Morgunblaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 1
32 síður
53. árgangur
204. tbl. — Fimmtudagur 8. september 1966
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Per Borten, forsætisráðherra Noregs og dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra íslands, ganga í
Káðherrabústaðinn, þar sem hinir erlendu gestir búa meðan þeir dvelja hér.
Norski forsætisráðherrann kom
Hvorki heimsækja
ættingja né kaupa
þeim ávexti eða
sætindi
— Dagblað alþýðunnar bannar
Rauðu varðliðunum að skipta
sér af framleiðslufyrirtækjum
til íslands í gærkvöldi
sem
Fyrsta heimsókn hans
forsætisráðherra til erlends ríkis
PER BORTEN, forsætísráð
herra Noregs og kona hans,
frú Magnhild Borten, komu
til Reykjavíkur í boði ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar í
gærkveldi með Skýfaxa Flug
félags íslands, sem lenti kl.
12,45. Er þetta fyrsta heim-
sókn norska forsætisráðherr-
ans til erlends ríkis siðan
hann tók við forustu norsku
ríkisstjórnarinnar í fyrra-
haust. Dr. Bjarni Benedikts-
son og frú hans tóku á móti
gestunum á flugvellinum.
Veður var milt og gott er flug-
vélin lenti, um 6 stiga hiti. Á
flugvellinum biðu auk íslenzku
forsætisráðherrahjónanna, em-
bættismenn forsætis- og utanrík
isráðuneytis Hans G. Andersen,
sendiherra í Osló og Myklebost,
sendiherra Norðmanna í Reykja
vík og frúr þeirra, ásamt for-
stjóra Flugfélags íslands. í för
með norska ráðherranum voru
Odd Bye frá forsætisráðuneyt-
inu og Andreas Andersen frá ut-
anríkisráðuneytinu og frú hans.
Dr. Bjarni Benediktsson bauð^
norska forsætisráðherrann vel-
kominn er har:n steig út úr flug
vélinni og frú Sigríður kona
hans færði frú Borten blómvönd.
Hópur fréttamanna var á flug-
vellinum og íslenzkir sjónvarps-
menn mynduðu komu norska ráð
herrans. Sagði Borten forsætis-
ráðherra að hann hefði fengið
mjög góða ferð' frá Bergen. Hefði
hann upphaflega ætlað að koma
við í Færeyjum, en vegna óveð-
urs hefðu engar flugvélar lent í
Oslo og Færeyjaflug fallið niður.
Það hefði því orðið að ráði að
áætlunarflugvélin frá Kaup-
mannahöfn hefði viðkomu í
Bergen. Þaðan var flogið um kl.
C að staðartíma, en flugið tók
lengri tima vegna mótvinds alla
leið.
Af flugvellinum var ekið að
ráðherrabústaðnum í Tjarnar-
götu, þar sem norsku forsætis-
ráðherrahjónin búa meðan þau
dvelja á íslandi. Var þar boðið
upp á léttan kvöldverð.
Norski forsætisráðherrann mun
dvelja hér í 5 daga. í dag heim-
sækir hann forseta íslands herra
Ásgeir Ásgeirsson kl. 10, Bjarna
Benediktsson forsætisráðherra
kl. 10.30 og Emil Jónsson utan-
ríkisráðherra kl. 11.00. Kl. 12.30
verður svo stutt minningarat-
höfn í Fossvogskirkjugarði. En
Framhald á bls. 31
Forsætisráðherrafrúrnar frú Magnhild Borten og frú Sigríður
Björnsdóttir, stíga upp í bíl sinn á Reykjavíkurflugvelli
(Ljósm. Sveinn Þormóðs).
Peking, 7. sept. NTB—AP.
1 RITSTJÓRNARGREIN Dag-
blaðs Alþýðunnar í dag, er
Rauðu varðliðunum fyrirskipað
að vera ekki að blanda sér í
fyrirkomulag eða starfshætti í
framleiðslutækjum landsins,
hvort sem sé iðnaðarfyrirtækj-
um, námum, rannsóknarstöðv-
um eða hjá bændum. Segir í
greininni, að þær hreyfingar,
sem berjist fyrir menningarbylt
inguna og sósíalistíska fram-
leiðslu séu skyldar og eigi að
styðja hvor aðra. — og sé al-
menningur ánægður með það
fyrirkomulag, sem verið hefur
á vinnustöðum og annars staðar,
sé ekki þörf neinna breytinga.
Bent er á í greininni að verka
menn og bændur séu mikilvæg-
ustu kraftar byltingarinnar —
þeim sé ætlað að skila mikilli
vinnu og mikilli framleiðsiu og
séu fullfærir um að ínna rull-
nægjandi af hendi sitt byiting-
arstarf. íhlutun Rauðu varðlið-
anna og skólaunglinga, sem ekki
beri skynbragð á nauðsynjar
þeirra, geti aðeins orðið til þess
Framhald á bls. 31
Frakkar draga
framlögum
tll NATO
ur
París 7. september NTB
FULLTRÚI Frakklands í
fastaráði Atlantshafsbanda-
lagsins, Pierre de Leusse,
skýrði svo frá í dag að frá
næstu áramótum muni Frakk
ar hætta að taka þátt í kostn
aði við ýmis mannvirki
bandalagsins, m. a. við flug-
velli, flotastöðvar, olíuleiðsl-
ur og samgöngutæki.
Til þessa hafa Frakkar
greitt um 17% kostnaðar við
þessi mannvirki en Banda-
rikin 25,8%
De Leusse sagði hinsvegar, að
Brezka verkalýðssambandið sam-
þykkti stefnu Wilsons
— Frank Cousins boðar áfram-
haldandi baráttu
Blackpool 7. sept. NTB
ÞING brezku verkalýðsfélag
anna, sem um þessar mund-
ir stendur yfir í Blackpooi,
samþykkti í dag að styðja
efnahagsráðstafanir Harolds
Wilsons, forsætisráðherra,
þar sem meðal annars er gert
ráð fyrir bindingu kaup-
gjalds og verðlags. Tillaga
Frank Cousins formanns
sambands flutningaverka-
manna og fyrrverandi tækni
málaráðherra um að for-
dæma stefnu forsætisráð-
herrans var felld með at-
kvæðum fulltrúa fimm millj-
óna gegn atkvæðum fulltrúa
3,9 milljóna manna.
Bornar voru fram á þinginu
tvær tillögur, þar sem lýst var
stuðningi við efnahagsráðstaf-
anir Wilsons í heild og voru báð
ar samþykktar, enda þ ótt ljóst
væri, að mikil andúð væri ríkj-
andi gegn kaupbindingunni.
Engu að siður var sérstök til-
laga um að fordæma kaupbind-
inguna felld með 4.7 milljónum
gegn 4.2 milljónum.
Að lokinni atkvæðagreiðslu
lýsti Frank Cousins því yfir, að
samband hans mundi áfram
berjast gegn kaupbindingunni,
— sem að hann áliti væri brot
á grundvallarréttindum verka-
lýðsins. Sagði Cousins, að stjórn
Wilsons v æri ósveigjanlegari og
stífari í stefnu sinni en nokkur
stjórn Ihaldsflokksins hefði ver-
ið.
Frakkar mundu áfram taka þátt
í kostnaði við ýmis atriði NATO,
m.a. viðvörunarkerfi vegna loft-
árása, fjarskiptakerfi, tækni-
rannsóknar miðstöðina í Haag,
kafbátarannsakunarstofnunina í
La Spezia á Ítalíu og fleira. Enn
fremur, að Frakkar væru reiðu-
búnir að taka þátt í því að koma
upp fyrirhuguðu loftvarnakerfi
með vissum skilyrðum.
Samkvæmt heimildum innan
NATO þýðir þetta, að Frakkar
ætlist til að önnur aðildarríki
bandalagsins veiti þeim sérstöðu
innan þess, en þeir þurfi ekki*
að taka þátt í ýmsum mikilvæg-
ustu kostnaðarliðum né í upp-
byggingu nýrra aðalstöðva- en
sem kunnugt er verður að flytja
aðalstöðvarnar frá París í april
næsta ár. Ennfremur segja heim-
ildir innan NATO, að önnur að-
ildarríki bandalagsins séu stað-
ráðin í að viðhalda styrk þess
þó þau verði að leggja á sig
þyngri byrðar í því skyni.
Forvitnilegt
smyglmál ...
Stokkhólmi, 7. september.
NTB.
í HELSINGFORS hefur
’ kunnur finnskur lögfræðing-
ur verið handtekinn eftir að
I á heimili hans fannst g ull. er
I stolið hafði verið í Svíþjóð.
i Hefur atburður þessi vakið
mikla athygli og jafnframt
I vakið þá spurningu, hvort
Framhald á bls. 31.