Morgunblaðið - 09.09.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.09.1966, Blaðsíða 11
FiÉtudagur 9. sept. X)68 MORCU N BLAÐIÐ 11 KAUPUM ÍSLENZKA IÐNAÐARVÖRU i i I I I mundir bók með 38 uppskriftum að kökum og brauði og fæst hún í matvöruverzlunum og kostar 15 krónur. Frónkexið hefir átt í harðri •amkeppni síðan kex var gefið frjálst. Mest selzt af matarkexi og kremkexi og sagði forsvars- maður fyrirtækisins að grófa kexið væri það sem verksmiðjan lifði á. Nokkurt magn er flutt utan, einkum til Færeyja. Inn- flutningurinn kom illa við fyrir- tækið fyrst í stað, en hefir nú mun minni áhrif. Fyrirtækið er um þessar mundir 40 ára og þar vinna 40 manns. Ó. Johnsen og Kaaber- kaffið bunar stöðugt úr kaffikönnu á sýningunni. Fyrirtækið lofar nýj- um kaffitegundum, er það hefir reist nýja verksmiðju, sem nú er í smíðum. í>á mun kaffið einnig koma I lofttæmdum umbúðum svo það geymist betur og lengur. Breytingarnar eru ráðgerðar um næstu áramót. Móna h.f. er súkkulaðifyrir- tæki til heimilis í Hafarfircii og sýnir þarna áberandi skraut- varning úr súkkulaði, svo sem jólasveina og annað sem bæði er til sælgætis og skrauts. Fyrir- tækið er ungt að árum, en þar vinna 11 manns, en erfitt er um vélakost fyrir fyrirtæki af þeirri stærð. Linda frá Akureyri sýnir 50 tegundir af sælgæti. Athygli vekja útflutningsumbúðirnar, enda hefir fyrirtækið talsvert gert að útflutningi, sendi m.a. i fyrradag vörur á söslusýningu í Kanada, sem er skandinavísk sýning. Forsvarsmaður sagði okkur að erfiðleikar væru í samkeppni sérstaklega vegna þess hve íslenzka framleiðsluvar an, svo sem mjólkurduftið væri miklu dýrara hér en á erlendum markaði. Væri það nálægt fjór- um sinnum dýrara hér. Nói og Síríus sýna saman vör- ur sínar enda hafa þessi fyrir- tæki sameiginlegt dreifingar- kerfi. Erfiðleikar fyrirtækisins felast í því hve óhægt er að fá hentugar vélar til framleiðslunn ar af hæfilegri stærð. Mikil áherzla er lögð á framleiðslu á karamellum. Forsvarsmaður fyrirtækjanna sagði að vonlaust væri fyrir íslenzk fyrirtæki að standast samkeppni við erlenda framleiðendur á sælgæti, nema tollum og verðlagi í íslenzkri hávöru verði breytt, en hann taldi líklegt að allt sælgæti yrði frjálst innan skamms tíma. Efnagerðin Valur sýnir okkur saftir og safa og hverskonar efnagerðarvörur. Sérstaklega bendir fyrirtækið á alíslenzka tómatsósu, sem stöðugt vinnur á á markaði hér, enda nokkru ódýrari en innflutt og þykir einkar bragðgóð, minna krydd- uð en sú innflutta. Efnið er allt íslenzkt nema kryddið, sem not- að er í sósuna. Nýjung hjá fyrir tækinu er framleiðsla og blönd- un á svonefndu mixuðu kryddi. Niðursuðuverksmiðja K. Jóns- sonar og Co h.f. á Akureyri sýn- ir okkur ýmiskonar niðursoðnar og niðurlagðar vörur, bæði fisk- vörur og kjötvörur. Fyrirtækið hefir á hendi mikinn útflutning á vörum sínum. Á yfirstandandi ári hefir fyrirtækið flutt út 2 milljónir dósa af gaffalbitum til Rússlands og 500 þús. dósir af smjörsíld samtals fyrir um 17 milljónir króna. Til Rúmeníu og fleiri landa seldi fyrirtækið fyr- ir 3 milljónir og hefir því flutt út á þessu ári fyrir um 20 millj- ónir. Fyrirtækið hefir flutt út til Bandaríkjanna, Tékkóslóvakíu, og Austur-Þýzkalands og er unnið að því að viðhalda þeim viðskiptum. Loks skoðum við sýningar- deild Sláturfélags Suðurlands þ.e. þann hlutann, er sýnir kjöt og kjörvarning. Framleiðslu- varan þar er mjög fjölbreytt og sumt af því, sem þar er sýnt, er ekki að staðaldri til í verzlunum fyrirtækisins, en sýningin er gott dæmi um hve fjölbreytileg kjötiðnaðarvara okkar getur verið. Sérstaka athygli vekur vara sú er sett er í lofttæmdar umbúðir, en hún hefir mjög mik ið geymsluþol og umbúðirnar eru miklum mun sterkari en venjulegt umbúðaplast. For- nokkuð skorta á að fólki væri leiðbeint um meðferð á ýmsum kjötvörum, t.d. af verzlunar- fólki og á annan hátt. Leiðbein- ingar eru þó komnar á meðferð á pylsum, og eru þær á pökkun^ um. Hinar lofttæmdu umbúðir tryggja mjög alla geymslu á kjöti og á það sérstaklega við um svínakjöt, sem hvorki þolir birtu, né geymslu ópakkað í frosti. Umræðurnar berast síð- ast að svínakjötinu og hinni óeðlilegu fitu þess og sagði for- svarsmaður fyrirtækisins að svo virtist sem greinleg úrkynjun væri komin í íslenzka svína- stofninn, því kjötið væri alltof feitt. Meðferð á nautakjöti og nauðsyn þess að það væri látið moðna vel barst og í taL w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.