Morgunblaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og íjölbreyttasta blað landsins 204. tbl. — Fimmtudagur 8. september 1966 Möðruvallamál niður fallið af hálfu ákæru- valds r a Sr. Agúst Sigurðsson mun höfða mál á hendur ákærendum sínum EFXIRFARANDI fréttatilkynn- ing barst blaðinu frá Saksókn- ara ríkisins í gær: „Að aflokinni dómsrannsókn vegna kæru 48 sóknarmanna í Möðruvallaprestakalli í Eyja- fjarðarprófastsdæmi út af at- vikum í sambandi við prestkosn- ingu í fyrrgreindu prestakalli hinn 8. maí s.I. hefir skipaður saksóknari af þessu tilefni Hall varður Einvarðsson, eigi krafizt frekari aðgerða vegna máls þessa. Er málið þar með niður fallið af ákæruvaldsins hálfu“. Blaðið hafði samband við sr. Ágúst Sigurðsson, sem kærður var af sóknarmönnunum 48, og spurði hann álits á þessum að- gerðum ríkisvaldsins. Sagði sr. Ágúst, að hann væri undrandi á því, að ríkisvaldið sæi ekki ástæðu til að skipta um sóknar- nefnd á Bægisá og hafa ekki hendur í hári forsprakka þeirra sem kærðu. Kvaðst sr. Ágúst mundu höfða mál á hendur þeim, sem að kærunni stóðu og væru ábyrgir fyrir henni. Sr. Ágúst kvaðst hafa sann- frétt, að margir þeirra sem skrif- uðu undir ákæruskjalið á Möðru völlum hefðu sagt síðar, að þeir hefðu gert það drukknir eða þá ekki vitað undir hvað þeir voru að skrifa. Hann sagði og, að þau undur og stórmerki hefðu gerzt að hon um hafi verið veitt Vallanes- prestakall frá 1. sept. að telja, og kvaðst hann mundu halda þangað við fyrstu hentugleika. Eins og kunnugt er kærðu sóknarbörnin 48 sr. Ágúst á Framhald á bls. 31. SENDINEFND frá borgarráði Reykjavikur er komin til Kaupmannahafnar í fimm daga opinbera heimsókn. —- Sendinefndin hefur m.a. far- ið um Norður-Sjáland og næstu daga mun hún kynna sér íbúðahúsabyggingar, stofn anir fyrir æskulýðinn o. fl. Á myndinni eru frú Auður Auðuns form. borgarráðs Reykjavíkur, formaður borg- arfulltrúaráðs Kaupmanna- hafnar Henry Sternkvist og Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri. Dregið verður úr sendiorku Keflavíkursjónvarpsins Bréfaskipti Emils Jönssonar, utanríkisráðherra og Ralph Weymouth, aðmíráls varðandi málið Aðalfundur FIJS Fjölnis í Rang. AÐALFUNDUR Fjölnis, félags ungi-a Sjálfstæðismann í Rangár vallasýslu verður haldinn á Hellu næstkomandi laugardag 10. sept. kl. 4 e.h. Allir félags- menn eru hvattir til að sækja fundinn og taka með sér nýja félaga. Stjómin. YFIRMAÐUR varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Ralph Wey- mouth, aðmiráll, hefur tilkynnt Emil Jónssyni, utanríkisráð- herra, í bréfi, að varnarliðið verði að takmarka sjónvarps- sendingar sinar í framtíðinni við næsta nágrenni flugvallarins, þar sem varnarliðið fái ókeypis eða fyrir lítið fé sjónvarpsþætti þá, er það notar, en það byggist á því að ekki sé um samkeppni við aðrar sjónvarpsstöðvar að ræða. Þessi aðstaða varnarliðs- Dr. Jóhannes Björnsson læknir lézt i gær DR. Jóhannes Björnsson, lækn Danmörku. Síðari kona hans ir, varð bráðkvaddur í gær að Ásta Björnsson. Hann lætur eft- heimili sínu Brekkugerði 12 í Reykjavík. Hann var 59 ára að aldri. Dr. Jóhannes var fæddur í Laufási 7. júlí 1907. Hann tók embættispróf í læknisfræði frá Háskóla íslands árið 1934 og hélt síðan til framhaldsnáms í Dan- mörku. Stundaði hann læknis- störf þar og víðar til ársins 1940, er hann kom aftur til íslands og stundaði þar lækningar síðan. Hann var sérfræðingur í melt- ingarsjúkdómum. Dr. Jóhannes Björnsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Erlendsson — nú gift í SYNDIÐ 200 ir sig þrjú börn. sjónvarpsins breytist er hið ís- lenzka hefji starfsemi sína. Fór aðmírállinn fram á það, að rík- isstjórnin ákveði, hvenær tak- mörkun sjónvarpssendinganna komi til framkvæmda. í svar- bréfi tilkynnti utanríkisráðherra Weymouth aðmírál, að ríkis- stjórnin telji heppilegast, að breytingar á útsendingum varn- arliðssjónvarpsins verði sam- ræmdar tilkomu íslenzka sjón- varpsins. Hér fer á eftir fréttatilkynn- ing utanríkisráðuneytisins um bréfaskipti Weymouths aðmíráls og Emils Jónssonar, utanríkis- ráðherra: „Yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli Ralph Wey- mouth aðmíráll og Emil Jónsson, utanríkisráðherra hafa dagana 6. og 7. september skipzt á bréfum þeim sem hér fara á eftir í þýð- Stálvík smíöar 350 tonna síldveiðiskip MBL. fregna'ði í gær, að samn ingur hefði í gær verið und- irritaður milli skipasmíða- stöðvarinnar Stálvíkur hf. í Arnarnesi og útgerðarfélags- ins Eldeyjar hf. Keflavík u.m smíði 350 tonna síldveiði- skips. Verður þetta stærsta skip sem Stálvík smíðar, og á smíði þess að verða lokiði innan 12 mánaða. Stálvík er nú með 200 tonna síidveiðiskip á stokk- unum, sem það smíðar fyrir útgerðarfélagið Braga hf. í Breiðdalsvík. Þá er það einn ig með í smíðum um 300 tonna skip fyrir Þórð Óskars- son á Akranesi, og á það að vera tilbúið innan árs. Skip- sem hér um ræðir eru öll stálskip. ingu, viðvíkjandi sjónvarpssend- ingum varnarliðsins: Headquarters Iceland Defcnce Force. Hinn 6. september 1966. Herra ráðherra Eins og yður er kunnugt rekur varnarliðið á íslandi sjónvarps- stöð samkvæmt leyfi íslenzkra stjórnvalda. Tilgangurinn með rekstri stöðvarinnar er að sjá varnarliðsmönnum, fjölskyldum þeirra og starfsfólki hér á landi fyrir fréttum, fræðslu og skemmt un. Stöð þessi er ein af mörgum sjónvarpsstöðvum bandaríska hersins, sem fá aðallega þætti, sem framleiddir eru til sölu ó- dýrt (eða endurgjaldslaust), þar sem útsendingarnar að jafnaði ná ekki til áhorfenda, er aðrar Framhald á bls. 31 Övenju mikil / rjúpa Þúfum, 8. sept. 1966. ENNÞÁ helzt góða veðrið cr kemur sér vel, því ennþá er haldið áfram við heyskap sums- staðar. Allt útlit er fyrir að nokkuð rætist úr með heyskap á þessu sumri. Berjaspretta er orðin nokkuð góð og mikið notuð. Óvenju mikil rjúpa er nú um alla haga og tún. Sér maður oft ungana hlaupa í hús ef dyr eru opnar og fuglar fljúga yfir. Nú er búið að semja leitar- seðla því göngur og réttir b yrja eftir 10 daga. — P. P. Hótel Akranes á uppboði Áhvílandi skuldir 5—6 milljónir HÓTEL Akranes verður selt á opinberu uppboði á morgun. Hvíla 5—6 millj. kr. í skuldum á hótelinu, sem safnazt hafa saman á mörgum árum. Þórhallur Sæmundsson bæj- arfógeti tjáði Mbl. í gær, að helztu kröfuhafar væru nokkrir bankanna í Reykjavík svo og Ferðamálasjóður ríkisins og Sjálfstæðishúsið á Akranesi, sem átti hótelið um tíma, en seldi það fyrir nokkrum árum síðasta eiganda þess, Kristjáni Runólfs- syni veitingamanni. Alls hvíla lán á 14 veðréttum á húsinu. Akranes er því hótellaus bær nú sem stendur, en Þórhallur sagði, að sve virtist sem öll um- ferð færi framhjá bænum en gisti fremur á hótelinu í Borg- arnesi, í Bifröst og víðar í grenndinnL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.