Morgunblaðið - 21.08.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.08.1966, Blaðsíða 27
Sunnudagur 21. agúst 196® MORGUNBLAÐIÐ 27 komnir til aö gera Nifiungasögu Þýzka kvikmyndafolkið kemur til Reykjavikur. Ungfrú Tékkóslóvakía Stúlkan á myndinni er hin ný- kjörna fegurðardrottning Tékkó- 6lóvakíu, Dagmar Silvinova. Hún er 19 ára og ólofuð og var valin úr hópi 1000 stúlkna. Silvinova tók stúdentspróf í fyrra og hyggst nú hefja nám við tízku- skóla. Aðaláihugamál hennar eru tungumál og dans. Af myndinni að dæma tók Sil- vinova á móti fagnaðarlátum fólksins íklædd drottningarlegri skrúða en tíðkazt meðal hinna vestrænu kynsystra hennar. HINGAÐ kom í gær 36 manna hópur þýzkra leikara og kvik- myndatökumanna til þess að mynda hluta kvikmyndarinnar Sigurður Fáfnisbani. Fara leik- ararnir í dag til Skógaskóla und- ir Eyjafjöllum, þar sem þeir munu dveljast meðan me'ðan á kvikmyndatökunni stendur á Eyjasandi. Framleiðandi mynd- arinnar, sem er dýrasta kvik- úyum u i-.iv tt i, BJARNI Heiðarvegi 26, Vestmannaeyjum, lézt í .Landsspítalanum 19. ágúst sl. Kristín Einarsdótti: Bjarni Bjarnason. Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MATTHÍASAR EYJÓLFSSONAR sem lézt að Hrafnistu 15. þ.m. fer fram frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 23. ágúst kl. 10,30 f.h. — Útvarpað verður frá útförinni. Guðrún Magnúsdóttir, Nói Matthíasson, Matthildur Björg Matthíasdóttir, Guðrún Matthíasdóttir, Maria Matthíasdóttir, Sallbjörg Matthíasdóttir, Ragnheiður Steina Matthíasdóttir, hörn, tengdabörn og barnabörn. Magnús J. Magnússon ssgir frá núverandi startsaðsföðu námskeiðanna Nú um þessar mundir standa yfir flutningar á véla | kosti og kennslutækjum Vél stjóranámskeiðanna, sem til þessa hafa verið háð í húsi Fiskifélagsins, en flytjast nú í húsnæði Vélskólans í Sjó- mannaskólanum. Verða nám skeiðin og Vélskólin sameinað samkvæmt lögum frá 28. apríl ! í ár. Vélstjóranámskeiðin hafa verið háð í Fiskifélagshúsinu við Skúlagötu 2 í rúmlega hálfa öld. Samkvæmt hinum nýju lög j um um menntun vélstjóra j heitir Vélskólinn í Reykjavík Vélskóli íslands. Við þessi tímamót hafði blaðið tal af Magnúsi J. Magnússyni vél- stjóra, sem veitt hefur nám- skeiðunum forstöðu í 5 ár, en hefur starfað sem kennari við j Þau um 14 ára skeið. Magnús rifjáðí upp í stórum dráttum sögu námskeiðanna og nú- verandi starfsaðstöðu þeirra, og fórust m.a. orð á þessa leið: Frá árinu 1915, er vélstjóra námskeiðin hófust og til ársins 1966 hafa samtals 3235 menn lokið hinu minna mótorvél- stjóraprófi Fiskifélagsins á 149 námskeiðum. 280 menn hafa lokið hinu meira mótor vélstjóraprófi á 28 námskeið- um. Auk þess hafa 46 menn lokið prófi á þremur viðauka námskeiðum við hið meira námskeið. Hafa þá 326 menn lokið hinu meira prófi á 31 námskeiði. Til þessa hefur Fiskifélagið útskrifað samtals 3561 mann með mótorvélstjóraprófi á 180 námskeiðum, þ.e. um 70 menn að meðaltali á átri í 51 ár. Frá árinu 1936 hafa nám- skeiðin verið kostuð af ríkinu en voru áður á kostnað Fiski félagsins, og að þess frum- kvæði. Það hefur lengi verið í deiglunni að breyta þessu fyrirkomulagi, enda orðið þröngt um kennsluna í hús- næði Fiskifélagsins. Þó mun Vélskólinn fá afnot af véla- sal Fiskifélagsins í vetur. Með nýju lögunum opnuð- ust nýjar leiðir fyrir vélstjóra til að afla sér menntunar. Kennslan fer nú fram í fjór- um stigum og hvert stig veitir ákveðin atvinnuréttindi. Ég vil geta þess sérstaklega að Fiskifélagið hefur unnið mikilsvert starf á þessum vett vangi í rúmlega hálfa öld. Við gerum okkur vonir um, að með Vélfræðimenntun í fyrir huguðu formi reynist hag- kvæm og árangursrík. Skólastjóri Vélskólans er Gunnar Bjarnason. mynd, sem Þjóðverjar hafa fram leitt ,er hr. Korytowski. Leik- stjóri er dr. Reindl, en aðalleik- endur eru Uwe Beyer, Evrópu- meistari í sleggjukasti, Karin Dor, Rolf Heminger og Sigfried Wischnewski. Leikurunum fannst æði kalt á íslandi, er þeir komu með flugvél Flugfélagsins frá London í gær, enda var svalt úti. Annars vildu þeir lítið segja, en komast sem fyrst á Hótal Sögu, þar sem þeir bjuggu sið- astliðna nótt. Fréttamaður blaðs- ins náði tali af Korytowski fram leiðanda, á Hótel Sögu í gær- kvöldi, og sagði hann að Sigurð- ur Fáfnisbani yrði dýrasta mynd sem Þjóðverjar hafa hingað til framleitt. Flest inniatri'ði mynd- arinnar eru tekin í Berlín, en útiatriðin eru tekin í Júgóslavíu og á íslandi. Sagði Kyrotowski að beðið væri með mikilli eftir- væntingu í Þýzkalandi eftir út- komu myndarinnar, ekki sízt þeirra hluta hennar, sem teknir verða á íslandi. Karin Dor, sem fer með aðalhlutverkið í mynd- inni lék nýlega aðalkvenhlut- verkið í James Bond myndinni „You Never Die Twice“ á móti Sean Connery. Uwe Beyer leikur Sigurð Fáfnisbana. Leikflokkur- inn gerir ráð fyrir 20 daga dvöl hér á landi. Eift atriði myndarinnar, tekið hér á landi, verður eldgós. Hafa komið fram tillögur um að taka þáð atriði í grennd við Vík í Mýr dal, þar sem fjalllent er, og hella 2000 lítrum af benzíni og 2000 lítrum af olíu á fjallstopp og kveikja síðan í. Myndin verður frumsýnd í Berlín 9. nóvember. Uwe Beyer, Evrópumeistari i sleggjukasti, Sigurður Fáfnis- bani. Maðurinn minn, EIRÍKUR Þ. STEFÁNSSON fyrrverandi sóknarprestur verður jarðsunginn frá Torfastaðakirkju miðvikudag- inn 24. ágúst nk. kl. 2 e.h. Sigurlaug Erlendsdóttir. Flutningar á kennslutækjum vélstjóranámskeiðsins ur Fiskifélagshúsinu. Lengst til vinstri er Magnús J. Magnússon vélstjóri og Gunnar Bjarnason Skólastjóri Vélskólans. 36 kvikmyndageröagerðarmenn Vélstjóranámskeiðin flytja í Vélskólann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.