Morgunblaðið - 21.08.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.08.1966, Blaðsíða 17
Sunnudagur 21. Sgflst 1966 MORCU N BLAÐIÐ 17 Eyjólfur Eyjólfsson skósmíðum. - Minning Á Seljalandsaurum. Á morgun mánudag fer fram | útför Eyjólfs Eyjólfssonar skó- j smíðameistaraa, Týsgötu 7 hér í 1 borg en hann lézt eftir nokkurra | vikna sjúkrahússvist 64 ára að aldri. ' Eyjólfur var fæddur að Hrauns holtshjáleigu í Ölfusi, en sá bær er nú kominn í eyði, en foreldrar hans voru Guðrún Guðmunds- dóttir og Eyjólfur Eyjólfsson, en bæði voru þau hjónin af Gríms- lækjarætt. Nafnið Eyjólfur Ey- jólfsson hefur nú haldist í ætt- inni í fimm ættliðii og er sá fimmti sem nafnið ber lítill sonar sonur Eyjólfs heitins skósmíða- meistara. Eyjólfur mun hafa farið að heiman 18 ára að aldri, en þá hóf hdnn nám í iðn sinni, hér í Reykjavík. Lágu til þess þær orsakir, að hann bæklaðist á | fæti á fermingaraldri. Er hann ! hafði lokið námi fór hann til \ Vestmannaeyja og starfaði þar i um árabil, en á því sögufræga 1 ári 1930 kemur hann hingað til Reykjavíkur og kaupir húsið Týsgötu 7, en skósmíðaverkstæði var þá þegar rekið þar. Þar varð og framtíðarheimili Eyjólfs, því árið 1933 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni Sigurbjörgu Júlíönu Guðmundsdóttir frá Vé- steinsholti í Dýrafirði. Bjuggu þau sinn allan búskap að Týsgötu 7. Þeim varð 7 barna auðið og eru 5 á lífi, hér í Reykjavik Skósmíðastofu sína á Týsgötunni rak Eyjólfur óslitið fram til árs byrjunar þessa árs, er hann af heilsufars ástæðum ákvað að hætta störfum. Lengst af starf aði með honum þar Ólafur Frí- mannsson, er var hjá Eyjólfi í 17 ár. í viðurkenningarskyni fyrir störf sín fyrir stétt sína hér í borginni var Eyjólfi veitt heiðurs- og viðurkenningarskjal. Einnig lét hann sig skipta mál- efni Árnesingafélagsins og félags skap bæklaðra Sjálfsbjörg. Þetta er í stórum dráttum lífs og starfssaga Eyjólfs Eyjólfsson ar. Eyjólfs er nú saknað af stórum hóp vina og gamalla viðskiptavina því að um margt var þessi mikli eljumaður mjög óvenjulegur. Hann átti allt lífið við erfiðleika að etja sakir bækl unar sinnar. En svo gamansam ur og skemmtilegur var Eyjólf ur, að við nánari kynningu gleymdu menn bæklun hans og eiginlega fannst manni hann vera fær í flestan sjó. Alltaf hafði hann gamanyrði á vör, um leið og komið var í skósmíðastofuna. Aldrei hafði Eyjólfur svo mikið að starfa að hann gæti ekki gefið sér tíma til þess að lagfæra alla hugsanlega hluti sem komið var með til hans. Litlir krakkar með saumsprettu í horni á skólatösku komu inn og sögðu: Eyvi villtu sauma þetta fyrir mig. Hún mamma bað mig líka að biðja þig að festa hælbandið á þessum skó. Þetta „stórmál" og óteljandi fleiri fyrir heimilin í námunda við Óðinstorg leysti Eyjólfur af hendi á sinn sérstaka hátt sem gerir hann ógleymanlegan í hugum mikils fjölda fólks, á öllum aldri. Og víst er að það taldi Eyjólfur í hópi sinna traust ustu vina, því að hann var að eðlisfari trygglyndur maður og heilsteyptur í öllum samskiptum sínum. Og þeim sem minna máttu sín í hinni hörðu lífsbar- áttu, reyndist Eyjólfur bóngóður og man ég eftir mörgum heim sóknum þessara manna til Ey- jólfs, þar sem hann sat við saumavélina eða leistann. Hann var við þessa kunningja sína eins og aðra, er í skósmíðastof- una komu, þó þeirra erindi væri með öðrum hætti en viðskipta- vinanna. Það var alltaf eitthvað á því að græða að rabba við Ey jólf stundarkorn ef leið lá hjá. Þessi sístarfandi skósmiður sem áratugum saman stóð við iðn á Týsgötu hefur nú lagt frá sér verkfærin sem hann sá sér og sínum farborða með. Við þökkum honum fyrir ógleymanlega við- kynningu og sendum hans nán- ustu samúðarkveðjur. Það verður alltaf bjart yfir minningunni um Eyva. Sverrir Þórðarson. — Mývetningar Framhald af bls. 10 ara að sér tii að öðlast þá. Áður fyrr, er Mývetningar þurftu a'ð fara á skíðum um langan veg til þess að kom- ast á leikæfingar, söngæfingar eða aðrar samkomur, skarst enginn úr leik, nema einhverj ar sérstakar ástæður væru. Æfingar gátu kannski ekki hafizt fyrr en klukkan hálf tíu á kvöldin — því fólkið var jú bundið við sín störf lengi fram eftir — og .oft stóðu þær fram yfir miðnætti. Þá var eftir að fara heim í illfæru»«ú. En nú — þegar þeir fcru orðnir háðir þeirr. Wc.gindum, sem bifreið heitir, er eins og heldur dragi úr áhuga. Það er ekki eins sjálfsagt og áður að leggja á sig mikla erfiðleika. Annars er hér fjölbreytt félagslíf, eins og ég sagði áðan. Leik- listarlíf er blómlegt, bæði á vegum Ungmennafélagsins og Kvenfélagsins, og sönglíf á- gætt, bæði starfandi kirkju- kór og karlakór. — Og messusókn sæmileg? — Alveg ágæt. Það er göm- — A útbæjunum Framhald af bls. 5. ið fram að Fljótinu. Hér skiptist á djúpar gjótur og háar bung- ur á milli, allt er þakið mosa, þykkum gráurn mosa, svo mjúk um að maður gæti vel hugsað sér að sofa á honum í þúsund ár. Og ekki vantar vögguljóðið. Hér syngur Fljótið „íslands lag“ nótt og nýtan dag. Stundum er 'það raunar svo vatnslítið að stikla má yfir það þurrum fót- um. En nú veltur það fram kol- mórautt og kraftmikið. Sjálf- sagt engum fært nema fuglin- um fljúgandi. Og þó. Þar sem þar er þrengst, ca. 20—30 m. hafa verið lagðir yfir það tveir vírstrengir og eftir þeim má renna sér í kláf, en ekki mun þessi útbúnaður neitt notaður nú orðið. Bíllinn og brúin og vegurinn sjá fyrir öllum sam- göngum Fljótshverfinga eins og annarra Sunnlendinga. Við göngum að fossinum þar sem þetta illúðiega vatnsfall steyp- ist niður af einum hraunkamb- inum og hefur myndað hyl fyrir neðan. Það er hægt að bera virðingu fyrir þessum fossi eins og hverjum öðrum krafti, en ómögulegt að láta sér þykja vænt um hann. Hér sér hvergi stingandi strá. Hér sjást „aldrei á grjóti gráu, gullin mót sólu hlæja blóm“. Ekkert nema hraun og sand- ur. Bláar, kaldar klappir, sem Fljótið hefur slipað og sorfið með sínu iðna afli. Skammt ofan við fossinn komum við að grjótgarði sem hlykkjast eins og. svartur orm- ur yfir gráar mosaþemburnar. ul hefð hér í Mývatnssveit að messa ekki ýkja oft, en messa sóknin er því betri. Hefur þetta gefizt ákætlega. Er á leið samtalið kom í Ijós, að sr. Örn er mikill á- hugamaður um ljósmyndun. „Eg hef ásett mér að reyna að mynda sem flest í lífi Mý- vetninga, bæði gamalt og nýtt og tek í því skyni bæði svart hvítar myndir og litskugga- myndir. Fyrir nokkrum ára- tugum var hér í sveitinni maður að nafni Bárður Sig- urðsson, sem tók töluvert af myndum hér um slóðir. Þó þeirra tíma tækni væri ekki neitt svipuð og nú, tel ég sveitina standa í mikilli þakk- arskuld vi'ð hann^Bárður var fremur fátækur bóndi og barnmargur, bjó í Höfða og má þar sjá handbragð hans á ýmsum hlutum, meðal annars veggjahleðslu, sem er með eindæmum falleg. Hann var hagur maður, Bárður, og án mynda hans hefðum við ekki eins góða hugmynd um gamla sveitunga og sérkennilegar persónur og raun ber vitni. __ Uh< Þetta er fallegt „handunnið" mannvirki frá þeim dögum þegar hægt var að gefa sér tíma til annars en stjórna stritandi vélum. Þetta er landamerkja garður milli Útbæjanna, Dals- höfða og Seljalands. Við leggj- um leið okkar upp með hon- um og að Dalshcfða eða Dal eins og bærinn er oft nefndur. Hann var byggour upp úr Eystri-Dal, sem brann í Eldin- um. Það gerði Jón Hahnesson yngri frá Núpsstað árið 1802. Og lengi var í bæjarkamp- inum á Dal sleinn með áletr- uninni: J. H. 1802. Nú er sá bær fyrir bí og komið snoturt timburhús í staðinn. Nú býr á Dal Pálína Stefáns- dóttir, ekkja Þorvarðs Kristó- ferssonar, með börnum sínum, Páli og Ragnhildi. Á Dalshöfða er fæddur dr. Björn Karel Þór- ólfsson. Milli Útbæjanne fellur lítill lækur, sem raunar heitir á — Selá. Þetta er fallegt vatnsfall og farsælt til nota. Áður var því veitt út í hraunið og fyllti komið eggslétt vall-lendisengi ofan úr heiðinni. Nú er þar öld tækninnar og rafmagnsins. og heitir Leirdölum. Svo kom öld tækninnar oe rafmangsins. Þá var Selá virkjuð og fram- leiðir nú ljós og yl, stundum að vísu af skornum skammti, fyrir Útbæina báða. —n— Fyrstur eftir Eld bjó á Selja- landi prestssonur utan af Rang árvöllum Grímur Ormsson. Kona hans var prestsdóttir frá Prestsbakka, Halldóra Þorláks- dóttir, systir Katrínar, sem hvarf (sbr. Blöndu III. bls. 182). Na»stu áratugina eftir Skaftárelda voru tíð ábúenda- skipti á Seljalandi, enda mun jarðnæðið hata verið rýrt með- an jörðin var að ná sér fyrst eftir eldsógnirnar. En árið 1835 fluttust þangað Þórarinn Eyj- ólfsson og Guðríður • Eyjólfs- dóttir. Búa afkomendur þeirra á Seljalandi enn í dag. Þórar- inn húsaði bæ sinn vel og fékk til þess smið af Austurlandi. Þegar hann hafði lokið verk- inu og hvarf austur aftur fór Jón, elzt.i sonur Þórarins, með honum til smíðanáms. En Jóni fannst lítið til um kennsluna og dreif sig til Kaupmanna- hafnar. Eftir námið kom hann aftur heim í Fljótshverfi. Það var 3. okt. 1861, að hann reið út yfir Skeiðársand. Þann dag var mikil brúðkaupsveizla á Núpsstað, er þau giftust Mar- grét Dagbjartsdóttir og Eyjólf- ur Stefánsson. Þar var staddur sr. Páll próf. í Hörgsdal. Biður hann Jón koma heilan, en segir um leið- „Þú kemur þá mátu- lega til að smíða utan um mig“. Tæpum mánuði síðar var sr. Páll látinn. Og ekki nutu Skaft- fellingar lengi handaverka hins lærða smiðs. Kistusmíðin í Hörgsdal mun hafa verið hans fyrsta verk og síðasta eftir að hann koin úr siglingunni. Hánn dó 21. nóvember þetta sama haust, tveim dögum áður en prófasturinn var borinn til grafar. (Blanda V. bls. 314). Bróðir Jóns nikkara, Þórar- inn Þórarinsson. tók við búi á Seljalandi og eftir hann dóttir hans, Málíríður, og tengdason- ur, Páll Bjarnason frá Hörgs- dal. Þau Páll og Málfríður eign uðust 15 börn, sem eru öll á lífi. Af þeim eiga fimm heima á Seljalandi. Svo skal látið útrætt um Út- bæina að sinni En hver sem kynnist því fólki, sem þar býr nú, mun geta tekið undir orð Þorvaldar Thoroddsen, sem hann ritar er hann hafði lokið ferð sinni um Hverfið: ,Yfir hófuð leizt mér mjög vel á Fljótshverfinga. Það er gerfilegt félk og gestrisið, þægi legt og blátt áfram í viðmóti. G. Br. Tilboð óskast Tilboð óskast í efstu hæð húseignarinnar að Kirkju- braut 2 Akranesi. Hæðin er 164 ferm. Réttur áskil- inn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Til greina kæmi skipti á góðri íbúð í Reykjavík. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 1. september merkt: „íbúð — 4651“. Afgreiðlustú'ka 25 til 40 ára, óskast í skóverzlun, í míðbænum. Upplýsingar afhendist afgr. Morgunblaðsins, fyrir 29. ágúst merkt: „Mánudagur — 4958“. íbúð til leigu — 1. september 4 herb. á 2. hæð í blokk. Stigar og íbúð teppalðgð. Sameiginleg þvottavél. Fyrirfram.greiðsla. Tilboð sendist í pósthólf 1307. Jón bóndi Sigurðsson og Sigurður Baldursson við eftirhreytur heyskaparins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.