Morgunblaðið - 09.09.1966, Blaðsíða 4
4
MORCUNBLAÐIÐ
f
Föstudagur 9. sept. 1966
BILALEIGAN
FERÐ
Daggjald kr. 400.
Kr. 3,50 per km.
SÍMI 34406
SEN DUM
MAGNÚSAR
SKIPHOLTI 21 SÍMAR21190
eftir lokun simi 40381
»•:£»SÍM' 1-44-44
mUF/Ðlff
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
bíloleigon
Ingólfsstræti 11.
Volkiwagen 1200 og 1300.
Sími 14970
Sifreiíaleigan Vegferi
SÍMI - 23900
BÍLALEIGAINi
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
ÞR0STUR
22-1-75
Bjarni beinteinsson
LÖGFRÆÐÍNGUR
AUSTU RSTRÆTI 17 (SILLI . VALOI)
SÍMi 13536
BO SC H
Háspennukefli
6 volt.
12 volt.
Brœðurnir Ormsson
Lágmúla 9» — Simi 38820.
Þinghúsið
006 skrifar:
„Kaeri Velvakandi!
íslendingar eru ekki ákaf-
lega framkvæmdasamir. Lýð-
veldið er orðið 22ja ára, en
samt er danska konungsmerkið
enn á þinghúsi okkar. Af
hverju er það ekki fjarlægt —
og skjaldarmerki okkar komið
fyrir í staðinn? — Jón Kára-
son (006)“.
ÍT Næstum því
ókeygis
Lesandi skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Fyrir nokkrum dögum las ég
í dálkunum þínum bréf, sem
skrifað var vegna þjónustu
húsgagnaframleiðanda eins hér
í Reykjavík. Ég hef sjáifur
orðið fyrir barðinu á sama að-
ila — og ég sé enga ástæð'j til
þess að vera að fara í felur
með nafn hans. Þetta er fyrir-
tækið Hansa, sem tekur eitt
hundrað krónur fyrir að skrúfa
eitt tveggja metra prik á vegg.
— Sá, sem skrifaði fyrrnefnt
bréf, sagði, að það hefði tekið
tæpan hálfan annan tínia að
skrúfa sjö prik á vegg — og
fyrir það hefðu verið greiddar
sjö hundruð krónur.
Þetta hefur tekið óvenju
langan tíma, því samkvæmt
minni reynslu hefði maðurinn
getað unnið sér inn sjö hundr-
uð krónur á einum klukku-
tíma. Ef þetta er ekki rán —
þá hvað. Hvar er verðlags-
eftirlitið nú? Væntanlega þarf
blessuð vísitölufjölskyldan
ekki að setja upp Hansa-hillur
í sínum híbýlum, enda er hún
sennilega ekki ákaflega bók-
hneigð. — Lesandi".
,,Barnlaust fólk
gengur fyrir“
Annar lesandi skrifar:
„Velvakandi góður!
Þegar húsnæði er auglýst til
leigu er venjulega tekið fram
að ekki sé óskað eftir fjöl-
skyldum með börn, eða —
eins og frægt er orðið: „Barn-
laust fólk gengur fyrir.“
Margir óttast, að börn valdi
spjöllum á íbúðum, sem þeir
leigja út, en væri ekki hægt
að tryggja eigendum húsnæð-
is skaðleysi með því að láta
leigutaka gangast undir
ábyrgð — þannig, að hann
greiddi aukalega allan við-
gerðarkostnað, ef spjöll yrðu
unnin. Væri þetta ekki skyn-
samlegt úrræði, því tiltölulega
fá illa uppalin börn eyðileggja
nú orðið möguleika margra
saklausra barna til að alast
upp í sómasamlegu húsnæði.
Húseigendur, sem leigið út!
Takið þetta til vinsamlegrar
athugunar, gerið ykkar til þess
að bæta hag okkar allra.
— E.B..-4
Um daginn
og veginn
G. >. skrifar:
„Það er vafalaust mikill
vandi að tala um „Daginn og
veginn“ í útvarp, svo að öllum
líki. En áberandi er það, hve
margir falla fyrir þeirri
breyskleikasynd að nota þætti
þessa til áróðurs sínum hugð-
arefnum.
Þessir menn byrja yfirleitt
að tala um það, sem hæst er á
baugi á hverjum tíma og eyða
10—15% af tímanum í þessar
almennu umræður en taka svo
til við sín eigin áhugamál,
hvort sem þau eru sjúkrahús,
heimili fyrir vangefna, skóg-
rækt, íþróttir, síldveiðar.
Þetta kemur ekki að sök,
meðan þessir flytjendur eru
teknir af handahófi (?) úr hin-
um ýmsu stéttum þjóðfélags-
ins, en guð hjálpi okkur, ef
hér væri um fastráðna menn
að ræða, sem alltaf töluðu um
sama efni, t.d. holdanaut eða
skipasmíði. — G. >.“
Okuivextir
Lesandi skrifar:
„Á miðöldum var — af trúar
legum ástæðum — lögð refs-
ing við of háum vöxtum, svo
kölluðum okurvöxtum. Mun
ástæðan ekki sízt hafa sprottið
af þvi, að Gyðingar voru þá —
og oft síðar — helztu lán-
veitendur.
En mér er spurn. Er nokkuð
betra að kaupa vörur, oft nauð
synlegar, og leggja á þær e.t.v.
allt að 100—200%, heldur en
lána peninga með hærri voxt-
um en almenn tíðkast í opin-
berum lánastofnunum? Svo er
nú annað. Engin lög né reglur
banna að selja skuldabréf
langt undir nafnverði, svo
langt, að vextir geta orðið allt
að 50—-60%. Eitthvert vit verð-
ur að vera í þessum málum, en
ekki aðeins handahóf.
xxx“.
ÍT Landið var viði
vaxið ....
„Margir misfróðir menn
hafa útlagt þetta á þann veg,
að landið hafi verið skógivaxið
á landsnámtíð. Þetta er fjar-
stæða. Fróðir menn um gróður
og skóga, eins og t.d. Árni Ey-
lands, hafa staðfest það, að
„viður" þýddi kjarr.
í endurminningum Mary
Hamsun á Norrholm segir hún,
við höfðum „Vedskog til
hjemmebruk og skog til solg“.
Þetta styður þá skoðun manna,
að hér á landi hafi aðeins vax-
ið kjarr, þegar Norðmenn
komu hingað.
Þetta verður að nægja sem
svar til Hákonar Bjarnasonar
um þá vafasömu kenningu
hans að ísland hafi verið skógi
vaxið á landnámsöld.
xxx“.
'A' Launagreiðslur
Loks það þriðja:
„Það er talsvert rætt um
launagreiðslur kvenna. Gera
konurnar nú kröfur til sömu
launa og karlmenn fyrir sömu
vinnu. Þetta er vægast sagt
hógvær krafa, en vitanlega
sjálfsögð það sem hún nær.
Ég var lengi talsvert „stór“
atvinnurekandi, og veit því um
hvað er að tala. Eftir að vélar I
tóku við af vöðvaafli við alla I
erfiðisvinnu, er þessi kenning
hrein vitleysa. Mín skoðun er
sú, að konur eigi að hafa sömu
laun og karlar við alla vinnu.
Þar á að gilda einn og sami
launataxti fyrir konur og
karla.
og til mikillar bölvunar fyrir
allt þjóðfélagið. Með lægri
launum fyrir konur en karla,
er stuðlað að því að draga kon-
ur úr strjálbýlinu í iðnaðar-
hverfin, svo karlmenn sitja
eftir kvenmannslausir, einkum
í strjálbýlinu og kann það
ekki góðri lukku að stýra,
hvorki fyrir konur né karla, en
til óbætanlegrar bölvunar fyr-
ir þjóðfélagið.
— Sömu laun fyrir konur og
karla við allí vinnu, mundi
verða þjóðinni til blessunar.
Allt annað er hrein vitleysa
Royal ávaxtahlaup (Gelatin)
inniheldur C. bætiefni. Er góður eftirmatur, einnig
mjög fallegt til skreytingar á köKum og tertum.
Matréiðsla:
a. Leysið innihald pakkans upp í 1 bolla (14 ltr.)
af heitu vatni. Bætið síðan við sama magni af
köldu vatni.
b. Setjið í mót og látið hlaupa.
Leikskóli
Leikfélags Reykjavtkur
tekur til starfa 1. okt. Inntökupróf fyrir byrj-
endadeild 26. sept. Væntanlegir umsækjendur hafi
samband við skrifstofu félagsins fyiir 12. þ.m.
Skóverzlun til sölu
Af sérstökum ástæðum er lítil skóverzlun (ekki
í Miðbænum) til sölu strax. Lítiil en mjög góður
vörulager. Gott tækifæri fyrir þann. sem vill skapa
sér létta og þægilega vinnu eða aukavinnu. Lyst-
hafendur leggi nafn sitt á afgr. Mbl. merkt:
„Tækifæri — 4672“.
Kuldajakkarnir
komnir í öllum stærðum.
' *
Verzlun O. L.
Traðarkotssundi 3
(á móti Þjóðleikhúsinu).