Morgunblaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAQIÐ r f’lmmtuðaeur 8. sept. 1966 Gunnar Kr. Björnsson, efnaverkfr.: Plastvöruiðnaöur á íslandi HÉR á eftir verður leitazt við að gera stutta grein fyrir plast- vöruiðnaði á íslandi í dag, hvar hann er á vegi staddur og hverj ar séu framtíðarhorfur hans. Orðið plastvöruiðnaður er hér notað til aðgreiningar frá orð- inu plastfðnaður, sem á íslenzku máli gæti þýtt jafnhliða fram- »eiðsla plasthráefna sem fram- leiðsla vara úr plastefnum. Með plastvöruiðnaði er hér einvörð- ungu átt við vörur, sem eru að mestu eða öllu leyti unnar úr plasti, en hitt undanskilið, sem að minnihluta er gert úr plasti, svo sem málningarvörur o. fl. Hefi ég að mestu stuðst við flokkun Hagstofunnar á plast- vörUm. Ekki er það heldur inn- an ramma þessarar greinar að flokka og greina frá öllum þeim fjölda efna, sem ganga undir samheitinu plast eða plastefni. Það má fullyi'ða að íslenzkur plastvöruiðnaður hafi þegar unn ið sér fastan og öruggan sess í atvinnulífi þjóðarinnar og hefir þýðing hans vaxið ár frá ári. í samanburði við rótgrónar er- lendar iðnaðarþjóðir er hann þó enn næsta fábreyttur og lítill að vöxtum, en fjölbreytni hans vex ár frá ári og má hiklaust gera ráð fyrir áframhaldi þeirr ar þróunar. Vörugæði framleiðsl unnar eru yfirleitt mjög góð og sambærilega við erlenda fram- leiðslu. Ýmiss rök mætti færa fyrir því, að íslenzkur plast- vöruiðnaður muni standast vel erlenda samkeppni, þó tollvernd hverfi, og raunar bendir allt til þess, að fjölbreyttur iðnaður í plasti muni þróast hér á kom- andi árum. Sú hefir og orðið reynzla annarra þjóða, sem lengra eru komnar. Mun síðar verða vikið nánar að þessu. IDNlSÝNINGIN w Plastvöruiðnaðurinn gegmr tveimur þýðingarmiklum hlut- verkum. í fyrsta lagi framleið- ir hann tilbúna vöru til neyzlu og má benda á einangrun, vatns rör, búsáhöld, leikföng, netaflot og margt fleira. f öðru lagi er þjónustuhlutverk hans við ann- an iðnað, þar sem framleiðsla hans er nauðsynlegur hluti eða grundvöllur annarrar fram- leiðslu. Má einkum benda á um- foúðaframleiðslu í þessu sam- bandi. Blómlegur iðnaður þarfnast fyrst og fremst fjölbreyttra hrá efna á stöðugu samkeppnishæfu verði. í öðru lagi verður mark- aður fyrir framleiðsluvörur hans lað vera nægilega stór, og í þriðja lagi þarfnast hann góðra fagmanna og nægs fjármagns. Ef fyrsta atriðið er athugað, kemur í ljós, að engin plasthrá- efni eru unnin hérlendis og því öll hráefni þessa iðnaðar að- flutt. Mikilvægustu hráefnin eru framleidd af fjölmörgum stórum erlendum fyrirtækjum, sem eru í mikilli innbyrðis samkeppni um heimsmarkaðinn. Er oftast hægt að fá hráefnin á hagstæðu verði, þó markaður hér sé ekki ýkja stór. Hafa hráefnaverð jafn vel farið lækkandi síðari árin. Einnig má segja, að við sitjum við sama borð og Danir, Norð- menn og fjöldinn allur af smá- ríkjum, sem framleiða engin eða örfá plasthráefni. Annað atriðið, sem ég nefndi, er stærð þess markaðar, sem völ væri á. Ef athuguð er þróun íslenzka plastvöruiðnaðarins, sést, að markaðurinn innanlands hefur ráðið mestu um vöxt hans og fjölbreytni, því ekki hefir ver ið um neinn teljandi útflutning á plastvörum að ræða. Augljóst má vera, að markaður vöru þarf að vera nægilega stór til þess að framleiðsla geti hafizt. Hefir smæð íslenzka markaðarins orð- ið sá þröskuldur, sem flestir þeirra hafa hnotið um, er athug að hafa möguleika til fram- leiðslu hér. Þrátt fyrir þetta hafa íslendingar verið furðu fljótir að grípa tækifærin sem boðizt hafa, og þó oft hafi gætt mikk- illar bjartsýni í upphafi, má segja, að flestum hafi farnast mjög vel. Hefur ört vaxandi markaður átt þátt sinn í því, ásamt aukinni tiltrú til fram- leiðsluvaranna. Góðir fagmenn og nægt fjár- magn er þriðja forsenda sam- keppnishæfs i'ðnaðar. Þessi tvó atriði eru talin hér saman, þó óskyld séu. því raunar eru þau nátengd hvort öðru í plastvöru- iðnaði. Flest plastvörufram- leiðsla gerir óvenjulegar kröfur til fullkominna, oft sjálfvirkra véla og móta, sem kosta mikið fé. Er því augljóst, að sérmennt aða og vel þjálfaða fagmenn þarf við framleiðsluna, og að mikið fjármagn þarf til kaupa á þessum dýru vélum. Þá er og fjölþætt þekking á plasthráefn- um nauðsynleg, bæði hvað snert ir eiginleika þeirra í framleiðslu verksmiðjum. Getur það þó eigi orðið fyrr en byggingar og bygg ingarhlutir verða staðlaðir. Sem dæmi um slíka framleiðslu er- lendis mætti nefna: 1. Framleiðsla á tilbúnum veggjum og vegghlutum. 2. Framleiðsla á gólfflísum og gólfdúkum. 3. Framleiðsla á frárennslis- rörum og tengistykkjum þeirra. 4. Framleiðsla á tilbúnum þak plötum. 5. Framleiðsla á innréttingum í eldhús og hlutum til þeirra. í allt það, sem hér hefir verið nefnt, er plast notað að meira eða minna leyti, enda hefur þróun þessa iðnaðar erlendis ver ið nátengd þróunarsögu plastsins. Skemmtilegt dæmi um háþróaða framleiðsluhætti erléndis, er um fyrirtækið, sem framleiddi eitt þúsund baðherbergi fyrir spit- ala. Baðherfoergin voru gerð í verksmiðju og flutt tilfoúin í einu lagi á byggingastað, en þar þurftu þau a'ðeins að tengjast en einnig á- hæfni þeirra til að leysa það hlutverk af hendi, sem þeim er ætla'ð. Óhætt er að fullyrða, að íslendingar hafi þeg ar sannað hæfni sína í þessu til- liti. Eins og áður var drepið á, er það heimsmarkaðurinn, sem sníður þessum iðnaði stakk eft- ir vexti. Er þá næst að athuga, hvað hann hefir plastvöruiðn- aði að bjóða. Stærsti og um leið mikilvæg- asti markaðurinn fyrir plastvör ur er nú hjá byggingaiðnaöin- um. Nægir að benda á einangr- un, vatnsrör. einangrunarrör og gólflista sem dæmi um vörur, er framleiddar eru úr plasti, aux fjölmargra annarra. Ástæða er til að ætla, að þessi markað'ir gefi svigrúm miklu fjölbreyttari framleiðslu úr plasti en nú er, einkum ef fjöldaframleiðsla hæí ist á húsum og húshlutum i vatni, rafmagni, frárennslislögn og loftræstilögn og stóðu þá til- búin. Dæmi um þróun þessara mála hér, sem blasa við hverj- um Reykvíkingí í dag, eru hin- ar nýtízkulegu framhliðar ým- issa nýrra stórhýsa hér, en mjóg góð einangrunarefni hafa helst orðið til að gera þessa fram- ieiðslu mögulega. Annar þýðingarmesti markað- urinn fyrir plastvörur eru um- foúðir. Framþróun þessa iðnaðar hefir á fáum árum orðið mjög KAUPUM ÍSLENZKA IDNADARVÖRU Ýs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.