Morgunblaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 8. sept. 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. P.itstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garða.r Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 7.00 eintakið. HEIMSÓKN PER BORTENS Jens Otto Krag, forsætisráðherra Danmerkur, á tal við einn af lesendum B.T. Forsætisráöherrann svaraði spurningum lesenda í síma f SÍÐUSTU viku átti danska blaðið B.T. fimmtíu ára af- mæli og hélt það hátíðlegt, sem vænta má, með pomp og pragt. Af því tilefni tóku rit- stjórar blaðsins sig til og stundir að afgreiða þá 117 les- endur, er komfð höfðu spurn- ingum sínum á framfæri. Til- raunin tókst svo vel, að á næstunni er fyrirhugað að koma á svipuðu sambandi komu á beinu sambandi miiiimilli lesenda og Kal Ander- lesenda þess og forsætisráð- herra landsins, Jens Otto Krag. Frá því var skýrt í afmælis- blaðinu, að lesendur gætu hringt til blaðsins á tilteknum tíma og sent inn spurningar, sem forsætisráðherrann mundi síðan svara daginn eftir. Á hálfri klukkustund, sem til- tekin var fyrir lesendur að hringja, bárust forsætisráð- herranum 117 spurningar. Næsta kvöld, sl. fimmtudags- kvöld, svaraði Krag svo spurningunum. Var hringt i alla þá, er spurt höfðu og samband gefið við forsætis- ráðherrann, sem rabbaði við hvern og einn smástund um spurningar þeirra og áhuga- mál. Var Krag í þrjár klukku sen, húsnæðismálaráðherra. Jens Otto Krag til aðstoðar við að svara spurningum voru þrír af aðstoðarmönnum hans úr forsætisráðuneytinu, deildarstjóri og tveir skrif- stofustjórar. Þar var og til aðstoðar ritstjóri B.T., Mort- en Pedersen, og tveir nánir samstarfsmenn hans. Enn- fremur hraðritari, sem feng- inn var að láni úr þinginu, 15 símastúlkur, er tóku við spurningum og náðu aftur sambandi vfð þá, er hringdu og tveir menn, er tóku öll samtölin upp á segulband, — en þau voru síðan skrifuð upp og þau beztu birt. Sérstakar ráðstafanir voru gerðar til að halda opnu símasambandi við landið allt og bárust spurn- ingarnar hvaðanæva að. — Lagði forsætisráðherrann sig fram um að svara þeim öll- um — og lét þrívegis hringja í eitt númerið, þar sem ekki svaraði, þar eð hann vildi endilega svara spurningunni er þaðan hafði borizt. Spurningarnar, sem lesend- ur lögðu fyrir forsætisráð- herrann, fjöllúðu flestar um þau pólitísku mál, sem nú eru efst á baugi í Danmörku, frumvarpið um skattamái, sem stjórnin hyggst leggja fyrir komandi þing, húsnæðis mál og tryggingamál. Þegar svo forsætisráðherrann fór að tala við fólkið, bar á góma mörg persónuleg vandamál þess, er hann reyndi að leysa úr, — og sjálfur var hann einnig spurður persónulegra purninga — hvernig kona hans færi að því að halda sér svo fallegri með öllu því, sem hún hefði að gera sem for- sætisráðherrafrú, eiginkona og móðir og leikkona. Fró Prestaíélngi Austurlands 17"ið komu Per Bortens, for- * sætisráðherra Noregs til íslands fagnar íslenzká þjóð- in honum sem leiðtoga nán- ustu frændþjóðar sinnar. í fjörðum og dölum Noregs stóð vagga íslenzks þjóðernis. Þaðan sigldu hinir íslenzku landnámsmenn á sínum litlu skipum yfir hið mikla haf, móti ævintýralegri framtíð. 4 íslandi þróaðist og þroskað- ist síðan ný og gróskumikil menning, sem strax í upp- hafi varð norræn og hefur haldizt það gegnum aldirnar. Á grundvelli hins norska landnáms á íslandi dafnaði íslenzk menning, sem varð- veitti norræna sögu og tungu. Tengslin milli Noregs og ís lands, norsku og íslenzku þjóðarinnar eru þess vegna sterk og náin. Þessi tengsl hefur aldaeinangran og fjar- lægð ekki megnað að slíta. Ósjálfstæði og efnalegt um- komuleysi margra alda hefur heldur ekki megnað að veikja þessi tengsl eða rjúfa þau. Þau eru í dag sterkari en nokkru sinni fyrr. íslenzxa þjóðin mun um allan aldur líta á Norðmenn sem sína nán ustu frændur og forfeður. ★ Per Borten, forsætisráð- herra Norðnianna, er mynd- arlegur og glæsilegur full- trúi þjóðar sinnar. Hann er að atvinnu menntaður og dug mikill bóndi, sem á liðnum árum hefur gegnt fjölmörg- um trúnaðarstörfum í þág í norskra bænda. Þegar norsku borgaraflokkarnir mynduðu ríkisstjórn að loknum kosn- ingasigri sínum á síðastliðnu ári, kom það í hlut Per Bort- ens að taka við forsæstiráð- herraembættinu og verða sameiningartákn hinnar nýju borgaralegu samvinnu í Nor- egi. Það er jafnt skoðun and- stæðinga hans sem stuðnings manna ríkisstjórnarinnar, að honum hafi tekizt forustan giftusamlega á fyrsta ári stjórnarsamvinnunnar. Hafa eiginleikar hans sem lipur samningamaður og sáttasemj ari milli ólíkra sjónarmiða komið honum að góðu gagm. Það er íslendingum hið mesta gleðiefni, að þessi á- gæti og merki norski stjórn- málamaður, skuli nú ásamt konu sinni fá tækifæri til þess að heimsækja ísland og ferð- ast um allmörg byggðarlög landsins. Per Borten er í dag leiðtogi norsku þjóðarinnar * heild. En eitt af aðaláhgamá: - um hans á merkum stjórn- málaferli hefur verið barátt- an fyrir byggðajafnvægi, fyr- ir því að byggð blómgaðist sem víðast um Noreg, þar sem lífsskilyrði eru þannig að fólk geti lifað þar ham- ingjusömu menningarlifi við góða afkomu. Það er von íslenzku þjóð- arinnar að heimsókn for- sætisráðhterra Noregs verði til þess að treysta enn bræðra böndin milli þessara tveggja náskyldu norrænu þjóða, og að Per Borten og kona hans fari héðan með ánægjulegar endurminningar um heim- sókn til frænda og vinaþjóð- ar. — FRAMSÓKN OG HAFTASTEFNAN Á afstöðu Sjálfstæðisflokks- ■í“’ ins og Framsóknarmanna til hafta í viðskipta- og at- hafnalífi er reginmunur. — Sjálfstæðismenn líta á við- skipta- og. athafnafrelsi sem frumskilyrði framfara og vel- megunar í þjóðfélaginu. Þessi skoðun er studd af reynslu íslendinga á öllum öldum. Þegar verzlunin var ófrjáls ríkti hér kyrrstaða og fátækt. Um leið og verzlun og við- skipti færðust í frjálslegra horf hófst efnahagsleg við- reisn í landinu. Uppbygging bjargræðisvega landsmanna hófst, efnahagurinn batnaði, menntun og menning blómg- aðist. Sjálfstæðismenn vilja ekki að einstaklingarnir þurfi að sækja um leyfi til ótal nefnda og ráða til þess að mega kaupa ný framleiðslutæki, óyggja hús eða flytja inn vörur. Framsóknarmenn vilja hins vegar nota haftaskipulagið sem pólitískt tæki til þess að hafa ráð fólksins í hendi sér. Þeir vilja að bændurnir þurfi að sækja um leyfi til þess að kaupa sláttuvél, dráttarvél eða rafstöð. Þeir töldu sjáif- sagt að sérstök nefnd úthlut- aði innflutningsleyfum fynr jeppabifreiðum og raunar öll um öðrum bifreiðum. Þeir telja það heldur ekki óæski- legt skipulag, að sjómenn og útgerðarmenn þurfi að sækja um gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfi til þess að mega flytja inn ný fiskiskip eða vélar í trillurnar sínar. Sjálfstæðismenn telja slíkt skipulag háskalegt og vinna gegn þvx að alefli. En Fram- sóknarmenn telja það bein- línis æskilegt og eðlilegt. Það er eitt af stórafrekum núverandi ríkisstjórnar að henni hefur tekizt að afnema haftaskipulagið, gera inn- flutningsverzlunina frjálsa, ADALFUNDUR Prestafélags Austurlands var haldinn afi Eifi- um laugardaginn 27. ágúst síð- astliðinn og hófst hann með skapa framleiðendum mögu- leika til þess að endurnýja tæki sín án þess að þurfa að knékrjúpa fyrir nefndum og ráðum. í skjóli viðskipta- frelsisins hefur framleiðslan stóraukizt og myndarlegir gjaldeyrissjóðir myndazt. Þeir sem vilja að þetta á- stand vari áfram fylgja auð- vitað núverandi ríkisstjórn og stefnu hennar. Hinir, sem vilja kjósa yfir sig höft, boð og ofurvald nefnda og ráðn. þeir kjósa Framsóknarflokk inn og kommúnista. helgistund í Eiðakirkju. Mættir voru 8 prestar. í skýrslu sinni gat formaður félagsins, séra Trausti Pétursson þeirra breytinga, sem orðið höfðu á starfsliði kirkjunnar á félags- svæðinu síðastliðið ár, og kirkju legra viðburða. Erindi flutti á fundinum séra Heimir Steinsson á Seyðisfirði, er hann nefndi: „Breytingar á guðfræðinámi og nýir straumar í guðfræðilegri hugsun síðari ára tuga“. Einnig flutti séra Bragi Bene- diktsson a Eskifirði erindi, er hann namdi: „Kirkjan og þjóð- félagsvanaamálin í fortíð og nú- tið.“ Urðu miklar og almennar um- ...jur um bæði erindin. undurinn tók síðan til um- ju sumarbúðamál kirkjunnar -asturlandi Ekki reyndist unnt að útvega húsnæði til starfseminnar á þessu sumri, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir sumarbúðanefndar, en félagið hyggst halda áfram að vinna að framgangi þess máls. Eftirfarandi tillaga kom fram á fundinum, og var hún sam- þykkt: „Aðalfundur Prestafélags Aust urlands, haldinn að Eiðum laug- ardaginn 27. ágúst 1966, lýsir vanþóknun sinni á þeim æsinga- skrifum um einn af prestum þjóð kirkjunnar, sem birzt hafa í blöðum að undanförnu, og tel- ur slík- skrif aðeins geta orðið kirkjunni til vansæmdar og tjóns.“ í sambandi við fundinn voru guðsþjónustur fluttar á fimm stöðum á félagssvæðinu. Stjórn Prestafélags Austur- lands skipa nú eftirtaldir menn: Séra Heimir teinsson, formaður. Séra Heimir Steinsson, formaður, séra Sverrir Haraldsson, með- stjórnendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.