Morgunblaðið - 21.08.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.08.1966, Blaðsíða 10
10 MOkGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. ágúst 196ð ic MÝVATNSSVEIT er einn þeirra fáu staða á íslandi, sem rigning og þungskýjað loft fá ekki gert leiðinlega og ljóta, — þó að sjálfsögðu dragi mikið úr náttúrufegurð. Því þó ekki sé víðsýni fyrir að fara, geta menn huggað sig við, að hraunið er fallegra í vætutíð en í þurrki, mosinn litríkari og ilmur birkikjarrs- ins yndislegri. Engu að síður dregur vætan verulega úr straumi ferðamanna, þegar hún er langvarandi — eink- Komið að Reykjahiíðarþorpi, fremst er Hótel Reykjahlíð. „Mývetningar eru ágætir menn og mikilvirkir í félagsmálum" — Skipzt á nokkrum orðum við hótelstjórana, Arnþór Björnsson og Guðrúnu SigurÖardóttur, Jón bónda Sigurðsson í Reykjahlíð og sr. Örn Friðriksson á Skutustöðum um innlendra, því það er nú einu sinni svo, að íslending- um eru yfirleitt öllu Ijúfara að vökna að innan en utan. Og veðurfarið í sumar hef- ur verið heldur óhagstætt hóteleigendunum í Reykja- hlíð og Reynihlíð við Mý- vatn, erlendir ferðamenn hafa að visu sótt þangað töluvert, en innlendir síður og tjald- búðalíf hefur verið fábreytt- ara en mörg undanfarin sum- ur. — Blaðamaður Mbl. átti leið um Mývatn fyrir skömmu og hitti þá m.a. Arnþór Björns- son, hótelstjóra í Hótel Reyni- hlíð. Arnþór er ungur maður, ættaður úr Vopnafirði. Hann kvæntist árið 1956 Helgu Vai- borgu Pétursdóttur, dóttur Péturs Jónssonar, hrepp- stjóra í Reynihlíð, og hafa þau hjónin síðan annazt _að mestu rekstur gistihússins. Ég hafði heyrt því fleygt, að þau hefðu sérstaklega lært til gisti Kristján bóndi Þórhallsson frá Björk myndir hjá sr. Erni Friðrikssyni. í Vogum skoðar nýjar húsareksturs, — en það sagði Arnþór ekki rétt, — „hinsvegar höfum við auðvit- að reynt að kynna okkur ýmislegt varðandi gistihúsa- rekstur, bæði í Reykjavík og annarsstaðar, en ekki verður sagt, að við höfum stundað nám í þeirri grein“. Arniþór sagði, að hótelið í Reynihlíð gæti í senn tekið fjörutíu gesti í gistingu og hefði veri'ð upppantað í allt sumar — „mest hafa það ver- ið erlendir ferðamenn, sem höfðu pantað með löngum fyrirvara. Hinsvegar hefur umferðin að öðru leyti verið lítil vegna veðráttunnar og mjög dregið úr rekstrinum. Við byggjum að verulegu leyti á matsölu, — það er ætlast til þess að við getum annað mikilli umferö og höf- um við því miðað allt við það, m.a. ráðum við fólk með til- liti til þess. Því kemur þetta dálítið illa við okkur. Hér vinna í sumar yfir 20 manns, mest aðkomufólk". Hótel Reynihlíð er opið frá því síðast í maí og fram í október — „fer eftir veðri og vegum. Á veturna er ekk- ert um að vera, nema hvað við höfðum í fyrravetur mat- sölu fyrir fólkið, sem var að vinna við kísilgúrframkvæmd irnar“, sagði Arnþór. Hann sagði mér einnig, að auk hótelrekstursins væri starfandi í Reykjahlíðarþorp- inu steypufyrirtæki, sem nefn ist Léttsteypan hf. Er Arniþór gjaldkeri þessa fyrirtækis, sem starfar árið um kring, framleiðir holsteina og milli- veggjaplötur. Er framleiðslan seld til Akureyrar, Húsavíkur og austur á land. Hráefnið er hvarvetna í nágrenninu, þeir nota hraunmöl, hjallmöl, sem er þurrkuð og hert í gufu. Hjá Léttsteypunni starfa að jafnaði sex menn. „Það er því yfirleitt nóg að gera hér nú orðið“, segir Arn- þór, „þáð var miklu daufara, meðan ekkert var annað en hótelreksturinn — og nú breytist enn til batnaðar með tilkomu kísilgúrverksmiðj- Arnþór Björnsson og Helga V alborg Pétursdóttir, sem stjórna Hótel Reynihlíð. unnar. Hún ætti að auka at- vinnu fyrir fólkið hérna, bæði framleiðslan sjálf og ýmiss konar starfsemi og þjónusta, sem alltaf fylgir í kjölfar slíks atvinnureksturs. Guðrún Sigurðardóttir, sem stýrir hinu hótelinu á staðn- um — Hótel Reykjahlíð, á- samt systur sinni, Svövu Sig- urðardóttur, hefur sömu sögu að segja og Arnþór. Veður hefur dregið úr viðskiptun- um, enda þótt alltaf hafi verið fullsetin gistiherbergi. Hótel Reykjahlfð getur tekið um 20—30 manns í gistingu í senn. Þar starfa í sumar níu manns. Úti á túninu við Hótel Reykjahlíð gekk ég fram á tvo garpa við slátt og mund- uðu báðir orf sín fimlega. Nokkur aldursmunur var á kempunum, kvaðst hinn yngri heita Sigurður Baldurs- son, hinn eldri Jón B. Sigurðs son, bóndi í Reykjahlíð, bróð- ir þeirra Guðrúnar og SvÖvu. Hann býr félagsbúi með bróður sínum Óskari, sagði þá hafa um 270 fjár og kýr til heimilisnota. „Hér á gömlu Reykjahlíðarjörðinni búa nú a.m.k. fimm fjölskyldur, sér- stökum búum. Er jörðinni skipt, en beitiland sameigin- legt, þó segja megi, að orðin séu á því nokkuð hefðbundin skipti“. Jón minntist á, að ekki hefði alltaf þótt lífvæn- legt þar um slóðir — sú var tíðin, að þeir, sem hér bjuggu, tóku sig upp og fóru til Ameríku — en við skulum nú ekki fara út í þá sálma núna. Ég þarf að ljúka við að slá þessar þúfur í snarheitum — já, já, sláttur hefur gengið vel — spretta var furðugóð miðað við tíðarfarið og hey- skapur vel á veg kominn. þetta eru aðeins eftirhreyturn ar, sagði Jón bóndi Sigurðs- son. ★ í lei'ðinni frá Reykjahlíðar- þorpinu komum við sem snöggvast við á prestssetrinu, Skútustöðum, hjá séra Erni Friðrikssyni, sem þar hefur gegnt embætti í u.þ.b. þrettán ár og er sálusorgari á fjórða hundrað manna; íbúar munu vera um 234 í Skútustaðasókn og 156 í Reykjahlíðarsókn, miðað við áramótin siðustu. sagði sr. Örn. Séra Örn er maður ungur að árum og mér varð á að spyrja hann, hversvegna hann hefði sezt að í Mývatns- sveit á sínum tíma. — Það vildi svo til, sagði sr. Örn, að Mývatnssveit losnaði um þær mundir, sem ég var að ljúka námi. Ég hafði þær spurnir af Mývetningum, að þeir væru ágætir menn og mikilvirkir í félagsmálum og hraðaðf mér því sem ég mátti í prófið til að ná í brauðið. Mér er víst ó- hætt að segja, að áhugi hér um slóðir á félagsstarfi ýmiss konar sé einstakur og afar virðingarverður, því oft er erfiðleikum bundið fyrir fólk- ið að koma samán sökum snjóa og ófær’ðar. Ég hef oft dáðst að því, hve fólkið hér hefur lagt hart að sér til að komast á milli — einkum þó áður fyrr, þegar það var miklu erfiðara en nú. Það er víst oft svo með mennina, að þeir meta hlutina því meira, sem þeir þurfa að leggja harð Framhald á bls. 17. Hótel Reynihlið. F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.