Morgunblaðið - 21.08.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.08.1966, Blaðsíða 28
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins 65001 saltaiar á Rauf arhöf n sl. nótt 10 tíma löndunarbið þar í gær Kaufarhöfn, 21. ágúst. t NÓXT voru saltaðar á Kaufar- höfn 6500 tunnur á flestum sölt- unarstöðvum. Er nú svo komið að síldarskipin þurfa að bíða 10 tíma eftir að landa og bíður því mestallur flotinn inni á höfninni á höfnunum hér á Raufarhöfn, Dalvík, ólafsfirði, Hrísey og víð- ar. Það sem háir söltunarstöðvun- um mest er skortur á vinnuafli, en þegar síldarflotinn fór á Austfjarðamiðin fyrir nokkru fyigdu honum síldarstúlkurnar á mörgum söltunarstöðvanna hér. Hins vegar hefur það sýnt sig, að dugleg stúlka getur í þeirri söltun, sem er nú hér í plássinu, haft 2000—2400 kr. á sólarhring. í gær komu hingað til Raufar- hafnar 4000 lestir síldar. Síldar- flutningaskip eru nú á leið á veiðisvæðið 150—200 mílur NA af Raufarhöfn. Fremur kalt veð- ur en þurrt er nú á þessum slóð- um. • Þegar þetta er símað til Reykjavíkur sést. til Víðis II, þar sem hann kemur öslandi inn, svo hlaðinn, að hann er eins og fjöl á sjónum. — Einar. Brezkur togaraskipstjóri afplánar hér fangelsisdóm FYRIR nokkru síðan var settur hér í land af brezkum togara til afplánunar fangelsisdóms togara skipstjóri, Cumby að nafni, er dæmdur var sf dómstól hér til fjögurra mánaða fangelsisvistar, í sambandi við töku togarans Aldershot. Hafði Cumby sýnt varðskipsmönnum siíkan mót- þróa, að hann hlaut fangelsis- dóm fyrir. Aftur á móti var hann sýknaður af ákærunni um meint brot gegn fiskveiðilöggjöfinni. Kaupin á Akurey staðfest á mánudag STAÐFESTING á kaupum á tog aranum Akurey á að koma á mánudag nk., að því er fulltrúi Mýr þurrkarí tekinn í notkun Bíla-þvottastöðin við Suðurlands braut hefur nú tekið í notkun nýjan þurrkara. í þvottastöð- inni eru tvær sjálfvirkar þvotta vélar fyrir bíla. Eru 10 mánuðir frá því sú fyrri var tekin í notkun. Nýi þurrkarinn sem þurrkar bíla með sterkum loftblæstri var tekinn í notkun s.l. föstu- dag. Þá verður nú jafnframt hægt að fá bílana ryksogna Þvottur, þurrkun og ryksogun tekur ca. 10 mín. ,og ættu þetta að vera mikil þægindi fyrir bifreiðaeigendur. Nýjar aðferðir MOSKVU — Sovézk blöð hafa nú tekfð upp nýjar baráttuað- ferðir í hugmyndafræðideilunum við Kína, leggja niður beinar rit- deilur en taka í stað þess upp valdar greinar úr dagblöðunum 1 Peking. og láta þær tala máli bæjarfógeta á Akranesi, Jón B. Ásmundsson, tjáði blaðinu í gær. Eins og kunnugt er rifti hinn norski útgerðarmaður, Bjarne Benediktsen, kaupunum á Akur- ey fyrir nokkru og hvarf til Nor- egs án þess að gefa nokkra skýr- ingu. Hafði hann þó þegar lagt í nokkurn kostnað við endur- bætur á togaranum. Seinna barst yfirvöldum á Akranesi skeyti frá manninum, þar sem hann tjóði sig fúsan til kaupanna. Voru honum sett á- kveðin skilyrði, sem hann- lofaði að staðfesta í skeyti, er koma átti í dag, en vegna ófyrirsjáan- legra tafa kemur ekki fyrr en á mánudag. Jean Charcot arftaki Pourquoi pas? í Rvíkurhöfn Á FÖSTUD AGSK V ÖL.D renndi inn á Reykjavíkur- höfn með franska og íslenzka fánann í formastri eitt nýj- asta og stærsta hafrannsókn- árskip veraldar. Ber það nafn hins heimskunna franska vís indamanns, Jean Charcot, er fórst á Mýrum með „Pourquoi pas?“ árið 1936 eft ir að það hafði lagt úr höfn í Reykjavík. Hafrannsóknarskipið og mjög óvenjulegt útlits og sem dæmi um það, má þess geta, að fremsti hluti mikill ar yfirbyggingar eru tveir reykháfar, en á milli þeirra er klefi eins og tíðkast á hval veiðiskipum. Allt er skipið hið vandaðasta og fullkomn- asta að sjá, og var starfs- mönnum rannsóknarstofu fiskiðnaðarins boðið um borð til þess að skoða skipið. Rannsóknarstofurnar um borð eru á 400 fermetrar að gólffleti og eru þær búnár fullkomnustu tækjum og næg ir í því sambandi að nefna tölvu (computer) af fullkomn ustu gerð. Útihús brenna í Reykhótasveit Reykhólasveit, laugardag. í GÆR kviknaði í hlöðu Garð- ars Halldórssonar, bónda á Hrís hóli. Eldsins varð fyrst vart um kl. fimm, og breiddist hann út svo ört, að ekki var hægt að ráða við hann. Brann þakið af hlöðunni, svo og fjósið, sem var Hlaup í Kolgrímu í Suöursveit NÚ fyrir helgina kom hlaup í Kolgrímu í Suðursveit. Flæddi um brúna og tók af veginn vest- Heimdallarferð i Viðey í dag 1 dag efnir Heimdallur FUS til ferðar í Viðey. Farið verður frá húsi Slysavarnarfélagsins kl. 2e.h. Leiðsögumaður verður Árni Óla, ritstjóri og mun hann segja frá sögu staðarins. Hér er um að ræða sérstakt tækifæri til þess að skoða Viðey og eru félagsmenn í Heimdalli eindregið hvattir til þátttöku í ferðinni en öllum er heimil þátttaka. Búast má við að þátttökugjald verði um kr. 250 en það mun þo fara nokkuð eftir þeim fjölda, sem fer. anmegin hennar. Talsverður jaka burður var í fljótinu. Nokknr bílar lokuðust inni í Suðursveit- inni, þar á meðal mjólkurbíllinn, svo bændur geta ekki komið frá sér mjólk í nokkra daga. Búizt er við að hægt vefði að laga veg- inn nú um helgina, og komast pá samgöngur í Suðursveit í samt SYIMDIÐ 200 metrana fjögurra kúa. Fólkið af nærliggj- andi bæjum kom Hríshólafjöl- skyldunni til aðstoðar við að hefta útbreiðslu eldsins, og tókst að verja íbúðarhúsið. Lítið er um vatn á Hríshóli, og varð að flytja það frá næstu bæjum. Eldsupp- tök voru þau, að óvita börn voru að leika sér með eldspýtur í hlöðunni, og kveiktu í þurru hey inu. Sem betur fór tókst að bjarga mestum hluta heyforð- ans. — Sveinn. Þessi ferð skipsins er hin fyrsta um norðurhöf, en það var tekið í notkun í vor. Hér við land verða hin ýmsu tæki þess reynd. Það mun einkum halda sig út af suðurströnd- inni og sigla heim 5. septem ber. Skipið lét úr höfn um há- degisbil í gær í fögru veðri, en í Reykjavíkurhöfn lá það á sama stað og „Pourquoi pas?“ hafði gert fyrir réttum 30 árum, við Grófarbryggju. Myndina af skipinu tók Ólaf ur K. Magnússon. Pramma stolið i Reykjavík Pramma var stolið frá gömln verbúöarbryggjunum 5. ágúst sl. Framminn, sem er 12 feta langur og merktur „Svala RE 345“, var læstur með víralásum upp við bryggjuna en lásarnir voru brotnir upp. Eigandi prammans, Harry Sig- urjónsson, tjáði blaðinu, að nokkru áður hefðu ankeriskeðj- verið stolið af sama stað og þar væri líklega um sömu menn að ræða. Taldi hann að pramminn hefði verið tekinn á bíl og honum ekið út á land. Þeir sem kynnu að hafa orðið hans varir eru beðnir, að gera rannsóknarlög- reglunni viðvart. Tveir ísl. mdlarar sýna í London FYRSTU dagana í september opna tveir íslenzkir málarar sýningu í Alvin Gallery, 56 Brook Street í London. Það eru þeir Baltasar og Gisli Sigurðs- son, sem báðir haía haldið sýn- ingar hér heima, Baltasar sl. haust í Bogasalnum og Gísli fyr- ir tveim árum. Sýningin í Alvin Gallery mun standa heilan mánuð og verður opnunaratriði gallerísins á þessu hausti, en pað þykir mikils um vert að fá inni einmitt þá, enda er aðsókn að sýningarsölum, sem þessum feikna mikil og upp pant að tvö ár fram í tímann. Alvin Gallery er í Mayfair, rétt neðan við Oxford Street, en í því hverfi eru flest myndlistargallery, sem máli skipta í London. Þeir Gísli og Baltasar sýna þarna samtals 40 málverli, en sýningarsalur þessi er með þeim stærri í Lond on, ámóta við tvöfalda stærð Bogasalarins. Eins og jafnan tíðk ast erlendis, er aðgangur ókeyp- is og eru allir ísiendingar, sem á ferðinni verða í Ixmdon á þessu tímabili, velkomnir á sýninguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.