Morgunblaðið - 21.08.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.08.1966, Blaðsíða 24
24 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 21. agúst 1966 FÁLKAFLUG ( EFTIR DAPHNE DU MAURIER Mér datt nú í hug einn að- ili, sem hafði verið að missa andlitið undanfarnar þrjár klukkustundir og það var vin- kona mín, Carla Raspa. En ef til vill var hún of hörð af sér til að viðurkenna það. Þessi mis- heppnaða tilraun hennar til að fá vilja sínum framgengt, yrði lögð mér til lasts en ekki henni. Sama var mér. Henni var vel- lomið að koma með hvaða skýr- ingu sem hún vildi á þessari tregðu minni. — Já, vel á minnzt, sagði ég. — Það var hringt til þín frá Róm um klukkan hálf ellefu. — Nú? sagði Aldo. — Það var frú Butali og henni virtist vera mikið niðri fyrir. Rektorinn heimtar að fara heim, og mér skilst það standa í einhverju sambandi við þetta, sem kom fyrir á sunnu- dagsnóttina var. — Hvenær kemur hann? spurði Aldo. — Það nefndi hún ekki. Þér satt að segja, þá lagði ég sím- ann meðan hún var enn að tala. Hún hélt sig vera að tala við þig, og ég lét það gott heita. — Það var heimskulegt af þér. Ég hélt, að þú værir betur viti borinn en svona. — Fyrirgefðu. — Þessi fregn hafði gert hann órólegan. Ég sá hann renna aug unum til símans. Ég tók það sem bendingu og stóð upp. — Og að minsta kosti.......... sagði ég...... — þegar Butali fréttir það, sem gerðist í kvöld, Þá...... — Hann fréttir það bara ekki, tók Aldo fram í fyrir mér. — Hvað heldurðu, að við Rizzio og Elia höfum verið að ræða fram yfir miðnætti? — Nei, honum kann ekki að verða tiikynnt það formlega, sagði ég, — en reyndu ekki að segja mér, að hann frétti það ekki eftir öðrum leiðum. Bróðir minn yppti öxlum. — Þá áhættu verðum við auðvitað að taka. Ég færði mig út að dyrum. Mér hafði orðið nákvæmlega ekkert ágengt með því að fara hingað og bíða eftir Aldo, ann- að en grunurinn, sem var að kvelja mig. Og að láta hann vita, að ég vissi allt. — Ef rektorinn kemur heim, hvað gerir hann þá? spurði ég. — Hann gerir ekkert Það er enginn tími til neinna aðgerða. — Tími? Aldo brosti. — Rektorar eru við kvæmir, eins og aðrir menn og þeir geta misst andlitið, eins og aðrir dauðlegir. Beo..... — Já? Hann tók upp dagblað, sem lá á stól við dyrnar. — Sástu þetta? Hann sýndi mér fréttina, sem ég hafði lesið við morgunverð- inn. Viðburðir dagsins höfðu sópað því algjörlega burt úr huga mínum. — Þeir hafa náð í morðingj- ann, sagði ég. — Guði sé lof fyr- ir það. — Þeir hafa náð í þjófinn, tók hann fram i, — en það virð ist ekki vera eitt og það sama. Það var hringt til mín frá lög- reglufulltrúa í morgun. Náung- inn sem stal peningunum, held- ur fast við framburð sinn. Hann — Jú, þér komist áreiðanlega heim fyrir jól — en þér megið bara ekki borða hrísgrjónabúðing, rjúpur, hnetur, súkkulaði eða marsipan. fullyrðir, að Marta hafi þegar verið dáun þegar hann tók af henni seðilinn og lögreglan er tilleiðanleg til að trúa, að hann sé að segja satt. -□ 47 □----------------□ — Þegar dáin.... ? En þá.... — Þeir eru enn að leita morð- ingjans, sagði hann, — og það getur verið óheppilegt fyrir hvern, sem hefur verið á labbi um Sikileyjarveg síðla miðviku- dagsnætur, eða að minnsta kosti óþægilegt. Hann klappaði mér á kollinn og ýfði á mér hárið. — Hafðu engar áhyggjur, Beato, þeir ná ekki í þig. Og þó svo færi, mundu þeir strax sleppa nverf sem| þér 1 ariö /Iwenærsei mþéi faríð hvern ligsen 1 þé rfer hivf ALMENNAR / UlOl TRYGGINGAR M V i>8mr ferðaslysatrygging SMYRJIÐ MEÐ SMJORIÐ þér. Sakleysið skín svo út úr augunum í þér. En það, sem hann hafði verið að segja mér, eyddi allri sálar- ró minni. Allur hryllingurinn £ sambandi við morðið hvíldi enn á mér. Og ég sem hélt, að hann væri gleymdur og grafinn. — Hvað á ég að gera? spurði ég í örvæntingu minni. — Á ég að fara í lögregluna? — Nei, gleymdu því bara öllu saman. Komdu á fundinn hjá mér á morgun og gerztu sjálf- boðaliði. Hér er aðgöngumiðinn þinn. Hann rótaði í vasa sínum og dró upp litla plötu, með fálka haus á. — Strákarnir hleypa þér inn á þetta, sagði hann. — Aðgangur að hásætissalnum klukkan níu. Og komdu einn þíns liðs. Ég ætla mér ekki að fara að halda neina skemmtun fyrir ungfrú Raspa né heldur kuningja þína úr Mikyálsgötu 24. Sofðu vel! Hann ýtti mér frá dyrunum og út á götuna. Klukkan velt orðin yfir eitt og alis staðar var myrkur og kyrrð. Ég hitti eng- an á allri leiðinni heim. Nr. 24 var kyrrt alveg eins og öll hin húsin, sem voru með hlera fyr- ir gluggum. Dyrnar voru ólæst ar og ég komst til herbergis míns, án þess að ónáða neinn, en af mannamáli frá herbergi Pasquales mátti ráða, að heill hópur stúdenta hefði safnazt þar saman og ætti nú í hörku umræðum. Á morgun mundi ég frétta, hvort þeir hefðu verið viðstaddir á Carlotorgi. Ég vaknaði klukkan fimm, þó ekki af neinum draumum eða martröð, og heldur ekki með neina mynd fyrir augunum af höfðingja V og H-deildarinnar, sitjandi í aumkunarverðri nekt undir stallinum, sem bar stytt- una af Carlo hertoga — heldur vaknaði ég við endurminningu um nafnið sem hafði valdið mér svo miklum heilabrotum í bóka safninu — Luigi Speca. Hann hafði skrifað nafnið sitt hjá nafni föður míns í skírnarbók-< ina, þegar Aldo var skírður. Ég hafði séð það í bókinni, sem ég fékk að skoða í skrúðhúsi Cypri anusarkirkj unnar. 15. kafli. Klukkan átta var barið að dyr um hjá mér, og áður en ég fékkí ráðrúm til að svara, kom Paolo þjótandi inn, og Caterina á hæl- unum á honum. , — Afsakaðu, sagði hann, er hann sá að ég var ekki nema hálfnaður að raka mig, — en ég vildi bara vita, hvort þú vilt koma með okkur. Öll V og H-deildin ætlar að skrópa úr tímum, og við ætlum 1 kröfu- göngu heim til Elia prófessors. — Út af hverju? spurði ég. — Þú veizt það. Við sáum þig, sagði Caterina. — Þú varst í bil með þessum Raspa-kven- manni. Við sáum ykkur fara út úr hótelinu og aka til Carlo- torgsins. Þú varst þarna í miðj- um hópnum. Ég lagði frá mér rakvélina og seildist eftir handklæði. — Ég sá ekkert, sagði ég — nema hóp af prófessorum kring um stytt- una. Það var þar afskaplegur fyrirgangur og æsilegar viðræð ur, og svo báru þeir einhvern eða eitthvað burt. Kannski hef- ur það verið sprengja. , ,, — Sprengja? æptu þau. ' * — Þetta er nú það bezta enn sem komið er, sagði Caterina, — meira að segja getur þetta verið rétt hjá honum. Þeir hefðu getað bundið Elia við sprengju, sem svo hefði sprungið eftir svo eða svo margar mínútur. — Jæja, hvað varð af henni?, — Hvers konar sprengja? Þessar æsilegu viðræður, sem sjálfsagt höfðu teygzt fram eft- ir nóttinni, virtust nú ætla að hefjast aftur, og það í svefn- herberginu mínu. , , Hafnarfjörður — nágrenni ÞVOTTAHÚSIÐ AÐ HRAUNBRÚN 6 getur nú tekið á móti fatnaði í ÞURRHREINSUN. stykkjaþvottur, blautþvottur og þurrhreinsun. — AUt á sama stað. SÆKJUM og SENDUM. — SÍMI 51368. Ferðaföskur og handtöskur nýkomið mikið og fallegt úrval. Geysir hf. Nýkomnir! ítolskir kvensnndnlor, inniskór — útiskór, margir litir, margar gerðir. SKÓVER Skólavörðustíg 15. — Sími 14955.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.