Morgunblaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 20
20
MORCU NBLADID
Fimmtudafeur 8. Efept. 1968
Veitingahúsið ASKUR
SUÐURLANDSBRAUT 14
bý&ur yður
mðtarpakka
TIL AÐ TAKA MEÐ HEIM.
S í M I 38 550.
DRESS-OIM
vetrarfrakkar
margar tegundir
GEYSIR H.F.
Fatadeildin.
takið eftir
Hef fengið gott úrval af loðskinnum í pelsa,
keipa, kraga, húfur. Elinnig íninka í colly í tízku-
litunum.
UNNUR H. EIRIKSDÓTTIR feldskerl.
Skólavörðustíg 16. — 4. hæð.
Ttzkuverzlun
í Miðbænum óskar eftir afgreiðslustúlku. Góð vinnu
skilyrði. — Góð laun. Tilboð með upplysingum um
menntun, aldur . og fyrri störf sendist Morgunblað-
inu merkt: „Tízkuverzlun 8 — 4164“ fyrir 10. þ.m.
Verkamaður óskast
Okkur vantar nú þegar reglusaman mann til starfa
í vörugeymslu okkar. Þarf að hala bilpióf.
TOLLVÖRUGEYMSLAN H.F.
Héðinsgötu 'J— Laugarnési
. Reykjavík-Simr 38070.
— M. E. Jessen
Framhald af bls. 14
lýsa skyldi þeim á vegínum til
betri lífskiara og mikilla sigra
fyrir þjóðir.a, og í öll þessi ár,
gætti hann bess eftii megni, að
ljósið logaði enn. í öll þessi ár
vann hann íslandi allt. íslandi
gaf hann öll sín manndóms ár,
alla krafta sína. Hann var merk-
ur fóstursonur, fluttur úr öðru
óskildu landi, en öðlaðist dýpri
skilning á landi og þjóð en flest-
ir þeir, sem hér hafa tekið sér
bólfestu. ísland sæmdi hann
fálkaorðunr.i fyrir störf hans. í
dag sendir allur sá skari manna,
sem naut verka hans, hjartan-
legar samúðarkveðjur til eftir-
lifandi konu hans og fjölskyldu,
með djúpri virðingu og þakk-
læti til þeirra hjóna beggja fyrir
sameiginlega langa og dygga
þjónustu í embættisstarfi, sem
leyst var af hendi með mikilli
prýði og ósérhlífni.
I huga okkar nemenda Jessens
slær aldrei neinum skugga á
minningu hans.
Gísli Jónsson.
MARGS góðs er að minnast, þeg-
ar við, vélstjórar, kveðjum
hinztu kveðju okkar ágæta skóla
stjóra M. E. Jessen.
Aðeins 26 ára gamall kom
hann, árið 1911, til íslands og
gerðist hér vélfræðikennari við
nýstofna'ða vélfræðideild, sem
starfrækt var við Stýrimanna-
skóla íslands.
Á þeim árum voru fslendingar
I óða önn að taka vélvæðinguna
í þjónustu sína. Ný fiskiskip með
fullkomnum vélum leystu hin
eldri, þilskipin, af hólmi, og
hver stórábburðurinn eftir annan
rak síðan áfram framsókn þjóð-
arinnar til fullkomnari atvinnu-
tækja og stórbættra lífskjara allt
fram til dagsins í dag.
Þessari þróun var lífsstarf
Jessens nátengt, og hann, eins
og fleiri eldri menn hérlendis
mundi vissulega tímana tvo.
Mikil breyting var áorðin frá
því að hann fyrst sem ungur
maður kom hér frá framandi
þjóð til starfa. Höfn var þá eng-
in í Reykjavík, og þurfti að
flytja farþega og allan varning á
land með bátum úr millilanda-
skipunum. Þá var rafmagn af
skornum skammti hér á landi.
Viðbrigðin frá heimalandi
Jessens voru því áréiðanlega
mikil. En hann tók strax ást-
fóstri við landfð og starf sitt hér.
Jessen átti þó margra kosta
völ heima í Danmörku. Úr sárri
fátækt brauzt hann áfram gegn-
um vélsmíðanám hjá Burmeist-
er og Wain. Lauk síðan prófi
með glæsileik frá danska vél-
skóianum í Kaupmannahöf.i,
enda var hann frábær námsmað-
ur og mikill starfsmaður.
Þessir eiginleikar urðu til
þess að Jessen var beðinn að
fara til íslands og taka að sér
að kenna , íslendingum vélfræði
og meðferð vélanna, sem ruddu
sér hraut. Það var skólastjóri
hans, sem hvatti Jessen til að
fara, en skólastjórinn hafði verið
beðinn fyrir áhrif landsstjórnar-
inriar hér að útvega góðan mann
til þessa starfa.
Við vélfræðideild Stýrimanna-
skóláns kenndi Jessen síðan frá
hausti 1911 til haustsins 1915, en
þá var vélfræðideildin gerð að
sérstökum skóla, og Jessen skip-
aður skólastjóri hans, Vélstjóra-
skóla fslarids. Við þessa stofnun
vann hann svó til ársins 1955, en
þá lét hann af störfum eftir 40
ára skólastjórastarf.
Hinn langi starfsaldur Jessens
f skólastjórastöðu einkenndist af
dugnaði og víðsýni. Hánn var
virðulegur og sarttvizkusamleg-
ur embættismaður, sem fylgdist
með framþróun véltækninriar og
efldi skóla sinn me'ð framrás
tímans, jafnframt því sem hann
gætti ýtrasta sparriaðar í öllum
rekstri stofnunarihnar.
Hann var afburðakennari,
glettinn og léttur en þó strang-
ur. Enginn nemandi konist upp
með moðreyk, og harðúr agi
ríkti undir stjórn hans. Við þessi
skilyrði mótaðist margt ungra
manna og fékk gott veganesti út
í lífsgönguna.
Nemendum hans flestum þótti
vænt um hann og minnast hans
með hlýhug. Kom þetta greim-
lega í ljós við ýmis tækifæri og
nú síðast er þau hjónin seldu
einbýlishús sitt að Öldugötu 15
hér í borg og keyptu sér minna
húsnæði. Vélstjórafélag íslands
samþykkti að festa kaup á eign-
inni. Notar félagið húsið sem fé-
lagsheimili stéttarinnar, jafn-
framt því sem það er minningar-
reitur um Jessen, frumkvöðul vél
fræ'ðikennslunnar í landinu.
Margir félagsmenn komu þá með
fé og lögðu fram til kaupanna
eingöngu vegna þess að þeim var
kært að vélstjórastéttin eignað-
ist húsið og að sá staður um
.anga framtíð geymi minninguna
um hinn vinsæla skólastjóra.
Jafnframt skólastjórastarfinu
hafði Jessen umfangsmikil störf
á hendi sem skipaeftirlitsmaður
og var þannig í nánum tengslum
við eldri nemendur ssína. Auk
þess var á löngum starfsferli
hans oftlega leitað til hans um
ráðleggingar viðvíkjandi ýmsum
vélum og tæknibúnaði.
Jessen hlaut viðurkenningu
opinberra aðila í störfum sínu.n.
Hann hlaut bæ'ði riddarakross
og stórriddarakross Fálkaorð-
unnar íslenzku. Einnig var hann
sæmdur riddarakrossi Danne-
brogsorðunnar.
Jessen fæddist að Árósum 22.
nóv. 1885. Hann kvæntist eftir-
lifandi konu sinni Xeniu Berthu
Hansen árið 1914 og eignuðust
þau tvö börn, pilt og stúlku.
Sonur hans var læknir, en lézt
á styrjaldarárunum í Danmörku.
Síðustu æviárin var Jessen
sjúkur og dvaldist langdvölum
í sjúkrahúsi, og 1. sept. síðastl.
andaðist hann að Hrafnistu.
Ég votta eiginkonu hans og
dóttur samúð mína og færi fram
þakkir íslenzku vélstjórastéttar-
innar fyrir gott starf Jessens í
þágu vélmenntunar á íslandL
Blessuð sé minning hans.
Örn Steinsson.
t
Ég ætla ekki að rekja ætt og
uppruna M. E. Jessens, það mun
gert af öðrum, aðeins nokkur
orð um hann sem íslending,
mann og kennara.
Hann kom til Reykjavíkur
ungur að árum 1911 hlaðinn á-
huga og dugnáði til þess að
kenna skipstjóraefnum okkar
nokkur skil á meðferð og um-
hirðu gufuvéla, sem þá þegar
voru komnar í nokkur fiskiskip.
Hvort sem hann var ráðinn til
lengri eða skemmri tíma, varð
vera hans hér það, sem hann
átti eftir af ævinnb eða 55 ár.
Hér stofnaði hann heimili. Hér
starfaði hann meðan heilsan
leyfði, hér eyddi hann sinum
fáu elliárum eftir vel unnið
starf, og hér deyr hann sem
góður íslendingur.
Jessen var sérkennilegur mað
ur, sem hvarvetna
hlaut af vekja athygli, hvort sem
var í fámenni eða fjölmennb
Hann var mikill skapmaður með
ákve'ðnar skoðanir en jafnframt
sanngjarn og samvinnuþýður.
Hann var alvörumaður, sem tók
öll sín verk föstum tökum, en
jafnframt gleðimaður, og kímni
gáfa hans er alkunn.
í stað þess að kenna undir-
stöðuatriði um vélgæzlu í Stýri
mannaskólanum breytti hann
þessum vísi á nokkrum misser-
um í Vélstjóraskóla íslands með
þeim myndarbrag og reisn, sem
löngu eru viðurkennd. Þessi
skóli var hans metnaður og stolt,
hér réð hann ríkjum og stjórn-
aði með festu. Hér var krafizt
reglusemi, iðni og dugnaðar —
engin undanbrögð. Takmark
hans var að útskrifa bezt mennt
uðu vélstjóra I Norðurálfu.
Ekkert mátti minna duga, og
hann náði ótrúlega góðum
árangri. Hann kenndi sjálfur vél
fræði með þeirri lagni og lipurð,
að unun var af. Hann hafði allt-
af tiltæk ráð til þess að hamra
það, sem hann var að segja okk-
ur inn í kollana á okkur, hvort
sem áhugi var þar fyrir eða
ekki.
Uppeldissynir hans eru orðn-
ir margir. Þeir eru ekki aðeins
vélstjórar, heldur hafa þeir líka
verið eftirsóttir til ýmissa ann-
arra vandasamra starfa i þjóð-
félaginu.
Sem einn þessara uppeldissona
kveð ég þennan kennara og sam
fei'ðamann með þökk og virð-
ingu og sendi eftirlifandi konu
hans innilegar samúðarkveðjur
okkar hjóna.
Guðfinnur Þorbjörnsson.
ATHUGIÐ!
Þegar miðað er við útbreiðslu.
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
LONDON
D Ö M UDEILl)
Austurstræti 14.
Simi 14260.
HELANCA
sídbuxur
H E L A I\J C A
skíðabuxur
f frvill.
— PÓSTSENDUM —
LONDOISI,