Morgunblaðið - 21.08.1966, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 21. ágúst 1966
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Ritstj órnarf ulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Atiglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 105.00
1 lausasöíu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík,
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalsfræti S. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
LÆKNAMIDSTÖÐ VAR
Veldur skólp eitrun eöa
meiri matvælaframleiðslu
Á sl. ári setti Al'þingi fyrir
frumkvæði ríkisstjórnar-
innar ný læknaskipunarlög. í
þessum nýju lögum voru ýmis
nýmæli, sem miðuðu að því
að tryggja góða læknisþjón-
ustu í strjálbýlinu. En mjög
hefur brostið á það á undan-
förnum árum, að læknar
fengjust í læknishéruð úti á
landi. Horfir enn til vandræða
í þessum efnum.
Samkvæmt hinum nýju
,læknaskipunarlögum er m.a.
heimild til þess að sameina
lækniéhéruð og koma upp
læknamiðstöðvum fyrir hin
sameinuðu héruð, eftir því
sem nauðsyn krefur og stað-
hættir leyfa, en þó ekki fyrr
en hlutaðeigandi héruð hafa
verið auglýst minnst þrivegis
án árangurs. Ennfremur voru
laun héraðslækna í hinum
minni læknishéruðum hækk-
uð verulega og þeim veitt
ýmis konar fríðindi og að-
staða þeirra bætt með ýms-
um hættL
Eftir þessar breytingar er
almennt talið að launamálin
séu því ekki til fyrirstöðu að
læknar fáist í læknishéruð
úti á landi. Hinsvegar koma
þar ýmis önnur atriði til
.greina. Það sem læknunum er
almennt mestur þyrnir í aug-
um, er einangran þeirra í ein-
stökum læknishéruðum og
erfiðleikar á að hafa samband
við starfsbræður sína. Hefur
það löngum verið þannig, að
héraðslæknarnir hafa verið
bundnir við héruð sín lang-
tímum saman og orðið að
vera viðbúnir kalli og vitjun-
um um langar vegalengdir,
hvort heldur er á degi eða
nóttu. Hefur svo ramt kveð-
ið að þessu, að læknar í ein-
stökum héruðum hafa ekki
fengið starfsbræður ti'l þess
að gegna störfum fyrir sig
meðan þeir hafa tekið sér
nokkurra vikna sumarleyfi.
Hinum svokölluðu lækna-
miðstöðvum er ætlað að bæta
úr þessu. Þar sem tveir, þrír
eða fjórir læknar eru starf-
andi á sama stað geta þeir
skipt með sér verkum og tek-
ið sér eðlilega hvíld frá störf-
um.
Á þessu ríkti fullur skiln-
ingur þegar læknaskipunar-
lögin nýju voru sett. Þess
vegna var heimildin um
myndun læknamiðstöðva sett
-í lögin. Hinsvegar er ekki því
að neita, að sameining
læknishéraða hefur vakið
nokkra mótspyrnu í einstök-
um landshlutum. Fólkinu,
sem haft hefur héraðslækni
búsettan hjá sér, finnst erfitt
um vik að vitja hans nú um
langa leið, sérstaklega ef hlut
aðeigandi byggðarlög búa við
érfiðar samgöngur og einangr
an minkinn hluta árs. Þótt
þessi afstaða byggðarlaganna
sé skiljanleg, verður ekki hjá
því komizt að líta með fullu
raunsæi á þessi mál. Lækn-
arnir fást ekki í minnstu hér-
uðin, hvað sem í boði er. Þess
vegna virðist það hyggilegt
að koma á fót læknamiðstöðv
um, þar sem nokkrir læknar
starfa og geta skipt með sér
verkum. Yfirleitt hafa sam-
göngur batnað svo, að slíkar
læknamiðstöðvar geta veitt
góða læknisþjónustu við
miklu víðáttumeiri héruð en
áður. Kjarni málsins er að
læknarnir fáist út á landið.
Til þess má einskis láta ó-
freistað. Þeir verða í fyrsta
lagi að fá svo góð laun, að
þeir telji slíka stöður eftir-
sóknarverðar. Það verður í
öðru lagi að tryggja þeim
örugg afnot samgöngutækja
og loks verða þeir að geta not
ið hvíldar frá erfiðu starfi,
ekki síður en aðrar starfs-
stéttir.
HVAÐ GERIR
LÆKNADEILDIN?
f'óð læknisþjónusta og
^ heilzugæzla er frumskil-
yrði mannlegrar vellíðunar
og öryggis. Þess vegna verður
hið opinbera, læknasamtökin
og almenningur í landinu að
taka saman höndum um raun
hæfar ráðstafanir í þessum
efnum. Svo virðist sem á
þessu ríki vaxandi skilning-
ur. Af hálfu ríkisvaldsins
hafa stór spor verið stigin í
þessum efnum. Vera má þó
að ný samgöngutæki, svo sem
þyrlur og smærri flugvélar
þurfi að staðsetja í einstökum
landshlutum, til þess að full
not verði að læknamiðstöðv-
unum.
Að þessum málum verður
að vinna hiklaust og af fullu
raunsæi.
Því fer víðsfjarri að lækna-
vandamálið sé sérmál okkar
íslendinga. Meðal margra
þjóða ríkir nú skortur á lækn
um. Það hefur t.d. komið til
mála að um 800 ungir læknar
flytji frá Bretlandi vegna á-
greinings um launakjör sín
og aðstöðu.
í þessu sambandi ber einn-
ig að athuga, hvort lækna-
deild Háskóla íslands geti
ekki gert meira ti'l þess að
tryggja þjóðinni lækna, sem
sérstaklega eru menntaðir til
þess að gerast héraðslæknar,
og gegna þeim þýðingarmiklu
störfum, sem slíkir læknar
vinna jafnan í þágu þjóðar
sinnar. Ber brýna nauðsyn til
þess að háskólinn láti ekki
hjá líða að athuga þessa hlið
málsins betur en gert hefur
verið.
Aðalatriðið er að allir ís-
lendingar verða að eiga kost
AÐ taka sér sjóbað víða við
strönd Suður-Englands er nú
orðið ekki ósvipað þvi að fara
í örlitla sundlaug, þar sem
vatnið er blandað með tíu lítr-
um af skólpi og sorpi.
Mörg vötn í Evrópu og
Ameríku, sem ferðamanna-
pésar og landabréf tjá okkur
að séu með tæru, fersku vatni,
eru orðin svo óhrein, að þar
er naumast unnt að synda
lengur.
í fjölmörgum bandarískum
fylkjum kemur vökvi sem lík-
ist sápuvatni í drykkjarglasið,
þegar opnað er fyrir vatns-
kranann.
í Bandaríkjunum eru hús-
mæður nú hvattar til að
kaupa þvottaduft með bóri,
efni sem að vísu hefur þau
góðu áhrif, sem heitið er í
auglýsingunpm, en þegar
þvottavatnið rennur síðan um
skólpræsin út í höf eða vötn,
drepast fiskarnir í hrönnum.
Þar sem það rennur beint út
í jarðveginn, drepast gerlarnir
sem annast hina mikilvægu
rotnun í jörðinni, Efnið leysist
ekki upp og hverfur aldrei úr
jarðveginum. í sumum héruð-
um hafa slík „bætiefni" í
hreingerningar- og bleikidufti
sigið alla leið niður í neðan-
jarðarvatnið, þannig að þau
eru komin í drykkjarvatnið.
Það er sérfræðingur hjá
Matvæla- og landbúnaðar-
stofnuninni (FAO), Josef
Zimmerman verkfræðingur,
sem hefur dregið fram þessi
dæmi. í nýútkominni bók seg-
ir hann, að við séum vel á
vegi með að eitra fyrir sjálf-
um okkur með okkar eigin
skólpi. Einkanlega varar hann
við þvottaefnum með bóri og
öðrum svipuðum aukaefnum.
Hann heldur því fram, að
vandamálið sé orðið svo
ískyggilegt, að efna verði sem
allra fyrst til alþjóðlegra að-
á góðri og öruggri læknis-
þjónustu og heilsugæzlu. —
Fyrr en það hefur tekizt,
verður ekki sagt að viðun-
andi ástand hafi skapazt í
þessum málum.
NÝR LISTA-
MANNASKÁLI
að er vissulega vel farið að
framkvæmdir eru nú
hafnar við byggingu nýs
myndlistarskála á Miklatúni
í Reykjavík. Það er Reykja-
víkurborg sem hefur forustu
um þessar framkvæmdir. í
hinum nýja myndlistarskála
verður sérstakt rúm fyrir
listaverk Jóhannesar Kjar-
vals og ennfremur verða þar
rúmgóð og glæsileg húsa-
kynni fyrir almennar mynd-
listarsýningar. Hefur borgar-
stjórn haft góða samvinnu
við samtök myndlistarmanna
um þessi mál.
Gamli Listamannaskálinn
við Kirkjustræti er fyrir
gerða, áður en í óefni sé kom-
ið og við fáum ekki við neitt
ráðið.
Skólp er nothæft
Zimmerman lítur svo á, að
skólp sé hjálparmeðal, sem
hagnýta beri til að bæta úr
hinni sáru vatnseklu í heim-
inum. í bók sinni egrir hann
grein fyrir þeim möguleikum
sem eru fyrir hendi til að hag-
nýta skólp til áveitu. Til þess
verður hreinlætisstig þess að
vera 90 prósent. Tilraunir í
Kaliforníu og ísrael hafa leitt
í ljós, að uppskeran hefur
orðið meiri þar sem slíkt
skólp hefur verið notað til
áveitu, en það stafar af því að
skólpið hefur að geyma
ákveðin miklvæg áburðarefni.
Fyrir mörg vanþróuð lönd
verður ódýrara að hreinsa
skólp en eima sjó, segir
Zimmerman. Rannsókn á
eynni Möltu, sem býr við sár-
an vatnsskort, hefur sýnt að
það er 5 til 10 sinnum ódýrara
en að eima sjó.
En hér verður að fara með
gát, segir sérfræðingurinn. Þó
vatnið hafi verið hreinsað, eru
í því úrgangsefni, og því á
ekki að nota það við ræktun
kálhöfða, salats eða rótar-
ávaxta sem etnir eru hráir. Að
sjálfsögðu verður líka að gætá
þess vandlega, að vatnið sé
ekki notað í öðru skyni. Þess
vegna er heppilegast að nota
skólp til áveitu á stórum bú-
görðum eða í samvinnubú-
skap, þar sem hægt er að
koma á ströngu eftirliti.
En þegar skólpið hefur að
geyma óuppleysanleg gervi-
efni úr þvotta- og bleikiþvoli,
verða þau eitur, og jurtirnar
drepast.
„Hvíta hættan“
Æ fleiri lönd iþjást af vatns-
eklu, og þetta vandamál verð-
löngu orðinn svo hrörlegur,
að hann getur naumast talizt
nothæfur, þótt sýningar hafi
verið haldnar í honum fram
til þessa dags. Hann var upp-
runalega byggður sem bráða-
birgðahúsnæði, en þó hefur
verið notazt við hann áratug-
um saman.
Það er vel tiil fallið að
Réykjavíkurborg skyldi láta
hefjast handa um byggingu
hins nýja myndlistarskála á
180 ára afmæli sínu. Mættu
fleiri opinberir aðilar taka
sér slíkt ti'l fyrirmyndar, láta
niður falla mannfagnað og
stórveizlur, en hefjast í þess
stað handa um gagnlegar og
nauðsynlegar framkvæmdir í
þágu framtíðarinnar.
Það er von allra Xslendinga
að hinn nýi myndlistarskáli
verði til þess að örva íslenzka
myndlistarmenn í starfi
þeirra og skapa almenningi
jafnframt bætta aðstöðu til
þess að njóta góðrar og göfg-
andi listar.
ur að leysa, ef nokkur von á ■
að vera til aukinna matvæla- •
framleiðslu. En það eru ekki :
einungis bændur og búalið :
sem sjá sér hag í að skólpið I
sé verndað gegn ,,hvítu hætt- :
unni“, eins og Zimmerman :
nefnir gerviefni þvottadufts- :
verksmiðjanna.
Það hlýtur einnig að vera J
borgarbúum allmikið kapps- ;í
mál að varðveita hreint H
drykkjarvatn og eiga kost á •!
að baða sig í höfum og vötn- -j
um. Seinni þörfin verður því -j
brýnni sem menn fá meiri frí- ;
tíma, segir Zimmerman. .j
Við mörg vötn, sem ferða- :
menn sækja til, hafa vaxið
upp iðjuver, sem yfirvöldin ;j
hafa svo miklar mætur á að •!
þau hafa ekki viljað styggja
eigendur þeirra með of ströng :
um reglum um meðferð úr- ;
gangsefna. Þessi vötn eru :
stórhættuleg, og Zimmerman ■
segist vita um nokkur, sem ;
taka mundi 10 ár að hreinsa. ■
Framleiðendum þvottaefna •
hefur tekizt að framleiða ;!
gerviefni, sem ekki verða :
eftir í vatni eða jarðvegi, en ;
alltof lítið er gert til að koma :
þeim á markaðinn, segir mað- •!
urinn sem vill hagnýta skólp ;!
í baráttunni við hungrið.
(Frá SÞ). ;
• Stjórn Indlands hefur sent
Pekingstjórninni mótmæli
vegna meintrar yfirgangssemi
á landamærum ríkjanna. Seg-
ir í orðsendingunni, að kín-
verskir hermenn hafi fjórunti
sinnum á síðustu þremur vik
um farið inn á indverskt land
svæði í norðaustur hluta
Kasmír.
%
Mikil flóð hafa verið í Asíu-
hluta Sovétríkjanna síðustu
dagana og hefur fólk verið flutt
á brott frá ýmsum svæðum
vegna þessa. Mikið eignatjón
hefur orðið, en um manntjón
er ekki vitað. Hermenn hafa
verið sendir til flóðasvæðanna
til aðstoðar. — Flóðin stafa af
mikilli úrkomu á þessum slóðum
sem gert hefur margar minni ár
að skaðræðis fljótum.