Morgunblaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8 sept. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 3 íslenzkan rifjaðist ótrúiega fljótt upp, — sctgir John Sigvaldason, sendiherra SKanada, sem nú * er sfaddur á Islandi SENBIHERRA Kanada á íslandi með aðsetri í Oslo, John P. Sig- 1 valdason, er staddur á íslandi. Hann hefur ferðazt um Vestfirði og Snœfellsnes í viku og veitt lax, en rekur erindi sín í Reykja- vík þessa viku. Fréttamaður Mbl. hitti sendiherrann snöggv- ast að máli í gær. Hann er, sem kunnugt er, af íslenzkum ættum, og fór samtalið fram á íslenzku, sem hann talar prýðisvel. — Þegar ég fyrst kom til ís- lands fyrir 2% ári, gat ég lítið talað í íslenzku, sagði sendiherr- ann. Ég er fæddur í Kanada. Foreldrar mínir voru Þingeying- ar. Þau komu ung til Kanada, hittust þar og giftust, og töluðu því alltaf íslenzku á heimilinu. En ég fór 17 ára að heiman og hefi síðan búið hjá enskumælandi fólki og það voru liðin 40 ár án þess að ég talaði íslenzku að heitið gæti. Ég kom aðeins einu sinni hingað, var hér 10 daga á stríðsárunum. En íslenzkan rifj- aðist ótrúlega fljótt upp fyrir mér. Ég les íslenzku blöðin og íslenzkar bækur og skýrslur á íslenzku. Við sendiráðsfólk reyn- um að hafa þekkingu á landj því, sem við erum í. Og í Oslo hefi ég engan, sem kann íslenzku, svo ég les allt sjálfur. Það kom mér lika vel að svo létt reyndist að rifja upp íslenzkuna, því að ég 1 þurfti líka að læra norsku. John P. Sigvaldason var sendi- herra í Indónesíu í 3 ár áður en hann kom til íslands og hefur gegnt störfum í kanadísku utan- ríkisþjónustunni í Pakistan og Bretlandi og sem eftirlitsmaður með sendiráðum erlendis. Hann kvað mjög skemmtilegt að dvelja í Austurlöndum. — Þar er svo mikið um að vera og þróunin er svo ör. Þetta fólk drífur sig svo upp. Það er mest áberandi í Afríku og Asíulöndunum. Það fólk er á hraðri uppleið og er ekki síður fært en aðrir jarðar- búar. Talið berst að heimssýningunni miklu, sem Kanadamenn efna til á næsta ári. Fyrir utan heims- sýninguna, sem við leggjum kapp á að hafa sem bezta, verður mik- ið að sjá í Kanada, og ég vona að sem flestir íslendingar leggi þangað leið sína, segir sendi- herrann. Verður 100 ára afmæli Kanada haldið hátíðlegt og hver smábær í öllu landinu ætlar að fagna afmælinu á einhvern hátt og er að búa sig undir að sýna hvaða árangur hefur náðst með 100 ára byggð. Einkum verður mikið um hátíðahöld um land allt kringum afmælisdaginn 1. júlí, en þann dag árið 1867 bund- FERflA TRYGSMR SJOUATRYGGT ER UEL TRYGGT SÍM111700 sjomnmxnennaAE isunoshf nú í næsta mánuði munu búa. 20 millj. manns í Kanada. Fyrstu landnemarnir voru Frakkar, síð- ] an komu írar, Englendingar o. s. frv. Og nú má segja laus- lega, að þessar 20 millj. skiptist þannig, að % þeirra sé fólk frá Frakklandi, Vá séu Engilsaxar og Vs fólk frá öllum öðrum löndum heims. Við höfum fengið land- nema hvaðanæva að. Við leggjum enn áherzlu á að fá gott fólk og margir koma á hverju ári. Ekki kemur margt frá Norðurlöndum nú, því þau þurfa á sínu fólki að halda. — Það e.ru mikil samskipti milli Vestur-íslendinga og ís- John P. Sigvaldason, sendiherra Kanada. ust fyrstu fylkin samtökum. Síð- an bættust fleiri í hópinn. Og lendinga hér heima, sagði sendi- herrann að lokum, og fólk af ís- lenzkum ættum í Kanada ferðast mikið til íslands. Þó þetta sé önnur eða þriðja kynslóð íslend- inga og tali ekki íslenzku, hafa þeir mikinn áhuga á að sjá ís- land, kynnast íslandi og þekkja ísland. Þeir vita að íslendingar hafa gefið veröldinni svo mikið í fornbókmenntum sínum. Það er ekki bara eins og hvert annað land. Það er alveg sérstakt land. Hlaut vegieg verð- laun fyrir sellóleik Hafliði M. Hallgrímsson lýkur námi í London 1 júlímanuði sl. lauk Haf- liði M. Hallgrímsson frá Ak- ureyri burtfararpróf í cello- leik frá Royal Academy of Music í London. Fór prófið fram í hátíðasal skólans að viðstöddum áheyrendum og þriggja manna dómnefnd. Lék Hafliði það ásamt Ann- Martin píanóieikara verk eft ir Bach, Vivaldi, Haydn, Max Bruch og Zoldan Kod- aly. Skömmu síðar fóru -fram skólaslit við virðulega at- höfn. Verndari skólans her- togaynjan af Gloucester af- henti þar prófskírteini og verðlaun. Auk prófskírteinis- ins hlaut Hafliði vegleg pen- ingaverðlaun úr sjóði Mad- ame Suggia, en hún var fræg ur celloleikari og eiginkona hins heimsfræga celloleikara Pablo Casals. Áður mun aðeins einn ís- lenzkur hljóðfæraleikari hafa tekið lokapróf frá Royal Academy of Music, Þórunn Jóhannsdóttir, píanóleikari, en þess má geta, að hún og Hafliði eru þremenningar. Nokkru áður en próf þetta fór fram, tók Hafliði þátt Royal Academy of Music og í keppnj selloleikara við hlaut hann þar 2. verðlaun. Áður en Hafliði hóf nóm við Royal Acádemy of Music, Hafliði M. Hallgrímsson hafði hann lokið prófi frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík og ennfremur stundað nám á Ítalíu hjá Enrico Mainardi, frægasta celloleik- ara ítala. Hann mun verða áfftm við tónlistarnám í London, en væntanlega koma fram á kammertónleikum Sinfóniuhljómsveitarinnar á næsta starfsári hennar. Mannlaus bifreið rennur á lcenu með börn SÍÐDEGIS í gær vildi það óhapp til að mannlaus bifreið, sem var í gangi, rann af stað og lenti á konu, sem var á gangi með barnavagn og letddi dóttur sina litla. Mun teipan hafa fótbrotn- að ,en konan skrámaðist nokk- uð. Barnið í vagninum slapp ó- meitt. Bifreiðin stóð utan við ytri vegkant austan benzínafgreiðslu BP við gatnamót Nóatúns og Laugavegs. Konar kom gangandi með barnavagninn og dóttur sína austan Langaveginn. Hún vár komin á móts við bílinn er hann rann af stað fram af upp- hækkun, sem þarna er vegna viðgerðar, skipti engum togum að framendi bílsins lenti á kon- unni með börn sin. Valt barna- vagninn um, en svo vel var bú- ið um barnið að það sakaði ekki. Konan og börnin voru þegar flutt á Slvsavarðstofuna og þar búið um r.ár þeirra, en stúlkan litla lögð inn í sjúkrahús. Bifreiðin rann áfram á annan bíl, sem kom aðvifandi og stanz aði á honum. Urðu skemmdir nokkrar á báðum bílunum. STAKSTTIMAR Tal og tjáning Séra Sigurður Einarsson skáld í Holti er ógjarnan myrkur í máli, þegar hann ræðir um menn og málefni. Svo er einnig í mjög eftirtektarverðri grein, sem hann skrifaði í 2. hefti tíma ritsins Eimreiðin í fyrra um íslenzka tungu. 1 þessari grein** ir hann hispurslaust þær hætt- - sem nefnist Tal og tjáning, ræð- ur, sem steðja að íslenzkri tungu og íslenzkri hugsun. Þar kemst hann m.a. svo að orði: „Það steðja að tungunni, eins og við mælum hana nú, ýmsar hættur, ég á hér hreinlega við, eins og við mælum þegar við tölum um daginn og veginn — tólum um viðskipti okkar marg- visleg og hversdagslega atburði — framburðarhættur og hættur um talvenjur. Þessi ótímgan ein kennist af linku, atfylgisleysi. Það er eins og við nennum ekki lengur að hafa fyrir því að skila orðunum afsláttarlaust úr munni. Þetta lýsir sér í lin- mælum alls konar, styttingum orða, hálfdrafandi flausturs- •• mæli í lágtón, úrfellingu orða og setningarhluta, sem rétt hugsun og eðli málsins krefur. í stað þess er sloppið með að gefa í skyn, hvað við er átt, með bjálfalegum stöðluðum táknum, eins og t.d. Sko þú veizt. Þú veizt ha? Þessi linka er í sumum tilvikum svo áber- andi, að úr verður hrein afbök- un orðanna, skræming .bögu- mæli. Samfara þessari uppdrátt- ársýki eru svo ýmsir mjög áber- andi fylgikvillar. Orðfæð, brjóst umkennanlegur vanmáttur þess að raða orðunum saman, svo að þau tjái skýra hugsun og aigert getuleysi þess að gefa máli sinu persónulegt yfirbragð og snið. Það er sjálfsagt vinnandi veg- ur að finna orsakir þessa, bæði þjóðfélagslegar og sálrænar, þó að þess skuli ekki freistað liér, enda er ég ekki maður til þess að gera slíka rannsókn — og hefi ekki ástæður til þess. En eitt vil ég taka mjög skýrt fram: . Við skulum fyrir alla muni ekki fara að kenna þetta erlendum áhrifum. Svo mikið veit ég, að þetta er að mjög verulegu leyti heimafengið volæði og engan veginn staðbundið í bæjunum, kauptúnunum og þorpunum. Sveitirnar — að minnsta kosti sumar hverjar — eiga því mið- ur alldrjúgan skerf í þeirri fram leiðslu. Og halda í fáráðlings- hætti heimalningsins að þctia sé eitthvað fínt. Iðkun máls er þjálfun vits Hvernig ég leyfi mér að halda þessu fram? Um það kynni nú einhver að vilja krefja mig svars. Og það er algerlega rétt- a mæt krafa. Þar til er þessu að gegna: — Ég hefi nú í nærri þrjátíu og fimm ár verið prófdómari í móð- urmáli í framhaldsskólum; í gagnfræðaskólum og héraðs- skólum um margra ára skeið, en þar að auki haft náin kynni af málfari barna í barnaskól- um og allt upp í háskólastú- denta. Ennfremur hefi ég ferð- 'azt mikið um landið og átt við- ræður við fjölda manna af ýmsum stéttum, mér liggur við aö segja öllum stéttum. Ég hefi á þessu timabili farið yfir þús- undir úrlausna, ritgerðir, staf- setningarstíla og málfræðiúr- lausnir og á injög athyglisverð sýnishorn af öllu þessu frá öllu ' timabilínu. Og ég lilusta talsvert á útvaip, þegar ég má vera að — einkum til þess að heyra, hvernig menn tala. Af þessu leyfi ég mér að álykta, að ég hafi allglögga hugmynd um, hvernig menn mæla á íslenzka tungu og hvaða stefnu talvenj- ur manna og framsögn málsins hafa tekið á þessum áratugum og vnðast vera að talra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.