Morgunblaðið - 17.08.1966, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.08.1966, Qupperneq 17
Miðvikudagur 17. ágúst 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 SjÖtugur: Albert Þorvarðsson í Gróttu Albert í Gróttu eins og hann er kallaður af vinum og velunn urum er sjötugur í dag. — Hann er einn af þeim beztu og mestu dýrðarmönnum sem ég hef kynnzt á lífsleiðinni. Albert vita vörður er fæddur í Gróttu 17. égúst 1896. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Mora- stöðum í Kjós, og Þorvarður Einarsson ættaður austan úr Skaftafellssýslu. Þorvarður tók Gróttu á leigu, að mig minnir 1894. Eigendur jarðarinnar voru þá Nesbændur á Seltjarnarnesi Næstur á undan Þorvarði bjó i Gróttu Þórður Jónsson skipa- smiður frá Engey. Hann mun hafa búið þar í hart nær tvo áratugi, en samkvæmt gamalli þjóðsögu, neyddist Þórður til að flytja þaðan sökum draugagangs 'Ásóttu draugarnir konu Þórðar með miklum feiknum, svo að henni var ekki viðvært. Þórður yar eins og fyrr segir skipa- smiður og að auki afburða for- maður. Grótta hlaut því að vera honum kjörinn staður, en ekki þýddi að deila við draugana. Þegar Þorvarður tók við búi f Gróttu, hafði jörðin verið í eyði um tveggja ára skeið. Hann kom því að niður-fölllnum hús- um og var að byggja allt upp frá grunni. Þorvarður hafði búið i Gróttu í tvö ár, þegar gamli Gróttuvitinn var byggður. Kom það að sjálfsögðu í hans hlut að annast vitavarðarstarfið. En áður en hann hlyti þá vegsemd, varð hann að ganga undir próf í skrift ©g reikningi. Þorvarður bjó í Gróttu í Gróttu til æviloka og hafði þá verið vitavörður þar í »4 ár. Laun Þorvarðar voru lengst af 33 krónur 35 aurar á mánuði, síðustu ár hans 80 kr. á mánuði. Þá hafði og Alþingi veitt Þorvarði vitaverði 300,00 krónur á ári sökum langrar og dyggrar þjónustu. Það lætur að líkum, að Þor- varði vitaverði hrukku lítt vita- varðarlaunin til þess að fram- fleyta 5 börnum. Hann hljóp og undir bagga með munaðarlaus- um börnum og gamalmennum En það þótti höfuðprýði mann- dómsmanna á þeirri tíð. Búið þurfti því mikils við. — Þegar Þorvarður tók við vitavarðarstöð inni, lét hann smíða þriggja manna far, sem jafnan var kall- að Farið. — Farið reyndist hin mesta happafleyta og færði Þor- varði oft mikla björg í bú. Farinu var stundum róið út á Svið, fiski slóðina sem kölluð er „Hamarinn minn og Skörðin". Þangað var kallaður einnar og hartnær hálfrar stundar róður og var þar í þann tíð oft vænn fiskur undir. Róðrar þessir, ef vel tók- ust, færðu Þorvarði gull í mund svo að hann at keypt kaupstaðar varning handa hópnum sínum. En blessað Farið varð stundum að lúta að því, sem lægra var, en að því væri róið út á Svið. Vel oftast var því aðeins flotað til Þess að vitja hrognkelsaneta. Sígin og söltuð grásleppa var þá hér syðra eftirsótt af bændum austanfjalls, sem guldu þetta fisk aeti með landafurðum. Einnig var róið út í þarann, eins og það er kallað, en þar var oft hægt að draga þyrskling í beit. Enda þótt sá fiskur væri ekki verzlunarvara, mun Farið hafa flutt þar flesta málsverðina í Gróttu. Hvenær einkasonur Þor varðar í Gróttu, afmælisbarnið Albert steig fyrst á ferjufjöl, er mér með öllu ókunnugt, en hitt er skjalfest að, fám dögum eftir ferminguna réðst hann á skútu og hefur síðan stundað sjó, þá tími hefur gefizt til á flestum farkostum, sem flotið hafa við íslandsstrendur. Árið 1923 tók hann farmannapróf og hugðist þá fara í siglingar. 111 eða góð örlög komu í veg fyrir það, að af því yrði, og skal það ekki tíundað hér. Þorvarður faðir hans safnaðist til ferða sinna 1. júlí 1931. Móðir Alberts var þá látin fyrir skömmu, Sigríður kjördóttir Þor varðs var fyrir framan hjá hon um, þá barnung. Aðrar dætur hans voru þá allar giftar. Þegar dauða Þorvarðs bar að, var Albert staddur norður á Kálfs- hamarsvík, en þaðan hafði hann þá gert út í nokkur ár að sumar lagi, en vetur og vor við Faxa- flóa. Tvo átti hann þá vélbátana sem hétu þeim fornfrægu nöfn um, Baldur og Bragi. Þegar Albert barst helfregnin var vertíðin í miðjum klíðum og á þeirri tíð býsna langt á milli Kálfshamarsvíkur og Gróttu. Með hvaða faraldri Al- bert komst suður á réttum tíma til þess að fylgja föður sínum til grafar, veit ég ekki. En hitt er öruggt, að Albert náði tali af þáverandi Vitamála stjóra Þ. Krabbe. Þ. Krabbe mun hafa verið embættismaður af gömlu gerðinni, hárnákvæmur en nasbráður nokkuð við alþýðu manna. Þorvarður vitavörður var og af gamalli gerð, hárná- kvæmur í starfi en hógvær í framgöngu. Hann mun hafa kunnað tvennt í senn að lúta hátigninni, en standa þó á rétt inum. Vitamálastjóri tilkynnti Albert þegar, að nú yrði breyt- ing á í Gróttu og þaðan yrði allt fólk að fara samstundis. — Mér er það til efs, að Albert hafi nokkurn tímann kunnað að lúta nokkurri hátign, en hitt er víst, að hann hefur til þessa kunnað að standa á réttinum. Ætla ég að sá kostur eða ó- kostur fylgi honum, þar til að hann lýkur nösum. ■Albert snerist öndverður gegn vitamálastjóra og taldi ganga glæpi næst, að hrekja fólk frá húsum og staðfestu á miðju flutningsárinu. En hvort sem þeir töluðu lengur eða skemur um þetta, féllst vitamálastjóri á að fela frú Astu systur Alberts að annast vitavarðarstöðuna til veturnótta. — Næsta fardaga ár tók Albert að fullu við vita- varðarstöðunni og hefur gegnt henni síðan og mun gera það svo lengi, sem Guð gefur honum lega er fyrirkomið, eins og garðar gegn Ægi konungi vekja undrun og aðdáun allra er koma í Gróttu. Þar gefur að líta mörg Grettistök, sem svo vel og fag- lega eru fyrirkomin, eins og leikur einn hafi verið í höndum þeirra er unnu verkið. En varnar garðana hlóðu Albert og faðir hans, með nokkurri aðstoð mest með berum höndum og frum- stæðrnn hjálpartækjum, löngu áður en nokkur hjálparvél var flutt hingað til lands. Albert í Grótu er mikill höfðingi heim að sækja, hann er maður meðal hár vel farinn í vexti og andliti. Hann er snarmenni mikið og karlmenni að burðum, allt til þesss, að slys og elli fóru að honum að vega og er raunar enn þótt kerling Elli.æskuþrældómur og oftök þjái hann nú. Albert er þjóðhagasmiður og leikur honum allt í höndum. — Gömul skekta, sem Albert smíðaði um fermingu, er enn við líði og ágæta sjófær mönnum, sem kunna til skipa. Albert er og þjóðvel gefinn og firnafróður sérdeilis um allt, sem að sjó- mennsku lýtur. í'rásagnarmaður er Albert með afbrigðum enda skáld að eðlisfari, þótt lítt hafi hann stundað þá list. Albert hefur verið mér og mínum tryggðavinur í fullan aldarfjórðung. Fyrst okkar hjón anna siðan syni okkar og tengdadóttur og síðast barn- ungum þeirra þremur sem þessi einstæði barnavinur hefur veitt skjól og ástúð sumrum saman í Gróttu, einum fegursta stað á fslandi. Ég ætla mér ekki þá dul að mér auðnist að þakka Alberti í Gróttu vináttu mér og mínum til handa, en vona hins vegar að barnungarnir, sem fljúga jafnan í fang „Afa í Gróttu“ geti með hlýjum og litlum lófum, sem fara um hár hans og vanga, þakkað honum betur miklu. Hjörtur Kristmundsson Vitavörðurinn í Grótbu „Gróttu Jarlinn", eins og við nefndum hann stundum er sjötugur í dag fæddur 17. ágúst 1896 í Gróttu Faðir hans Þorvarður var þar vitavörður í nokkra áratugi og svo tók sonurinn við. Það má því segja að vitavarðarembættið hafi gengið í erfðir, frá föður til sonar. f dag er það leikur einn að vera vitavörður í Gróttu. Svo hefur þó ekki alltaf verið. Það eru tveir áratugir síðan nýi vit- inn var reistur. Áður stóð vit- inn á klöpp sjávarmeginn við grjótgarðinn þann hinn mikla, sem þeir feðgar Þorvarður og Albert hlóðu kringum eyjuna. í aftaka veðrum gekk sjórinn yfir vitann og slökkti á honum jafnóðum og kveikt var. Þá mátti ekki úr vitanum fara fyrr en veður og sjó lægði. Um þetta er Albert jafnan fáorður. Albert í Gróttu hefur svo frá bæra frásagnazgáfu, að ' fáir standa honum á sporði. Það er auðvelt að gleyma bæði tíma og rúmi þegar á hann er hlustað. Þetta er öfundsverður eiginleiki og fáum gefinn. Albert hefur, eða hafði, væri ef til vill réttara að segja, mjög fagra og bjarta tenórrödd. Ef aðstöðu hefði ekki skort, myndu hann hafa komizt langt á því sviði. Þótt Albert hafi búið einn á hólmanum síðustu árin hefur ekki alltaf svo verið. Á meðan sjór var sóttur af kappi voru þar ýmist hjón eða ráðskona. Sér- staklega minnist ég einnar á- gætrar konu, sem kom þangað með yndislega fallega dóttur, 5—6 ára. Nú er þessi dóttir orð- in falleg frú og 5 barna móðir. Elzti sonurinn heitir Albert. Öll segja börnin „Afi í Gróttu**, og þau finna það vel, blessuð litlu börnin, að í Gróttu eiga þau góðan afa, enda eru dagarn ir miklir gleðidagar. Á vorin, um varptímann eiga kollur og kríur griðland í Gróttu. Daga og nætur fylgist Albert vel með þessum skjól- stæðingum sínum og ver hólm- ann fyrir mann-varginum. Það mun ekki ofsagt, að kollurnar séu allt sumarið á hans fram- færi, enda fylgjast þær vel með ferðum hans. Vinátta okkar hjóna við Gróttu-Jarlinn er þrítug, 30 ára einlæg vinátta, sem aldrei hefur fallið á nokkur skuggi. Við hjónin minnumst margra unaðs stunda á „Jarlssetrinu**. Hvergi er gott veður eins dásamlegt og þar, og hvergi eru hamfarir sjávarins jafn stórkostlegar og ægifagrar. Albert í Gróttu er höfðingi heim að sækja og stundum svo skemmtilega frumlegur í rausn sinni að ógleymanlegt er. Þegar við hjónin gengum í fyrsta sinn með honum um ríki hans, minn ist ég þess, er hann nálgaðist grjótgarðinn fræga, þá stakk hann hendi í holu og út kom flaska. Frá þeirri stundu tók ég upp sama hátt og skjólstæðingar hans æðakollurnar, að láta ekkert fram hjá mér fara. Og svo að lokum þetta: Albert, Við hjónin þökkum þér langa og trygga vináttu, þökkum þér aliar ánægjustund irnar sem við höfum átt með þér í ríkinu þínu umkringdum stórvirki ykkar feðganna, garð- inum með holuna góðu. Heill þér sjötugum. Jóhann Fr. Guðmundsson. —* JAMES BOND James Bond »T IAN REIHM BT JONN NtUBKT rSOlW'8' SlTUATIOM, JAMES. TVlfe TARD I8 ooin® 10 UAUL IN TL DIAMOMDS CARCIB2 'Oy Suspiaoví AND MXl MCVE IKI. WUflTDO TOU Þannig er aðstaðan, James. Scotland Yard mun setja skipið i farbann um tíma, vegna „gruns“, og þú flytur yfir í það. Hvað hefurðu að segja um málið? Ég álít, að það krefjist umhugsunar yfir Eftii IAN FLEMING J Ú M B ö björglasi og humar meðan þú segir mér meira af þvi. Skipið á að fá „samböndin** næsta kvöld. Maðurinn, sem búist er við' líkist þér í útliti og hún hefur aldrei séð hann - —Y— ~X- fyrr. HÚN? Já, stúlka. Nafn hennar er TIFFANT CASE. Teiknari; J. M O R A í niðamyrkri sitja Jumbó og skipstjór- inn niðursokknir í dapurlegar hugsanir. Loksins kemur einbúinn. — En hvað kyndillinn hans lýsir fallega og vingjarnlega! hvað hann komi seint. Hann er búinn að rannsaka alla þá hella, sem vestast eru en árangurslaust. Þorpararnir eru aUir á bak og burt og þar með eru Jumbó og félagar hans loksins saklausir af mais- Júmbó spyr gamla manninn um öskrin hræðilegu, sem þeir heyrðu. — Heyrast þessi öskur á hverri nóttu? — Nei, bara þegar fullt tungl er segir gamli maðurinn. GamU maðurinn biður þá að afsaka stuldinum. segir gamli maðurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.