Morgunblaðið - 09.09.1966, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.09.1966, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og íjölbreyttasta blað landsins Per Borten við minnisvarða norskra hermanna í Fossvogskirkjugarði. Heimsókninni til borgarstjórnar K-hafnar lokið Einkaskeyti frá fréttaritara Mbl. í DAG lauk hér velheppnaðri heimsókn nokkurra fulltrúa borg arstjórnar Reykjavíkur, sem hing að komu í boði borgarstjórnar Kaupmannahafnar. í gærkvöldi var gestunum haldin veizla í hátíðasal ráð- húss Kaupmannahafnarborgar og hafði forseti borgarstjórnar Kaup mannahafnarborgar Henry Stjern quist, veg og vanda af fagnaðin- um. Meðal gesta voru Gunnar Thoroddsen, sendiherra, Urban Hansen, yfirborgarstjóri og full- trúar íslendinga búsettra í Kaup- mannahöfn. Henry Stjernquist flutti ræðu í veizlunni og hyllti Reykjavík. Geir Hallgrímsson borgarstjóri svaraði og sagði að í engri borg utan íslands þættust íslendingar eins miklir heimamenn eins og Kaupmannahöfn. Geir borgar- stjóri bauð einnig við þetta tæki- færi fulltrúum borgarstjórnar Kaupmannahafnar til íslands og afhenti í ræðulok bronsafsteypu styttu Ingólfs Arnarsonar. I blaðaviðtali segir Geir borg- arstjóri að heimsóknin hafi verið hin fróðlegasta. „Það vakti öðru fremur athygli okkar að heyra hversu íbúatala Kaupmannahafn- ar sjálfrar fer sílækkandi svo að nú eru þar 80 þús. færri íbúar en fyrir 10 árum. Vandamél þau sem slíkt hefur í för með sér eru mörg og um margt sérstæð eins og t. d. það að fjöldi þeirra sem vel eru settir fjárhagslega flytja út fyrir bæinn. „Við höfum kynnt okkur skipu lag borga og bæja og við höfum heimsótt nýja amtssjúkrahúsið í Glostrup sem tekur 300 sjúklinga og þar vorum við við uppskurð. Einnig hefur okkur verið það lærdómsríkt að sjá og skoða hvað hér er gert fyrir gamla fólkið og öll hefur heimsóknin verið hin ánægjulegasta“, sagði Geir Hallgrímsson borgarstjóri að lokum. — Rytgárd. Þyrla flutti hraknings- mennina úr Surtsey EINS og skýrt var frá í Mbl í gær lenti Árni Johnsen gæzlu- maður í Surtsey í hrakningum við Surtsey sl. þriðjudag, er hann var að ferja menn úr Surtsey yfir í Vestmannalóðsinn, sem beið skammt frá eynni. Hávaða rok ríkti þá á þessum slóðum. Staða yfirlæknis á Vífilsstöðum STAÐA yfirlæknis við Heilsu- hælið á Vífilsstöðum hefur verið auglýst laus til umsóknar. Eiga umsækjendur að vera viður- kenndir sérfræðingar í lyflækn- ingum, berklalækningum eða lungnasjúkdómum. Er umsóknar frestur til 1. nóvember og stað- an á að veitast frá 1 janúar. 8 ára drengur fyrir bíl KUUKKAN 18.22 í gærdag var tilkynnt til lögreglunnar um slys á Kaplaskjólsvegi á móts við húsið nr. 27. Þar hafði 9 ára drengur orðið fyrir bíl. Meiddist hann mikið á höfði og var fluttur í slysavarð- stofuna, en síðar í sjúkrahús. Lýst eftir vitnum EKIÐ VAR á Volkswagenbif- reiðina Ö 36V, bar sem hún stóð í Austurstræti gegnt Hressingar skálanum, einhverntíma milli kl. 13—14 hinn 5. sept. sl. Eru þeir sem gætu geiið einhverjar upp lýsingar um atburð þennan beðn ir um að snúar sér til rannsókn- arlögreglunnar. ísland fagnaði norska for- sætisrá&herranum - með fegursta veðri fyrsla dag heimsóknarinnor ÍSLAND fagnaði norska for- ( aðarvörum sætisráðherranum Per Bort- en og frú hans með sínu feg- ursta veðri fyrsta dag hinn- ar opinberu heimsóknar. Haustið hafði í fyrsta sinn í ár hrímað hvíta Skarðsheið ina, eins og til að draga bet- ur fram blámann í Esjunni og sundunum, sem glóðu í sólskininu. Þetta setti sinn svip á dagskrána, hvort sem ekið var að Bessastöðum til hádegisverðar hjá forseta ís- lands, upp að Esjunni í til- raunastöð Skógræktarinnar, eða hinn kyrrláta FossvogS' kirkjugarð, til að minnast fallinna Norðmanna. Enda létu bæði hjónin mjög í ljós ánægju sína með heim- sóknina. Einnig sýndu þau mikinn áhuga íslenzkum iðn á Iðnsýningunni. Fyrsti dagur heimsóknar norska forsætisráðherrans hófst með því að Per Borten heimsótti dr. Bjarna Bene- diktsson, forsætisráðherra i skrifstofu hans kl. 10,30 og ræddi við hann langa stund. Síðan heimsótti hann utan- ríkisráðherra Emil Jónsson skrifstofu hans, og var klukk an að verða 12 er norski ráð- herrann fór úr Stjórnarráð- inu eftir viðræðurnar við ís- lenzku ráðherrana. Segir norska fréttastofan NTB, sem hefur mann hér i tilefni heim sóknarinnar, að skipzt hafi verið á upplýsingum um inn anríkismál beggja landanna, rædd markaðsmál Evrópu og Framhald á bls. 5 Skemmtisamhoma Sjólfstæðis- manna í V-Barð. NÆSTKOMANDI laugardags- kvöld halda Sjálfstæðisfélag Arnarfjarðar á Bíldudal og „Neisti“, félag ungra Sjálfstæðis manna í Vestur-Barðastranda- sýslu sameiginlega skemmtisam komu á Bíldudal. Hefst húh kl. 9 síðdegis. Á samkomunni mun Sigurður Bjarnason alþingismaður frá Vigur flytja ræðu, þá verður Bingóspil, söngur og að lokum dans. „Neisti, Félag ungra Sjálfstæð- ismanna í Vestur-Barðastranda- sýslu hefur undanfarið haldið uppi þróttmikilli starfsemi. Hef ur margt nýrra félaga gengið í félagið og mikils áhuga gætir meðal Sjálfstæðismanna í Vest- ur-Barðastrandasýslu um að efla starfsemi sína. Má því gera ráð fyrir að skemmtisamkoman á Bíldudal annað kvöld verði fjöl sóÞ Er Árni sneri aftur til eyjar- innar hvolfdi gúmbát hans, en honum tókst þó að bjarga sér yfir í Lóðsinn, sem hélt með hann til Vestmannaeyja. 6 manns urðu eftir í eynni og var ekki viðlit að ná þeim þaðan vegna roksins. í gær dag eftir hádegi sótti þyrla þessa menn og fór með þá til Vestmannaeyja og létu allir vel yfir dvölinni utan einn, sem brennzt hafði lítilsháttar í hraun- inu. Nokkurt gos var í eynni og mikið hraunrennsli. Franskir og b r e z k i r kvikmyndatökumenn dvelja nú í eynni við heimilda- kvikmyndun. Skruppu J ■ sund- laugina ÁÐUR en hin opinbera dag-, skrá norsku forsætisráðherra i hjónanna hófs,t í gær, brugðu 1 hjónin sér í sundlaug Vestur- bæjar. Þó þau hafi ekki kom- ið til landsins fyrr en um eitt leytið um nóttina og vafa- laust ekki verið komin i svefn fyrr en mjög seint, voru þau farin að synda kl 8,30. 1 —• Við erum svo miklir morgunhanar, sagði frúin og hló við er fréttamaður Mbl. minntist á þetta við hana. Við erum komin á fætur fyrir all ar aldir. Og við syndum mik- ið. — En við höfum ekki I svona notalega laug alltaf | bætti hún við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.