Morgunblaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 12
12 MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 8, se$t. 1966 Tveimur bjargaö í Ölpunum Björgunariiiaður fórst MONT Blanc hefur lengi ver- ið eftirsótt fjall fyrir sport- .klifrara, enda hæsta f jall Evrópu. Nú, þegar búið er að sigra alla tinda þessa fjalls, þá gengur keppni fjallamann anna út á það að finna sífellt erfiðari leiðir upp á ákveðna tinda. En þetta er hættuleg íþrótt, þó hún hafi á undan- farin ár aukizt mjög vin- sældum. Og hefur hetjudýrk- un það stóru hlutverki að gegna, ekki sízt eftir að Ten- sing og Hillary klifu hæsta tind Mont Everest árið 1953 og urðu alþjóðlegar hetjur af. Á tveimur mánuðum í sumar fórust 30 fjallaklifrarar í Frönsku-ölpunum, þar á með al þýzkur fjallagarpur í björg unarleiðangri, sem sendur var eftir tveimur þýzkum pilt- um. sem sátu fastir á sillu í 5 daga. Piltarnir, sem heita Her- mann Schridde-Muller, þrí- tugur að aldri, og Heinz Ramisch, 23 ára gamall, héldu helgi eina í ágústmánuði af stað upp á Dru-tind, lentu í hríðarbil, og komust hvorki aftur á bak né áfram. Urðu þeir að sitja í 5 sólarhringa á 60 sm. breiðri sillu uppi undir hátindi, eða í nær 4000 metra hæð, áður en leitar- menn í þyrlu komu loks auga á þá. Strax og fréttin barst til fjallabæjarins Chamonix, rauk af stað hópur fjalla- manna undir forustu frægra fjallakappa og fór upp norð- urhliðina, sem er tiltölulega auðveld, með það fyrir aug- um að ná til Þjóðverjanna vestan í tindinum annað hvort með því að fara yfir tindinn eða kringum hann. En ís og snjóflóðhætta tafði hópinn. Þá safnaði banda- rískur fjallaklifrari að nafni Gray Hemming, saman björg- unarliði til að fara beint upp hina bröttu vesturhlið tinds- ins, sem aldrei hefur verið klifin nema af honum sjálf- um árið 1962. Á einum degi tókst flokki Hemmings að komast upp á sillu, aðeirís 10—15 metrum neðan við Þjóðverjana. Og um hádegi á öðrum degi komust tveir af björgunarliðunum, Hemm- ing og Frakkinn Rene Des- maisons á silluna til Þjóð- verjanna, meðan þyrla sveim- aði hjá með sjónvarpsmenn og blaðaljósmyndara frá franska blaðinu Paris Match. Fáum mínútum síðar kom hið opinbera björgunarlið að ofan, en björgunarlið Hemm- ings lét ekki Þjóðverjana af hendi og fór með þá niður vesturhliðina, 36 tíma gegn- um snjó, þoku og jafnvel þrumuveður. Þaðan flutti þyrla Þjóðverjana, sem voru alveg úrvinda orðnir, til Chamonix, þar sem þeim var vel fagnað. Það sló þó á fagnaðarlætin brátt fréttist að 25 ara Björgunarmennirnir tveir, llemming og Desmaisons, Ctii vinstri) komnir á silluna til þjóðverjanna, Ramisch og Sc- hriddle-MiiUer, sem höfðu hafizt þar við í 5 sólarhringa. Lagt af stað niður í böndum. Þjóðverjarnir milli tveggja björgunarmanna. Myndirnar eru teknar úr þyrlu. gamall þýzkur fjallaklifrari, Wolfgang Hegler, hefði farizt við björgunarstörfin, þegar hann rann til og hengdist í sínum eigin kaðli, þar sem hann var að klifra upp kletta með einum leitarflokknum. Þetta atvik hefur vakið talsvert umtal um það, hvort ekki ætti að setja reglur um leyfi til að klifra í ölpumun, þar sem ferðir á erfiðustu tindana væru bannaðar, óðr- um en þeim sem sérstaklega þættu til þess hæfir. En opin- berum aðilum þykir ekki fært að setja slíkt bann, sem erfitt yrði að framfylgja og að hefta „frelsi í háfjöllunum" þykir ekki gott. Ný dönsk bókmenntasaga so var tíðin, að mikið og gott samband var milli danskra og íslenzkra bókmennta. Það var eldgamalt, allar götur frá því Saxi fróði sagði frá sínum ís- lenzka heimildarmanni. Síðan mátti Kaupmannahöfn um langt •keið heita höfuðstaður íslands fg þangað sóttu íslenzkir mennta menn margskonar áhrif. Danskir lærdómsmenn og dönsk skáld íengu mikinn fróðleik og ýmsar fyrirmyndir úr íslenzkum forn- ritum. Af þessu er að mestu óskrifuð mikil saga. Á seinni tímum hefur þetta bókmenntasamband rofnað eða dofnað. Menn þekkja hér varla lengur danskar bókmenntir eins •Imennt og oft var áður. Það er heldur erfitt að fylgjast hér með dönskum nýjungum og venjulega fremur fábreytilegt um að litast í bókabúðum, ef leitað er danskra bóka, líklega af því að þeim finnst daufur markaðurinn. 1 einni búðinni hefur legið óselt gaánuðum saman það eina eintak »em kom þangað af tveimur beztu bókum danskra höfunda, •ð talið er, frá síðastliðnu ári. Dönsk blöð og tímarit eru samt aftur farin að seljast hér meira en önnur samskonar útlend rit. í sumar var prófessor Hakon Stangerup hér á ferð og flutti fróðleg og skemmtileg erindi um danskar bókmenntir og sagði m. a. frá þeirri nýju dönsku bókmenntasögu seni nú er að koma út hjá forlagi blaðsins Politiken. Ég hef séð tvö fyrstu bindin, en þau eiga að verða fjögur, og það þriðja á að koma í sumar, eftir Hakon Stangerup og Olaf Friis og ná yfir hálfa öld, frá Georg Brandes til Johs. V. Jen- sen. í fyrsta bindinu segir frá dönskum bókmenntum frá rúna- tíma til Johannesar Ewald, eða ævalöngum tíma frá 200 til 1800. Þetta bindi er eftir Gustav Al- 'beck og Billeskov-Jansen. Þar er fjallað um rúnir og hetjukvæði, um Saxa, klaustrabókmenntir, iþjóðvísur, sálma Kingos og um Holberg og seinast um Ewald, Wesel og Baggesen. 1 öðru bindinu, eftir Albeck, Oluf Friis og Peter P. Rohde seg- ir fyrst frá Oehlenschlager og síðan frá þeim ,sem voru and- legir erfingjar hans, og frá Inge- mann og Grundtvig, og seinna frá H. C. Andersen og frá Sören Kierkegaard, stórum og miklum tímum, þegar danskar bókmennt- ir urðu heimsbokmenntir. Æv- intýri H. C. Andersen eru um allar jarðir og áhrif Kierkegaards eru sívaxandi út um heiminn. Frá þessu tímabili eru einnig menn, sem þá og síðar höfðu mikil áhrif á andlegt líf á ís- landi. Jónas Hallgrímsson var nokkuð handgenginn þeim Sór- eyjarskáldum, Ingemann og Hauch, sem m. a. skrifaði skemmtilega um Njálu. Um eitt danskt skáldverk frá þessu skeiði. „Kong Renés datter“ eftir Hertz, sagði Jónas Hallgrímsson að það væri „Það yndislegasta, sem ég veit til hafi oltið upp úr Dönum“. Löngu seinna skrifaði séra Matthías í minningum sínum um kynni sín af Georg Brandes og um Grundtvig og orti um hann stórbrotið kvæði: Allt, sem norrænt var og verður — vígi fann í brjósti hans.“ Svona má rekja saman næstum þrotlaust þræðina í dönskum og íslenzkum bókmenntum. Góð dönsk bókmenntasaga er því girnileg til aflestrar á marg- an hátt fyrir íslendinga. Þessi nýja bókmenntasaga er það vissulega. Hún er fróðleg, en vel skrifuð og létt og lipurt, efninu vel og aðgengilega skipað niður, brotið þægilegt og bækurnar snyrtilegar og prýddar góðum og fróðlegum myndum. Þar er byggt á nýjustu rannsóknum og að jafnaði haldið skilmerkilega og skemmtilega á þeim, og farinn hófsamur meðalvegur milii ævi- sagna og aldursfarslýsinga og bókmenntaskýrgreiningar og gagnrýni. Seinna bindi bókmenntasög- unnar var í fyrstu prentað í fimmtíu þúsund eintökum, svo að góður jarðvegur hefur þótt fyrir slíkt rit og er það þó ekk- ert smásmíði, því að hvort bindi er 600—700 bls. í dönskum bók- menntarannsóknum hefur nú ver ið mikil og skemmtileg gróandi, og margt í þeim einnig forvitni- legt fyrir útlendinga. Ég held að þessi nýja danska bókmennta- saga ætti gott erindi í íslenzk bókasöfn og í ýmsa skóla hér. Vilhjálmur Þ. GLslason. V..... .......... Styrktarfélag van- gefinna fær 100 þús. kr. gjöf SAMVINNUTRYGGINGAR gáfn Styrktarfélagi vangefinna stórgjöf í titefni 20 ára afmælis fyrirtækisins. Var það spari- sjóðsbók með 100.000 króna innstæðu. Stjórnarformaður Samvinnu- tryggina, Erlendur Einarsson og framkvæmdastjórinn Ásgeir Magnússon, afhentu formanm Styrktarfélagsins, Hjálmari Vil hjálmssyni, ráðuneytisrtjóra þessa höfðinglegu gjöf hinn 29. ágúst sl. Styrktarfélagið færir gefend- um hugheilar þakkir og ármðar óskir. (Frá Styrktaríélagí vangefirma) Bókhald Stúlka vön almennri bókfærslu getur fengið vinnu frá kl. 1,30 — 5 e.h. Tilboð sendist afgr. blaðsins merkt: „4213 — Bókhald“ fyrir 15. sept. Veitingahúsið ASK.UK SUDURLANDSBRAUT 14 býður yður mjólkurís og IVIilk shake S í M I 38 550.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.