi lifii, en fer hún ekki út í öfgar þegar fyrrverandi til- raunarstjóri fer að halda upp á arfa aðeins af því að hann ber blóm?“ Eg tel nauðsynlegt að endur- prenta hér greinarkorn mitt er birtist í 8—9. tbl. Freys 1965, til þess að þeir lesendur sem áhuga hafa á þessum málum, geti dæmt um hvernig ráðunauturinn, Agnar Guðnason túlkar mál. Greinarkorn mitt í Frey heitir Athyglisverður fróðleikur og á- lyktanir og er þannig: „Fyrir skömmu fékk ég send- ingu frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Voru það 4 smárit, tilraunaniðurstöður um áburð og fóðrun. Mér þótti vænt um send ingu þessa, og las ritin af kost- gæfni. Einkum er það eitt þeirra sem ég vil víkja að: Steinefni í fóðri búfjár. III. kaflinn nefn- ist.Fróðleikur og ályktanir. Er kafli þessi hin mesta gersemi. Hér verður þó fátt eitt rakið. Þar segir (á bls. 11—12): „Beinaveikin af völdum kalsi- um og fosfórsskorts er af mörg- um talin algeng, en í rauninni er mjög erfitt að gera sér grein fyrir orsökum slíks sjúkleika. Það eru svo margir þættir í fóðr inu, sem vinna með eða móti öðrum,“ o. s. frv. Síðar: „Helztu atriðin sem hafa áhrif á kalsíum og fosfór- magn í heyi eru þessi: 1. Því meiri kjarni sem borinn er á, Því minna verður kalsíum magn uppskerunnar.... Ekki er ennþá fyllilega ljóst, hvort kalsí um í grasi muni fara minnkandi frá ári til árs, þar sem er borinn á Kjarni. 2. Háliðagras og vallarfoxgras eru fosfór- og kalsíumsnauðari en önryar túngrös. 3. Samkvæmt norskum tilraun um og athugunum héðan frá Hvanneyri eru blöð grasa kalsí- um auðugri en stönglarnir. Hér vil ég skjóta að þeirri athugasemd, að ein ástæðan fyrir yfirburðum vallarfoxgrassins til fóðurs og beitar, umfram há- liðagrasið sem engum fær dulist er fóðrar á heyi með opin skiln- ingarvit, — er sú, hve blaðvöxtur varir miklu lengur hjá vallafox- grasi — hve seint það skríður. En margt fleirra kemur þar vafa laust til og flest af því er vafa- laust enn grasbítunum sjálfum bezt ljóst. Kalsíum í blóðplasma (blóði) í kvígum var rannsakað á 6 bæjum í Borgarfirði. Um þetta segir: „Lítill munur var á þessu eftir bæjum, en þó virtist blóð grip- ana á einum bænum vera kal- síumauðugra en á hinum. Á bæ þessum er lítið notað af tilbún- um áburði og lítið um nýrækt, hinsvegar er þar gefið talsvert úthey.“ Kafli er þarna um kalium og natríum. Bendir margt til, að ó- sjaldan sé natríumskortur í grasi og heyfóðri. Á bls. 16 segir meðal annars: „Það sem natríumákvarðanir á Hvanneyri hafa leitt í ljós, er þetta: (óprentaðar niðurstöður): Kalíáburður stórminkar natrí- ummagn jurtanna." Magníum er eitt þeirra stein- efna sem athygli er gefin í vax andi mæli. Graskrampi er sjúk- dómur sem ágerist í búfé. Magn íum getur læknað hann og hindrar hann.“ Á bls. 18 segir m. a.: „Þó er vitað um tvö atriði sem hafa áhrif á nýtingu þessa steinefnis: (þ. e. magníums): „1. Eftir því sem, fóðrið er kal- íumauðugra, því minna sogast upp af magníum.... 2. Eftir því sem fóðrið er eggja hvítuauðugra, því verr notast magníum fóðursins. Á bls. 19 stendur þetta: „Þess má geta að fíflar reynd ust mjög magníumauðugir. Eng- lendingar vita þetta og eru farnir að sá fíflum, sem fóðurjurt. Hér höfum við ráðunauta sem prédika eiturlyfjanotkun gegn 111 gresi, m. a. til aðdrepa fífla i tún um. Jónas Pétursson Flestir íslenzkir bændur vita, að taðan af gömlu túnunum, með óbreyttum gróðri, er eitt hið bezta heyfóður sem fæst. Ég hefi fyrir löngu gert mér grein fyrir að áratuga og aldaræktun með búfjárburði var þar önnur meginástæðan. Hin var fjölgresið m. a. „illgresið," eins og fíflar arfategundir allskonar o. s. frv. Mér eru t. d. minnistæð fnjósk dælsku túnin fyrir 30—40 árum — gul af fíflum og sóleyjum eftir sólstöðurnar, — sú taða var viðurkennd að ágætum. Ég vil enn minna á það sem sagt er um háliðagrasið að það sé kalsíumsnauðara en önnur grös enda hefur mín búmanns- reynsla löngu kennt mér að ég vil helzt ekki sjá það til fóðurs. í ritinu um „Áhrif kalks, kalk saltspéturs og Kjarna á efna- magn og sprettu grasa“ er tafla á bls. 95 um gróðurathuganir á kölkuðu og ókölkuðu landi. Þar sem ekkert kalk var borið á, þakti háliðagrasið 29% gras- svarðarins, 'en t. d. túnvingull aðeins 16%. Eftir kölkun snerist þetta við þannig að háliðagrasið þakti þá ca. 18% en túnvingull- inn 26—28%. Og svo að lokum athyglisverðar uppskerutölur eftir 50 kg. N á ha. og 100 kg. N á ha. Meðaltal 5 ára, bls. 90: eftir 50 kg. N 67 hestar á ha. og 100 kg. N 75 hestar af ha. Neðst á bls. 90 segir: „Það er 99% öryggi fyrir því að 100 kg. af köfnunarefni gefa meiri uppskeru en 50 kg. Þó er þessi munur furðulega lítill og er það sama sagan og í tilraun nr. 26—61, þar sem munurinn á 100 kg. og 150 kg. köfnunar- efnis á ha. var aðeins 5,8 hkg. ha. af heyi.... “ Ennfremur:“ f báðum tilraun unum var lítill eða einginn upp- skeruauki af því að skipta köfn unarefnisskammtinum þannig að nokkur hluti hans væri borinn á milli slátta.“ Ég vek sérstaklega athygli á þessum atriðum af því að á hvorutveggja hefir verið hamrað Siglufirði. — S.K. NÝLEGA kom hingað til Siglu- fjarðar ein glæsilegasta og þægi- legasta fólksflutningabifreið landsins. Bifreiðin er af Merze- des Benz-gerð og getur flutt um 60—70 farþega, þegar far- kosturinn er fullsetinn. Er bifreið in eign sérleyfisfyrirtækisins „Siglufjarðarleið“ og munu þeir nota vagninn á leiðinni Reykja- vík—Siglufjörður. Fyrstu ferð sína fór vagninn þó ekki til Reykjavíkur, heldur á bindindis- mót í Vaglaskógi um verzlunar- mannahelgina. Hópferð þessi var farin á vegum bindindisfélagsins Hrönn á Siglufirði og var Júlíus Júlíusson fararstjóri. Mátti segja það vel til fallið að þessi hópur ungs reglufólks vígði þennan glæsilega vagn. Mér gafst tækifæri til að skoða vagninn stuttu áður en hann hélt af stað með unglingana, og spurði um leið bifreiðarstjórann, Sigurð Björnsson, margra spurninga um kosti vagnsins. Sagði hann m.a. að vagninn, hingað kominn, kost aði um 1,7 milljónir króna og tæki hann 60—70 farþega, og gerður fyrir hægri akstur, og mun vera fyrsta bifreiðin sem fær skráningu upp á slíkt, en þó með þeim fyrirvara að ætíð skuli vagninn stöðvaður á hægri vegakanti til að hleypa farþeg- um út og inn. Þá er í vagninum eitt fullkomn asta hita- og loftræstingarkerfi sem fyrirfinnst í bifreið hérlend- is, og minnir helzt á að maður sé í flugvél. Sjálfvirk olíumið- stöð er í vagninum, sem hitar upp, jafnt kælivatn bifreiðarinn ar og hitakerfi hennar í heild. Undan hverju sæti kemur heitur blástur á fætur fariþeganna, ef vill, en fyrir ofan höfuð þeirra eru tvær túður, og geta farþeg- ar valið um, hvort þeir vilja heit an eða kaldan loftstraum, og er það ekki hvað sízt þægilegt fyrir bílveika farþega. Annars get ég varla ímyndað mér að nokkur geti orðið veikur i þessari bifreið, en það stafar af hinum fullkomna fjaðraútbúnaði hennar. Vagninn sjálfur, eða karfa hans, hvílir á einskonar loftpúðum, sem heldur vagninum mjög stöðugum á-veginum þrátt fyrir holur, eða krappar beyjur. Mjög gott farangursrými er í vagninum, eða um 12 rúmm., en venjulega hefur farangursrými í Embættisveiting- nr læhnn og presta LÖGBIRTINGABLAÐIÐ tilkynn ir nokkrar veitingar prestsemb- ætta og læknisembætta. Sr. Sigfús Jón Árnason hefur verið skipaður sóknarprestur í Miklabæjarprestakalli í Skaga- fjarðarsýslu frá 1. júlí. Sr. Bolli áætlunarvögnum ekki verið nema 4—6 rúmm. „Siglufjarðarleið" hefur um langan tíma þjónað fanþegum, frá og til Siglufjarðar með prýði, en þessi vagn mun marka tímamót í ferðalögum landleiðina til og frá Siglufirði og með tilkomu og opnun Strákavegar, norðan Siglufjárðar, munu væntanlega haldast fastar áætlunarferðir landleiðina, þangað sw þörf ger ist. Nú sem stendur á „Siglufjarð arleið" 7 fólksflutningabifreiðir, eina er tekur 60—70 fanþega, 2 er taka 33 farþega, 2 er taka 37 farþega og 1 er tekur 41 fanþega. Daglegar ferðir eru milli Akur eyrar og Siglufjarðar um Varma hlíð með Siglufjarðarleið, og tvisvar í viku mun nýi vagninn ganga milli Reykjavíkur og Siglufjarðar. Gústavsson skipaður sóknarprest ur í Laufásprestakalli í S-Þing- eyjarprófastsd. frá 1. júlí. Sr.Fáli Þorleifssyni að Skinnastað hef- ur verið veitt lausn frá embætti frá 1. septemiber. í héraðslæknisembætti í Ála- fosshéraði hefur verið skipaður Friðrik Sveinsson, læknir, frá 1. júlí að telja. Og setning Braga Guðmundssonar, héraðslæknis í Þingeyrarhéraði hefur verið framlengd til 30 júní 1967.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.