Morgunblaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 8. sept. 19ð§ MORCUNBLAÐIÐ 17 Hundgá og aust- rænn húsbándi eftir Freystein Þorbergsson Þessa mynd munu margir kannast við. Austur-þýzkir piltar ráðast með steinkasti gegn so vézkum skriðdrekum. Maður í búri NÝLEGA var hér á ferð erlend- ur rithöfundur, sem hafði fram- fð þá höfuðsynd, að gagnrýna stjórnarvöld lands síns. Maður þessi var af ættlandi, sem mjög er hjartfólgið sumum íslending- um, en þó hafði hann orðið fyrir hnútkasti landa sinna. Hlaut hann litlar þakkir fyrir skrif sín, sem gerð voru til að bæta mann- legt samfélag, svo sem venja er um gagnrýni rithöfunda. Auk hnútanna, sem áður get- ur, hafði maðurinn fengið aðra bita frá yfirvöldum sinum, ó- keypis vist á geðveikrahæli. Var það einróma álit hlutaðeigandi, að enginn vafi léki á andlegri 'heilbrigði hans, svo ekki þótti rétt að hafa hann utan veggja slíkrar stofnunar. Að lokum, jþegar rithöfundinum var ekki iengur haldi'ð í búri sökum and- mæla siðmenntaðs heims, og gömul fljótvirk ráð til að þagga niður í honum þóttu ekki heppi- leg, var hann sviptur heimkomu- rétti í útlegð, borgararétti lands síns. >etta síðasta var að sjálf- sögðu mannúðlegt. Maðurinn dæi þá ekki úr hungri. Engin stofnun fannst í heimalandi hans, eem látið gæti slíkan mann hafa fé sér til framfærzlu. Kerfismenn Einmitt þegar rithöfundurinn ▼ar staddur á íslandi, voru hér aðrir Austmenn, valdir með til- iiti til orðs og æðis. Raunar héldi enginn þeirra stöðu sinni, nema vera tryggur kerfismaður, eða kerfishundur, ef lesandinn vill fremur nota það orð um þá hundtryggu, sem gelta á það fyr- ir kerfið, sem sigað er á hverju einni og fá að launum feitu bit- •na, þegar aðrir verða að láta eér nægja hnútur. Kerfismenn þessir, sem raun- •r geta verið mætir menn að ýmsu leyti, urðu hér fyrir undr- um og stórmerkjum. Slík verald •rgæði höfðu þeir áður ei aug- um litið: Falleg borg, vel byggð hús, glæsilega bíla í undursam- legri mergð. Vel klætt fólk, glaðlegt fólk, frjálslegt fólk í frjálsu landi. Nógar vörur, vandaðar vörur, góðar vörur í miklu úrvali. Ferðafrelsi, prentfrelsi, talfrelsi við ná- ungann. Enginn sér þetta í skírara Ijósi en þeir, sem vanir eru hinu gagnstæða: Dauflegri borg, lélegum hús um, fáum bílum og ljótum. Luralegt fólk, nöldrándi fólk, ófrjálsu fólki í hrjáðu landi. Ónógum vörum, lélegum vör- um, slæmum vörum í litlu úr- vali. Perðahöftum, ritskoðun, njósnum um tal manna. Rétt þegar kerfismenn sett- ust að kræsingum í undraland- inu, misstu þeir matarlystina. >eir fengu að heyra útdrátt af ummælum rithöfundarins, sem prentuð hpfðu verið. Slík firn og •kelfing. Ummæli hans prentuð! Mannsins, sem talaði opinskátt um stjórnarvöld þau, sem stjórn- uðu landinu með ljótu bílunum, ófrjálsa fólklnu, lélegu vörunum og njósnunum. Þa'ð lá við að flökurleika setti að kerfismönn- um. Lélegar borðræður það. >eir lýstu manninn geðveikan sam- kvæmt forskriftinni. Gott gelt það! Og kvörtuðu sáran undan prentfrelsi á íslandi. Hundgá Svo hátt ber orðið gelt kerfis- manna i landi voru, að þess munu vart dæmi með öðrum lýð- ræðisþjóðum. Stefnir í þá átt, að kerfismenn einoki stofnun þá, er Ríkisútvarp nefnist, hvað er- lendar fréttir varðar. Af þeim fjölda frétta sem berast, velja þeir tfðum þær ómerkilegustu, ef þær eru gott gelt fyrir kerfið og afbaka jafnvel sumt. Játa ber, að aðstaða útvarpsstjórnar til hlutleysis er erfið. Hneyksii og misfellur í hinum frjálsa heimi teljast til undantekninga og fréttamatar. Eru því básúnuð út um heim. Samsvarandi fyrir- bæri í ólíkum myndum eru dag- ægt brauð í heimi kommúnism- ans, en þar þögguð niður sem fastast. Útvarpsstjórn er þó ekki starfi sínu vaxin, nema hér verði breyting á til batnaðar. Hámarki nær gelt kerfismanna í dagblaði því, sem Þjóðvilji nefnist, en kemur fram sem ill- vilji í mörgum málefnum, enda stjórnað af kommúnistum. Er illt til að vita, að slikir menn skuli hafa flest völd i flokki þeim, er Alþýðubandalag nefn- ist, og gæti veríð þarfur flokkur, ef hann léti loks til leiðast að kasta út dreggjum kerfismanna, svo þeir mættu einangrast, en gengju ekki áfram sem úlfar í sauðagærum. Svo lágt skríða kerfismenn Þjóðviljans, að þegar höfundur þessarar greinar gat ekki lengur orða bundizt um véfengda kúg- un alþýðunnar í höfuðlandi kerf- isins, kúgun, sem á sér vart sinn líka í heiminum, þótt víða sé al- þýðan kúguð, þá þurftu mehn þessir, sem telja sig bera hag aliþýðu fyrir brjósti, að ráðast með níði og útúrsnúningum á þennan málssvara alþýðunnar — sovézkrar alþýðu. Ef alþýðu- sinni, sem af eigin raun þekkir langan vinnudag og lágt kaup, og samúð hefir með verkalýð allra landa, er svo óforsjáll að lýsa fyrst yfir samstöðu með sovézkum verkalýð, áður en hann kemur að þeim íslenzka, þá á hann vísan óhróður og níð frá þeim öfuguggum, sem virða og tigna sovézka kúgara, stjórn- arvöld þau sem opinbert hafa fjöldamorð á samvizku, en út- húða íslenzkum stjórnarvöldum, sem stjórna að vísu misjafnlega, en hafa ekki morð á samvizk- unni. Framkoma sú, er að ofan greinir, er undarleg, en þó er hún aðeins vanaviðbragð, ósjálf- rátt gelt hundsins í Austurkoti að manninum, sem reynir að þræða hinn grýtta veg sannleik- ans, sem að þessu sinni sneiðir að hugmyndafjallinu Austri. Hefði maðurinn haldið hinn beina og breiða veg lyginnar, er líklegt að hundurinn hefði sofið á verðinum. Sá breiði vegur lyginnar, sem að og frá Austri liggur, er áróður Sovétmanna og undir- lægja þeirra. Er það efni bóka, blaða, tímarita, útvarps, sjón- varps, kvikmynda og ýmis selluáróður, sem kveður á um sæluríki í austri. Áróður komm- únista er feikilegur að magni, ofstæki og fundvísi. Eru þeir meistarar í faginu síðan Adolf Hitler leið, en hann var jafnoki þeirra. Verður síðar vísað í bók Hitlers, Mein kampf, því til sönnunar. Þar sem allt veldi kommúnis- mans hvílir að miklu leyti á áróðri — stöðugum áróðri, mun ég nú taka það efni til nokkurar meðferðar. Og ræði þá fyrst um Sovétríkin sjálf. Kerfið. Árið 1958 voru íbúar Sovét- ríkjanna taldir rúmlega tvö hundruð milljónir manna, en flokksbundnir meðlimir komm- únistaflokksins voru þá aðeins um átta milljónir. Eru þá ung- kommúnistar og aðrir reynslu- kommúnistar ekki taldir með. Fullgildir kommúnistar voru því aðeins fjórir af hundraði íbúa og mun það hlutfall einnig láta nærri í dag. Af þessum fjórum er talið að þrír séu hagsmuna- kommúnistar, það er menn, sem trúa ekki á hugsjónina, en kjósa að notfæra sér hana til þess að ná forréttindaaðstöðu. Þar sem aginn og eftirlitið í flokknum er sem reiddur risavöndur, kemur þetta ekki að sök. Starfs- hæfni meðlima er góð. Hlutverk meðlima kommún- istaflokksins er að halda þjóð- inni í járngreipum valdhafanna — höfuðpauranna í flokknum, hvort sem um er að ræða einn einvald, eins og á tímum Stai- íns, eða meira dreift vald á fáar hendur eins og ástandið er í dag. Þetta gera þeir með stjórn á her, lögreglu og menntastétt, eins og sagði í grein minni Austur og Vestur, en hvernig fer sú stjórn fram? Stjórn kommúnistaflokksins á áhrifastéttum þjóðfélagsins fer fram með áróðri. Áróðri og njósnum. Enginn verður með- limur kommúnistaflokksins fyrr en eftir langan reynslutíma, nema hafa vissa kunnáttu, hæfni og eiginleika. Þessar átta mil’jónir meðlima kommúnistaflokksins eru njósnarar. Það er aðals- merkið, sem þeir bera í huga Freysteinn Þorbergsson. almennings. En auk þess eru þeir allir áróðursmeistarar í meira eða minna mæli. Á flokks- fundum eru þeir skyldaðir til að leggja út af dægurmálum í anda flokksins til skiptis. Endur segja grein í Pravda eða ísvest- ía og koma með eitthvað frá eig- in brjósti. Sannleiksgildi frá- sagnarinnar skiptir ekki máii, ef ræðan er einungis góður áróður og ekki of augljós lygi þeim, sem ekki hafa nein gögn í höndum. Þeir flokksmenn, sem skara framúr í list Hitlers og Göbbels, fá áhrifastöður við stjórn útvarps, sjónvarps, dag- blaða, tímarita og annarra áróð- urstækja. Þeir, sem auk þessa hæfileika hafa ýmsa aðra, hafa líkur á að komast í stöður for- stjóra verksmiðja og aðrar áhrifastöður, en minni spá- mennirnir í listinni verða að gera sér að góðu minniháttar áhrifastörf eða einungis eftirlit, sem er sovézka orðalagið yfir njósnir. Með minniháttar áhrifa- störfum er átt við stöður verk- stjóra, trúnaðarmanna flokksins á fiskiskipum, skrifstofustörf af hærri gráðu og fleira. Varast ber þann misskilning, að ein- ungis flokksmeðlimir komizt í háar stöður. Margir þeir, sem skara framúr í störfum, geta unnið sig upp í hærri stöður. ef þeir sýna flokknum ekki and- stöðu. Flokkurinn er of fámenn- ur til að hafa allar áhrifastöður á hendi. Það kemur ekki að sök, eftirlitið er víðtækt. Njósnarar flokksins eru í hverju horni. Sumir eru verkamenn, og ýmsir fara laumulega með flokksskýr- teini sitt. Lærisveinar Hitlers. Áróðursmeistararnir, sem sitja sellufundi og stjórna fjölmiðlun- artækjunum, gæta þess að hlýða skipunum að ofan og hafa starf- semi sína, áróðurinn, í lagi. Leggja út af fréttum í anda flokksins og búa til fréttir þegar þurfa þykir. Þeir fylgja ákveðn- um reglum, sem sumum má fletta upp á í bók Hitlers, Mein I Kampf, en aðrar eru ávöxtur j langrar æfingar. I Þær reglur sem mest stinga í eyru erlends borgara, sem lært j hefir rússnesku og býr við hinn daglega áróður, eru einmitt frumreglur Adolfs Hitlers, sem hann setur fram í eftirfarandi hugleiðingum í bók sinn Mein Kampf: Áróðurinn verður að verá ein- faldur, hann verður að miðast við hæfi hins heimskasta í hópn- um. Hann má ekki fela í séi flókið skoðanakerfi, sem kemur mönnum í vanda að velja og hafna. Jafnframt því, sem áróð- urinn er einfaldur, verður hann að vera einhliða. Og þar sem fjöldinn er skilningssljór, heimskur og gleyminn, verður að endurtaka þessar einföldu skoðanir ótalmörgum sinnum. Hér ■skal því ekki á móti mælt, að þótt Hitler sé þannig læri- meistari kommúnista í áróðrin- um, mun hann einnig að nokkru hafa stuðzt við aðferðir þeir,'a sjálfra. Nasizminn og kommún- isminn eru bræðrastefnur í mörgum greinum. Svo ofboðs- leg ér endurtekningin, bar na- skapurinn og blindan í innan- landsáróðri kommúnista í Rúss- landi, að ofanrituð orð Hitl.ers um nauðsyn hins endurtekna, og einhliða áróðurs, eru sem gullin yfirskrift á meginhluta hins feikilega áróðurs í Rúss- landi nútímans. Sviti milijóna. Af öðrum reglum í innan- landsáróðri Rússa má nefna fjölbreytni til að halda athygli þolandans vakandi, og ólíkar tegundir af áróðri fyrir óskylda hópa. Þeim mun æðri sem hóp- urinn er, sem sefja skal, þeim mun vandaðri og fjölbreyttari áróður, þeim mun lægri þolend- ur, þeim mun meiri endurtekn- ing, einfaldleiki og einhæfni. Þetta skýrist af dæmum. Sauð- svartur almúginn, sem býr í sveitunum og ekki fær að flytja til stórborganna, fær einkum fábrotnar, langdregnar og leið- inlegar kvikmyndir til skoðunar. Aðalefni — áróður fyrir vinnu. Stúdentar í háskóla fá hins veg- ar fjölbreyttari og skemmtilegri kvikmyndir með flóknari áróðri. Einnig fá þeir erlendar myndir, sem sýna ljótar eða svertar myndir úr alþýðulífi í vestri. Algengustu vestrænu myndirn- ar eru því ítalskar. Af sömu ástæðum er Halldór Laxness vinsæll erlendur höfundur tii þýðingar, þótt kostir hans koini einnig til. Útvarpsáróður er margslunginn, endurtekningar og slagorð fyrir almúgann, fínni áróður og flóknaf fyrir mennta- stéttirnar. Mjög er vandað og til kostað til utanlandsáróðurs. Sökum al- ræðiskerfisins, má eyða ávöxt- unum af striti milljóna til þess eins að halda uppi áróðri, bein- um og óbeinum. Styrkja þá og ala, sem skara framúr í listum og íþróttum ýmis konar. Mynd- ast þannig ný grein yfirstéttar, sem er kostnaðarsöm, en slær roða á nafn Sovétríkjanna er- lendis. Slíkt nota áróðursmeist- ararnir ekki einungis til að frægja þjóð sína heima og er- lendis, heldur einnig til að svæfa almúgann og sætta hann við kjör sín. Svipað má segja urn geimrannsóknir, þótt þar komi fleira til. Hér verður ekki fjöl- yrt um þær fjárfúlgur, sem fara í undirróðursstarfsemi Rússa erlendis, en þess einungis getið, að hin stórfellda upplýsinga- starfsemi þeirra, goðsögnin um sæluríkið í austri, er einhver mesta heimsblekking, er um get- ur frá örófi alda. Núllaðferðin. Nú hefir lítillega verið rætt um sovézkan áróður og reglur þær sem hann styðst við. Ef fjalla ætti um hann nánar, svo sem einstakar aðferðir og atriði, væri slíkt of langt mál fyrir grein þessa. Einungis skal hér bent á eina aðferð sem dæmi. Eina af fjölmörgum. Er það núllaðferð- in svonefnda. Þar sem ákaflega margar tölur þarf að falsa, og oft gæti kostað vangaveltur að ákveða í hvaða upphæð skal breyta ákveðinni tölu, hefií verið fundin upp aðferð, sem mjög er handhæg, oft ma koma við og feiur í sér baköryggi. Er það núllaðferðin, og fer þetta fram á eftirfarandi hátt: Nú skal falsa tölu í áróðursskyni og er þá einungis núlli bætt aftan við hana, eða einn stafur skorinn aftan af henni, eftir því í hvora áttina falsa þarf. Síðar, ef upp Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.