Morgunblaðið - 21.08.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.08.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 21. Sgðst 19CÖ — ÞAÐ er friðsælt og gott að vera á Grænlandi. Við komum þangað fyrst í fyrra sumar og heilluðumst svo af landinu, að við ákváðum að gifta okkur þar — segir lág- vaxinn maður, dökkur á hörund og ber ljóslega merki suðræns útlits. Hann heitir Joseph Simon, er Ung- verji að uppruna, en hlaut nýlega sænskan ríkisborg- ararétt, en brúður hans er sænsk og heitir Gun. í>að er ef til vill ekki í frá- sogur faerandi, þótt hann dveldi hér á íslandi, því að hann segir sjálfur, að hann elski íslendinga, þeim hafi hann kynnzt í París og hann nefnir marga íslendinga, sem séu persónulegir vinir sínir. Fyrir byltinguna í Ungverja- landi lagði hann stund á forn- leifafræði, en nú er hann list- málari, mikill málamaður og talar fjölmörg tungumál. Þótt hér hafi verið drepið á það helzta í lífi þessa manns, sem er 32ja ára, er þó eitm mikilsverður þáttur ónefndur, en það er þátttaka hans í ung- versku byltingunni, sem gerð var eins og enn er hverjum manni í fersku minni, árið 1956, nánar tiltekið í október- lok. Ég hitti Joseph Simon að máli meðan hann dvaldi hér í vikunni, nýkvæntan og ham- ingjusaman og bað hann að rifja upp með mér ógnir bylt- ingarinnar, sem enn hljóta að vera þeim, er gegn þeim stóðu, sem þær hafa gerzt í gær og um það sannfærðist ég um leið og Simon hefur mál sitt. Ógn- _ irnar hljóta að hafa verið djöfullegar. — Ég var ritstjóri ungverska stúdentablaðsins Egyetemi If- juság (Háskólaæskan), en það var gefið út í byltingunni. Ég varð ritstjóri hinn 23. október og þá var allt á huldu um það. hvort byltingin hefði tekizr. Daginn eftir hóf lögreglan skot hríð á vopnlausa stúdenta og þá skrifaði ég, ásamt öðrum dreifibréf, þar sem fólkið var kallað til vopna. Þá komu líka Rússarnir og þá var öll von úti. Ég var dæmdur til dauða fjarstaddur, vegna þessa dreifi- bréfs, var síðan tekinn til fanga _ en fólkið hópaðist saman fyrir framan fangelsið, og voru J»á fangarnir látnir lausir. Meðal fanganna var Imre Nagy. Ég hafði verið fulltrúi stúdenta- ráðsins á þingum með Imre Nagy og þekkti hann því vel. Byltingin hafði þá heppnazt og lífið var að byrja fyrir okkur, en þá hinn 4. nóvember komu þeir til baka. Þetta var daginn fyrir Súez-deiluna, sem að mínum dómi var hneyksli og þar gripu Bandaríkjamenn inn í, en við vorum of smáir til þess að þeir létu til skarar skríða okkur til hjálpar. — Hve margir voru það, sem leituðu ásjár í júgóslavneska sendiráðinu? — Þeir voru 14 með Imre Nagy. Nagy var það skýr stjórnmálamaður, að hann sá, að það var miklu sterkara að leita ásjár hjá kommúnistísku sendiráði. Hefði hann leitað ásjár í vestrænu sendiráði, hefði hann verið stimplaður fasisti og svikari við kommún ismann. Úr sendiráðinu stjórnaði Nagy landinu um síma. Hann var í stöðugu símasambandi við Janos Kadar, sem var hans bezti vinur, þótt hann síðar léti myrða hann. Síðasta vonin brást svo, þegar rúss- neskir skriðdrekar streymdu inn í Ungverjaland og við höfðum engin vopn gegn þeim, nema benzínflöskur. Tító forseti túlkaði skoðanir okkar fyrir umheiminum. — Var Janos Kadar svo mikið illmenni, sem af er látið? — Nei. Ég þekkti Kadar persónulega. Það, sem gerir hann að þeim manni, sem hann er í dag, er hið rússneska ægiafl, sem hann hefur yfir höfði sér. Þegar ég, eftir fang- elsisvistina, var leiddur fyrir rétt, var það Kadar að þakka að mér auðnaðist að komast úr landi 1957. Kadar var já- kvæðasti byltingasinninn áður en Rússár tóku hann og það sanna greinar, er hann reit í byltingunni, en þegar Rússar komu, sneri hann við blaðinu. Hann hafði áður veríð pynta'5 ur af Rússum, vegna skoðana sinna. Þannig er ástatt með fleiri innan sovétskipulagsins i dag. Ekki er langt síðan Krúséff gat sagt það, sem hon um lysti, en nú getur hann ekki opnað munninn. — Hvað um blaðið, sem stúdentarnir gáfu út? — Blaðið var áreiðanlega mikilvægasta stoð fólksins, því að byltingin byrjaði meðal stúdenta, og það kom út í nokkra daga. Þá gekk ég und- ir fölsku nafni, hét Tomas Kiss og skrifaði alla mína pistla í blaðið undir því nafni. _ Ég var tekinn til fanga af Rússum og varpað í fang- elsi, þar sem ég var pyntaður. Ég var þar eitt ár sem póli- tískur fangi, en var þá látinn laus, og álít ég að persónuleg kynni mín af Kadar hafi hjálp að mér, þar eð ég var síðan fluttur til austurrísku landa- mæranna af rússneskum her- foringja og handtekinn þar sem sovézkur njósnari. Þar kom mér til hjálpar landflótta Ungverji, sem ég þekkti að heiman og hann bjargaði mér í þetta skipti. — Hvernig stóð á því að Kadar naut svo mikils trausts Rússa? — Rússarnir nota ekki hina rétttrúuðu línukommúnista. Þá rússnesksinnuðu klíku þekki ég ekki, en Nagy var upprunninn úr henni og hann hafði áður verið langdvölum í Rússlandi Hins vegar sá hann orðið gall » hins sovézka kerfis og vildi t.d ekki samyrkjubúskap í þeirri mynd, sem hann birtist í Rúss- landi. Slikur búskapur er dauðadæmdur, enda eta Ung- verjar ekki lengur brauð af ungversku korni heldur kaupa þeir korn frá Frakklandi og Kanada. Eins er þetta í Rúss- landi og það er vegna þess sem Krúséff var sparkað. Imre Nagy vildi koma á lýðræðí í Ungverjalandi. Hann var ekki fylgjandi kapítalisma, en vildi frjálst, lýðræðislegt þjóðskipu lag, sem hentaði ungverskum aðstæðum. — Þetta hafa verið miklir örlagadagar? — Já, og þegar haldið var, að uppreisnin hefði tekizt, ríkti bæði gleði og sorg í land inu. Ég nam fornleifafræði og í deildinni með mér voru 22 nemendur, en að lokinni bylt ingunni lifðu ekki nema 13. Nú er ástandið svo í landinu að enginn þorir að syrgja hina föllnu, það er b&nnað. — Hefurðu ekkert samband haft við Ungverjaland síðan þú flúðir? — Fyrir þremur árum keypti listasafn í Búdapest af mér málverk og olli það mikl um umræðum meðal ráða- manna, þar eð abstrakt-list er bönnuð, en í sambandi við þessi kaup fékk ég boð frá ungverska menntamálaráðu- neytinu um að koma til lands ins, en ég þorði ekki, þar eð ég hafði þá ekki fengið sænskt vegabréf. Síðastliðið ár fékk ég menn ingarstyrk, einskonar lista- mannalaun í Svíbjóð og elnn- ig flutti ég nok /ra fyrirlestra í útvarp og talað / þá að nokkru leyti um póliti ca sögu. Eftir fyrirlestrana h ingdi sendiráð ið mig upp cg sögðust þeir þar vera stolti .* af mér o.s.frv. — Eru foreldrar þínir í Ung verjalandi? — Já, og hafa það fremur slæmt. Þau hafa verið látin gjalda þess, hversu virkan þátt ég tók í byltingunni. — Fréttir hér á Vesturlönd um hafa að sjálfsögðu verið óljósar af ^itburðunum bylting arinnar? — Já, mörg mikilvægustu atriðin náðu aldrei vestur fyr- ir, t.d. stóðu sovézkir stúdent- ar með okkur í baráttunni, og fyrir kom, að rússneskir her- menn gæfu okkur byssur og sovézkir höfuðsmenn og major ar gáfu út dreifibréf meðal hermanna, þar sem þeir voru hvattir til að skjóta ekki á óvopnað fólk, en það bar ekki árangur eins og sagan sannar. — Hvað heldur þú, að hafi verið ástæðan fyrir bylting- unni? — Við valdatöku Krúsét'fs losnar um böndin og hinn 22. október var ákveðið.að stúdent ar allra háskóla leggðu blóm- sveig að minnismerki pólska hershöfðingjans Bem, sem tók þátt í ungversku byltingunni gegn Austurríki 1848. Við hyllt um hann þar við minnismerki hans, en þessi athöfn var tákn- ræn, þar eð fyrsta uppreisnm gegn sovétskipulaginu var gerð í Poznan í Póllandi. Á göt unni voru milljónir manna og þegar Erno Gerö, formaður kommúnistaflokksins kallaði stúdentana svín og nazista, kyn slóðina, sem erfa skyldi landið og hafði í 10 ár alizt upp undir kommúnistiskri stjórn, tóku þeir að syngja ungverska þjóð- sönginn og skothríð byrjaði. Þegar svo byltingin brauzt út voru það stúdentar í pólitísk- um fræðum við Lenínháskól- ann, sem þjálfaðir höfðu verið í hinum hreina rússneska anda, sem stóðu bezt með okkur. Þeim hafði verið trúað fyrir byssum og þeir brugðust ekki í.raun, segir Joseph Simon. Við blöðum nú í 10 ára göml um Morgunblöðum, þar sem forsíða blaðsins er dag efiir dag helguð hörmungunum í Ungverjalandi og ■ ég þýði helztu fyrúfsagnir fyrir Simon. Sunnudag 28. október stendur á forsíðu: „Gerö skotinn" og ber blaðið austurrísku frétta- stofuna APA fyrir fréttinni. — Nei, sá var nú ekki skot- inn — segir Simon — í dag lifir hann góðu lífi í Ungvei'ja landi. Hann er á eftirlaunun og býr í stóru einbýlishúsi skammt frá Búdapest. Þ.miug hafa þeir það, sem eru í „hinni nýju stétt“. — mt Joseph Simon og kona hans Gua, (Ljósm.: Ól. K. M.). Enginn þorir að syrgja hina föllnu, það er bannað — segir fyrrum ritstjóri ungversks byltingablaðs, Joseph Simon Tilbúin ibúðahiis og sumarbústaðir útvegum við frá Finnlandi. Leitið upplýsinga hjá okkur. Hjidjon ö.GLJflAonF íbúð - Kennsla - Húshjálp Tvær háskólastúdínur óska eftir 2—3 herbergja íbúð, helzt sem næst Táskólanum. Lestur með skóla- fólki og/eða nokkur húshjálp komur til greina. Upplýsingar í síma 93-1534 í dag og næstu daga. Sniðmeistari Kvenfataverkstæði óskar að ráða til sín snið- meistara fvrir kápu- og kjólaframteiðsiu. Stúlka vön sniðningu með sniðhníf óskast einnig. Um- sóknir merktar: „Kvenfatnaður — 4961“ sendist afgreiðslu blaðsins sem fyrst. Atvinnurekendur - útgerðarmenn Fertugur maður óskar eftir mikilli skrifsi ofuvinnu eða verkstjórn í Reykiavík eða næsta nágrenni. Er gagnkunnugur öllum bankaviðskiptum og erlendum bréfaskriftum. Tilboð sendist blaðinu merkt: „Vinnusamur — 4959“. Verzlunarhúsnæði við Laugaveg á mjög góðum stað við Laugaveg, er eldra hús, sem verið hefur ítoúð, til leigu. Húsið er um 60 ferm. að flatarmáli, 2 hæðir, kjallari. Góð að- keyrsla og bílastæði. Húsinu mætti breyta í verzl- unarhúsnæði, þannig að á 1. hæð, sem er götu- hæð, væri verzlun, í kjallara lager og skrifstofur eða léttur iðnaður á 2. hæð. Húsið leigist allt, eða hvor hæð fyrir hig. — Lysthafendur leggi tilboð á afgr. Mbl., merkt: „Góður verzlunarstaður — 4742“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.