Morgunblaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 8. sept. 1966 MORGU N BLAÐIÐ 2! — Hundgá Framhald af bls. 17 kemst, sem ólíklegt má teljast, þar sem ritfrelsi er teppt, má ætíð segja, að hér hafi verið um prentvillu að ræða. Nefni ég eitt dæmi til skýring- ar. Sovézkum sjómönnum, er sigla á íslandsmið, er afhent lítil handbók um ísland, samþjapp- að efni um þetta litla land. Þar stendur að bílar séu algengir á íslandi. Nú mun pési þessi vera tekinn saman nokkru eftir að bifreiðaeign íslendinga fór yfir 20.000 farartæki. Þess vegna stendur í handbókinni, að bif- reiðir á Islandi séu nánar tiltek- ið um 2.000 talsins. Munu sov- ézkir sjómenn undrast, að svo fámenn þjóð skuli eiga svo marga bíla. Þar sem minnst var á handbók þessa, má einnig geta þess, að í henni stendur, að fiskiskipa- stóll íslendinga sé að mestu byggður í Austur-Þýzkalandi og fyrir rússneskt lánsfé. Einnig að viðurværi íslenzkra sjómanna á fiskveiðiskipunum sé lélegt. Naumast þarf að taka fram hið sanna um fæðið á íslenzka fisk- veiðiflotanum. Það mun vera með því bezta, sem gerizt í þjim efnum, enda engin ofrausn af neinna hálfu, þar sem íslenzkir ejómenn, fengsælustu sjómenn jarðar, greiða það sjálfir. Því miður svarar lýsingin hins veg- ar til fæðis sjómanna á rússnesk- um fiskveiðiskipum, sem deilt er af rikinu, eins og ég hefi sann- færzt um, sem túlkur á rússn- eskum skipum. Vönduð blekking. Það er einkum hin stórfellda, dýra og vandaða blekking fjöl- miðlunartækjanna, ásamt sér- Stökum sýningaraðferðum við erlenda ferðahópa, sem blindað hafa suma vel gefna íbúa Vest- landa. íslendingar, sem frá fornu hafa tröllatrú á bókum, og faættir mörgum til að lesa þær hráar, enda vanir vönduðum skrifum á Vesturlöndum, hafa sumir fallið í þá gryfju, að gleypa heilar bækur af harð- soðnum áróðri, sem ekki hefir *tt meiri stoð í veruleikanum, *n nýju fötin keisarans. Hefir menn þess þá ekki skort annað en naerveru á ritstaðnum til þess •ð sjá i gegnum flíkurnar. Þessi oftrú á prentuðu máli, ásamt einangrun landsins, munu vera tvær af meginorsökum tíðni kommúnistabakteríu á ís- landi. Eru það ekki einungis svokallaðar einfaldar sálir, sem orðið hafa blekkingunni að bráð, heldur einnig margir vel gefnir og sæmilega menntaðir menn, sem flestir eiga það sam- merkt, að safna bókum án mikils tillits til innihalds og lesa þær án nægilegrar gagnrýni. Þegar fórnarlamb hefir einu sinni blindazt af áróðri komm- únista, reynist því oftast erfitt að losna úr viðjum kerfisins, sem tekur á sig mynd eins konar trúar. Flest, sem mælir á móti trúnni er þá dæmt fals eða lygi, svo lengi sem nokkur leið er að vona slíkt. Ekki er hér rúm til *ð ræða innanlandsáróður kommúnista á íslandi, sem byggður er á heimsblekking- unni og mismunandi ósvífnum vinnubrögðum, en gott dæmi eru viSbrögð þeirra við grein minni Sannleikurinn og Tarsis, sem fólk mun hafa heyrt um. Móttökurnar voru greinar i Þjóðviljanum, samsafn af útúr- snúingum, dylgjum og óhróðri, sem spannaði 10 dálka. Óhróður. Útúrsnúningarnir voru aum- legri fyrir það, að ekkert atriði í grein minni var hrakið. Ef það er fangamark sannleiksunnandi manna, sem vilja hafa það er sannara reynizt, að teljast ein- faldar sálir, þá uni ég því nafni vel með Ara fróða. Hið eina atriðið i öllum ó- hróðri kerfismanna um grein mina, sem í reynd þarfnast um- ræðu, og jafnframt er eina hugs- anlega afsökun kommúnista fyr- kc langvarandi árásarstyrjöld Hér sjást verksummerki eftir hyðjuverk kommúnista er þeir sprengdu nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Saigon. 160 manns létu lífið eða særðust m.a. margir vegfarendur. Kommún- istar hlífa engum. þeirra og morðum í Víet Nam, er dráttur á kosningum þar í landi, sem ég hafði vikið óbeint að í grein minni. Atriði þetta verður eitt af því efni, sem tek- ið verður til meðferðar í sér- stakri grein, sem ég mun rita um styrjöldina í Víet Nam síðar. Grein mín átti að sögn Þjóð- viljans áð vera fylgiskjal með umsókn minni að stöðu bæjar- stjóra á Siglufirði. Hið sanna er, að ég hafði þegar ritað greinina hinn 30. júní, þegar ég var í sím- tali fyrst hvattur til að sækja um embættið, sem ekki hafði hvarflað að mér sjálfum. Lét ég þá greinina bíða birtingar, unz Alþýðuflokkurinn hafði fellt alla umsækjendur og vitað var, að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af Siglufjarðarkaupstáð næsta fjögur árin. Var mér hafnað á fundi Alþýðuflokksins, eftir að kveðið hafði verið uppúr um, að ég væri að sögn mesti fram- sóknarmaður á Siglufirði. Ég þakka vinsamlegan rit- dóm Hlöðvers skólastjóra. Rang- færslum hans gleymi ég vegna hólsins. Margir fá styttri dóm um heila bók. Einnig Hlöðver minnist á bæjarstjórastarfið 1 sambandi við greinina, en er of skynsamur til að telja umsókn- ina tilefni greinarinnar. Hins vegar fatast þeim fróða manni nokkuð, þegar hann telur mig hafa leita’ð stuðnings hjá full- trúa Alþýðubandalagsins í sam- bandi við umsókn mína. Hið sanna er, að í símtali við um- ræddan fulltrúa Alþýðubanda- lagsins, sem ég á skipti við í við- skiptalífinu, barst talið að hugs- anlegri bæjarstjórn með stuðn- ingi allra flokka og þeim til- raunum, sem gerðar höfðu verið í þeim efnum. í símtali þessu tók ég fram, að ég væri á móti kommúnistum, en hlynntur verkamönnum, sem gert var af þeim sökum, að þetta er í eina skiptið, sem ég hef rætt stjórn- mál við þann fyrrverandi Gar’ða- ríkisbúa. tlppljóstrun Hvað fær kerfismenn til að halda, að ég hafi þagað í átta ár yfir þeim upplýsingum um und- irfaúning að dulbúinni innrás í Suður Víet Nam, sem fram komu í grein minni Sannleikur- inn og Tarsis og Þjóðviljinn rétti lega telur stórmerkar? Gæti ekki verið, að ég hafi komið þeim áleiðis til Atlantshafsbanda lagsins, sem ísland er meðlimur í, svo nefnt sé dæmi um aðila, sem væntanlega telur sér meiri feng í þeim en Þjóðviljinn? Ef Þjóðviljanum er það mikið kappsmál, að upplýsingum þess- um sé komi'ð betur á framfæri með hans vitund og viíl standa straum að kostnaði, skal ég ferð ast til nærliggjandi landa og halda fyrirlestra um þetta efni og fleira. Upplýsa atferli heims kommúnismans og vinna að efl- ingu vestræns samstarfs og frið- ar í heiminum. Haunar get ég bætt því við, að ég hef hvorki þagað yfir þessu við landa mína né aðra kunn- ingja. Einn af þeim mönnum, inu, var bandarískur rithöfuni- ur, starfsmaður hjá Atlantshafs- bandalaginu, sem ég kynntist eitt sinn í Þingvallaferð. Þar sem okkur hafa einungis farið milli jólakort síðan, er mér ó- kunnugt um, hvað hann hefur gert við upplýsingar mínar. Hann kann að hafa gleymt þeim, en einnig má vera, að hann hafi fært þær í letur, og þær hafi bor ið fyrir augu annarra embættis- manna bandalagsins eða Johnson forseta, svo nefnd séu dæmi um hugsanlega útbreiðslu þeirra. Þjóðviljinn hneykslast á, að ég skuli fyrst fara að rita um opin- ber má*lefni sjö árum eftir heim- komu mína frá Sovétríkjunum. Leitt er að þurfa að endurtaka, að ég hafði verið það bjartsýnn, að ætla mér það vandasama verK efni, að skrifa sannsögulega skáldsögu, sem fullnægði þeim erfiðu skilyrðum, að hafa birt- ingarhæfni beggja vegna járn- tjalds, en leggði þó eitthvað af mörkum á sviði heimspeki og friðarmála. Alkunna er, að sum- ir frístundahöfundar þurfa tíu ár til að ljúka bók, sem þeir vilja vanda. Framtíðin mun skera úr um, hvort nokkuð birt- ist af verki mínu, en þarna lá blek mitt, unz ég fékk ekki leng- ur orða bundizt, um blekkingar kommúnista í málum Tarsis og kúgun þeirra á sovézkri alþýðu. Austrænn húsbóndi Meðal annarra útúrsnúninga um grein mína er sá, að ég hafi í henni birt ævisögu mína. Fylgja svo dylgjur um, að eitt- hvað muni ég líklega hafa dreg- ið undan! Kerfismenn reyna víð- ar að gera skrif mín tortryggileg, með því að gefa óbeint í skyn, að ég hafi verið kommúnisti sjálf ur. Hlálegri skrif getur varla. Vitanlega kom ég aðeins fyrir nokkrum orðum um ævi mína t umræddri grein, eins og ég orð- aði það í henni. Ekkert væri mér ljúfara, en að birta blind- ingjum þessum ævisögu mína alla. Kynni það að opna augu þeirra, að öðlast hlutdeild í kynn um mínum af Sovétríkjunum og fleiri rrkjum húsbændanna í austri. Kunnugt er, að þegar ég dvald ist í Rússlandi, voru þar ekki ein ungis kommúnistar við nám frá fjörutiu löndum, heldur einnig hlutlausir námsmenn frá Indó- hluta hins frjálsa heims til urn námið eftir opinberum leið um. Síðara námsár mitt voru þar einnig sextán bandarískir námsmenn og einn Dani, sem voru í Sovétríkjunum vegna op- inberra námsskipta og deildu oft í minni áheyrn um stjórnmál við Rússa. Hlutleysi mitt var viður- kennt á þann hátt. að oftast þeg- ar námsfélagar mínir í rúss- nesku, kommúnistar frá Ítalíu, Hollandi og Kýpur, fengu stjórn málagrein í Pravda til endur- sagnar og útleggingar, fékk ég íþróttagrein eða áðra hlutlausa grein í staðinn. Mér var hins veg ar sagt, framtíðarinnar vegna, að þeir sem ekki væru með flokknum, væru á móti honum. Uppljóstrun sú af hálfu ein» áttu sér stað áður en umræddir sautján námsmenn komu til tandsins. Má vera, að varlegar hafi verið talað eftir það. Er þeir komu, var ég fluttur í deild með einum þeirra. Námstímar okkar tveggja saman í rússnesku síð- ara ár mitt í Rússlandi, voru að sórum hluta pólitískar kapp ræður milli Danans og kennar- ans, sem greinilega hafði verið vel valinn. Hinn síðarnefndi vai'ði hraustlega árásir Rússa Finnland, Ungverja og fleiri þjóðir. í hans augum hafði aldrei fallið neinn skuggi á flokk inn. Þótt íslenzkir kerfismenn vilji gjarnan klína á mig eigia skömm, verður það ekki auðvelí verkefni. Það er níð Þjóðviljans, að ég hafi lofað fjöldamorð í Indónes- íu. Fagna ber, að Malasía skuii nú loks fá að lifa í friði fyrir innrásum, morðum og hryðju- verkum Indónesa undir stjórn Sukarnos. Ennfremur, að hinir síðarnefndu hafa almennt tekið upp heilbrigðari stefnu í utan- ríkismálum með fyrirhugaðri þátttöku í Sameinuðu þjóðun- um. Hins vegar ber að harma þær aðfarir, fjöldamorð komm- únista og fleira, sem stefnubreyt ing þessi hafði í för með sér. Svipuðum árangri hefði mátt ná með friðsamlegri aðgerðum. Af- setningu Sukarnos og ýmsum hóf legum hliðarráðstöfunum. A’ð lokum er hér ábending til Hlöðvers skólastjóra: Barnið og hinn ófróði hafa ýmist óljósar skoðanir eða sam- úð með þeim stríðsaðila, sem halloka fer hverju sinni. Þrosk- aður maður hefur hins vegar samúð með þeim aðila, sem upp- haflega varð fyrir árás, og rétt- lætir varnaraðgerðir og jafnvel vissar sóknaraðgerðir gegn árás- ara'ðilanum, svo lengi sem hann ekki vill friðmælast. Þessi síðasta málsgrein lýsir raunar afstöðu minni og meiri- hluta hins frjálsa heims il styrjaldarinnar í Víet Nam. Þar sem íslenzkir kommúnist- ar hafa hafið persónulegar árás- ir á mig, og íslendingar búa nú við mikinn og víða laumulegan áróður af þeirra hálfu, mun ég síðar gefa almenningi kost á að kynnast nánar húsbændum þeirra í austri. Hirði svo ekki um gelt hundsins í Austurkoti. sem ég skýrði ítarlega frá mál-kennara míns, sem áður getur. SAAB-eigendur Mikið úrval af ALTIKA-LUX SÆTA- ÁKLÆÐUNUM nýkomið. Einnig MOTTUR úr teppaefnum. Margir litir. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Altika umboðið Hverfisgötu 64, Reykjavik. IMovie Corder Stereo segulband með sound on sound upptöku til sýnis og sölu. Radiover Skólavörðustíg 8. Stúlka til a f g r eið s 1 u s t a r f a . G. Ölafsson & Sandholt Opinber stofnun óskar að ráða vana vélritunar- stúlku til starfa strax. Tilboð, ásamt upplýsingum um aldur og menntun óskast send Mbl. fyrir 14. september n.k., merkt: „Haefileikar — 4212“. Vön skrifstofustúlka óskast nú þegar. Tilboð með upplýsin.gum um aldur og fyrri störf sendist Mbl. sem fyrst merkt: „Skrif- stofustúlka hátt kaup — 4678“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.