Morgunblaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 31
Fimmtudagur 8. sepl. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 31 — Sjónvarpið Framhald af bls. 32. sjónvarpsstöðvar ná til. Mér hef ur verið tilkynnt, að nokkrir af framleiðendum sjónvarpsefnis okkar líti á tilkomu íslenzks sjónvarps sem samkeppni, og hafa gert ráðstafanir, er mundu koma í veg fyrir valfrelsi sjón- varpsefnis, sem sjónvarpsstöð varnarliðsins hefur áður notið, ef ekki verði gerðar ráðstafanir til þess að draga úr fjölda ann- arra áhorfenda en varnarliðs- manna. Mér er ljóst, að margir íslend- ingar hafa keypt sjónvarpstæki og horfa á AFRTS sjónvarps- þætti. Þótt hér sé um fólk að ræða sem að eigin frumkvæði hefur gerzt áhorfendur, þá hef- ( ur það fylgzt svo lengi með sjón- varpsþáttunum, að skapazt hefur áhugi hjá því, sem taka verður tillit til vegna góðrar sambúðar, og er ég þeirrar skoðunar, að þér munuð vera mér sammála um, að þessir áhorfendur eigi rétt á skýringu á sérhverfi breyt ingu, sem snerti þá. í samræmi við þetta óska ég að taka fram, að varnarliðið verður að gera ráðstafanir, er draga muni úr fjölda annarra áhorfenda en varnarliðsmanna, þannig að hægt verði að varðveita hinar ódýru útsendingar og fjöl- breytni varnarliðssjónvarpsins, sem byggjast á, að ekki var áður um að ræða samkeppni af hálfu annarra sjónvarpsstöðva. >ess vegna er lagt til, að sjón- varpsútsendingum verði breytt þannig, að venjuleg sjónvarps- móttaka á heimilum verði tak- mörkuð að svo miklu leyti sem hægt er, við næsta nágrenni Keflavíkurflugvallar, þár sém varnarliðið dvelur. Þetta mundi verða framkvæmt á þeim tíma, sem ríkisstjórn íslands álítur heppilegastan, væntanlega þegar íslenzka sjónvarpið hefur út- sendingar sinar, til þess að valda íslenzkum áhorfendum AFRTS sjónvarpsins sem minnstum óþægindum. Ég er þess fullviss, að þér munuð skilja nauðsyn þessara aðgerða og ég vænti samþykkis yðar og ráðs um það, hvenær þessar aðgerðir skuli koma til framkvæmda. , Sign. Ralph Weymouth. • Utanríkisrá'ðuneytið. Hinn 7. september 1966. Herra aðmíráll, í bréfi yðar dags. í gær skýr- ið þér frá vandamálum í sam- toandi við rekstur sjónvarpsstöðv ar yðar í Keflavik, og þeirri ósk yðar að breyta núverandi sjón- varpsaðstæðum. Með tilliti til þess ástands, sem þér lýsið, mun ríkisstjórn íslands ekki vera mótfallin til- lögu yðar um að draga úr sjón- varpssendingum yðar, þannig að þær verði takmarkaðar við venjulega sjónvarpsmóttöku á heimilum í næsta nágrenni Keflavíkur. >ar sem mörg sjónvarpstæki og loftnet, sem nú eru í notkun munu þurfa breytinga vi'ð, til þess að hægt sé að nota þau til móttöku á íslenzku sjónvarpi, er þess óskað, að breytingarnar á Keflavíkur AFRTS útsending- unum verði samræmdar tilkomu íslenzka sjónvarpsins. Sign. Emil Jónsson. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 7. september 1966 — Möðruvallamál Framhald af bls. 32. þeim forsendum, að hann hefði komið 2 mönnum á kjörskrá í Möðruvallaprestakalli, sem ekki voru á kjörskránni. Sagði sr. Ágiíst, að þessi tvö atkvæði hefðu ekki verið tekin gild við talningu. — Leki Framhald af bis. 2 veður hafi verið óskaplega slæmt — og ljótt að sjá um- hverfis slysstaðinn, 10—15 metra bylgjur hafi gengið yfir skipið. Um kl. 2 kom fyrsta þyrlan með skipsbrotsmenn og um kl. 17 hafði öllum verið bjargað í skip eða flugvélar — eða svo var að minnsta kosti talið. Annar sjónarvottur, farþegi að nafni Lise Svanholm, kveðst hafa setið inni í reykingasaln- um með mágkonu sinni, er allir voru kallaðir upp á bátadekkið. — „Við gerðum okkur þá þegar ljóst að eitthvað var að, því að skipið valt svo undarlega. >egar er við höfðum fest á okkur björgunarbeltin, köstuðum við okkur f sjóinn. Nokkru síðar kom að gúmmífleki og tók okk- ur upp og síðan komu þyrlunar. Rómaði frú Svanholm æðru- leysi allra, er þarna áttu hlut að máli, bæði farþega og áhafnar. Meðal dönsku skólanemend anna voru margir ósyndir, en eftir þvi sem bezt er vitað, björg uðust þeir allir. Hinsvegar kveðst messaguttinn, Carl Dal finn, sextán ára, hafa misst tak af manni einum, er hann reyndi að bjarga upp í björgunarbát og ekki hafa séð hann síðan. Er ekki ljóst, hvort sá maður hefur farizt eða bjargazt með öðrum hætti. — Forvitnilegt Framhald af bls. 1 hugsanlegt sé að stolnu gulH, silfri og skartgripum sé smyglað í stórum stíl frá Svíþjóð yfir til nágranna- landanna. Að því er lögreglan í Svf- þjóð upplýsir, er hugsanlegt, að allt að hundrað kg. guils hafi verið smyglað yfir landa mærin til Finnlands. Vitað er að mikið magn gulls, silfurs og annarra dýrmætra muna sem stolið hefur verið í Sví- þjóð hafa aldrei komið fram á markaði og hafa þannig horfið verðmæti, er nema hundruðum þúsunda króna. Að sögn lögreglunnar hafði finnski lögfræðingurinn tek- ið við gullinu í Helsingfors af sænskum ferðamanni. 1 Stokkhólmi eru einnig í haldi nokkrir menn, sem grunur leikur á, að séu við málið riðnir og fjöldi sænskra lögreglumanna eru í Helsing- fors við rannsókn málsins. — Per Borten Framhald af bls. 1 þaðan verður ekið að Bessastöð um, þar sem snæddur verður há degisverður í boði forseta íslands Síðdegis verður svo ekið um Reykjavík og farið að Mógilsá á Kjalarnesi. En í kvöld sitja norsku forsætisráðherrahjónin kvöldverðarboð íslenzku ríkis stjórnarinnar á Hótel Sögu. Á föstudag fer ráðherrann upp í Borgarfjörð, að Reykholti og á laugardag norður í Eyjafjörð og að Mývatni. En á mánudag verð ur ekið að >ingvöllum og aust- ur fyrir fjall. — Kinverjar Framh. af bls. 1 að skaða starfsemina og draga úr framleiðslunni. Blaðið hvetur Rauðu varðlið- anna og nemendurna þess í stað til þess að fara út í sveítirnar og taka þátt í starfinu, er þar sé unnið — vinna m. a. að því að skipuleggja að koma upp- skerunni í hús. Fréttamenn benda hins vegar á, að til þessa hafa Rauðu varð- liðarnir alls ekki skipt sér svo mjög af þessum aðilum, sem blað Alþýðunnar nefnir. >eir hafa þvert á móti fyrst og fremst vaðið uppi í verzlunum og þjónustufyrirtækjum, fyrir utan árásir á einstöku minni- hlutahópa, svokallaða „þjóðern- iskapitalista“ trúarflokka og út- lendinga. Verksmiðjur og bú- garða hafa þeir yfirleitt látið afskiptalausa. Blöð í Peking skýra frá því, að kínverskir hermenn hafi hald ið fundi viðsvegar um landið og rætt framgöngu Rauðu varðlið- anna. Hafi hvarvetna komið fram mikil ánægja yfir þeim ár- angri, er þeir hafi náð. Tass fréttastofan skýrir svo frá í dag, að Rauðu varðliðarnir hafi krafizt þess, að allir sem beri „borgaraleg" nöfn skuli koma til skráningar á lögreglu- stöðvum og skipta um nöfn. Hafa varðliðarnir sett upp spjöld með þessari kröfu víðs- vegar um Peking. Ennfremur hafa þeir lýst stríði á hendur þeim gamla og góða sið að fara í heimsókn til ættingja og kaupa ávexti eða komfekt til að færa þeim að gjöf. Tass staðhæfir einnig að mið- stjórn kínversku æskulýðshreyf ingarinnar hafi verið endur skipulögð, stöðvuð hafi verið út- gófa dagblaðs hennar „Chung Kuo Ching Pao“ og sömuleiðis dagblað Ungherjanna. >á segir fráttastofan, að varðliðarnir hafi krafizt þess, að á öllum nýjum bifreiðum, hjólum, járn- brautarlestum og flugvélum skuli vera áletranir úr verkum Mao Tse-tungs. Ennfremur að upp verði settir hátalarar á götu hornum og skemmtigörðum það an, sem heyra megi lesið úr verkum Maos og fregnir af við- burðum og ástandi heima og er- lendis. pí. K. sunnuðag hefjast aftur sýningar í >jóðleikhúsinu. Þann dag hefjast aftur sýningar á leikritinu „Ó, þetta er indælt stríð“, en leikritið var sem kunnugt er sýnt 6 sinnum á s. 1. leikári og var húsfylli á öllum sýningum. Leikurinn hlaut mjög lofsamlega dóma, bæði hjá gagnrýnendum og leikhúsgestum. Sérstaka athygli vakti leikstjórn Kevin Palmers, en hann hefir nú verið fastráðinn sem leikstjóri hjá >jóð- leikhúsina. Una Collins gerði leikmyndir og teiknaði mjög sérstæða ng skemmtilega búninga fyrir þessa sýn ingu og mun hún einnig starfa hjá Þjóðleikhusinu í vetur. Leikendur eru alls 17, en hljómsveit arstjóri er Magnús Blöndal Jóhannsson. Um þessar mundir minnist Félag íslenzkra ieikara 25 ára afmælis síns og verður leikritið „Ó, þetta er indælt stríð", sýnt n. k. sunnudag í tilefni af 25 ára afmæli Félags íslenzkra leikara. Myndin er af Bessa Bjarnasyni Gunnari Eyjólfssyni Flosa Ólafssyni Sverri Guömundssyni og Gísla Alfreðssyni. I MYNDIN er tekin er togar- ; ■ inn Kobert Hewett kom til ■ : Vestmannaeyja kL 18 sl. Z ■ þriðjudag. Hafði togarinn, ; : eins og skýrt vai frá í Mbl.: ■ í gær feugið á sig brotsjó 62 ; j mílur S \ af Vestmannaeyj- ! ; um og eldur komið upp í raf- ; : magnstöflu i vélarrúmi skips ! ; ins, vélar þess stöðvast og öll ■ | Ijós slokknað. Rak togarann ! ; stjórnlaust fyrir veðri er Maí ■ : bar að. Fnginn af áhöfninni! ; varð fyrir meiðslum við ó-; | happið. — Myndin i horninu ! ; er af skipst jóra brezka togar; | ans Harry Ferrar. ; (Ljósm.- Óskar Björgvinsson) ; U. Thant ræðir við hlaðamenn 19. september New York, 7. september, NTB. • Tilkynnt var í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag, að U Thant, framkvæmdastjóri, muni halda fund með blaða- mönnum 19. september næst- komandi. Mun hann þá svara spurningum varðandi lausnar- beiðni sína og segja tU nm það, hvort hann mundi tilleiðanlegur að halda starfinu áfram með ein hverjum skilyrðum. Fyrr mun hann ekkert um málið segja. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að U Thant hafi orð- að yfirlýsingu sína á dögunum um að hann gæfi ekki kost á sér, mjög nákvæmlega með það fyrir augum að geta brugðizt jákvætt við, ef Öryggisráðið skoraði eindregið á hann að halda áfram starfi og ekki feng- izt neinn annar til þess. Segir samkvæmt öðrum heimildum, að persónulegar ástæður U Thants til afsagnar — svo sem veikindi konu hans, sem hann hefur borið fyrir sig — séu ekki lengur jafn þungar á metunum og áður. SYIMDIÐ 200 metrana VINDUR var enn norðan- lands og vestan. Svalt var i stæður í gær, en orðinn hæg- í veðri og snjóaði á Hvera- ur. Dálítil rigning var á Vest- völlum enda var hitinn þar á fjörðum og Norðausturlandi, núlli. en víðast bjart veður sunnan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.